STUÐNIGSYFIRLÝSING VIÐ HÁTTVIRTAN ÞINGMANN, HÖSKULD ÞÓRHALLSSON, OG FLEIRI HÁTTVIRTA ÞINGMENN, EINKUM STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR SEM OG HEIÐARLEGRA STJÓRNARÞINGMANNA:

Ég vil sérstaklega lýsa yfir fullum stuðningi við háttvirtan þingmann, Höskuld Þórhallsson, þar sem hann hvetur til að hafna hinu svonefnda Ice-save frumvarpi ríkisstjórnarinnar - varðandi ríkisábyrgð, enda yrðu þá bæði Bretar og Hollendingar, að fara með málið fyrir Íslenska dómstóla. Þá fengist lagaleg niðurstða í málinu, en ekki pólitísk geðþóttaákvörðun Breskra, Hollenskra, eða núverandi Íslenska stjórnvalda.
Núverandi Íslensk stjórnvöld hafa sýnt og sannað, að þau eru með öllu fullkomlega vanhæf, og þá ekki aðeins í þessu einstaka Ice-save máli, heldur því miður í nánast öllu, sem þau hafa tekið fyrir, eða öllu heldur ekki tekið fyrir! Heimilin og fjölskyldur landsins, hyrningarsteinn siðaðs mannfélags, blæða, óhóflegar skattpíningar vofa yfir almenningi þessa lands semhliða siðlausum, siðbindum og miskunnarlausum niðurskurði til gjörvallrar lífnauðsynlegrar grunnþjónustu siðaðs mannfélags, einkum löggæslu, heilbrigðis- og menntamála sem og annarra velferðarmála, sem verða mannfélaginu mjög dýr, einkum til lengri tíma litið, að ekki sé talað um mannúðarþátt þessarar hyrningarþjónustu siðaðs mannfélags!
Þá eru og settir steinar í götu alhliða atvinnuuppbyggingar, einkum á Suðurnesjum og Húsavík og víðar, þótt slík atvinnuuppbygging myndi skila þjóðinni lífsnauðsynlegri lífsafkomu bæði heimila og fyrirtækja í landinu. Þrengingin að þessum atvinnuvegum sem og annarrar atvinnuuppbyggingu, auk yfirvofandi skattpíninga, mun leiða til enn meiri landsflótta, og er hann þegr ærinn orðinn. Þannig mun jafnframt enn minna fé renna til ríkissjóðs, haldi núverandi ,,norræn ,,vel"ferðarstjórn" völdum, hér á landi.
Engvir stjórnmálaflokkar hafa lagt jafn mikla áherslu á heimilin og fjölskyldur sem og skynsamlega og lífnauðsynlega atvinnuuppbyggingu á landinu, en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, auk þess að standa vörð um ofangreindar lífsnauðsynlegar grunnþjónustu siðaðs mannfélags.
Ég styð heilshugar hvern þann heiðarlega þingmann, sem þorir að rísa upp gegn ofurveldinu, og fella hið umdeilda Ice-save frumvarp - varðandi ríkisábyrgð.
Guð gefi, að brátt heyri hin Íslenska ,,norræna ,,vel"ferðarstjórn" sögunni til, og við taki, hér á landi, borgaraleg lýðræðisstjórn, sem hefur hagsmuni gjörvalls almenning að leiðarljósi, og þar með að varðveita fullveldi Íslands. Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð.

Með óskum um gleðilega hátíð, og Guðs blessun,

Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og hefur rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 872

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband