Opið bréf II[1] - ítrekun og endurbætt - til núverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, varðandi heilbrigðismál: Að gefnum tilefnum, varðandi fréttir (og Kastljós) Rúv (28. Og 29. september sl.), Morgunblaðsins (30 september), og fleiri fjölmiðla (einkum 28. Og 29. september sl.), spyr undirritaður enn og aftur óhjákvæmilega núverandi ríksisstjórn, eftirfarandi opinna spurninga:
1. Hvernig ríkisstjórn Framasóknar- og Sjálfstæðisflokks tók við fyrri ríkisstjórn Íslands, eftir kosningarnar vorið 2013, varðandi mikilvæg og jafnvel lífsnauðsynleg kosningaloforð?
2. Á virkilega að svíkja kosningaloforð um 12-13 milljarða lífsnauðsynlegra fjárframlaga til Landsspítalans, en kosningaloforðið kom skýrt fram í opinni umræðu fyrir kosningarnar sl. vor, og var enn áréttað opinberlega á sumarþingi Alþingis, þar sem sérstaklega var tekið fram, að nauðsynlegt væri, að þjóðarsátt næðist um þetta mál?
3. Á jafnvel að skera enn frekar niður lífsnauðsynleg fjárframlög til Landspítalans, í væntanlegum fjárlögum (og fjáraukalögum) fyrir árin 2013 - 2014?
4. Og hvað með loforð um lífsnauðsynleg fjárframlög til annarra sjúkrahúsa, og heilbrigðisstofnana, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni?
5. Stendur jafnvel til að skera niður til lífnauðsynlegra sjúkraflutninga, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni; t.d. að aðeins einn sjúkrabill verði til staðar að nóttu til, í Árnessýslu, eins og kom fram í Morgunblaðinu þann 30. september sl., ?
6. Ofangreint varðar almannavarnir og almannaheill! Stendur það ekki skör hærra, en tilvísun til svonefnds hallareksturs? Og er nefndur hallarekstur e.t.v. ekki kominn til, vegna marg endurtekins fjársveltis hins opinbera, til nefndra lífsnauðsynlegra og óeigingjarnra heilbrigðis- og björgunarstarfa?
Í lögfræðiriti Sigurðar Líndal, lagaprófessors, Um lög og lögfræði, varðandi 41. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33, 17. júní 1944, segir orðrétt:
Í 41. gr. stjórnarskrárinnar er gert ráð fyrir fjáraukalögum. Vandi er að sjá nákvæmlega fyrir alla fjárþörf og óvænt úgjöld verða iðulega. Er þá kostur á að afla heimilda til greiðslna úr ríkissjóði umfram það sem mælt er ífjárlögum. Fjáraukalög eru lögð framásamt fjárlögum næsta árs, þannig að þar eru fjárlög yfirstandi árs leiðrétt að fenginni reynslu og heimild að nokkru leyti veitt eftir að greiðslur hafa farið fram, en að öðru leyti til að greiða fyrirsjáanleg útgjöld. (Sigurður Líndal, 2002, Um lög og lögfræði, bls. 105; áherslubreyting: ÓÞ).
Með vinsemd og virðingu, og óskum um alla Guðs blessun.
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði, frá Háskóla Íslands, og lögbundinn rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
[1] Fyrra opna bréf undirritaðs til núverandi ríkisstjórnar Íslands, birtist á heimasíðu hans (olafurthorisson.blogg.is), þann 29. september sl.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Nýjustu færslur
- Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæp...
- HUGVEKJA: KRISTIN KÆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFÐ ALDANNA:
- SAMRÆMAST FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR KRISTINNI KÆRLEIKSTRÚ ALDA...
- HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
- MANNVINURINN OG KRISTNIBOÐSLÆKNIRINN ALBERT SCHWEITZER; Í ÁR ...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.