TIL VARNAR FULLVELDI ÍSLANDS SEM OG LÍFSNAUÐSYNLEGRI ÞJÓNUSTU:

TIL VARNAR FULLVELDI  ÍSLANDS SEM OG LÍFSNAUÐSYNLEGRI ÞJÓNUSTU:

            Eittaf verstu gjörðum núverandi landsstjórnar, er aðildarumsókn Íslands að ESB.(Evrópusambandinu), sem ógnar í senn bæði fullveldi og sjálfstæði lýðveldisins Íslands.  Það fullveldi, sem Ísleningar fengu með miklum dug og baráttu, þann 1. desember 1918, er undirstða lýðveldisstofnunarinnar, þann 17. júní 1944. Fyrirhuguð innganga Íslands í ESB., er óbætanlegt fullveldisafsal, fullvalda ríkis sem og lýðveldisafsal, til Brussels; fyrir utan alla milljarðina, sem hefði verið hægt að nota frekar til lífsnauðsynlegra starfa.           
            En það eru fleiri óábyrgar gjörðir, sem fyrir liggja, hjá núverandi stjórnvöldum Íslands, annars vegar mestu skattahækkanir í sögu fullveldisins, í raun allri Íslandssögunni, sem er ekkert annað en aðför, bæði að heimilum og fyrirtækjum í landinu, sem eru allt annað en aflögufær, auk þess að leggja endlaust steina í götu þeirra, sem eru að vinna að uppbyggingu atvinnurekstrar í landinu, einkum varðandi stóriðjur, sem m.a. eru lífsnauðsynlegar til uppbygginar í landinu; samhliða mjög óábyrgum, og stórhættulegum flötum niðurskurði, einkum til Landsspítalans, sem er sjúkrahús allra landsmanna, en einnig til líknarþjónustunnar á landsbyggðinni.  Fyrrverandi og núverandi forstjórar Landsspítalans, hafa stórlega varið við slíkum hættulegum niðurskurði.  Leita þarf allra leiða, til að ná fram eins mikilli hagræðingu varðandi heilbrigðisþjónustana, þar sem hver eyrir er nýttur á sem allra bestan hátt, og unnið hefur verið að, með ábyrgð og festu að leiðarljósi, sem vissulega er erfitt, en óhjákvæmilegt verkefni, til að halda óbreyttri grunnþjónustu, jafnvel efla hana.  Nú er allt það mikilvæga starf sett í uppnám, með fyrirhugðuðum óábyrgum flötum niðurskurði, enda auðveldasta leiðin, að ráðast á garðinn, þar sem hann er lægstur, sem bitnar á þeim sem síst skyldi; það hefur sagan því miður sannað, öld af öld.  Hundruðum starfa heilbrigðisstarfsfólks er sett í uppnám, fyrir utan þær miklu launalækkanir, sem núverandi stjórnvöld hafa þegar beitt heilbrigðisstéttunum, og óvissu, ekki síst hefðbundnum kvennastörfum sem og lífi sjúkra stefnt í bráða lífshættu; mannslífið er hér í raun einskis metið, frekar en dauðir hlutir, eða tölur á pappírum.  Siðblindan og skeytingarleysið er algjört.  Sama er að segja um niðurskurð til löggæslunnar, og annarra stofnana, sem varða Almannavarnir.  Þá er einnig ráðist á garðinn, þar sem hanner lægstur, bæði varðandi börn [foreldra, einkum mæðra] og eldri borgara landsins.  Við þetta er ekki hægt að una.          
            Ég tek heils hugar undir ábyrgar ræður háttvirtra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, varðandi stefnuræðu hæstvirts forsætisráðherra, ekki síst Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ragnheiðar E. Árnadóttur.  Eins tek ég heils hugar undir ábyrgar ræður háttvirts þingmanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins sem og háttvirtra þingmanna, þeirra Þórs Saari, og Þráins Bertelssonar.  Fleir mætti vissulega nefna.  Loks árétta ég stuðning minn við háttvirtan þingmann, Ögmund Jónasson; hann er maður að meiri, að segja af sér embætti hæstvirts heilbrigðisráðherra, enda verður að breyta því ráðherraheiti, gangi óábyrg afstaða núverandi stjórnvalda eftir, varðandi flatan niðurskurð til lífsnauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í landinu!  Þá er óábyrg afstaða núverandi stjórnvalda varðandi lausn á svonefndum Icesave-samningi, sem gengur í berhögg við viljalýðræðislega kjörins Alþingis, með öllu óviðunandi sem og undirlægjuháttur núverandi stjórnvalda varðandi AGS. (Alþjóða gjaldeyrissjóðinn).    
            Loks gagnrýni ég harðlega skaðlegan niðurskurð núverandi stjórnvalda, gagnvart Eyjamönnum, þar sem enginn þingmaður Samfylkingarinnar mætti, er Eyjamenn boðuðu þingmennkjördæmisins á sinn fund.
 

Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð.  


Með óskum um Guðs blessun.          

Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ.,og hefur rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.          


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband