Færsluflokkur: Sjónvarp

ER ÞAÐ ÁBYRG LANDSSTJÓRN, SEM HELDUR AÐEINS ÚTI TVEIMUR BJÖRGUNARÞYRLUM, OG TVEIMUR BRÁÐASKURÐSTOFUM Á LANDSPÍTALANUM?

Er það ábyrg ríkisstjórn, sem heldur aðein úti tveimur björgunarþyrlum hjá Landhelgisgæslunni, og tveimur bráðaskurðstofum á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi?

En getur viðkomandi landsstjórn talist ábyrg gerða sinna, sem ástundar slíkt, og ber ávallt fyrir sig þeirri kreppu, sem varð haustið 2008?

Hingað til, hefur ráðherrastaða og starf talist til einna mestu ábyrgðarstarfa, og sérstaklega er beðið fyrir sem sérstökum ábyrgðarstörfum, í kirkjum landsins!

Núverandi landssjórn hefur farið með mikla dómhörku gagnavart ákveðnum fráfarandi ráðherrum, og lagt fráfarandi forsætisráðherra, hreinlega í einelti - hann einn skal gerður "ábyrgur" varðandi embættisfærslur sínar!  Fyrrir það núverandi landsstjórn ábyrgð á eigin embættisfærslum?

Ef núvrandi ríkisstjórn getur ekki haldið úti lágmarksgrunnþjónustu varðandi björgun mannslífa og varða almannavarnir, er hún þá hæf, miðað við eigin "kröfu"?

Slík landsstjórn ætti að segja af sér tafarlaust, áður en hún verður ábyrg fyrir því, að lífi fólks - hér sérstaklega bráðveiks fólks og þ. m.t. bráðveikra barna sem og ferðamanna, sé stefnt í bráða lífshættu!  Lítið heyrist nú frá samtökum um ferðaþjónustu, eins og gerðist hins vegar í vor, og laut aðeins þeim fjársjóði, sem mölur og ryð fær grundað, en því miður ekki þeirri hættu, sem ferðamenn lentu í, þegar ein af brúum landsins rofnaði, og varðar vissulega einnig almannavarnir!

Ef þessi tvö alvarlegu ofangreindu dæmi, sem komu skýrt fram í fjölmiðlum, varða ekki ráðherraábyrgð samkvæmt Landsdómi, þá veit ég hreinlega ekki lengur hvað snýr upp, og hvað snýr niður

Guð forði þjóðinni frá siðblindu ábyrgðar og -sinnuleysisins, áður en slíkt ábyrgðarleysi, leiðir af sér alvarlegt slys, eða þaðan af verra.  Það var ekki landsstjórninni að þakka, að dugmiklir starfsmenn hjá Landhelgisgæslunni, náðu í tíma að lagfæra, og síðan bjarga fólki, sem statt var í nauðum.

Orðrétt segir:

      Það var svo ekki liðin klukkustund frá því TF-Líf kom úr   viðgerð í gær, að hún var ræst út til að bjarga fólki sem   sat fast í gili rétt ofan Bíldudals. 

  frettir@ruv.is  
Fyrst birt: 20.08.2011 11:55 GMT


Þá eru aðeins tvær bráðaskurðdeildir opnar á Landspítalanum - Háskólasjúkrahúsi.

Orðrétt segir:

    Tvær af fjórum bráðadeildum skurðlækninga eru nú lokaðar, eftir niðurskurð   síðustu þriggja ára. Aðrar deildir eru ýmist sameinaðar eða opnar hluta   vikunnar.  Framkvæmdastjóri á Landspítalanum sér ekki að hægt verði að   spara meira á skurðlækningasviði. Uppsagnir eru óumflýjanlegar og skerðing   á þjónustu, að mati forstjórans. 
      Vísir - Innlent 20. ágúst 2011 21:30


Er mannslífið virkilega ekki meira virði?  Hvernig væri að stofna einhverskonar samtök, sem myndu leggja jafnmikla áherslu á það, ef ekki meiri, að bjarga mannslífum, sem varða almannavarnir, eins og hins vegar stofnað hefur verið um efnisleg verðmæti?

Hvernig væri að meta þau störf, sem varða björgun mannslífa, og varða almannavarnir, að verðleikum?


Með óskum um Guðs blessun,

Ólafur Þórisson, cand. theol.


Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband