ER MANNSLÍF EINSTAKLINGSINS LÍTILS METIÐ, Í AFHELGUÐU MANNFÉLAGI NÚTÍMANS? HEYRA MANNÚÐAR- OG LÍKNARSTÖRF MANNVINA, EINS OG ALBERTS SCHWEITZERS, SYSTUR MÓÐUR THERESU, OG ANNARRA, ÞEIRRA, ER VINNA MANNÚÐAR, LÍKNAR- OG BJÖRGUNARSTÖRF, SÖGUNNI TIL?

Inngangur: Siðblinda og skeytingarleysi tíðarandans, - bitnar á þeim, sem síst skyldi, einkum veiku fólki, auk þess starfsfólks, sem vinnur þarna mjög göfug störf líknar, heilbrigðis, löggæslu, og uppeldis og fræðslu, - er maðkaður ávöxtur þess, að horfið hefur verið frá kjarna kristinnar kærleikstrúar aldanna. (Sjá nánar í III hl., hér á eftir).


I Mannvinurinn og kristniboðslæknirinn, Albert Schweitzer, er svartsýnn á samtíðina; hann segir, að mannkynið sé í andlegri afturför. Þessi afturför lýsi sér á almennri fyrirlitnigu á heilbrigðri skynsemi. Menn megi ekki lengur hafa sjálfstæðar skoðanir. ... . Tíðarandinn leyfir mönnum ekki að átta sig af sjálfsdáð. (Sigurbjörn Einasrsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 266). ,,Bæði pólitískir og trúarlegir ,,leiðtogar“, ,,geta aldrei verið öryggir um, að þeir, sem sýna lit á því að hugsa sjálfstætt, verði nógu þægir í taumi.“ (Sigurbjörn Einasrsson /Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 266). Hér er allra síst hægt að útiloka stjórnvöld ýmissa landa, þ.m.t. hér á landi, einkum þegar lýðræðisleg vinnubrögð, eru ekki viðhöfð, einkum meðal stjórnvalda, sem miða við forræðishyggju.

II Valdnýðsla og valdahroki bæði andlegra, og veraldlegra háttsettra embættismanna, hefur því miður í gegnum alla mannkynssögunar, verið mikill, og er enn í dag; og er land vort þar ekki undanskilið. Þá er það í raun engin nýmæli, að valdamiklar ,,stórþjóðir“ hafa beitt smáríkjum, kúgun, og látið þær kenna á ,,valdi“ sínum, og er m.a. komið inn á þetta atriði í Heilagri Ritningu, m.a. í Markúsarguðspjalli, 10. kapítula, versum 42-43: ,,En Jesús kallaði þá til sín og mælti: ,Þér vitið, að þeir, sem teljast ráða fyrir þjóðum, drottna yfir þeim, og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal yðar, heldur sé sá, sem mikill vill verða meðal yðar, þjónn yðar.‘“ (Biblían – Heilög Ritning – Gamla testamentið og Nýja testamentið, 1981, bls. 57). Biblían er innblásið Guðs Orð, fyrir kraft Heilags Anda, og talar alltaf inn í allar aðstæður mannfélagsins, á öllum tímum, grundvallað á Orðinu holdi klæddu, Drottni vorum Jesú Kristi, konungi kærleikans, koningu konunganna, sem yfirgaf dýrð himnanna, fæddist hér á jörðu niðri á hinum fyrstu jólum, fyrir tilstuðlan Heilags Anda, af Heilagri Maríu Guðs móður. Og í 45. versi stendur ritað: ,,,Því að Mannssonururinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.‘“ (Biblían – Heilög Ritning – Gamla testamentið og Nýja testamentið, 1981, bls. 57). Og hin Heilaga Fjölskylda, er og varður alltaf allt til loka tímanna, hyrningarsteinn kristins mannfélags, byggð á konungi konunganna, konungi kærleikans, Drottni Jesú Kristi, allt þangað til Hann kemur, og tekur sína elskuðu heim til sín, í himinn sinn, heima hjá Guði, ásamt englunum.

Fyrrnefnda valdnýðslu, frömdu fyrrverandi nýlenduveldi, gagnvart nýlendum sínum, andstætt kristniboðunum, sem sáu og sjá enn þann dag, kristilega skyldu sína, að kristna frumstæðar þjóðir, og frelsa þær frá frumstæðri trú andadýrkunar, marxísks/bosévískrar ofsatrúar, og annars kukls, með því að uppfræða þær um Jesú Krist.

T.d. kemur fram í Ævisögu mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, sem út kom á Íslensku árið 1955, og er ein af þeim bestu ritum, aðeins að Biblíunni undanskylinni, sem ég hef lesið, (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 185), að komið hafi fram, að öllum líkindum, undarlegur ófagnaður bolséískrar ofsatrúar og frumstæðrar forneskju, en hin síðarnefnda var fyrir í Lambarene í Afríku. Svonefndir hlébarðamenn, sem var nokkurs konar leyniregla innan hinnar frumstæðu forneskju, sem var landlæg forneskja í sumum ríkjum Afríku, höfðu haft sig óvenjumikið í frammi. ,,Svo virtist sem þessi ófögnuður væri að magnast. Hugsanlegt, að ekki væri aðeins um landlæga forneskju að ræða, heldur innflutta pólitík jafnframt, bolsévíska ofsatrú.
Fyrir tveim árum hafði maður verið myrtur á kristniboðsstöðinni í Lambarene. Morðinginn var hlébarðamaður.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 185; áherslubreyting: ÓÞ). Guði sé lof, að þá upprætti kriniboðið þetta andlega krabbamein af samblandi þessara ólyfjan bolsévískrar ofsatrúar og helstefnu og frumstæðrar forneskju, og k r i s t i n k æ rl e i k s t r ú og ávextir hennar blómstruðu í staðinn, og leiddu m.a. af sér líkn og miskunn, í stað grimmdar og morða; hér er um sögulega staðreynd að ræða, sem á engan hátt er hægt að véfengja!

Og nú berast dapurlegar fregnir guðleysins, þar sem orðrétt segir í frétt á Mbl.is:
,,Stjórn Ungra vinstri grænna telur farsælast að leggja niður alla aðstöðu til trúariðkunar innan veggja Háskóla Íslands. Hún lýsir einnig furðu á því misrétti sem viðhefst milli trúarhópa innan HÍ, en aðeins þeir sem játa kristna trú hafa þar aðstöðu.“ (Innlent | mbl | 31.10 | 15:49).
Hér kemur því miður m.a. fram sú afkristnun og afhelgun, sem hefur aukist heldur, og fyrirfinnst einkum innan rótækra guðleysishópa. Ef þessi yrði niðurstaðan, væri um hreint mannréttindabrot að ræða, einkum gagnvart þeim stúdentum, sem vilja einkum geta átt hljóða bænastund í Kapellu Háskóla Íslands; m.ö.o.: Mannréttindabrot í nafni ,,mannréttinda“. Þá er vissulega einnig fyllilega réttmætt, að finna góðan stað, sem hver og einn gæti komið, og beðið til hinna æðri máttarvalda, sem hann hefur trú á, hvað trú, sem viðkomandi játar, þ.m.t. Múslimar og fleiri, enda trúfrelsi í landinu, sem á víst enn að heita lýðræðisríki. Hér þyrftu hinir trúuðu, hvort sem þeir játa kristna trú eða aðra, að snúa bökum saman, því öll jákvæð góðviljuð tilbeiðlsa skiptir miklu máli, og fámennur hópur guðleysingja, hefur engan rétt á því, að meina hinum trúuðu, að geta komið saman, hvort sem er í Kapellunni, eða á öðrum stað, sem jafnframt yrði tekinn frá, til tilbeiðlu.
Og í raun ætti, þvert á móti, fjölga kapellum, bæði á sjúkrahúsum og skólum landsins, byggt á þeirri trúarmenningarsögulegu arfleifð fullvalda þjóðar vorrar, sem lifað hefur hér á landi í rúm eitt þúsund ár, m.ö.o.: Kristinni kærleikstrú aldann, byggða á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Að vinna gegn slíku, er ekkert annað en gróf mannréttindabrot, í nafni ,,mannréttinda“.
Fyrrverandi nýlendurveldi, sem mikið hafa verið nefnd í fréttum, halda enn á sömu braut valdnýðslu, ásamt öðrum fyrrverandi nýlenduríkjum, og ekki aðeins gagnvart Íslandi, heldur miklu fleiri smáríkjum. En það kaldhæðnislega er að varðandi Ísland, taka sumir Íslendingar, opinberlega undir fyrrnefnda valdnýðslu ,,stórþjóða“, á sama tíma, og sumum Englendingum blöskrar fyrrnefnd valdnýðsla. Siðblinda valdnýðslunnar er því í raun í sjálfu sér ekki bundin ákveðnum ríkjum, heldur fyrst og fremst afhelguðum og afsiðuðum hugsunarhætti fólks; síðan komast sumir þessara einstaklinga til hárra metorða, og ná ákveðnum völdum, og láta aðra kenna á valdi sínu, hvort sem er hér á landi, eða annars staðar; hér getur bæði átt við pólitíska sem trúarlega ,,leiðtoga“, þar sem m.a. ,,faríseisminn“ blómstrar. Á sama tíma sjá sumir sér sæma, að ,,sparka“ opinberlega í liggjandi menn, en ,,snobba“ um leið fyrir háttsettum embættismönnum. Og til eru þeir menn, karlar sem konur, sem eru of góð fyrir hinn grimma heim miskunnarleysis og tíðaranda hans, og það á öllum tímum.

,,Hjörð“ ,,samtaka nútímans“, skal vera sem einlitust og hneppast sem mest saman. (Sigurbjörn Einasrsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 266).


III Sinnuleysi, andlegur doði, siðblinda og skeytingarleysi tíðarandans, sem einkum bitnar á þeim, sem síst skyldi, sjúklingum, þ.m.t. börnum og eldri borgurum þessa lands sem og fötluðum, auk þess starfsfólks, sem vinnur þarna mjög göfug, en vanþökkuð störf líknar, heilbrigðis, löggæslu, og uppeldis og fræðslu, er maðkaður ávöxtur þess, að horfið hefur verið frá kjarna kristinnar kærleikstrúar aldanna.

Orðrétt segir í Ævisögu mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers:

,,Sinnuleysið er fremsti óvinur alls þroska, allrar menningar og siðgæðis. Það varðar mestu, að menn vakni nú af andlegum doða. Ef þeir gætu látið sér skiljast samaband sitt við allt líf og ábyrgð sína gagnvart hverjum öðrum og öllu, sem anda dregur, þá væri framtíðinni borgið.
Hinn óendanlegi, skapandi máttur birtist ekki aðeins sem lífsvilji, hann opinberast oss mönnum sem kærleikur og hann kallar oss til þess að vinna á móti innbyrðis sundurþykki lífsins.
Þetta er hlutverk og köllun mannsins. Og þetta, segir Schweitzer, er kjarni kristindómsins, ,,sem ég elska heitt og reyni að þjóna af trúnaði og heilindum.“ ,,Öll lifandi þekking á Guði er fólgin í því, að vér lifum hann sem kærleiksvilja í hjörtum vorum.“
,,Kærleikurinn er ljósgeislinn, sem til vor skýn úr ómælinu. ... .
... Vitund hans um að vera andlega í Guði sakir kærleikans er hið eina nauðsynlega.
Kærleikur fellur aldrei úr gildi, en þekkingin mun líða undir lok, segir Páll.“
Þekkingin á tilverunni er takmörkuð og hlýtur að vera það. Ef ekki er við annað að styðjast en leiðarljós hennar blasir við myrkur eitt. Hún fær ekki sýnt, að tilveran búi yfir neinni merkingu. En menn geta fundið merkingu lífs síns eigi að síður. Þótt þekkinguna þrjóti er maðurinn ekki allur, viljinn er eftir, vonin, trúin.“ (Sigurbjörn Einasrsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 270-271; áherslubreyting: ÓÞ).

Svo sannarlega sýndi Albert Schweitzer þennan kristilega kærleiksvilja í verki, einkum með því að reisa sjúkrahús í Lamberene, við Ógówefljót, í Frönsku Miðbaugs-Afríku, (Sigurbjörn Einasrsson /Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 81; áherslubreyting: ÓÞ), og starfa þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld, og miðlaði frelsandi og líknandi náð Drottins vors Jesú Krists, og þá ekki síst í bæninni.

Mannvinurinn, kristniboðinn og æskulýðsleiðtoginn, Bjarni Eyjólsson (1913-1972), ritstjóri í Reykjavík, kemst svo að orði í þessari fögru þýðingu hans á hinum fögru sálmversum Norska mannvinarins og kristniboðans, K.L.Reichelt (1877-1952), sem segir allt, sem skiptir máli varðandi það að fylgja Kristi sem einlægur lærisveinn Hans, í kærleikssamfélagi Hans, enda miðlaði hann einnig frelsandi og líknandi náð Drottins vors Jesú Krists, ekki síst í bæninni:

Ó, DROTTINN, ég vil aðeins eitt:
Að efla ríki þitt.
Ó, þökk, að náð sú var mér veitt,
sem vakti hjarta mitt.
Ég verður, Jesús, ekki er
að eiga að vera´ í þínum her,
en vinarnafn þú valdir mér,
mig vafðir blítt að hjarta þér,
ó, hjálpa mér
að hlýðnast eins og ber.

Ó, lát mig fá að finna ljóst,
hve fólksins neyð er sár.
Mér gef þinn ástareld í brjóst
og einlæg hryggðartár.
Í ljósi þínu lát mig sjá
hvern lýð, sem neyð og heiðni þjá,
því neyðin hans er hróp frá þér
að hjálpa – eins og bauðstu mér -
að dauðastund
með djarfri fórnarlund.

Þá eitt ég veit: Mitt auga sér
þá undraverðu sín,
er langri ævi lokið er
og líf og kraftur dvín:
Ég sé þitt ríki sigur fær,
til sérhvers lýðs þitt frelsi nær,
og þessi mikli helgra her,
sem hjálp og lífið fann í þér,
þig, líknin blíð,
mun lofa alla tíð.

(Sálmabók, 1972, Reichelt – Bjarni Eyjólsson, bls. 302-303, 537, 545).

IV Víst er, að miklu alvarlega horfir víða annars staðar, en hér á landi, þar sem heilu sjúkrahúsunum sem og skólunum hefur verið alfarið lokað, í siðlausum og siðblindum niðurskurði, jafnvel m.a. að kröfu AGS (Alþjóðagjaldeyrissjóðsins), eins og nýverið kom fram í fréttaauka Ríkissjónvarpsins, varðandi Lettland, sem er nú orðið háð AGS, þar sem mannslífið er lítið eða einskis metið, frekar en uppfræðsla og menntun barna, aðeins ,,hallalaus“ fjárlög; ,,fjársjóður“, sem möl og ryð fær eytt; hitt lýtur að þeirri kristnu grundvallarhugsun allra tíma, sérstaklega það, að sjúkir njóti líknar og börn uppfræðslu og menntunar; einn hinn dýrsti kristni arfur kristinnar trúar aldanna, og varðar m.a. fjársjóði, sem mölur og ryð fær aldrei eytt. Hitt er svo annað, að vissulega ber að nýta hvern eyri sem best, til líknarþjónustunnar og mentunarinnar, þannig að hún í senn varðveitist óskert, og eflist þá frekar, því enn meiri þörf er fyrir þessari grundvallarþjónustu mannúðar, líknar, og uppfræðslu og menntunar, ekki síst, á tímum sem nú, enda hafa andleg áhrif heimskreppunnar, verið stórlega vanmetin. Það verður síðan að byggja mannfélagið upp á þann skynsama hátt, að sem minnstur halli verði á fjörlögum, án þess að það sé gert á þann þátt, að sjúkir, aldraðir og börnin, býði þess aldrei bætur, sem aldrei verða metnar til fjár; - þá þurfa börnin jafnframt á þessari fyrrnefndu þjónustu að halda; að ekki sé talað um þau, sem koma frá brostnum heimilum, hvers eiga þau að gjalda; - sem kostað geti fjölda mannslífa veiks fólks, og börnin og unglingarnir býða þess heldur aldrei bætur, þótt vissulega hið kristna heimili sé ákveðinn hyrningarsteinn mannfélagsins; skynsöm forgangröðun er því hér óhjákvæmileg. Mörg fleiri ríki hafa farið illa út úr samstarfi við AGS, m.a. í Asíu og Suður-Ameríku. Slíkt sparar í raun aðeins eyrinn, en hendir krónunni, fyrir utan þann mannlega harmleik, þar sem fjölda mannslífa er sett á bráða hættu, mörg saklaus börn flosna upp og freistast út í ofdrykkju eða jafnvel eiturlyfjaneyslu; auk ómældrar fátæktar fjölda fólks, sem m.a. leiðir af sér brostnar fjölskyldur, og þann hræðilega harmleik, sem af ómennskunni leiðir.
Það er kaldhæðnsilegt, að á sama tíma og kristniboðar eru m.a. að byggja upp líknarþjónustu – sjúkrahús, og skóla, einkum barnaskóla, um víða veröld, sem leitt hefur til þess, að stjórnvöld viðkomandi ríkja, hafa lagt áherslu á, að byggja jafnframt áfram upp slíka lífsnauðsynlega þjónustu, skulu skilyrði AGS, til hjálpar, einkum fátækum löndum, leitt m.a. þann harmleik af sér, að fjöldi sjúks fólks, hefur í senn þjáðst óþarfa þjáningu og vafnvel dáið, þar sem það fékk ekki lengur lífsnauðsynlega líknarþjónustu sem og uppfræðslu og menntun, sem allir, eiga skýlausan siðferilega rétt á, óháð efnahag, kyni eða kynþætti; og hefur ástandið víða verið nógu slæmt fyrir, hvað þetta varðar, ekki síst í Afríku. Þetta hafa kristniboðarnir séð, og ótaldir þeir, sem sinna slíkri líknarþjónustu, m.ö.o. heilbrigðisstarfsfólk, sem vinnur óeigingjörn og göfug störf, sem heimurinn vanmetur, þar til einstaklingurinn sjálfur þarf á slíkri þjónustu að halda, nær sem fjær, hér á landi sem annars staðar, og varðar m.a. þann ávöxt og arf, sem möl og ryð fær aldri eytt!

V Kristilegum grundvallargildum sem og arfleifð og ávöxtum kristninnar, hefur fækkað, eins og að hyrningarsteinn kristilegs mannfélags er hjónabandið og fjölskyldan, með hina kristnu kærleikstrú aldanna, að leiðarljósi, grundvallaða á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Sama má segja um önnur grundvallargildi sem og ávexti og arfleifð kristninnar, eins líknarþjónustunni til handa þeim sjúku sem og annarri mannúðar- og líknarstarfsemi, auk menntunar, einkum barna, grundvallaða á Drottni Jesú Kristi, Endurlausnara vorum og Frelsara. Og eins og fyrr segir, er hér órofa samhengi milli varðveislu kristninnar sem og kristniboðsins.
Hér er brýn þörf á markvissu endurreisnarátaki, varðandi varðveislu og uppbyggingu kristninnar og kristilegs siðferðis; slá skjaldborg um kristnina sem og grundvallargildi hennar, ásamt arfleifð og ávöxtum kristinnar kærleikstrúar aldanna, samhliða markvissu kristniboði, þar sem markvisst er unnið að eilífri sáluhjálp náungans og þjóðanna, nær sem fjær: Að gera allar þjóðir, og þ.m.t. alla íbúa þeirra, að lærisveinum Drottins Jesú Krists, vitandi það, að Hann er með oss alla daga, allt til enda veraldarinnar, þegar Hann kemur aftur, og tekur sína elskuðu heim til sín, heim til Föðurins, í einingu Heilags Anda. Og allir eru fyrirhugaðir til eilífs hjálpræðis og eilífs lífs í Drottni Jesú Kristi, sem afklæddist dýrð himnanna, gjörðist maður á hinum fyrstu jólum, er hann fæddist af Heilagri Maríu mey, Guðs móður, frelsaði og læknaði sjúka, og dó á krossi, þeim dauða, sem beið vor allra, vegna synda vorra, til að vér mættum lifa að eilífu í samfélagi Hans, og fullnaði sigur sinn yfir dauðanum, með upprisu sinni, á Páskadagsmorgni, sté upp til himna, og úthellti ásamt Föðurnum, sínum Heilaga Anda yfir lærisveina sína á Hvítasunnudagi - stofndegi kirkjunnar, og gjörir enn þann dag í dag. Kirkja Krists hefur lifað af, gegnum þrengingar allra alda, í rúm 2000 ár. Og mun áfram lifa af allar þrengingar. Ábyrgð hinna kristnu og kristniboðans er mikil, að berjast trúarinnar góðu baráttu, og gefast ekki upp fyrir heiminum og vonsku hans.
Alkærleikur Guðs Föður, í Syni sínum, Jesú Kristi, í krafti og vernd Heilags Anda, er óendanlegur. Drotinn Jesús Kristur frelsar enn í dag. Grundvallarinntak kristninnar: Það að taka á móti Jesú Kristi sem sínum persónulega Frelsara, lifa Honum og fyllast Hans Heilaga Anda, sem fullnast síðan á himnum, má lýsa með þessum orðum Páls postula, í Filippibréfinu 1. kapítula, versi 21.: ,,Því að lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur.“ (Biblían – Heilög Ritning – Gamla testamentið og Nýja testamentið, 1981, bls. 237; áherslubreyting: ÓÞ) Og hér má nefna kristileg kristniboðs- og hjálparsamtök, sem unnið haf ómetanleg kristileg kærleiksstörf, eins og Samband Íslenskra kristniboðsfélaga, Hjálpræðisherinn, Samhálp Hvítasunnumanna, o.s..frv.
Hér má ekki síst nefna ómetanlegt kristilegt kærleiks- og líknarverk systur Móður Theresu, sem starfaði í kristinni líknarreglu, nær allt sitt líf, meðal sinna minnstu meðbræðra og systra á Indland. Þá má nefna kristilegt kærleiks- og líknarverk systur Önnu Maríu, sem starfaði í kristinni líknarreglu, og miðlaði einng sjúkum og aðframkomnum frelsandi og líknandi náð Drottins vors Jesú Krists. Þá má ekki heldur gleyma kristilegu kærleiks- og líknarverki systranna, sem reistu hér á landi m.a. Landakotsspítala árið 1902, og fleiri sjúkrahús, og störfuðu í kristilegum líknarreglum hér á landi, áratugum saman. Allt grundvallaðist þetta á bæninni, eða öllu heldur þeirri náð og miskunn, sem byggist á Drottni vorum Jesú Kristi, konungi konunganna, konungi kærleikans, en bænin er lykillinn að Drottins náð. Eins má nefna ómetanlegt kærleiksstarf Karmelsystranna í Hafnarfirði, og fleiri, þ.m.t. bræðranna, sem starfa í kristinni munkareglu, hér á landi. Öll miðluðu þau, og miðla, frelsandi og líknandi náð Drottins vors Jesú Krists, ekki síst í bæninni.
Hér má ekki heldur gleyma ómetanlegu kærleiks- og líknarverki þeirra, er starfa við þróunarhjálp, t.d. í Afríku, ekki síst varðandi mæðra- og ungbarnavernd; skömm er hins vegar að þeim niðurskurði núverandi stjórnvalda, m.a. hér á landi, til þróunarhjálpar, sem sérstaklega geta kostað mannslíf mæðra og barna þeirra.
Þá má nefna ómetanlegt kærleiksverk Njarðar P. Njarðvík, og miklu fleiri mætti nefna, og þá líknarfélög, innanlands sem utan, eins og Kraft og Ljósið, o.s.frv. Og mörg þeirra, sem starfa á þessum vettvangi, og þá bæði nær sem fjær, hafa bænina einnig að leiðarljósi, eins og að framan greinir.


VI Þótt Schweitzer leggi mikla áherslu á það, að þjóna þar, sem neyðin er mest, leggur hann mikla áherslu á það, að gleyma aldrei heldur að líta sér næst. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 272-275). Kemur mér þá ekki síst til hugar hin óeigingjörnu og vanmetnu störf alls okkar góða heilbrigðisstarfsfólks, og annarra, sem einnig vinna að almannvörnum, björgunarstörfum, slökkviliðs- og sjúkraflutningum, og löggæslu; ómetanlegra mannúðar- og öryggisstarfa, sem aldrei verður metið til fjár; og mörg þeirra, sem starfa að þessum líknar, björgunar- og löggæslustörfum, hafa bænina einnig að leiðarljósi, eins og einnig að ofan greinir.

Það virðist liggja fyrir, að bæði forstjóri Landsspítalans og annarra sjúkrastofnana, eru að reyna að gera sitt besta, til að bjarga því, sem bjargað verður. Spurningin er þessi: Vilja landsmenn varðveita umrædda líknar- og heilbrigðisþjónustu í landinu? Söfnunarátök einstaklinga og félagasamtaka, hafa skilað miklu á sínu sviði. En nú þarf að gera betur og hefja markviss söfnunarátök, til stuðnings líknar- og heibrigðisþjónustu í landinu, og þá ekki síst til reksturs þeirrar þjónustu, og væri sjálfsagt að kanna skattívilnanir þar að lútandi, eins og víðast tíðkast í nágrannaríkjunum, og er með ólíkindum, að ekki sé enn búið að setja slíkt í lög hér á landi. Hvorki landsstjórnin né AGS, geta lagt þar stein í götu slíkra safnana, og afhendingu afrakstursins til viðkomandi sjúkrahúsa og annarra heilbrigðis- og líknarstofnana.
Þá væri einnig mögulegt að virkja sérstaklega aflögufær fyrirtæki, innlend sem erlend, til þess að leggja sérstaklega af mörum til liknar- og heilbrigðisþjónustu landsins, með enn meiri sanngjörnum skattaívilnunum, því miður anstætt því, sem núverandi stjórnvöld vinna að, sem í senn hrekja innlend sem erlend fyrirtæki úr landi, andstætt því, sem hinir borgaralegu lýðræðisflokkar myndu vilja gera, með auknu ófyrirsjánlegu atvinnuleysi, sem bitnar ekki aðeins á fyrirtækjunum, heldur ekki síður á heimilunum á landinu, og verður mannfélaginu miklu dýrara, einkum til lengri tíma litið; fyrir utan það, að mannslífið verður aldrei metið til fjár! Síðan bætast við óbærilegar skattahækkanir núverandi stjórnvalda, bæði gagnvart heimilunum og fyrirtækjunum í landinu, í stað þess að athuga þann möguleika af alvöru, að skattleggja á skynsaman og léttbæran hátt, inngreiðslu lífeyrisgjalda; vissulegu alls ekki afturvirkt, sem bæði skynsamir þingmenn og verkalýðsleiðtogar, sem hugsa sjáfstætt og á skynsaman hátt, hafa lagt til, a.m.k. að athuga þann skynsamlega möguleika, og komið hefur sérstaklega fram í tveimur Kastljóssþáttum Ríkissjónvarpsins.
Það, að slá ekki skjaldborg um heimilin, fyrirtækin sem og lífsnauðsynleg störf, sem varða m.a. almannavarnir og almannaheill, leiðir til þess, að lífi fólks er stefnt í bráða lífshættu sem og stóraukinnar almennrar fátæktar í landinu; enda enn brýnni lífsnauðsynleg nauðsyn í ástandi dagsins í dag, að ekki sé að auki talað um yfirvofandi faraldur mjög alvarlegs inflúensutilfellis, svo alvarlegan, að stækka hefur þurft gjörgæsludeildir sjúkrahúsa. Þess heldur, er bæði nauðsynlegt og skylt, að efla fyrrnefndar lífsnauðsynlegrar þjónustur, sem varðar björgunar mannslífa og líknar, ásamt annarri velferðarþjónustu, menntunar, löggæslu, björgunarstarfa björgunarsveita sem og störfum bráðaliða, og slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna!

Guð gefi, að sinnileysi og skeytingarleysi tíðarandans í dag, skerði hvorki né eyðileggi þessi ómetanlegu björgunar- og kærleiksstörf, einkum er yfir vofa fjöldauppsagnir, á Landsspítalanum, og fleiri sjúkrahúsum og heimbrigðisstofnunum, hér á landi. Þá er verið að spara eyrinn, en henda krónunni, eins og ég hef áður nefnt, auk þess að koma þessum ómetanlegu, en vanmetnu störfum hundruða heilbrigðisstarfsmanna í uppnám, fyrir utan þá óþarfa hættu og þjáningar, sem slíkar ,,sparnaðaraðgerðir“ munu geta leitt af sér; hér eru mannslíf í húfi, semn aldrei, aldrei, verða metin til fjár! Lífi veiks fólks er með slíkum niðurskurði til líknar- og heilbrigðisþjónustunnar, stefnt í bráðan voða, og þá ekki síst geðfötluðum, og þeim, sem við alvarlegt þunglyndi eiga að stríða. Guð forði því, að slíkt gerist!

Hvert og eitt mannslíf, og eilíf sáluhjálp þess, er óendanlega mikils virði, hvar á hnettininum, sem manneskjan býr. Gleymum því aldrei, að líta í senn, oss næst sem fjær. Líf náunga vors, erfiðleikar hans, þjáningar og neyð skiptir oss öll máli sem kristnum, syndugum og mennskum manneskjum, óháð kyni, kynþætti, kynhneigð, og hversu djúp neyð sem og synd náungans er; hvort sem náungi vor býr við hliðina á oss, í nokkurra km fjarlægð, eða nokkurra þúsunda km fjarlægð; m.ö.o: Allir eru fyrirhugaðir til eilífs hjálpræðis í Frelsara vorum, Drottni Jesú Kristi, og þar með einnig að hljóti alla þá náð, miskunn, líkn, og hjálp, annars vegar fyrir bæn, sem er upphaf vitjunar til hins aðframkomna, hins vegar fyrir beina líknar- mannúðar- og björgunarþjónustu sem og allrar annarrar hjálpar, þ.m.t. menntunar, hverjar, sem aðstæður eru, og þá hvort sem vor minnsti meðbróðir og systir, búa við hungursnaeyð, fátækt, örbyrgð, sjúkleika, eða eru í fangelsi, eða hvaða annarri neyð, sem þau búa við, nær sem fjær!


VII Ég enda með þessum orðum mannvinarins Alberts Schweitzers:

,,Gleiðgosaleg oftrú á ytri getu, samfara vantrú á andleg verðmæti – þetta er eitt af einkennum og meinsemdum samtíðarinnar.
Trúin á hið ótrúlega þarf að vakna og glæðast aftur – ekki hjátrúin og hindurvitnin, sem hinn hvíti maður er aftur tekinn að gæla við, heldur trúin á mildina, miskunnsemina, hógværðina, ástúðina, hjartahreinleikann – þetta allt, sem Jesús talar um sem sjálfsagða hluti, en yfirleitt er hlustað á nú sem meinlitlar en barnalegar fjarstæður.“
... .
Framtíð mannkyns veltur á því, að sérhver maður, hvert sem starf hans er, leitist við að sýna, hvað sönn mennska er. Það, sem menn láta ógjört í þessu efni, er vanræksla, en ekki örlög.“ (Sigurbjörn Einasrsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 272, 274; áherslubreyting: ÓÞ).

Með óskum um Guðs blessun.

Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu, og er að vinna að riti og/eða ritgerð um mannvininn og kristniboðslækninn, Albert Schweitzer, einkum guðfræði hans, á sviði nýjatestamentisfræða.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband