Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

VARÐVEISLA KRISTINNAR TRÚAR OG SIÐFERÐIS SEM OG MARKVISST KRISTNIBOÐ, ER EINA LEIÐIN TIL UPPBYGGINGAR OG VARÐVEISLU KRISTILEGS MANNFÉLAGS.



       Mannfélag vort hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir, bæði fyrr og nú. Ekkert hefur hjálpað sem hin bjargfasta trú aldanna, sem grundvallast á bjarginu eina sanna, Drottni Jesú Kristi. Og af hafa leitt ávextir og arfleifð þeirrar bjargföstu sáluhjálplegu trúar, ekki síst varðandi ummönnun sjúkra og þar með björgunar mannslífa, líknarþjónustunnar sem og uppeldis og menntunar barna og unglinga, sem hefur að leiðarljósi þessa bjargföstu kærleikstrú aldanna, byggða á bjargi aldanna, konungi konugnanna, konungi kærleikans, Drottni Jesú Kristi. Þá hefur fjölskyldan og hjónabandið verið hyrningarsteinn hins kristna mannfélags, með Heilaga Maríu Guðs móður og hina Heilögu fjölskyldu - hina bjargföstu kristnu kærleikstrú aldanna, að leiðarljósi, byggða á Drottni Jesú Kristi. E.t.v finnst einhverjum auðveldara að byggja líf sitt á sandi tíðarandanns einum saman, og afneita guðlegri forsjá. Sá hinn sami er á mikum villigötum; upplausn og miskunnarleysi hins guðlausa mannfélags, hefur sagan sannað, fyrr og nú. Líf í og með Drottni vorum Jesú Kristi, þarf alls ekki að vera auðvelt líf eða líferni, og krefst sjálfsafneitunar og fórna, að fljóta ekki með tíðarandunum, sem gæti virst vera auðvelt líf eða líferni, en skilar þess minna, er upp er staðið, andstætt því lífi eða líferni, sem byggt er á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Mikilvægi hlutverks húsmóðurinnar er þar ómetanlegt, enda ómetanlegt að koma ekki að tómu húsi, heima, að loknum skóladegi í barnaskóla, eins og margir geta, og hafa vitnað um. Sama má segja um mikilvægi hlutverks ömmunnar og afans. Guð gefi, að þessi kristnu lífsgildi, ásamt fleiri kristilegum lífsgildum, vaxi ásmegin í mannfélaginu á nýjan leik. 
       Guðleysið veður nú um mannfélag vort, eins og faraldur, með allt sitt miskunnarleysi og siðleysi, skreytt ýmsum innihaldssnauðum fallegum orðum, eins og t.d. ,,lýðræði“, eða ,,jafnrétti“, en hvernig er það ,,jafnrétti“, sem nær t.d. ekki yfir líf hins ófædda barns; grundvallarrétturinn og þar með grundvallarmannréttindi til lífsins er virt að vettugi, og syndin gerð að einhverskonar ,,mannréttindum“. Er hér e.t.v. um að ræða syndina gegn Heilögum Anda, sem aldrei verður fyrirgefin? Mannfélag vort virðist vera orðið að kristniboðsakri, hefur e.t.v. orðið það fyrr, en kemur nú e.t.v. betur í ljós eftir efnahagshrunið mikla sl. haust, sem bitnað hefur harðast á þeim, sem síst skyldi, sem varð, vegna þess að of mikið var haft að leiðarljósi sá fjársjóður, sem mölur og ryð fær grandað, í stað þess að hafa meira að leiðarljósi þann fjársjóð, sem mölur og ryð fær aldrei grandað, byggt á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Og guðlaus marxísk hugmyndafræði, er hér heldur engin lausn, sem sagan hefur einnig sannað. 
       Kristniboðið er hér grundvallaratriði, nær sem fjær, og er í órofa samhengi við alla kristilega uppeldis, - hjálpar,- og líknarstarfsemi. Rofni það samhengi, er voðinn vís, eins og komið hefur á daginn, jafnvel meðal kristinna einstaklinga, sem vegna tíðarandans í dag, hafa farið að greina of mikið á milli kristniboðsins og kristilegrar hjálpar- og líknarstarfsemi. Í raun sannar vitnisburður sögunnar þetta, ekki síst í kristniboði fyrri tíma og sl. aldar, og má nefna fögur dæmi þar um, eins og kristniboðsstarf mannvinarins Alberts Schweitzer, sem reisti sjúkrahús í Lambarene í Mið-Afríku, árið 1913, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Krisinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga). Sama má nefna varðandi mannvinninn systur Móður Theresu, sem starfaði lengst af ævi sinnar í kristinni líknarreglu meðal sinna minnstu meðbræðra og systra í Indlandi. Hér á landi má nefna kristilegt líknarstarf Kaþólsku systranna, sem reistu m.a. sjúkrahús í Reykajvík, árið 1902, sem var í órofa samhengi Kaþólska kristniboðsins. Hér á landi má einng nefna mannvininn og æskulýðsleiðtogann Bjarna Eyjólfsson, sem m.a. sat í fjóra áratugi í stjórn KFUM, og var rúma þrjá áratugi í starfi og forystu í málefnum Sambands Íslenskra kristniboðsfélaga. (Árni Sigurjónsson, 1988, Bjarni Eyjólfsson, Úr minningasafni, bls. 8). Þessa er ekki síst að minnast í tilefni af því, að í ár eru liðin 110 ár frá stofnun KFUM og KFUK á Íslandi. Og fleira mætti vissulega nefna, eins og ómetanlegt starf Hjálpræðishersins, Samhjálpar, ABC-hjálparstarfs, o.s.frv. Guði sé lof, þá eru enn þann dag í dag kristileg uppeldis, -hjálpar,- og líknarsamtök, þar sem kristniboðið er haft að leiðarljósi, þar sem órofa samhengi er á milli kristniboðsins og kristilegra kærleiksstarfa – líknarstarfa -, byggð á Drottni Jesú Kristi, Endurlausnara vorum og Frelsara. Guð blessi alla vora minnstu meðbræður og systur, nær sem fjær. Guð blessi Ísland, og Íslenska þjóð. 

Ólafur Þórisson, cand. theol. 

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.



« Fyrri síða

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband