Allir skynsamir þingmenn felli hin óskynsamlegu og illa unnin fjárlög fyrir næsta ár:

Sjaldan hefur verið jafnmikilvægt að allir skynsamir alþingismenn felli nú í atkvæðageiðslu á Alþingi, að lokinni þriðju umræðu um yfrirvofandi fjárlög fyrir næsta ár, þau óskynsömu og illa unnu fjárlög, og þá hvar í flokki sem menn standa.  Látum flokkshagsmuni ekki hafa hér nokkur áhrif, heldur skynsemi þverpólitískrar umræðu og samvinnu; fyrr var þörg, nú nauðsyn.

Frekara niðurskurður til lífnauðsynlegra málaflokka, eins og heilbrigðismála, löggæslu og annara björgunarstarfa, eins og t.d. sjúkraflutninga, er ekkert annað en beint tilræði við almannavarnir og almannaheill!!  

Landspítalinn, ásamt öðrum sjúkrahúsum og sjúkrastofnunum um land allt, þola ekki frekari niðurskurð!!  Með fyrirhuguðum fjárlögum fyrir árið 2012, er verið að leggja líf lifandi manneskja - ekki dauðum hlutum á pappír - í bráða lífshættu.  Sama er að segja  varðandi löggæslu og önnur björgunarstörf, og þá ekki síst sjúkraflutninga, í tvíþættri merkingu þess orðs, annars vegar með fækkun þeirra; og þótt þeim verði ekki fækkað, mun álag stóraukast á sjúkraflutningamenn og bráðaliða, sem er nú þegar ærið fyrir!!  Sama er að segja varðandi álag á allt annað heilbrigðisstarfsfólk!!  Hér eru um að ræða ómetanleg, en mjög vanmetin störf!!  Verða menn að veikjast alvarlega sjálfir, til að kunna að meta þessi ómetanlegu störf líknar, heilbrigðis- og björgunar??  Þá eru löggæslu- og önnur björgunarstörf einnig vanmetin á mjög ómaklega hátt!!

Ég enda hér með frétt varðandi þessi mál, sem birtust á fréttavef Rúv., þar sem segir orðrétt:






  „Eins og að pissa í skóinn“

  

  Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt hraðann á afgreiðslu fjárlaganna. Gengið verður til atkvæða um þau síðdegis. Ragnheiður Árnadóttir,   þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að alla framtíðarsýn um fjármögnun   ríkisútgjalda skorti. þar sé eins og stjórnin pissi í skóinn sinn með   álagningu nýrra skatta.

  Lokaumræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs   lauk á Alþingi á tólfta tímanum í gærkvöld.   Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega   hraðann á vinnu við afgreiðslu frumvarpsins og   að mörgum spurningum væri enn ósvarað.   Fjármálaráðherra sagði í lokaræðu sinni að   niðurstaðan væri viðunandi. 

  Siv Friðleifsdóttir, þingmaður   Framsóknarflokksins, telur hraðann á   afgreiðslu fjárlaga hafa verið til vansa og hún   hefur áhyggjur af heilbrigðismálunum þó að þar   hafi verið bætt í. Engu að síður sé alveg ljóst   að verulega sé skorið niður til heilbrigðismála.

  „Það kemur alls staðar niður. Það kemur bæði   niður á Landspítalanum, sem er mjög   viðkvæmur fyrir frekari niðurskurði. Þar er búið   að skera niður um 20% eftir hrun. Þetta kemur   líka niður á landsbyggðinni og þetta er okkar   helsta áhyggjuefni í augnablikinu. “

  Ragheiður E. Árnadóttir, þingmaður   Sjálfstæðisflokksins, segir tekjugrunninn   fallvaltann. Enn vanti skatttekjur upp á tíu til   fimmtán milljarða til að mæta ríkisútgjöldum og   eina lausn ríkisstjórnarinnar sé að seilast í vasa   skattgreiðenda. Í fjárlagafrumvarpinu birtist   engin leið til að auka verðmætasköpun í   samfélaginu, þó að vissulega sé verið að leggja   á nýja skatta.

  „Við erum með skattlagningu á lífeyrissjóðina   okkar sem dregur úr sparnaði. Það er verið að   pissa í skóinn sinn og það er engin sýn til   framtíðar þegar kemur að tekjuhlið fjárlaga.“
  (Rúv.  Fyrst birt: 07.12.2011 08:16 GMT, Síðast;         uppfært: 07.12.2011 09:01 GMT; áherslubreyting:  ÓÞ).


Með vinsemd og virðingu og óskum um alla Guðs blessun.

Ólafur Þórisson, cand. theol.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 875

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband