Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.12.2009 | 20:03
STUÐNIGSYFIRLÝSING VIÐ HÁTTVIRTAN ÞINGMANN, HÖSKULD ÞÓRHALLSSON, OG FLEIRI HÁTTVIRTA ÞINGMENN, EINKUM STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR SEM OG HEIÐARLEGRA STJÓRNARÞINGMANNA:
Ég vil sérstaklega lýsa yfir fullum stuðningi við háttvirtan þingmann, Höskuld Þórhallsson, þar sem hann hvetur til að hafna hinu svonefnda Ice-save frumvarpi ríkisstjórnarinnar - varðandi ríkisábyrgð, enda yrðu þá bæði Bretar og Hollendingar, að fara með málið fyrir Íslenska dómstóla. Þá fengist lagaleg niðurstða í málinu, en ekki pólitísk geðþóttaákvörðun Breskra, Hollenskra, eða núverandi Íslenska stjórnvalda.
Núverandi Íslensk stjórnvöld hafa sýnt og sannað, að þau eru með öllu fullkomlega vanhæf, og þá ekki aðeins í þessu einstaka Ice-save máli, heldur því miður í nánast öllu, sem þau hafa tekið fyrir, eða öllu heldur ekki tekið fyrir! Heimilin og fjölskyldur landsins, hyrningarsteinn siðaðs mannfélags, blæða, óhóflegar skattpíningar vofa yfir almenningi þessa lands semhliða siðlausum, siðbindum og miskunnarlausum niðurskurði til gjörvallrar lífnauðsynlegrar grunnþjónustu siðaðs mannfélags, einkum löggæslu, heilbrigðis- og menntamála sem og annarra velferðarmála, sem verða mannfélaginu mjög dýr, einkum til lengri tíma litið, að ekki sé talað um mannúðarþátt þessarar hyrningarþjónustu siðaðs mannfélags!
Þá eru og settir steinar í götu alhliða atvinnuuppbyggingar, einkum á Suðurnesjum og Húsavík og víðar, þótt slík atvinnuuppbygging myndi skila þjóðinni lífsnauðsynlegri lífsafkomu bæði heimila og fyrirtækja í landinu. Þrengingin að þessum atvinnuvegum sem og annarrar atvinnuuppbyggingu, auk yfirvofandi skattpíninga, mun leiða til enn meiri landsflótta, og er hann þegr ærinn orðinn. Þannig mun jafnframt enn minna fé renna til ríkissjóðs, haldi núverandi ,,norræn ,,vel"ferðarstjórn" völdum, hér á landi.
Engvir stjórnmálaflokkar hafa lagt jafn mikla áherslu á heimilin og fjölskyldur sem og skynsamlega og lífnauðsynlega atvinnuuppbyggingu á landinu, en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, auk þess að standa vörð um ofangreindar lífsnauðsynlegar grunnþjónustu siðaðs mannfélags.
Ég styð heilshugar hvern þann heiðarlega þingmann, sem þorir að rísa upp gegn ofurveldinu, og fella hið umdeilda Ice-save frumvarp - varðandi ríkisábyrgð.
Guð gefi, að brátt heyri hin Íslenska ,,norræna ,,vel"ferðarstjórn" sögunni til, og við taki, hér á landi, borgaraleg lýðræðisstjórn, sem hefur hagsmuni gjörvalls almenning að leiðarljósi, og þar með að varðveita fullveldi Íslands. Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð.
Með óskum um gleðilega hátíð, og Guðs blessun,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og hefur rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.12.2009 kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19. OKTÓBER 2009: ,,STOFNDAGUR FULLVELDISAFSALS ÍSALNDS, AÐ SJÖ ÁRUM LIÐNUM, TIL TVEGGJA ,,FYRRVERANDI NÝLENDURÍKJA; AUK SIÐBLINDS NIÐURSKURÐAR EVRÓKSRA STJÓRNVALDA, Þ.M.T. ÍSLENSKRA, TIL LÍKNARÞJÓNUSTUNNAR NÆR SEM FJÆR:
Ef Alþingi hins fullvalda lýðveldsis, Íslands, samþykkir svonefna Icesave-samninga, óbreytta, sem skrifað var undir þann 19. október sl., sem eru skuldbindingar, langt umfram lagalega skyldu, sem jafnvel liggur ekki fyrir lagalega séð; [vissulega ættu hlutlausir alþjóðlegir dómstólar, t.d. Efta-dómstóllinn, að kveða úrskurð um lagaleg vafamál, þar að lútandi, og þá hvorki Breskir, Hollenskir, né Íslenskir, enda hafa Íslendingar fulla gagnkvæma og rökstudda ástæðu, til að bera ekki meira traust Breskra eða Hollenskra dómstóla, en svonefndir viðsemjendur Íslendinga, hafa gagnvart Íslenskum dómstólum]; og legg ég til, að 19. október, verði, að sjö árum liðnum, haldinn sem sérstakur ,,hátíðisdagur, þegar landsstórnin tók, þann 19. október árið 2009, þá afdrifaríkiu ákvörðun, að ,,leggja niður fullveldi lýðveldisins Íslands, að sjö árum liðnum, n.t.t. þann 19. október árið 2016.
Þá verða einnig fullveldisdagurinn, 1. desember, og lýðveldisdagurinn 17. júní, að sjá árum liðnum, einungis minningardagar fyrrverandi fullvalda þjóðar og lýðveldis, annars vegar varðandi fullveldisstofnun Íslands, og hins vegar varðandi lýðveldisstofnun Íslands, þar sem fullveldi lýðveldisins Íslands, mun frá og með fyrrnendum októberdegi, að sjö árum liðnum, að öllu óbreyttu, heyra sögunni til.
Ég tek heils hugar undir varnaðarorð háttvirtra þingmanna, allra forystumanna stjórnarandstöðunnar, á Alþingi sem og annarra háttvirtra þingmanna, sem vara við þessum gjörningi, þar sem tvö ,,fyrrverandi
nýlenduríki, beita núvernadi landsstjórn Íslands, Ísalndi og Íslenskri þjóð , sem ber enga sök á hinum svonefndu Icesave-reikningum, ofríki og valdnýðlsu, í skjóli yfirburðavalds sem ,,fyrrverandi nýlenduríkja.
Bandarískur sérfræðingur í alþjóðamálum, varaði nú nýverið við slíkum gjörningu, í fjölmiðlum, sem ríkisstjórnin hefur nú því miður samþykkt, í ljósi valdbeitingar hinna ,,fyrrverandi nýlenduríkja.
Hér skal það tekið skýrt fram, að samkomulag á jafnréttisgrundvelli kæmi hér vissulega fyllilega til greina, ef um er að ræða vissar lagalegar lágmarks skuldbindingar Íslenska ríkisins, en það liggur ekki ljóst fyrir hvort svo sé, og því um að ræða mikla lagalega óvissu, og því ættu vissulega allir þrír málsaðilar, skýlausan rétt, til að fá úr því skorið, fyrir hlutlausum alþjóðlegum dómstólum, hver hin lagalega niðurstaða er, eða yrði, í raun og veru. Hér gildir hið sama og varðandi landsrétt, að túlka lögin með almennt viðurkenndum lagalegum að ferðum, þ.e.a.s. fá úr deilumálum skorið, að komist sé að lagalegri niðurstöðu á grundvelli þess, hvernig lögin eru, en ekki ættu að vera. Sama gildir varðandi alþjóðarétt. Hér er hins vegar um að ræða pólitísak valdbeitingu tveggja fyrrnefndra stórþjóða, þar sem núverandi landsstjórn Íslands, er kúguð til uppgjafar, m.a. með hótunum AGS (Alþjóðagjaldeyrissjóðsins). Við slíkt er ekki hægt að una, enda auk þess, sem að ofan greinir, tekin mikil áhætta um skerðingu fullvalda lýðræðisríkis, sem sagan hefur sannað, þar sem AGS hefur komið að málum, og m.a. rústað líknarþjónustu landa, eins og kom fram í fréttaauka Ríkissjónvarpsins, fyrir nokkru, varðandi Lettaland! Guð gefi, að svo verði ekki hér, né annars staðar, og undanskil ég þá hvorki Lettland, né nokkur önnur lönd, nær sem fjær. Þá er niðurskurður á líknarþjónustu og annarri þjónustu gagnvart fötluðum, sem kom m.a. fram í féttum nú nýverið, hrein svívirða. Sama er að segja varðandi sjúka, einkum börnin, en ekki síður eldri borgara þessa lands sem og öryrkja, og svo mætti lengi telja.
Mesta hættan varðandi kreppuna er sú, að fátækustu ríkin fari verst út úr henni, t.d. í Afríku og Asíu; þar hefur jafnvel heilu heilsgæslunum og jafnvel sjúkrahúsum verið lokað. Gleymum ekki vorum minnstu meðbræðrum og systrum, sem verst eru sett, þótt við megum vissulega aldrei gleyma að líta oss næst, enda óhugnanlegt, hvernig fátækt samhliða atvinnuleysi, hefur stóraukist hér á landi. Það er óhætt að segja, að aldrei sem fyrr, hefur verið brýnni þörf að hlúa að vorum minnstu meðbræðrum og systrum; ekkert hjálpar sem markviss varðaveisla kristinnar kærleiktrúar aldanna sem og markvisst kristniboð, og sagan hefur sannað ómetanlegt kærleiksgildi þess. Ég enda með orðum mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, varðandi öflugt kristniboð til frumstæðra Afríkubúa, sem vér megum allra síst gleyma, meðbræðra vorra og systra, sem búa við örbyrgð og mikinn skort á lífsnauðsynlegri líknarþjónustu; sem hefur versnað mikið, eftir að alþjóðakreppan skall á; en því miður má að mjög mörgu leiti heimfæra afkristnaðan og afhelgaðan hugarheim vesturlandabúa, varðandi ótta og hræðslu guðleysins og óguðlegrar hugmyndafræði, þar sem líka margir búa að mikinn skort sem og svívirðilega skerta líknarþjónustu, þar sem Ísland, er ekki einu sinni undanskilið, og minnslífið lítils metið; til hugarheims frumstæðra manna í Afríku; e.t.v. eiga kristniboðar frá Afríku, eftir að koma til vesturlanda, til að kristna, að mörgu leiti afhelgaðan, skeytingarlausan, sinnulausan, siðblindan og miskunnarlausan heim vesturlandabúa :
,,,,Hver, sem kynnist hugarheimi frumstæðra manna, skrifar Schweitzer, ,,og þekkir óttann, hræðsluátandið, sem þeir eru í ... getur aldrei framar efast um, að oss beri að gera allt, sem unnt er, til þess að losa þá við þessi hindurvitni. Og enn segir Schweitzer: ,,Evrópumenn munu aldrei geta skilið til fulls, hversu skelfileg tilveran er þessum vesalings mönnum... Þeir menn einir, sem hafa séð þessar hörmungar í nærsýn, skilja, að það er skylda vor að flytja frumstæðum nýja lífsskoðun, er losi þá við þá hugaróra, sem gera þeim lífið svo kvalafullt. Í þessu tilliti myndu jafnvel stækustu efasemdamenn verða vinir kristniboðsins, ef þeir kynntust málavöxtum.
,,Kristindómurinn leysir þessa menn úr viðjum óttans. ,,Þeir vita síðan, að örlög vor allra eru á hendi sama, kærleiksríka föður. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 129). ... .
Guð blessi, alla vora meðbræður og systur, nær sem fjær. Guð blessi Ísland, og Íslenska þjóð.
Reykjvík, 20. október 2009,
Með óskum um Guðs blessun,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., er er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu; og er nú að vinna að drögum ritgerðar og/eða rits um mannvininn og kristniboðslækninn Albert Schweitzer, einkum guðfræði hans, Í samræmi við nýjatestamentisfræðin, ásamt helstu hugsjónum hans.
19.6.2009 | 04:23
,,HEIMSSLITASPÁ/(KENNING) ÞEIRRA, SEM VILJA ALLRA SÍST VEÐSETJA BÖRN ÍSLANDS, UM ÓKOMNA FRAMTÍÐ ?“
Það er með ólíkindum, að hæstvirtur fjármálaráðherra, lýsi raunsæjum skilningi háttvirts þingmanns Framsóknarflokksins og formanns hans, á þá leið, að hann sé með einhverskonar spá fyrir / búist við heimsslitum og/eða komi með heimsslitaspá/(heimslitakenningu), um það, hvernig verði hér á landi, að sjö árum liðnum, verði svonefndir Icesave-samningar samþykktur á Alþingi Íslendinga; ntt. ríkisábyrgð varðandi samninginn. Hér er því miður, ríkisstjórnin, að veðsetja Ísalnd og Íslenska þjóð, a.m.k. um ókomna áratugi, verði að þessum gerningi, og þá ekki síst börn þessa lands. Hér á að fara að skuldsetja landsmenn, og þá ekki síst börn þessa lands, jafnvel þau, sem enn eru ekki fædd, til a.m.k. margra áratuga. Allt á að vera í lagi næstu sjö árin, (en hvað með vextina innan fyrrnedra sjö ára, auka þeir ekki enn hallann á ríkisreksri, verði þeir heimtir innan fyrrnefnra sjö ára, sem yrðu afarkostir, eða safnast þeir e.t.v. upp, og kemur síðan að skuldadögum, með margfallt meiri þunga opg þar með afarkostum að sjö árum liðnum?); en hvað gerist síðan, að sjö árum liðnum? Og það að lýsa raunsæjum og skynsömum skilningi sem spá fyrir / eða búast við heimsslitum og/eða koma með heimsslitaspá/(kenningu), hjá þeim, sem með raunsæjum hætti, stendur alls ekki á sama hvað gerist að þessum sjö árum liðnum, er vægt til orða tekið mikil grunnhyggja, og með ólíkindum, að hæstvirtur fjármálaráðherra noti þessa líkingu heimsslita/heimslitakenningar, í þessu samhengi. Loks upplýsti ríkisstjórnin bæði Alþingi sem og alla landsmenn, um efni og innihald viðkomandi samnings, þar sem var mjög skammur tími til að kynna sér umræddan samning; og virtir lögmenn hafa eindregið varað við þessum samningi og/eða samþykkt Alþingis á ríkisábyrgð varðandi nefndan samning, og hefur komið fram í fréttum. Hér er greinilega um að ræða mjög varasaman samning, einkum ákveðin ákvæði hans og/eða samþykkja ríkisábyrgð varðandi samninginn og þar með hin sérstaklega umdeildu ákvæði samningsins; sem má því miður lýsa, þótt í smækkaðri mynd sé, við ,,Versalasamning nr 2! Einnig hefur komið fram í fréttum, að Hollendingar gætu líklega gengið að öllum opinberum eignum Íslenska ríkisins, komi eitthvað upp á, sem virtir lögmenn hafa varað alveg sérstaklega við! Nú er mælirinn fullur! Hingað og ekki lengra! Almáttugur Guð forði Íslandi og Íslendingum, og þá ekki síst börnunum, sem erfa skulu land, að slíkt gerræði verði samþykkt á Alþingi! Þá fyrst myndi Ísland einangrast, og þá ekki síst á alþjóðavettvangi. Fullveldi landsins er verulega ógnað með fyrrnednum gerningi! Guð blessi Ísland, og Íslenska þjóð!
Með vinsemd og virðingu,
Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur er með embættispróf í guðfræði, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
16.6.2009 | 17:32
Á AÐ VEÐSETJA BÖRN ÍSLANDS, UM ÓKOMNA FRAMTÍÐ?
Nú er nóg komið; mælirinn er fullur! Ég tek hins vegar ofan fyrir þingmanni Verkamannaflokks Bretlands, þar sem hann gagnrýnir harðlega valdníðslu Bresku ríkisstjórnarinnar sl haust, sem kom m.a.a fram í fréttum, með því að setja Ísland og þar með alla Íslenska þjóðina í hóp hryðjuverkamanna; þvert á móti hefðu stjórnvöld beggja ríkja, Bretlands sog Íslands, (sem og Hollands) átt að vinna saman að því, að leysa hið svonefnda Icesave-mál, þar sem eignir Landsbankans gamla - ef rétt hefði verið staðið að málum - hefðu gengið nánast að fullu upp í greiðslur, til Breksra (og jafnvel einnig Holleskra) innistæðueigenda; í stað þess að hafa eingirnar vaxtalausar, sem bitnar ekki síst á hinum nefndu innistæðueigendum; og greiða götu Íslands varðandi liðsinnis Alþjóðagjaldeirissjóðsins; Þetta hefði komið öllum málsaðilum til góðs! Í stað þessa, beita Bresk stjórnvöld hryðjuverkalögum gegn Íslandi, fullvalda þjóðríki, og eyðileggja þar ekki aðeins fyrir Íslendingum, heldur ekki síður fyrrnefndum innstæðueigendum. Hér er um mjög alvarleg meiðyrði að ræða, gegn heillri þjóð, sem á engan hátt gat eða getur borið ábyrgð á ábyrgðarleysi örfárra ,,útrásarvíkinga", sem vissulega hafa einnig valdið miklum skaða; en að kasta olíu á eld, og ,,brenna alla götuna", í stað þess að reyna ,,slökkva eldana",þannið að ,,örfá hús hefðu brunnið", í stað þess að ,,öll gatan, og meira til brann"! Hin ólögmæta meingerð Breskra stjórnvalda gegn heilu þjóðríki, varðar ekki aðeins alvarleg meiðyrði og þar með rétt til meiðyrðamáls sem og ómældrar skaðabótakröfur á hendur Breskum stjórnvöldum, lagalega séð (ekki samkvæmt ,,pólitísum" geðþótta ríkis, sem telur sig enn til heimsveldis, sem sé hafið yfir öll lög (og fyrrverandi nýlenduveldis, sem sagan sannar, sem m.a. kom fram með ólögmætum og óbilgjörnum hætti, gagnvart Íslandi og Íslenskri þjóð, þar sem herskip voru send á Íslandsmið, sem stofnuðu Íslenskum varðskipsmönnum í bráða lífshættu, í þorskastríðum sl. aldar); heldur hafa þeir með þessari ólögmætu meingerð afsalað sér að auki öllum rétti til að krefja Íslendinga um það, að standa undir Icesave-skuldbindingum. E.t.v. er hér hugsanlega um ,,hefnd" ofríkisins að ræða, þegar færi gæfist, varðandi lok þorskastríðanna. Öðru máli horfir við varðandi Hollendinga, en þar verður að nást sameinginleg sátt tveggja fullvlda ríkja, þar sem eignir gamla Landsbankans verði látnar ganga að öllu leiti, eða a.m.k. að mestu leiti upp í skuldbindingarnar. Þá er því miður ekki útilokað, að Bresk stjórnvöld hafi skaðað svo umræddar eignir gamla Landsbankans, með hinn nefndu ólögmætu meingerð, sem annars hefðu getað óskipt gengið að fullu upp í Icesave-innistæðurnar, sem gætu þá annars vega bitnað á saklausum Hollendingum sem og saklausum Íslendingum; (jafnfram saklausum Bretum)! Okurlán ofríkisþjóðar bætir viðkomandi innistæðueigendum ekkert; valda þeim jafnvel mjög miklum skaða, jafnframt því að valda Íslendingum, sem enga sök eiga á málinu, og vissu ekki einu sinni af þessu ,,ævintýri ómældum skaða, einkum ef litið er til lengri tíma, og þá ekki síst alsaklausum börnum þessa lands! Ríkisstjórn Íslands ætlar að leggja þennan ,,Verasalasamning nr 2", fyrir hæstvirt Alþingi, án þess að jafnvel háttvirtir stjórnarþingmenn sem og aðrir háttvirtir þingmenn, hafi fengið vitneskju um efni og innihald ,,leynisamningsins", við Breta og Hollendinga, eins og fram hefur komið í fréttum. Og ég tek hér sérstaklega ofan fyrir formanni Framsóknarflokkisns sem og öðum þingmönnum, sem þora að segja álit sitt á yfirvofandi gjörræði ríkisstjórnarinnar, sem greinlega er hér beitt kúgun ofríksis fyrrverandi nýlenduveldis/nýlenduvelda! Hér á að fara að skuldsetja landsmenn, og þá ekki síst börn þessa lands, jafnvel þau, sem enn eru ekki fædd, til a.m.k. margra áratuga. Allt á að vera í lagi næstu sjö árin, en hvað gerist, að sjö árum liðnum? Það væri lágmark, að upplýsa bæði Alþingi sem og alla landsmenn, um efni og innihald viðkomandi ,,samnings! Hvað er verið að fela, í þessum ,,Versalasamningi nr 2? Nú er mælirinn fullur! Hingað og ekki lengra! Guð blessi Ísland, og Íslenska þjóð! Gleymun samt ekki að biðja einnig fyrir óvinveittum aðilum, þótt við stöndum á okkar rétti, því auðmýkt, hefur ekkert með undirlægjuhátt að gera!
Með vinsemd og virðingu,
Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur er með embættispróf í guðfræði, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Nýjustu færslur
- Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæp...
- HUGVEKJA: KRISTIN KÆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFÐ ALDANNA:
- SAMRÆMAST FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR KRISTINNI KÆRLEIKSTRÚ ALDA...
- HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
- MANNVINURINN OG KRISTNIBOÐSLÆKNIRINN ALBERT SCHWEITZER; Í ÁR ...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar