ÓGEÐFELLDUR OG ÓGUÐLEGUR KYNJARASISMI GEGNTEKUR HIÐ AFHELGAÐA MANNFÉLAG:

Ógeðfelldur og óguðlegur kynjarasismi gegntekur hið afhelgaða mannfélag, bæði hér á landi og annars staðar.  Allt er gert til að mynda óeðlilega gjá milli kynjanna, m.a. með endalausri kynjagreiningu, samhliða ógeðfelldu og ókristilegu þjóðaruppeldi, þar sem drengir fá ekki lengur að vera drengir, og stúlkur ekki stúlkur.  Gengið er á svívirðilegan hátt ekki aðeins gegn Heilögu Guðs Orði, heldur einnig gegn Skikkan Skaparans, sem haldist hefur að mestu leiti, þar til nú.  Samhliða þessu eru hefðbundin kvennastörf vanmetin, þ.m.t. hið mikilvæga kristilega húsmóðurstarf, á mjög ómaklegan hátt, og konur teljast vart til mannkynsins, samkvæmt þessum nýja "pólitíska rétttrúnaði", nema að velja sér hefðbundið "karlahlutverk".  Mismununað er á ógeðfelldan hátt í þessu sambandi, sem er aðeins til þess fallin, að mynda gjá milli kynjanna; t.d. sá ógeðfelldi kynjarasismi, sem nefndur er "kynjaskekkja" í sögubókum; á nú að fara banna ýmsar góðar og gildar barnabækur, á grundvelli marxísks fasisma?

Hin kristilega kærleikshugsjón, sem lýtur ekki síst að því, að konur, og þá sérstaklega mæður og börn þeirra, njóti sérstkrar verndar, og byggist á Heilögu Guðs Orði og Skikkan Skaparans, er einnig fótum troðin.

Þetta óguðlega þjóðaruppeldi, sem miðar í raun að hatursáróðri gegn kristilegum kærleiksgildum, eins og forstöðumaður Íslensku Kristskirkjunnar hefur orðið fyrir á mjög ómaklega hátt, af hálfu sama ógeðfellda "mannréttindaráðs" og vildi banna alla trúarfræðslu í skólum, einkum varðandi kristna trú og sið, og gengu svo langt að reyna að banna "Litlu jólin" á sl. ári.

Þennan ógeðfellda og óguðlega hatursáróður verður að kveða niður, ef ekki á illa að fara.  Aðeins með  hinni kristnu kærleikshugsjón að leiðarljósi, er hægt að kveða þennan ófögnuð niður.  Öllu skiptir, að varðveita hinu kristnu kærleikstrú og sið aldanna, samhliða markvissu kristniboði!!

Guð blessi Ísland!!

Með óskum um Guðs blessun,

Ólafur Þórisson, cand. theol.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband