29.12.2009 | 20:11
STUÐNIGSYFIRLÝSING VIÐ HÁTTVIRTAN ÞINGMANN, PÉTUR BLÖNDAL, VARÐANDI BREYTINGARTILÖGU HANS UM ÞJÓÐARATKVÆÐI, OG FLEIRI HÁTTVIRTA ÞINGMENN, SEM STYÐJA ÞANN MÁLSSTAÐ:
Ég vil sérstaklega lýsa yfir fullum stuðningi við háttvirtan þingmann, Pétur Blöndal, þar sem hann leggur til breytingartilögu um þjóðaratkvæðagreiðslu, varðandi hið svonefnda Ice-save frumvarp ríkisstjórnarinnar - varðandi ríkisábyrgð, og aðra þá háttvirta þingmenn, sem styðja þann málsstað. Hafni þjóðin hinu svonefnda Ice-save frumvarpi núverandi stjórnvalda, yrðu bæði Bretar og Hollendingar, að samþykkja hin Íslensku Ice-save lög, og þar með þá fyrirvara, sem samþykktir voru á Alþingi sl. sumar, að semja að nýju við Íslensk stjórnvöld, eða að fara með málið fyrir Íslenska dómstóla. Þá fengist lagaleg niðurstða í málinu, en ekki pólitísk geðþóttaákvörðun Breskra, Hollenskra, eða núverandi Íslenska stjórnvalda. Það er grátbroslegt að heyra núverandi stjórnarþingmenn mæla gegn þjóðaratkvæðagreiðslu, aðeins vegna þess, að meiri líkur en minni, eru talin á því, að hið nefnda umdeilda frumvarp núverandi stjórnvalda, verði fellt, fái almenningur þessa lands, notið þeirra mannréttinda, að hafa síðasta orðið. Það er með ólíkindum, hve illa núverandi stjórnvöld landsins treysta almenningi þessa lands. Ætti slík stjórn að njóta stuðnings þess almennings, sem hún treystir ekki sjálf?
Með óskum um gleðilega hátíð, og Guðs blessun,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsembættis.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:54 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Nýjustu færslur
- Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæp...
- HUGVEKJA: KRISTIN KÆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFÐ ALDANNA:
- SAMRÆMAST FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR KRISTINNI KÆRLEIKSTRÚ ALDA...
- HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
- MANNVINURINN OG KRISTNIBOÐSLÆKNIRINN ALBERT SCHWEITZER; Í ÁR ...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.