TEFUR MEINT ÓLÖGMÆT ÍHLUTUN BRESKRA OG/EÐA HOLLENSKRA STJÓRNVALDA, ENDURSKOÐUN Á EFNAHAGSÁÆTLUN ÍSLANDS OG AGS?

Í fréttum Ríkisútvarpsins, ntt. á vef Ríkisútvarpsins frá því sl. kvöld (13. janúar 2010), segir m.a. orðrétt:

,,Endurskoðun frestað vegna Icesave

Endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er Icesave segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Taka átti efnahagsáætlunina fyrir á fundi í stjórn sjóðsins í þessari viku."  (Ruv, Innlendar fréttir.  Fyrst birt: 13.01.2010 18:44.  Síðast uppfært: 13.01.2010 22:45)

Hefur endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), tafist vegna meintrar ólögmætrar íhlutunar Breskra og/eða Hollenskra stjórnvalda?  Sé svo, er það í fullkominni mótsögn við yfirlýsingar fulltrúa AGS, sem fram hafa komið í fréttum nú nýverið.  Ef um er að ræða slíka meinta ólögmæta íhlutun nefndra stjórnvalda, eru viðkomandi stjórnvöld að íhlutast með ólögmætum hætti um áætlun, sem er, eða a.m.k. á að vera fullkomlega óháð lausn í svonefndu Icesave-máli, og því um meinta ólögmæta íhlutun að ræða, sem virðist ganga út á það eitt, að valda skaða varðandi efnahagsáætlun Íslands annars vegar, og AGS hins vegar.  Ef sú er raunin, eru viðkomandi stjórnvöld skaðabótaskyld, varðandi það tjón, sem af hinni meintu ólögmætu íhlutun leiðir?


Reykjavík, 14. janúar 2010,

Með óskum um gleðilegt ár, og Guðs blessun.
Með vinsemd og virðingu,
Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsembættis.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 872

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband