Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
26.4.2014 | 02:57
HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2011 | 04:58
NEI VIÐ ICESAVE!!!!
Hvaða fjármálaóreiðumenn er verið að vernda, með hugsanlega ólögmætum hætti, með Icesave samningnum, sem samþykktur var á Alþingi Íslendinga í febrúar sl., og hæstvirtur forseti lýðveldisins Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tók þá drengilegu ákvörðun, ekki síst á grundvelli undirskrifta- söfnunar mjög fjölmenns hóps Íslendinga, að synja lögunum samþykkis, og vísa málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, annað hvort til samþykkis eða synjunar. Þær ofríkisþjóðir, "fyrrverandi nýlenduþjóðir", sem hika ekki við að beita smáþjóðir ofríki, - sem þær hafa gert gagnvart fjölda smáþjóða í miklum mæli, sem sagan sannar, - yrðu þá óhjákvæmilega, ef einhver lágmarksskynsemi fyrirfinnst á annað borð hjá þeim, að heimta umræddar innistæður af tiltölulega fámennum hópi fjármálaóreiðumanna; hugsanlega er hér annars um ólögmæta háttsemi að ræða, sem vel hugsanlega getur verið skaðabótaskyld.
Ég tek svo sannarlega ofan fyrir hæstvirtum forseta lýðveldisins Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni sem og fyrrverandi hæstvirtum forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, að svo sannalega á Íslenska þjóðin, alls ekki að þurfa að greiða innistæðuskuldir fjármálaóreiðumanna, sem kom réttiega fram hjá honum í Kastljósi Rúv, haustið 2008.
Hér verður að fá skýra lagalega niðurstöðu, jafnvel þótt málið færi þá fyrir dómstóla; margt myndi þá mjög líklega koma upp á yfirborðið, sem alþjóð hefur enn enga vitneskju um; að byggja málið á hlutdrægum pólitískum grundvelli, er ekkert annað en eins og að byggja á sandi; hér verður að byggja á traustum lagalegum forsendum, samkvæmt meginreglu Íslenskt réttarfars sem og alþjóðaréttar, þar sem byggt er á almennt viðurkenndum réttarreglum - hvort sem er að landsrétti eða alþjóðarétti -, sem eru túlkaðar með almennt viðurkenndri lagalegri aðferð, sem er eitt af því grundvallaratriði Íslenskt réttarfars, sem kennt er í Almennri lögfræði við Lagadeild Háskóla Íslands. Og öll ríkin þrjú, Ísland, Holland og Bretland, eiga víst að teljast til réttarríkja! Annað er að byggja á óskynsamlegu og óljósu pólitísku mati, sem hefur ekkert með lagalega niðurstöðu að ræða; m.ö.o. á pólitískri geðþóttaákvörðun. Hér verður einnig rökrétt skynsemi að vera höfð að leiðarljósi, en alls ekki óskynsamleg geðþóttaákvörðun!
Guð gefi, að kristin kærleikstrú aldanna og siður, megi á nýjan leik gegnsýra Íslenskt mannfélag sem og öll önnur mannfélög!
Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð sem og alla aðra bræður vora og systur, nær sem fjær!!
Ég enda á sálmversum séra Matthíasar Jochumssonar:
Upp, þúsund ára þjóð,
með þúsund radda ljóð.
Upp allt, sem er og hrærist,
og allt, sem lífi nærist.
Upp, harpa Guðs, þú heimur.
Upp, haf og landageimur.
Krjúp lágt, þú litla þjóð,
við lífsins náðarflóð.
Eilífum Guði alda
þú átt í dag að gjalda
allt lánsfé lífs þíns stunda
með leigum þúsund punda.
Upp, upp, þú Íslands þjóð
með eldheitt hjartablóð,
Guðs sólu signd er foldin
öll sekt í miskunn goldin:
Þú átt, þú átt að lifa
öll ár og tákn það skrifa.
Kom Jesú Kristí trú,
kom, kom og í oss bú,
kom, sterki kærleikskraftur,
þú kveikir dáið aftur.
Ein trú, eitt ljós, einn andi
í einu fósturlandi.
Guð faðir, lífs vors líf,
þú lands vors eilíf hlíf,
sjá, í þér erum, hrærumst,
og af þér lifum, nærumst,
þú telur minnstu tárin
og tímans þúsund árin.
Matthías Jochumsson
(Sálmabók, 1972, bls. 503 - 504).
Og munum, að umrædd pund, eru ekki veraldlegur fjársjóður eða innistæðureikningar og skuldir, heldur sá fjársjóður, sem mölur og ryð fær aldrei grandað!
Með vinsemd og virðingu og óskum um Guðs blessun!
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í Guðfræði frá Háskóla Íslands og er með lögbundinn rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 04:04
VERÐSKULDUÐ VERÐLAUN, SAMHLIÐA ÓVERÐSKULDUGUM UMMÆLUM, M.A. AF HÁLFU ÆÐSTA YFIRMANNS AGS:
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tók í dag við Nehru-verðlaununum á Indlandi, en slík viðurkenningu er tengd nafni Nehrus, og lifir lengi með Indversku þjóðinni.
Herra Ólafur segist vona að þau komi Íslensku þjóðinni að gagni í framtíðinni. Hann hyggst verja Verðlaunaféinu, til að styðja samvinnu Íslands og Indlands um rannsóknir á Himalaya-svæðinu, og styðja Indverska nemendur, sem koma hingað til lands til náms, þessu tengt. Þá segist hann sannfærðum um, að ákvörðun sín um að synja Icesave-lögunum, hafi verið rétt.
Þá átti hann árangursríka fundi með ráðamönnum Indlands, þar sem fram hafi komið áhugi að auka samvinnu landanna á sviði orkumála og upplýsingatækni. Þá hafi það snortið hann djúpt, að fá slíka viðurkenningu, sem Nehru-verðlaunin eru, af hálfu Indverja.
Þá segist herra Ólafur hafa fundið miklan vináttuvott og hlýjan hug í garð Íslensku Þjóðarinnar, við verðlaunaafhendinguna. (Ruv, Innlendar fréttir. Fyrst birt: 14.01.2010 18:5 2Síðast uppfært: 14.01.2010 21:15)
Orðrétt segir síðan á fréttavef Ríkisútvarpsins:
,,Ólafur segist enn sáttur við ákvörðun sína um að synja Icesave lögunum staðfestingar. Ef AlÞjóðagjaldeyrissjóðurinn láti lýðræðislega þróun á Íslandi, eins og þjóðaratkvæðagreiðslu, hafa neikvæð áhrif á sín störf sé það fyrst og fremst slæmt fyrir sjóðinn sjálfann. Ólafur segist þó ekki vita til þess að svo sé." (Ruv, Innlendar fréttir. Fyrst birt: 14.01.2010 18:52Síðast uppfært: 14.01.2010 21:15)
Tek ég hér heilshugar undir með hæstvirtum forseta hins fullvalda lýðveldis, Íslands, og lýsi yfir furðu á því, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), skuli skipta sér af stjórnskipun fullvalda lýðveldis. Vissulega er það verst fyrir sjóðinn sjálfan.
Fróðlegt væri að vita, hvaða ,,alþjóðlegasamfélag" Alþjóðagjaldeyrisstjóðurinn (AGS) eigi við, þegar æðsti yfirmaður hans segir í fréttum Ríkisútvarpsins, (Ruv, Innlendar fréttir, sl. kvöld), að krafa ,,alþjóðasamfélagsins" sé sú, að Íslendingar verði að standa við ,,skuldbindingar" sínar varðandi hið svonefnda Icesave-mál, áður en næsta endurskoðun varðandi málefni Íslands af hálfu sjóðsins fari fram.
Eins og ég hef áður nefnt, liggja þegar fyrir lög frá Alþingi, sem samþykkt voru þverpólitískt frá ágúst sl., sem hæstvirtur forseti, herra Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti þegar, með lögmætum hætti, og hefur þar með, ásamt Alþingi, staðið fyllilega við umræddar skuldbindingar af hálfu Íslendinga varðandi Icesave málið, og í raun langt um fram skyldu. Þar voru það þvert á móti Bresk og Hollensk stjórnvöld, sem stóðu ekki við hinar lögmætu skuldbindingar Icesave-málsins. Það að ,,skrifa undir" óáfylltan víxil eða tékk, eins og í raun felst í hinum nýju Icesave-lögum, t.d. með óhóflega háum vöxtum, sem engin önnur þjóð myndi þurfa að gangast undir í Evrópu, hefur ekkert með lögmætt raunverulegt skuldbindingargildi að gera, heldur er Íslenska ríkisstjórnin, með samþykkt hinna nefndu umdeildu laga frá 30. desember sl., að lúta óbylgjörnum kröfum ósanngjarns og ólögmæts kúgunarvalds.
Þá árétta ég enn, að hér er alls ekki tekin afstaða með eða á móti hinum nýju Ice-save lögum, nr. 1/2010, heldur í raun verið á lýðræðislegan hátt, að vísa þeim til almennrar þjóðaratkvæðagreiðslu, til samþykktar eða synjunar, samkvæmt 26. grein Stjórnarskrá hins fullvalda lýðveldis Íslands, nr. 33/1944. Óbylgjörn gagnrýni, m.a. Breskra og Hollenskra yfirvalda sem og æðsta yfirmanns AGS á stjórnskipun fullvalda lýðræðisríkis, er gróf atlaga og aðför að hinu fullvalda lýðræðisríki, og er fordæmanleg. Gleymum ekki þeim fórnum, sem forfeður og formæður vorar færðu, til að Ísland öðlast fullveldi og lýðveldi.
Þá hafa komið æ fleiri gagnrýnisraddir, m.a. af hálfu sérfræðinga gagnvart hlutdeild Íslendinga, varðandi hið svonefnda Icesave-mál, þar sem dregið er verulega úr skuldbindingargildi Íslendinga, lagalega séð, samkvæmt regluverki Evrópusamabandsins (ESB); alla vega að Íslendingar beri ekki alla skuldbindinguna; jafnvel hefur því verið haldið fram, eins og kom nú nýverið framí þætti Ríkissjónvarpsins, Silfri Egils, að lagalegar skuldbindingar Íslendinga séu í raun engar, samkvæmt lagalegri niðurstöðu af regluverki ESB. E.t.v. er hér komin ástæða þess, hvers vegna t.d. Bresk stjórnvöld, vilji alls ekki láta reyna á dómstólaleiðina, varðandi hið margnefnda Icesave-mál? Þá fengist fyrst lagaleg niðurstaða í málið, þar sem almennt viðukenndar réttarheimildir - hér relguverk ESB - yrði túlkað með almennt viðurkenndum lagalegum aðferðum, þ.m.t. lögskýringargögnum, eins og við ætti, og að öllum líkindum fengist úr því skorið, hver hin lagalega niðurstaða yrði, varðandi fyrrnefnt Icesave-mál. E.t.v. eru bæði Bresk og Hollensk stjórnvöld hrædd um, að lagaleg staða þeirra í fyrrnendu máli, sé, þegar öllu er á botninn hvolft, byggð á mjög veikum lagalegum grundvelli?
Reykjavík, 15. janúar 2010
Með óskum um gleðilegt ár, og Guðs blessun.
Með vinsemd og virðingu,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsembættis.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2010 | 01:09
TEFUR MEINT ÓLÖGMÆT ÍHLUTUN BRESKRA OG/EÐA HOLLENSKRA STJÓRNVALDA, ENDURSKOÐUN Á EFNAHAGSÁÆTLUN ÍSLANDS OG AGS?
Í fréttum Ríkisútvarpsins, ntt. á vef Ríkisútvarpsins frá því sl. kvöld (13. janúar 2010), segir m.a. orðrétt:
,,Endurskoðun frestað vegna Icesave
Endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er Icesave segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Taka átti efnahagsáætlunina fyrir á fundi í stjórn sjóðsins í þessari viku." (Ruv, Innlendar fréttir. Fyrst birt: 13.01.2010 18:44. Síðast uppfært: 13.01.2010 22:45)
Hefur endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), tafist vegna meintrar ólögmætrar íhlutunar Breskra og/eða Hollenskra stjórnvalda? Sé svo, er það í fullkominni mótsögn við yfirlýsingar fulltrúa AGS, sem fram hafa komið í fréttum nú nýverið. Ef um er að ræða slíka meinta ólögmæta íhlutun nefndra stjórnvalda, eru viðkomandi stjórnvöld að íhlutast með ólögmætum hætti um áætlun, sem er, eða a.m.k. á að vera fullkomlega óháð lausn í svonefndu Icesave-máli, og því um meinta ólögmæta íhlutun að ræða, sem virðist ganga út á það eitt, að valda skaða varðandi efnahagsáætlun Íslands annars vegar, og AGS hins vegar. Ef sú er raunin, eru viðkomandi stjórnvöld skaðabótaskyld, varðandi það tjón, sem af hinni meintu ólögmætu íhlutun leiðir?
Reykjavík, 14. janúar 2010,
Með óskum um gleðilegt ár, og Guðs blessun.
Með vinsemd og virðingu,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsembættis.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég vil sérstaklega lýsa yfir fyllsta stuðningi við hæstvirtan forseta lýðveldisins Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að vísa hinum svonefndu nýju Ice-save lögum til almennrar þjóðaratkvæðisgreiðsu! Jafnfarmt vísa ég á bug, að með þessri ákvörðun, sé verið að hafna réttmætum og lögmætum skuldbindingum Íslands varðandi hið svonefnda Ice-save mál!
Fyrir liggja lög frá Alþingi, sem samþykkt voru þverpólitískt frá ágúst sl., sem hæstvirtur forseti, herra Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti þegar, með lögmætum hætti, og hefur þar með staðið fyllilega við umræddar skuldbindingar af hálfu Íslendinga varðandi Ice-save málið, og í raun langt um fram skyldu!
Þar voru það þvert á móti Bresk og Hollensk stjórnvöld, sem stóðu ekki við hinar lögmætu skuldbindingar Ice-save málisns.
Það að ,,skrifa undir" óáfylltan víxil eða tékk, eins og í raun felst í hinum nýju Ice-save lögum, t.d. með óhóflega háum vöxtum, sem engin önnur þjóð myndi þurfa að gangast undir í Evrópu, hefur ekkrt með lögmætt raunverulegt skuldbindingargildi að gera, heldur er Íslenska ríkisstjórnin, með samþykkt hinna nefndu umdeildu laga frá 30. desember sl., að lúta óbylgjörnum kröfum ósanngjarns og ólögmæts kúgunarvalds!
Og hér er ekki einu sinni tekin afstaða með eða á móti hinum nýju Ice-save lögum, heldur í raun verið á lýðræðislegan hátt, að vísa þeim til almennrar þjóðaratkvæðagreiðslu, samkvæmt 26. grein Stjórnarskrá hins fullvalda lýðveldis Íslands, nr. 33/1944. Óbylgjörn gagnrýni, m.a. Breskra og Hollenskra yfirvalda, á stjórnskipun fullvalda lýðræðisríkis, er gróf atlaga og aðför að hinu fullvalda lýðræðisríki, og er fordæmanleg!
Með von um, að fleiri lýsi yfir stuðningi við hæstvirtan forseta hins fullvalda lýðveldis Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, enda tugþúsundir, sem sendu honum áskoranir um að vísa nefndu máli til almennrar þjóðaratkvæðagreiðlsu. Guð blessi forseta Íslands og fjölskyldu hans alla. Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð!
Með óskum um gleðilegt ár, og Guðs blessun,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2009 | 04:47
Við Íslendingar kveðjum árið 2009 annað kvöld, gamlárskvöld. En kveðjum við þá einnig fullveldi lýðveldisins Íslands?
Annað kvöld, gamlárskvöld, fimmdtudagskvöldið 31. desember 2009, kveðjum við Íslendingar árið 2009. En kveðjum við einnig fullveldi lýðveldisins Íslands, í ljósi hinna sögulegu atburða á Alþingi Íslendinga, miðvikudagskvöldið 30. desember sl.? Mun þannig fimmtudagurinn 31. desember vera einstakur hátíðardagur lands vors sem ,,síðasti dagur" fullvalda lýðveldis?
Mun árið 2010 marka nýtt upphaf, eftir að við höfum kvatt árið 2009? E.t.v. er þess meiri áhersla að halda upp á ekki aðeins síðasta dag ársins 2009, heldur einnig ,,síðasta dag fullveldis lýðveldisins" Íslands? Og munum við fagna nýju ári kl. 12 á miðnætti annað kvöld, sem einhvers konar ,,nýlenda" tveggja ,,fyrrverandi" nýlenduvelda? Væri þá ekki tilvalið fyrir núverandi, eða öllu heldur ,,fyrrverandi" stjórnarflokka lands vors, að fá sérstaka ,,landsstjóra" hinna nýju herraríkja, yfir land vort, sem ,,núverandi/ fyrrverandi stjórnarflokkar" myndu síðan lúta? Þá myndi vissulega Þjóðhátíðardagur Íslendinga heyra sögunni til í núverandi mynd, en verða sérstakur minningardagur lýðveldisstofnunarinnar frá 17. júní árið 1944, til 17. júní árið 2009; minningardagur 65 ára lýðveldis í landi voru! Sama er að segja um Fullveldisdaginn 1, desember árið 1918, þar sem grundvöllurinn var lagður í senn að fullveldi og lýðveldi lands vors. Hann myndi einnig heyra sögunni til á nýverandi mynd, en verða minningardagur 91 ára fullveldis í landi voru!
Ef við virðum ekki eigið land og þjóð, hvernig eigum við þá að geta virt önnur lönd og þjóðir? Og hvernig getum við þá jafnframt vænst þess, að önnur lönd og þjóðir virði land vort og þjóð?
Með óskum um gleðilega hátíð, og Guðs blessun,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2009 | 20:08
STUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ FORMENN SJÁLFSTÆÐISFLOKKISNS OG FRAMSÓKNARFLOKKNINS, OG ALLA ÐARA ÞÁ ÞINGMENN, SEM VILJA KANNA BETUR YFIRLÝSINGAR LÖGMANNSTOFUNNAR MISHCON DE REYA:
Ég vil sérstaklega lýsa yfir fullum stuðningi við háttvirta þingmenn, Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, Höskuld Þórhallsson, Ólöfu Nordal, og alla aðra þá háttvirtu þingmenn, sem vilja fara yfir yfirlýsingar Bresku Lögfræðistofunnar Mishcon de Reya, varðandi hið svonefnda Ice-save frumvarp ríkisstjórnarinnar - varðandi ríkisábyrgð, sem ríkisstjórnin vill leggja tafarlaust fyrir Alþingi, án þess að hinir lýðræðiskjörnu fulltrúar Alþingis, einkum stjórnarandstöðunnar, fái tækifæri til að kynna sér, áður en atkvæðagreiðslan fari fram, nefndar yfirlýsingar Bresku Lögfræðistofunnar. Hér er um einstaklega ólýðræðisleg vinnubrögð að ræða, af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Og hvað vilja stjórnarflokkarnir fela, ef allt er í eðlilegum farvegi, eins og þeir halda stöðugt fram?
Orðrétt segir í frétt Mbl.is, nú í kvöld:
,,Lögfræðistofan Mishcon de Reya segist í yfirlýsingu til fjárlaganefndar Alþingis standa við það sem kom fram í bréfi til nefndarinnar í gær. Í yfirlýsingunni segist lögfræðistofan vera tilbúin til að leggja fram eiðsvarnar yfirlýsingar ef þess er óskað." (Mbl.is, 2009).
Þá segir einnig orðrétt í frétt Mbl.is:
,,Stjórnarandstaðan krefst þess að leynd verði aflétt af tölvupóstssamskiptum milli bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya annars vegar og fjármálaráðuneytisins og Icesave-samninganefndarinnar hins vegar. Þetta mun vera meginástæðan fyrir því að þingfundum Alþingis hefur ítrekað verið frestað í morgun." (Mbl.is, 2009).
Tek ég heils hugar undir þessa lýðræðislegu kröfu stjórnarandstöðunnar.
Með óskum um gleðlega hátíð, og Guðs blessun,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2009 | 20:11
STUÐNIGSYFIRLÝSING VIÐ HÁTTVIRTAN ÞINGMANN, PÉTUR BLÖNDAL, VARÐANDI BREYTINGARTILÖGU HANS UM ÞJÓÐARATKVÆÐI, OG FLEIRI HÁTTVIRTA ÞINGMENN, SEM STYÐJA ÞANN MÁLSSTAÐ:
Ég vil sérstaklega lýsa yfir fullum stuðningi við háttvirtan þingmann, Pétur Blöndal, þar sem hann leggur til breytingartilögu um þjóðaratkvæðagreiðslu, varðandi hið svonefnda Ice-save frumvarp ríkisstjórnarinnar - varðandi ríkisábyrgð, og aðra þá háttvirta þingmenn, sem styðja þann málsstað. Hafni þjóðin hinu svonefnda Ice-save frumvarpi núverandi stjórnvalda, yrðu bæði Bretar og Hollendingar, að samþykkja hin Íslensku Ice-save lög, og þar með þá fyrirvara, sem samþykktir voru á Alþingi sl. sumar, að semja að nýju við Íslensk stjórnvöld, eða að fara með málið fyrir Íslenska dómstóla. Þá fengist lagaleg niðurstða í málinu, en ekki pólitísk geðþóttaákvörðun Breskra, Hollenskra, eða núverandi Íslenska stjórnvalda. Það er grátbroslegt að heyra núverandi stjórnarþingmenn mæla gegn þjóðaratkvæðagreiðslu, aðeins vegna þess, að meiri líkur en minni, eru talin á því, að hið nefnda umdeilda frumvarp núverandi stjórnvalda, verði fellt, fái almenningur þessa lands, notið þeirra mannréttinda, að hafa síðasta orðið. Það er með ólíkindum, hve illa núverandi stjórnvöld landsins treysta almenningi þessa lands. Ætti slík stjórn að njóta stuðnings þess almennings, sem hún treystir ekki sjálf?
Með óskum um gleðilega hátíð, og Guðs blessun,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsembættis.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2009 | 20:03
STUÐNIGSYFIRLÝSING VIÐ HÁTTVIRTAN ÞINGMANN, HÖSKULD ÞÓRHALLSSON, OG FLEIRI HÁTTVIRTA ÞINGMENN, EINKUM STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR SEM OG HEIÐARLEGRA STJÓRNARÞINGMANNA:
Ég vil sérstaklega lýsa yfir fullum stuðningi við háttvirtan þingmann, Höskuld Þórhallsson, þar sem hann hvetur til að hafna hinu svonefnda Ice-save frumvarpi ríkisstjórnarinnar - varðandi ríkisábyrgð, enda yrðu þá bæði Bretar og Hollendingar, að fara með málið fyrir Íslenska dómstóla. Þá fengist lagaleg niðurstða í málinu, en ekki pólitísk geðþóttaákvörðun Breskra, Hollenskra, eða núverandi Íslenska stjórnvalda.
Núverandi Íslensk stjórnvöld hafa sýnt og sannað, að þau eru með öllu fullkomlega vanhæf, og þá ekki aðeins í þessu einstaka Ice-save máli, heldur því miður í nánast öllu, sem þau hafa tekið fyrir, eða öllu heldur ekki tekið fyrir! Heimilin og fjölskyldur landsins, hyrningarsteinn siðaðs mannfélags, blæða, óhóflegar skattpíningar vofa yfir almenningi þessa lands semhliða siðlausum, siðbindum og miskunnarlausum niðurskurði til gjörvallrar lífnauðsynlegrar grunnþjónustu siðaðs mannfélags, einkum löggæslu, heilbrigðis- og menntamála sem og annarra velferðarmála, sem verða mannfélaginu mjög dýr, einkum til lengri tíma litið, að ekki sé talað um mannúðarþátt þessarar hyrningarþjónustu siðaðs mannfélags!
Þá eru og settir steinar í götu alhliða atvinnuuppbyggingar, einkum á Suðurnesjum og Húsavík og víðar, þótt slík atvinnuuppbygging myndi skila þjóðinni lífsnauðsynlegri lífsafkomu bæði heimila og fyrirtækja í landinu. Þrengingin að þessum atvinnuvegum sem og annarrar atvinnuuppbyggingu, auk yfirvofandi skattpíninga, mun leiða til enn meiri landsflótta, og er hann þegr ærinn orðinn. Þannig mun jafnframt enn minna fé renna til ríkissjóðs, haldi núverandi ,,norræn ,,vel"ferðarstjórn" völdum, hér á landi.
Engvir stjórnmálaflokkar hafa lagt jafn mikla áherslu á heimilin og fjölskyldur sem og skynsamlega og lífnauðsynlega atvinnuuppbyggingu á landinu, en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, auk þess að standa vörð um ofangreindar lífsnauðsynlegar grunnþjónustu siðaðs mannfélags.
Ég styð heilshugar hvern þann heiðarlega þingmann, sem þorir að rísa upp gegn ofurveldinu, og fella hið umdeilda Ice-save frumvarp - varðandi ríkisábyrgð.
Guð gefi, að brátt heyri hin Íslenska ,,norræna ,,vel"ferðarstjórn" sögunni til, og við taki, hér á landi, borgaraleg lýðræðisstjórn, sem hefur hagsmuni gjörvalls almenning að leiðarljósi, og þar með að varðveita fullveldi Íslands. Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð.
Með óskum um gleðilega hátíð, og Guðs blessun,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og hefur rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 29.12.2009 kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 04:23
,,HEIMSSLITASPÁ/(KENNING) ÞEIRRA, SEM VILJA ALLRA SÍST VEÐSETJA BÖRN ÍSLANDS, UM ÓKOMNA FRAMTÍÐ ?“
Það er með ólíkindum, að hæstvirtur fjármálaráðherra, lýsi raunsæjum skilningi háttvirts þingmanns Framsóknarflokksins og formanns hans, á þá leið, að hann sé með einhverskonar spá fyrir / búist við heimsslitum og/eða komi með heimsslitaspá/(heimslitakenningu), um það, hvernig verði hér á landi, að sjö árum liðnum, verði svonefndir Icesave-samningar samþykktur á Alþingi Íslendinga; ntt. ríkisábyrgð varðandi samninginn. Hér er því miður, ríkisstjórnin, að veðsetja Ísalnd og Íslenska þjóð, a.m.k. um ókomna áratugi, verði að þessum gerningi, og þá ekki síst börn þessa lands. Hér á að fara að skuldsetja landsmenn, og þá ekki síst börn þessa lands, jafnvel þau, sem enn eru ekki fædd, til a.m.k. margra áratuga. Allt á að vera í lagi næstu sjö árin, (en hvað með vextina innan fyrrnedra sjö ára, auka þeir ekki enn hallann á ríkisreksri, verði þeir heimtir innan fyrrnefnra sjö ára, sem yrðu afarkostir, eða safnast þeir e.t.v. upp, og kemur síðan að skuldadögum, með margfallt meiri þunga opg þar með afarkostum að sjö árum liðnum?); en hvað gerist síðan, að sjö árum liðnum? Og það að lýsa raunsæjum og skynsömum skilningi sem spá fyrir / eða búast við heimsslitum og/eða koma með heimsslitaspá/(kenningu), hjá þeim, sem með raunsæjum hætti, stendur alls ekki á sama hvað gerist að þessum sjö árum liðnum, er vægt til orða tekið mikil grunnhyggja, og með ólíkindum, að hæstvirtur fjármálaráðherra noti þessa líkingu heimsslita/heimslitakenningar, í þessu samhengi. Loks upplýsti ríkisstjórnin bæði Alþingi sem og alla landsmenn, um efni og innihald viðkomandi samnings, þar sem var mjög skammur tími til að kynna sér umræddan samning; og virtir lögmenn hafa eindregið varað við þessum samningi og/eða samþykkt Alþingis á ríkisábyrgð varðandi nefndan samning, og hefur komið fram í fréttum. Hér er greinilega um að ræða mjög varasaman samning, einkum ákveðin ákvæði hans og/eða samþykkja ríkisábyrgð varðandi samninginn og þar með hin sérstaklega umdeildu ákvæði samningsins; sem má því miður lýsa, þótt í smækkaðri mynd sé, við ,,Versalasamning nr 2! Einnig hefur komið fram í fréttum, að Hollendingar gætu líklega gengið að öllum opinberum eignum Íslenska ríkisins, komi eitthvað upp á, sem virtir lögmenn hafa varað alveg sérstaklega við! Nú er mælirinn fullur! Hingað og ekki lengra! Almáttugur Guð forði Íslandi og Íslendingum, og þá ekki síst börnunum, sem erfa skulu land, að slíkt gerræði verði samþykkt á Alþingi! Þá fyrst myndi Ísland einangrast, og þá ekki síst á alþjóðavettvangi. Fullveldi landsins er verulega ógnað með fyrrnednum gerningi! Guð blessi Ísland, og Íslenska þjóð!
Með vinsemd og virðingu,
Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur er með embættispróf í guðfræði, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Nýjustu færslur
- Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæp...
- HUGVEKJA: KRISTIN KÆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFÐ ALDANNA:
- SAMRÆMAST FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR KRISTINNI KÆRLEIKSTRÚ ALDA...
- HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
- MANNVINURINN OG KRISTNIBOÐSLÆKNIRINN ALBERT SCHWEITZER; Í ÁR ...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar