Ætlum við að fara að vakna af þyrnirósarsvefni siðblindunnar eða ætlum við að horfa upp á það, þegar fárveikt fólk, einkum krabbameinssjúklingar, njóti ekki lengur mannúðlegrar líknarmeðferðar síðustu daga lífs síns, heldur enn að verða úthýst?

  Hér á landi hefur hin kristna dýrmæta kærleiksarfleifð og ávextir hennar, og þá einkum varðandi líknarþjónustu til handa hinum sjúku, sérstaklega vaxið og dafnað, allt frá aldmótum 1900.  Hinn sögulegi bakgrunnur þess er, að faðir Bernard festi kaup á jörðinni Landakoti, árið 1859, og var þar miðstöð endurreistrar Kaþólsku kirkjunnar, móðurkirkjunnar, á Íslandi, þar sem St. Jósefssystur komu árið 1896, og reistu þar Landakotsspítala árið 1902, auk þess að stofna þar barnaskóla sama ár.  Mannúðar- og skólastörf einkenndu starfsemi St. Jósefssystranna, og deildu þær fátæktinni með þeim, sem þær hjálpuðu.  Reistu þær einnig St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, árið 1926, auk barnaskóla.  St. Fransiskusystur komu hingað til lands árið 1936, þar sem þær reistu bæði sjúkrahús og barnaskóla í Stykkishólmi. Karmelíta klaustur var reist í Hafnarfirði árið 1946.  Pólskar Karmelsystur við rekstri klaustursins árið 1984.  (Þórhallur Heimisson, 2005, Hin mörgu andlit trúarbragðanna, bls. 182-183; áherslubreyting:  ÓÞ).
Hringssysturnar áttu frumkvæðið að uppbyggingu Landspítalans, 
í Reykjavík,  á fjórða áratug 20. aldar, og það á tímum einnar mestu heimskreppu sögunnar.  Kvenfélagið Hringurinn reisti sérstaklega Barnaspítala Hringsins, og vinnur enn að varðveislu og uppbyggingu barnaspítalans.
 
  Gleymum því aldrei, að líknarþjónustan, er meðal dýrmætustu arfleifðar kristinnar kærleikstrúar aldanna, auk menntunar, sérstaklega barna. Hér skiptir í raun ekki máli, um hvað land, ríki, eða heimsálfu, er um að ræða. Þar sem þegar hefur verið byggt upp, bæði varðandi líknarþjónustuna, og þar með talið sjúkrahúsin, hvort sem m.a. er um að ræða Sjúkrahús Alberts Schweitzers, í Lambarene við Ógówefljót, í Frönsku Miðbaugs-Afríku (A. E. F.), Kaþólsk sjúkrahús, sjúkrahús í Frakklandi, eða á Íslandi, svo dæmi séu nefnd, eins og t.d. Landspítalann, verður að vinna markvisst að varðveislu og uppbyggingu þeirrar þjónustu, og þá þarf frekar að fjölga sjúkrahúsum, og auka líknarþjónustuna, en draga úr lífsnauðsynlegri þjónustu þeirra sem og líknarþjónustunnar í heild sinni, nær sem fjær. ,,En ríkisvald gerir aldrei neitt nema hugarfar almennings sé á bak við.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178), 

  Hér verður að koma til bæði viðkomandi ríki sem og einstaklingar og/eða félagasamtök, eins og kristin líknar og/eða kristniboðssamtök. Ríksvaldið getur aldrei eitt sér, leyst þau mannúðarhlutverk, sem varðar mannsæmandi líknarþjónustu til hins sjúka, og þá nær sem fjær. Meira verður að koma til, og er nútíminn allra síst undantekning, þrátt fyrir alla tækniþróunina. Og mitt í siðblindu tíðarandans, eru sum Evrópuríki, ekki aðeins að skera siðblint niður til sjúkrahúsa og líknarþjónustu eigin landa, heldur að loka sjúkrahúsum, og leggja af alla líknarþjónustu, sem starfrækt hefur verið, af þeirra hálfu, t.d. í Afríku, og leggja af alla líknarþjónustu. Þá er Grikkland ekki fagurt dæmi um þá sorglegu siðblindu, sem leiðir af "hinum pólitíska rétttrúnaði" miskunnarleysisins, sem ESB. og AGS. elur á og eru t.d. grískir stjórnmálamenn, eins og fjármálaráðherra Grikklands, undir "járnhæl" "hins pólitíska rétttrúnaðar" miskunnarleysisins!

  Hér á landi blómstrar einnig "hinn pólitíski rétttrúnaður" miskunnarleysisins!  Þá má ekki gleyma niðurskurði íslenkra stjórnvalda til þróunarmála, sem m.a. felur í sér skerta líknarþjónustu, til handa hinum sjúku.  Og öll þessi óeigingjörnu störf líknar og björgunar, eru vanmetin á mjög ómaklegan hátt!

  Staðreyndin er og verður alltaf sú, að meira þurfi að koma til, en ríkisvaldið eitt sér, til að leysa það mannúðarhlutverk, eins og Albert Schweitzer kemst að orði.  (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178; áherslubreyting: ÓÞ).  En það, að meira þurfi að koma til en ríkisvaldsins eins sér, réttlætir hins vegar aldrei niðurskurð af hálfu hins opinbera til lífsnauðsynlegrar þjónustu, þvert á móti - forgangsröðunin verður alltaf að vera skýr, og þess heldur  á erfiðum tímum sem nú! 

  Meira þarf hins vegar jafnframt að koma til!
  
Margir hafa gert sér þetta ljóst, enda hefði öflug líknar- og heilbrigðisþjónustu tæplega vaxið og dafnað, án slíks stuðnings.    
  Blessaður hæstvirtur velferðarráðherra landsins tók nú nýverið þátt ásamt fleiri sjálfboðaliðum, að safna á göfugan hátt fyrir endurnýjun húsnæðis SEM. samtakanna, með frábærum árangri!  Ég vil ekki trúa öðru en því, fyrr en ég tek á því, að hér sé um velviljaðan mann að ræða, sem vill í einlægni reyna allt, sem í hans valdi er, að bjarga a.m.k. því, sem bjargað verður, einkum varðandi líknar- og heilbrigðisþjónustuna!


  Ætlum við bæði sem einstaklingar og þjóð, að fara að vakna af þyrnirósarsvefni sinnuleysisins, siðferðilegs dofa, og skeytingaleysisins, eða ætlum við að horfa upp á það, sem "siðmenntuð þjóð" og það jafnvel í "beinni útsendingu", þegar t.d. heilu öldrunar- og líknardeildunum, eins og fyrirhugað er að gera varðandi St.Jósefsspítala, Landakoti, verði lokað, og fárveikir meðbræður vorir og systur, sem allra veikust eru, einkum af krabbameini, hljóti ekki lengur mannúðlegrar líknarmeðferð síðustu daga lífs síns, heldur enn að arverða úthýst???  Frásögn aðstandenda mjög veiks krabbameinssjúklings, sem fram kom í seinni fréttum Rúv. í gærkvöldi (13. október 2011), sem hefur fengið ómetanlega líknar- og kærleiksþjónustu fórnfúss og óeigingjarns heilbrigðisstarfsfólks, og hlýtur að hafa snert a.m.k. innstu samvisku okkar allra, sem ábyrgra, mennskra og siðaðra einstaklinga og  þjóðar!  Og hér er ekki síst komið að ábyrgð og hjálpsemi þeirra, sem ættu að láta sér málið enn frekar varða, n.t.t. kirkjunnar og kirkjunnar manna, ásamt bæði kristnum líknarfélögum sem og öllum öðrum góðviljuðum einstaklingum og samtökum!  Við erum hér á elleftu stundu!  Guð gefi, að hér sem og annars staðar, verði forðað stórslysi, með skammsýnni/um og óskynsamlegri/um ákvörðun/unum!    Slíkt  verður  aldrei,  aldrei, metið til fjár!!

Með vinsemd og virðingu, og óskum um alla Guðs blessun!
Ólafur Þórisson, cand. theol.


Höfundur er með embættispróf í Guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með lögbundinn rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband