VONLAUS KYRRSTÖÐUSTJÓRN, EÐA ÁBYRG VARÐVEISLU- OG UPPBYGGINGARSTJÓRN:

Nú situr við stjórn vonlaus kyrrstöðustjórn.  Ekkert er gert á því stjórnarheimili, til að styðja heimilin í landinu og fjölskylduna, að byggja upp atvinnulíf, né nokkuð annað.  Þvert á móti er unnið gegn þessum hyrningarsteini kristilegs, siðaðs mannfélags.  Einnig er unnið gegn skynsamlegri atvinnuuppbyggingu.  Þá er unnið markvisst að því, að eyðilegga velferðarkerfið.  Landflóttinn hefur ekkert minkað, heldur þvert á móti.

Það er kominn tími til að þessi vonlausa kyrrstöðustjórn, sem m.a. byggir á hugmyndafræði bolsévískrar hugmyndafræði, fari frá, og við taki ábyrg landssjórn, þar sem unnið er að varðveislu hins kristna menningararfs og siðferðis, m.a. með því að efla velferðarþjónustuna, sem er í raun einn af dýrmætari ávöxtum kristinnar kærleikstrúar aldanna!!!!  Og hvergi er velferðarþjónustan meiri, eða hefur verið, en á áhrifasvæði kristninnar!!!! Að ekki sé talað um hyrningarstein kristilegs siðaðs mannfélags, sem er hjónabandið, heimilið og fjölskyldan, að fyrirmynd hinnar Helgu Fjölskyldu, sem afkristnunaröfl nútímans vilja með öllu ryðja úr vegi fyrir helstefnu guðleysisins, sem birtist m.a. í því, að vilja banna "Litlu jólin" í skólunum!!!!

Kyrrstöðustjórnin gerir heldur ekkert til að byggja upp atvinnulífið og draga úr atvinnuleysi.  Þvert á móti að leggja stein í götu lítilla og meðalstórra fyrirtækja, svo eðans eitt dæmi sé nefnt!

Við þarf að taka ábyrg og skynsöm landsstjórn, sem hefur kristna menningararfleifð og sið að leiðarljósi, sem varðar bæði heimilin í landinu sem og alla velferðarþjónustu, og það að varðveita sjálfstæði fullvalda ríkis, jafnframt því að vinna að skynsamlegri atvinnuuppbyggingu í öllu landinu.  Þá standi slík stjórn að því, að grundvallarmannréttindi til lífins varði einnig hin ófæddu börn!!!!

Með óskum um Guðs blessun,
Ólafur Þórisson, cand. theol.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband