MEIRI NIÐURSKURÐUR STJÓRNVALDA TIL LÍFSNAUÐSYNLEGRAR ÞJÓNUSTU, SEM VARÐA OG ALMANNAVARNIR, GLÆPSAMLEGUR:

Meiri niðurskurður stjórnvalda til lífnauðsynlerar þjónustu, sem varða og almannavarnir, þar sem lífi fólks er teflt í tvísýnu, er glæpsamlegur!  Enn og aftur boða vestræn stjórnvöld, enn meiri niðurskurð ríkisútgjalda, þar með talið hér á landi, án þess að ræða nokkra mennska og skynsamlega forgangsröðun, þar sem forgangsraðað yrði að minnsta kosti á þann hátt, að ekki verði meira skorið niður til lífnauðsynlegrar þjónustu, sem varða og almannavarnir, þar sem líf hins almenna borgara er sett í bráða lífshættu, einkum með auknum niðurskurði til líknar -og heilbrigðisþjónustunnar, löggæslu sem og alla aðra lífsnauðsynlega þjónustu, sem varðar líf og dauða hins almenna borgara!

Hefði efnahagur verið megineinkenni, t.d.  í þróun og uppbyggingu líknar - og heilbrigðisþjónustunnar, frá fyrri hluta síðastliðinnar aldar, væri ekki til staðar jafn öflug heilbrigðisþjónusta, t.d. hér á landi, og er nú enn til staðar, þrátt fyrir allt, þ.e.a.s. siðferðilega vafasaman niðurskurð, t.d. til þessa málaflokks líknar- og heibrigðisþjónustunnar!

Viljum við virkilega setja meðbræður okkar og systur í bráða lífshættu, bara að því við veiktumst á "réttum tíma" og fengum bót meina okkar, eða höfum ekki veikst?  Erum við orðin svo siðblind sem þjóð, að aðeins þeir sem standa okkur allra næst, skipti aðeins máli?  Þá erum við brjóstumkennanleg, og eigum í raun ekkert gott skilið!

Víða í hinum svonefndu þróunarlöndum, hafa "fyrrverandi" nýlenduríki, lokað fjölda sjúkrahúsa, sem kostað hafa tugi ef ekki hundruð þúsundir mannslífa, mannslífa, sem áttu alls ekki slík "örlög" skilið!

Þessi óþróun hefur einnig átt sérf stað í Austur -og Suður Evrópu, t.d. Lettlandi.  Vilum við ganga svo langt í aumri sjálfsímynd okkar, að við verðum orðin hluttakendur í þessum glæpi gegn mannkyni, eða þeim glæp, sem blasir nú t.d. við í norðvestanverðri Evrópu?

Hér verður vissulega að forgangsraða á mennskan og skynsamlega hátt, þannig að öll lífsnauðsynleg þjónustu, sem varðar og almannavarnir, verði fyllilega slegið skjaldborg um - sem og lífsnauðsynlega þróunarhjálp! 

Hin óeigingjörnu störf líknar- og heikbrigðisþjóntunnar sem og annarrar lífsnauðsynlegrar þjónustu, verður að hefja upp til vegs og virðingar, og standa sérstaklega vörð um!  Annað væri ekki aðeins siðleysi og siðblinda, heldur hreinn glæpur!

Heyra líknarstörf mannvina eins og t.d. systur Móður Theresu og Alberts Schweitzers, jafnvel þótt í smækkaðri mynd væru, endanlega sögunni til? Guð gefi, að svo sé ekki!!  Það er bæði alltof dýrt, í allri merkingu þess orðs, fyrir utan þann lykilþátt, sem verður aldrei, aldrei, metinn til fjár!!

Með óskum um Guðs blessun,

Ólafur Þórisson, cand. theol.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 897

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband