RAUNVERULEG GRUNDVALLARMANNRÉTTINDI, EÐA LÝÐSKRUM:

Eru það mannréttindi, eins og svonefnt mannréttindaráð Reykjvíkurborgar hefur samþykkt, að banna trú á æðri máttarvöld, ntt. í leik- og grunnskólum, sem eru þvert á móti samofin menningu og tungumáli þjóðarinnar, einkum kristin trú og siður, allt frá árinu 1000!  Hér er ekkert um annað að ræða, en mannréttindabrot, í nafni "mannréttinda"!!  Hér er einnig um grófa árás að ræða á lýðræðið, en yfir 90% landsmanna játa kristna trú og sið, og tæplega 10% aðra trú, sem lýtur þó jafnframt að meiri hluta til, trú á æðri máttarvöld!  Þá er einnig rétt að taka það fram, að trúleysi/guðleysi er einnig ákveðin trúarafstaða!

Þá er einnig sagt, að tryggja skuli mannréttindi, menningu og Íslenska tungu, og kemur m.a. fram hjá afmörkuðum hópi, sem sat svonefndan Þjóðfund nú nýverið, en jafnframt að vinna að aðskilnaði trúar og ríkis, einkum kristinnar trúar og ríkis, en yfir 90% landsmanna játa kristna trú og sið, sem fyrr segir, en kristin trú og siður eru samofin menningu og tungu þjóðarinnar; fyrir utan þau grundvallarmannréttindi, sem lýtur að trúnni, og þar með trúfrelsi, sem undanskilur heldur ekki mannréttindi þeirra, er játa kristna trú og sið!!!!

Með vinsemd og virðingu og óskum um Guðs blessun,

Ólafur Þórisson, cand. theol.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband