Færsluflokkur: Evrópumál

STUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ HÆSTVIRTAN FORSETA, HERRA ÓLAF RAGNAR GRÍMSSON:

Ég vil sérstaklega lýsa yfir fyllsta stuðningi við hæstvirtan forseta lýðveldisins Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að vísa hinum svonefndu nýju Ice-save lögum til almennrar þjóðaratkvæðisgreiðsu! Jafnfarmt vísa ég á bug, að með þessri ákvörðun, sé verið að hafna réttmætum og lögmætum skuldbindingum Íslands varðandi hið svonefnda Ice-save mál!

Fyrir liggja lög frá Alþingi, sem samþykkt voru þverpólitískt frá ágúst sl., sem hæstvirtur forseti, herra Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti þegar, með lögmætum hætti, og hefur þar með staðið fyllilega við umræddar skuldbindingar af hálfu Íslendinga varðandi Ice-save málið, og í raun langt um fram skyldu!
Þar voru það þvert á móti Bresk og Hollensk stjórnvöld, sem stóðu ekki við hinar lögmætu skuldbindingar Ice-save málisns.
Það að ,,skrifa undir" óáfylltan víxil eða tékk, eins og í raun felst í hinum nýju Ice-save lögum, t.d. með óhóflega háum vöxtum, sem engin önnur þjóð myndi þurfa að gangast undir í Evrópu, hefur ekkrt með lögmætt raunverulegt skuldbindingargildi að gera, heldur er Íslenska ríkisstjórnin, með samþykkt hinna nefndu umdeildu laga frá 30. desember sl., að lúta óbylgjörnum kröfum ósanngjarns og ólögmæts kúgunarvalds!

Og hér er ekki einu sinni tekin afstaða með eða á móti hinum nýju Ice-save lögum, heldur í raun verið á lýðræðislegan hátt, að vísa þeim til almennrar þjóðaratkvæðagreiðslu, samkvæmt 26. grein Stjórnarskrá hins fullvalda lýðveldis Íslands, nr. 33/1944. Óbylgjörn gagnrýni, m.a. Breskra og Hollenskra yfirvalda, á stjórnskipun fullvalda lýðræðisríkis, er gróf atlaga og aðför að hinu fullvalda lýðræðisríki, og er fordæmanleg!

Með von um, að fleiri lýsi yfir stuðningi við hæstvirtan forseta hins fullvalda lýðveldis Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, enda tugþúsundir, sem sendu honum áskoranir um að vísa nefndu máli til almennrar þjóðaratkvæðagreiðlsu. Guð blessi forseta Íslands og fjölskyldu hans alla. Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð!

Með óskum um gleðilegt ár, og Guðs blessun,
Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 812

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband