Kristilegar grundvallarlífshugsjónir, mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, heimfærðar til mannfélagsins:

Kristilegar grundvallarlífshugsjónir, mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, heimfærðar til mannfélagsins. [Endurbætt drög að hluta ritgerðar og/eða rits, varðandi mannvininn og kristniboðslækninn, Albert Schweitzers, ásamt helstu hugsjónum hans]:


Kristilegar mannúðarhugsjónir mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, heimfærðar til mannfélagsins, þ.m.t. til nútímans og framtíðar, - einkum í ljósi mannúðar sjálfboðaliðans/kristniboðans – kristniboðsins:

Vissulega ber siðferðilega ábyrgðarfullum stjórnvöldum, að mannsæmandi grunnþjónusta verði veitt þegnum þeirra, bæði þegnum eigin lands, hér á landi sem annarsstaðar. Þeim ber að senda eins marga lækna á vettvang og unnt er til (fyrrverandi) nýlendna sinna, eins og mannvinurinn Albert Schweitzer, kemst m.a. að orði. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178).

Orðrétt segir í Ævisögu Schweitzers:

,,Þær þjóðir sem eiga nýlendur, verða að láta sér skiljast, að þær bera sína sérstöku ábyrgð. Ríkin verða að hjálpa til þess að bæta fyrir syndir fyrri tíma. En ríkisvald gerir aldrei neitt nema hugarfar almennings sé á bak við. Og ríkin leysa aldrei það mannúðarhlutverk, sem hér kallar að.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178). Þetta eru orð að sönnu; ríksvaldið getur aldrei eitt sér, leyst þau mannúðarhlutverk, sem varðar mannsæmandi líknarþjónustu til hins sjúka, og þá nær sem fjær. Meira verður að koma til, og er nútíminn allra síst undantekning, þrátt fyrir alla tækniþróunina.

...

Staðreyndin er og verður alltaf sú, að meira þurfi að koma til, en ríkisvaldið eitt sér, til að leysa það mannúðarhlutverk, eins og Albert Schweitzer kemst einnig að orði, og vísar þá ekki síst til hins mikilvæga hlutverks og starfsemi sjálfboðaliðans(kristniboðans):

,,Nýlenduríkin verða vitanlega að senda eins marga lækna á vettvang og unnt er. En stjórnir sumra nýlendna fá ekki einu sinni lækna í þær stöður, sem til eru, þótt þær séu alltof fáar. ,,Vér verðum að ná í lækna, sem vilja gerast sjálfboðaliðar og fara til litaðra þjóða, taka að sér að lifa þar í einangrun, við erfiðleika hættulegs loftslags, fjarri heimkynni og allri siðmenningu. Ég get sagt þeim af reynslu, að þeir munu fá ríkuleg laun fyrir allt, sem þeir segja skilið við. Hið góða sem þeir fá gjört, mun reynast ærin laun.““. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178).
Þeir, sem fara til þess að vinna þetta hjálparverk, þurfa að eiga einhverja heima fyrir, sem veiti þeim nauðsynlegan styrk. Þessi skylda hvílir á öllum. Þeir, sem sjá skylduna þegar í stað og viðurkenna hana, eru þeir, sem sjálfir hafa reynt þjáningar; þeir eru venslaðir, hvar sem þeir eiga heima á jörðinni, en hafa fengið bata meina sinna. ... . (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178-79). ... .

,,,,Ég hef nú sjálfur verið tvívegis skorinn upp og fengið við það heilsuna aftur, en hún hafði verið á hverfanda hveli síðan 1918. Ég hef með orgeltónleikum og erindum aflað fjár til þess að grynna á skuldinni, sem ég varð að safna stríðsárin. Því er ég ákveðinn í því að að halda áfram starfi mínu fyrir þjáða menn í fjarlægð. Sú starfsemi, sem ég hafði byggt upp, hefur að vísu hrunið í stríðinu. Þeir vinir mínir af ýmsum þjóðum, sem höfðu bundizt samtökum um að styðja það, hafa vegna heimsviðburðanna orðið viðskila hverjir við aðra um langt skeið. Þeir, sem höfðu færi á því að hjálpa áfram, urðu margir öreigar í stríðinu. Það verður erfitt að afla fjárins. Og nú þarf miklu meira en áður, því kostnaður við starf mitt er orðinn þrefaldur, hversu mjög sem öllu er í hóf stillt.
En ég er samt hugrakkur. Eymdin, sem ég hef séð, veitir mér styrk, og traust mitt á mönnunum er mér vonarvaki. Ég vil treysta því, að ég finni nægilega marga menn, sem bjargað hefur úr líkamlegum þrautum og eru þess vegna fúsir að færa þakkarfórnir vegna þeirra, sem lifðu á líkan hátt. Ég vil vona, að bræðralag þeirra, sem þrautir reyndu, geti bráðlega sent marga marga lækna víðsvegar út um heim.““ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 180).

... .

Vissulega þarf vart að taka það fram, að Schweitzer á hér við hvern einstakan einstakling, óháð kyni eða kynþætti, enda sannaði hann það sjálfur í sínu einstaka lífsköllunarstarfi mannúðar kristniboðslæknisins. Þetta er sérstaklega tekið fram, af því gefna tilefni, að fréttaskýrendur sjónvarpsþáttar um Albert Schweitzer, af hálfu Bresku fréttastofunnar BBC., fyrir örfáum árum, komu með órökstuddar dylgjur og fyllstu ósannindi, sem gengu út á þann rógburð um hina göfugu starfsemi Alberts Schweitzers, að Schweitzer og samstarfsfólk hans, hefði ástundað svokallaðan kynþáttaaðskilnað, sem mér finnst mjög ómaklegt; í raun myndi slíkt lagalega séð, bæði í Bretlandi og á Íslandi, teljast til saknæmra meiðyrða, gagnvart látnum manni. Öll uppbygging sjúkrahúss Schweitzers, sem fylgdu fleiri byggingar, var allt saman skipulagt á sem kristilegastan, mannúðlegan og skynsaman hátt! Rétt er að taka það fram, að í Ævisögu Alberts Schweitzers, er á fyrstu bls. að finna uppdrátt af húsaskipan Alberts Schweitzers. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 8).

Aðkoman í Lambarene, var slík, eftir fyrri heimsstyrjöldina, að Albert Schweitzer og samstarfsfólk hans, þurfti að byggja allt upp, nánast frá grunni,, þ.e.a.s. sjúkrahússbyggingarnar. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls.185-188). Aðkoman var með sanni margfallt verri, en allar heimskreppur, alla sl. öld, og allt til til heimskreppunnar, sem skall á sl haust, varðandi það, að slá skjaldborg um þennanan einn af dýrstu ávöxtum kristinnar kærleikstrúar aldanna, líknarþjónustuna, þar sem bæði þarf að koma til uppbygging og varðveisla ríkisvaldsins þar sem hann starfaði sem kristniboði/kristniboðslæknir, í rúma hálfa öld, a.m.k. varðandi grunnþjónustu líknarþjónustunnar, en meira þarf til, nær sem fjær, einstaklinga, sem hafa álíka hugsjónir og eilífðarlífssýn þeirrar kristnu kærleikstrúar aldanna, sem fylgja skilyrðislaust eftir kalli Jesú Krists, til kærleiksþjónustu í Víngarði Drottins. (Albert Schweitzer, 1954, The Quest og the Historical Jesus, bls. 401), og er í órofa samhengi við kristniboðsskipunina, t.d. í Matteusarguðspjalli, 28. kapítula, vers 18-20.
Albert Schweitzer reisti og stofnaði sjúkrahús í Lambarene, í Mið-Afríku, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld, {sem fyrr er getið, hér að ofan/framan}. [(Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga; {sem og fleiri rit, t.d. eftir Schweitzer sjálfan}], og þar sem kristniboðslækisstarf Schweitzers sannar hið órofa samhengi köllunar Jesú Krists og kristniboðsskipunarinnar, varðandi nefnt lífsköllunarstarf hans; jafnvel þótt það yrði síðan í smækkaðri mynd, fyrirmynd, mannvina og kristniboða/kristniboðslækna! Þá koma hér ekki síður til greina líknarfélög, ekki síst kristileg líknarfélög, kristileg samfélög, eins og Hjálpræðisherinn, og Samhjálp Hvítasunnumanna, kristniboðssamtök sem og kristnir söfnuðir, sem öll/allir hafa unnið ómetanleg kærleiksstörf í mannfélaginu/Víngarð Drottins. Og hin kristilega fyrirmynd er einkum þessi:
Vissulega er hjónabandið, fjölsyldan og heimilið hyrningarsteinn kristins mannfélags, en að auki koma síðan kirkja, skóli/barnaskóli og sjúkrahús, hlið við hlið. Þegar hallar undan þessari kristilegu fyrirmynd mannfélagsins, er ekki von á góðu.

Samkvæmt ofangreindu, var ekki til neytt slíkt, eða neytt, sem gæti vísað hið minnsta í þá átt, hjá Albert Schweitzer og aðstoðarfólki hans, - slíkt orð og inntak þess var ekki til í ,,orðabók þeirra“ - hversu erfiðlega, sem áraði, þótt hann nýtti sem allra best hvern eyri til líknarstarfsins, með skynsömum sparnaði, sem bitnaði aldrei á líknarþjónustunni, [(Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, {auk fl. rita/heimilda})], sem hinsvegar í afkristnun, afhelgun og afsiðun nútímans, er nefnt ,,endalaus niðurskurður“ til líknarþjónustunnar, og þá ekki bara hér á landi, heldur víða um hinn vestræna heim, og ,,fyrirmyndin“ ekki síst sótt til afhelgunar sumra ,,félagshyggjulanda“ Skandinavíu, sem byggt hefur verið að verulegu leiti á marxísk/bolsévískri hugmyndafræði, sem er því miður söguleg staðreynd, sem bitnað hefur miskunnarlaust einkum á hinum sjúku, og þá sérstaklega bitnað á geðfötluðum, og því miður virðast núverandi stjórnvöld hér á landi, horfa mjög í þess átt, sérstaklega varðandi ,,uppbyggingu“ velferðar- og líknarþjónustunnar; þótt m.a. ríki í Afríku, fari margfallt ver út úr þessum miskunnarlausa ,,niðurskurði“ til líknarþjónustunnar; einum af ávöxtum hins siðblinda tíðaranda, og skeytingarleysis hans; auk Lettlands, sem nýverið var sýnt í fréttaauka Sjónvarps.
Schweitzer fjallar um nútímamannfélagið, þar sem hann kemur m.a. inn á sinnuleysi og miskunnarleysi mannfélags nútímans, en vísar hins vegar jafnframt til grundvallargilda kristinnar kærleikstrúar og siðar, þar sem vér megum heldur ekki gleyma að líta oss næst, sem byggist á Jesú Kristi, og kærleika hans, og fylgja honum, gegn skeytingarleysi og miskunnarleysi heimsins.- [(Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. {266-275}; {auk fleiri rita/heimilda, m.a. guðfræðirit Schweitzers, um Ævisögur Jesú sem og Sjálfsævisaga Schweitzers sem og fl. rit, eins og við á})]. -Hér er heldur ekki síst hægt að nefna ,,niðurskurð“ til þróunaraðstoðar, til handa vorum minnstu meðbræðrum og systrum!

Á sama tíma fara kristniboðar, m.a. héðan frá Íslandi, sem sjálfboðaliðar í líknar, uppelsis- og menntunarstörf, til Afríku, m.a. Keníu og Eþíópíu.

Kristniboðarnir(sjálfboðaliðarnir) hafa séð þessa skyldu sína, [{ekki síst varðandi líknarþjónustuna og menntunina, og þá ekki síst menntun barna}] á öllum öldum, nær sem fjær, og gera enn, og unnuð ómetanleg kristileg kærleiksverk, á þessum vettvangi, líknað hinum sjúku og uppfrætt þá um Jesú Krists, eins og mannvinurinn og kristniboðslæknirinn Albert Schweitzer, gerði, þar sem hann reisti sjúkrahús árið 1913 í Lambarene, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld, sem sagan sannar einnig, enda starfaði Schweitzer á kristniboðsstöð Franskra Mótmælenda í Lambarene, eða í nágrenni við hana, og hafði náin kynni og samvinnu við kristniboða, bæði Rómverks-Kaþólska og Evangelíska,sem fyrr er getið. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250). ... .

Schweitzer hefur lagt mikla áherslu á að minna á það, sem kristniboðið hefur gert til líknar og hjálpar Afríkumönnum. Þeir hafa bætt líkamleg mein innlendra og kennt þeim hagnýta hluti, auk þess, sem þeir hafa uppfrætt þá um Jesúm Krist. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250). [(Rætt nánar sem og fyrirkomulag í khl. 3-3-1, hér að ofan/framan). (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250 og áfram, og bls. 261 og áfram))]. [{(Koma einnig með úr fleiri ritum um og/eða eftir Schweitzer sjálfan, eins og við á, (sem fyrr er (verður) getið hér að ofan/framan (3-1 (3-3-1)))}]. Þetta sannreyndi Albert Schweitzer í lífsköllunarstarfi sínu sem kristniboðslæknir, auk þess að prédika á hverjum sunnudegi. [(Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga; Albert Schweitzer, 1935, My Life and Thought)].
,,,,Hver, sem kynnist hugarheimi frumstæðra manna,“ skrifar Schweitzer, ,,og þekkir óttann, hræðsluátandið, sem þeir eru í ... getur aldrei framar efast um, að oss beri að gera allt, sem unnt er, til þess að losa þá við þessi hindurvitni.“ Og enn segir Schweitzer: ,,Evrópumenn munu aldrei geta skilið til fulls, hversu skelfileg tilveran er þessum vesalings mönnum... Þeir menn einir, sem hafa séð þessar hörmungar í nærsýn, skilja, að það er skylda vor að flytja frumstæðum nýja lífsskoðun, er losi þá við þá hugaróra, sem gera þeim lífið svo kvalafullt. Í þessu tilliti myndu jafnvel stækustu efasemdamenn verða vinir kristniboðsins, ef þeir kynntust málavöxtum.“
,,Kristindómurinn leysir þessa menn úr viðjum óttans. ,,Þeir vita síðan, að örlög vor allra eru á hendi sama, kærleiksríka föður.““ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 129). ... .

Með óskum um Guðs blessun,

Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., er er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu; og er nú að vinna að drögum ritgerðar og/eða rits um mannvininn og kristniboðslækninn Albert Schweitzer, ásamt helstu hugsjónum hans.


GRUNDVALLARATRIÐI VARÐANDI GUÐFRÆÐI ALBERTS SCHWEITSERS, EINKUM Í RITI HANS UM ÆVISÖGUR JESÚ: [ENDURBÆTT DRÖG]

GRUNDVALLARATRIÐI VARÐANDI GUÐFRÆÐI ALBERTS SCHWEITSERS, EINKUM Í RITI HANS UM ÆVISÖGUR JESÚ: [Endurbætt drög]

Í ævisögu mannvinarins og kristniboðslæknisins Alberts Schweitzers, sem kom út á Íslensku 1955, segir m.a. orðrétt:

,,Mesta verk hans (Schweitzers*) á þessum árum (upp úr aldamótunum 1900*) er bók hans um ævisögur Jesú. Þar rekur hann það, sem fræðimenn höfðu um háfrar annarrar aldar skeið ritað um lífssögu Jesú og gagnrýnir niðurstöður þeirra. Fyrir þessa bók (hún kom út í fyrstu útgáfu 1906) varð Schweitzer kunnastur sem fræðimaður. Hún flutti margar fersklegar, snjallar og tímabærar athuganir, og sem sögulegt yfirlitsverk er hún sístæð.
Schweitzer miðar við þá aðalreglu, að ummæli og framkoma Jesú verði að skoðast í ljósi kunnra, gyðinglegra meginhugmynda.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, ævisaga, bls. 35-36; áherlsubreyting, *: ÓÞ). Það kemur skýrt fram hjá Schweitzer, að meginreglan, bæði varðandi ummæli og framkomu og þar með verk Jesú, verði að skoðast í þessu ljósi kunnuglegra, gyðinglegra meginhugmynda, og þá ekki síst í samhengi seinni gyðinglegra heimsslitakenningar, og þá í trausti tilkomu konungsríkis eða konungsdóms hins fyrirheitna Messíasar. (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. V, ({VI}); Albert Schweitzer, 1935, My Life and Thougt, bls.51, 69 {og víðar}; Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 36. Áherslubreyting: ÓÞ). Lykilatriði hér, tengjast fyrst og fremst Nýja testamentinu: Guðfræði Nýja testamentisins, og þar með nýjatestamentisfræðumum, en með bakgrunn í Gamla testamentinu: Guðfræði Gamla testamentisins, og þar með gamlatestamentisfræðunum. [Ræða hér nánar í þessum kafla – rekja einnig nánar - og rökræða, eins og þarf]! -
Höfuðspurningin er þessi, þegar reynt er að brjóta guðspjöllin til mergjar: ,,Hvernig skildi Jesús sjálfan sig, persónu sína og ætlunarverk? Schweitzer segir: Frá skírnarstundu sinni er Jesús sannfærður um, að hann sé hinn fyrirheitni Messías: Guðs himneska ríki er að koma, hin jarðneska tilvera er að renna sitt skeið á enda, guðleg tilvera tekur bráðum við. Og hann er konungur þeirrar tilveru, Mannssonurinn, sem Daníel spámaður sá í sýn (Dan. 7). Þetta er leyndarmál hans með Guði. Mennirnir sjá það ekki eða skilja. Dýrð hans opinberast kærisveinum hans í svip, þegar hann ummyndast á fjallinu, Pétur játar, að hann sé Kristur, sonur hins lifanda Guðs, en Jesús bannar þeim að segja frá þessu. Það á ekki að vitnast fyrr en Guð opinberar það. Þangað til er hann í lægingarmynd meðal mannanna, þrátt fyrir þau tákn, sem hann geerir.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 36).

Schweitzer segir þetta vera lykilinn að huga og lífssögu Jesú. Þegar Jesús er sannfærður um að hann væri hinn fyrirheitni Messísas, þá verða Matteusar- og Markúsarguðspjall, elstu guðspjöllin, augljós sem og öll saga frumkristninnnar. Þegar guðspjöllin eru skoðuð í þessu ljósi, verður ályktunin sú, að þau eru mjög öruggar heimildir og nákvæm lýsing á stuttum starfstíma Jesú og dauða hans. Jesús boðar að endalok þessa heims sé framundan, og að Guðs ríki sé í nánd, með hugtökum, sem samtíð hans þekkti. Jesús boðar afgerandi og umbyltandi siðgæðislærdóm. Sá heyrir til Guði og Ríki hans, sem lýtur boðorði kærleikans. Þeir, sem eru fátækir í anda, miskunnsamir, friðflytjendur, hjatrahreinir, og hungrar og þyrstir eftir réttlæti Ríkis Guðs, ásamt þeim, er þola þjáningar og ofsóknkir, og þeir, sem vilja verða eins og börn. ... . Jesús sendir lærisveina sína til þess að boða komu Guðs ríkisins og væntir sjálfur komu þess á hverri stundu. Jesús sannfærist síðan um að Hann eigi að deyja, ,,fórna lífi sínu til friðþægingar fyrir þá, sem kallaðir voru til hins komanda ríkis.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls.36-37; áherslubreyting: ÓÞ). Þetta samræmist við ummæli Jesaja, 53. kapítula og víðar, um þjón Guðs, sem líður fyrir syndir annarra og heimfærir Jesús þessi ummæli til sín. Hér er um að ræða spádóm um Hann, opinberun um hlutverk Hans.
Jesús trúir lærisveinum sínum einslega fyrir því, að sér beri að fara upp til Jerúsalem, til þess að líða þar og deyja. Hann fer til Jerúsalem um páskaleitið, ásamt hópi hátíðargesta. Júdas svíkur Jesú, með því að segja andlegu yfirvöldunum þar, að Jesús telji sig vera Messías. Við síðustu kvöldmáltíðina, þar sem Jesús gefur lærisveinum sínum brauð og vín, sem Hann hefur blessað, vígir Hann lærisveina sína il þess að sirja til borðs með sér í Dýrðarríkinu. Því næst fer Hann út til þess að biðjast fyrir, í Getsemanegerðinum, ásamt lærisveinum sínum. Hann vonar að Guð afstýrði hinni ægilegu raun, léti bikarinn fara fram hjá, en er samt fús til að drekka hann, ef Guð vill. Hann biður til Guðs fyrir sjálfum sér, en hugsar eingöngu um lærisveina sína og hefur aðeins áhyggjur af þeim, sem standa Honum næst, vegna þess, að Hann veit ekki , hvað Guð ætlast fyrir með þá og biður þá þess vegna að vera hjá sér. Síðan er Jesús dæmdur fyrir guðlast, því Hann sagðist vera Messías. Jesús gengur fúslega í dauðann, í þeirri fullvissu, að með því sé Hann að ryðja Guðsríkinu braut. Lærisveinar Hans eru gagnteknir af eftirvæntingu, eftir opinberun hans. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 37-38). ,,Þá efast þeir ekki um, að hann sé upphafinn til Guðs í himnunum og að hann muni innan skamms birtast sem Messías og stofnsetja ríki sitt. Lifandi eftirvænting eftir endurkomu hans mótar frumkristnina.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38).
Guðfræðilegar kenningar og athuganir Schweitzers, brutu í bága við ríkjandi guðfræðikenningar um aldamótin 1900, og hægt er að draga þær ályktanir, að Schweitzer hafi með þeim, haft afgerandi áhrif á nýjatestamentisfræðina, og vísað veg út úr nokkurskonar blindgötu, sem nýjatestamentisfræðin voru komin í. Óhætt er að segja, að forsendur Schweitzers hafi leyst margt, sem áður virtist illskiljanlegt, og gerðu m.a. þróun frumkristninnar skiljanlegri, og brúuðu m.a. það djúp, sem margir töldu hafa verið á milli Jesú og Páls postula. Þann þátt guðfræðinnar ræðir Schweitzer ýtarlega í guðfræðiriti sínu um Pál postula. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38; áherslubreyting: ÓÞ).

Hin hispurlausa og raunsæja túlkun Schweitzers, og annarra, sem héldu svipuðu fram, um svipað leiti, þótti mörgum umdeild. ... . Óhætt er að segja að nýja guðfræðin hafi gert Jesú nýtískulegan og smábrotnari, en Hann er. ,,Jesús veruleikans verður aldrei eins meðfærilegur og sú guðfræði taldi. Hann er svo sérstæður, bæði hugsun hans og athafnir, að það verður alltaf eitthvað annarlegt og leyndardómsfullt við hann.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 39).

Rannsóknir á Ævi Jesú miðuðu að því að finna Jesúm sögunnar. Þessar rannsóknir hafa lotið merkilegum örlögum. Menn trúðu því að unnt væri að leiða Hann sem fræðara og frelsara inn í samtíð vora, eins og Hann væri í raun og veru. En nýju guðfræðinni tókst ekki að halda Honum við vora tíma; vonast hafði verið, að maðurinn Jesús yrði aftur lifandi og kæmi nú til móts við yfirstandandi tíma. En Hann gekk fram hjá vorum tímum, og sneri aftur til síns eigin tíma, og nýja guðfræðin gat með engu móti haldið Honum föstum í samtíð vorri, heldur varð að láta Hann fara aftur sömu leið. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 39-40). ,,Hann hvarf aftur til sinnar samtíðar rétt eins eðlilega og pendúllinn hverfur til upprunastöðu, þegar honum er sleppt.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 40). .

Schweitzer segir, að margir kynnu að spyrja, hvort Jesús ætti í rauninni nokkurt erindi við vora tíma, og svarar á þann hátt, að sá, sem horfi óhikað í augu við Jesúm veruleikans, og hlusti á það, sem Hann hefur að flytja honum í sínum máttarmiklu orðum, komist í kynni við persónu, sem vill ná völdum yfir honum. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 40).


Og í niðurlagsorðum Alberts Schweitzers, í riti sínu um Ævisögur Jesú, segir orðrétt:
,,Hann kemur til vor eins og ókunnugur nafnlaus gestur, á sama hátt og Hann kom forðum við bakka vatnisins, Hann kom til þessarra manna, sem ekki vissu hver Hann var. Hann segir sömu orðin: ,,Fylg þú mér!“ Og Hann bendir oss á þau verkefni, sem Hann þarf að leysa á vorum tímum. Hann skipar fyrir. Og þeim, sem hlýða Honum, hvort sem þeir eru vitrir eða fávísir, mun Hann opinbera sjálfan sig í því, sem þeir fá að reyna í samfélagi Hans af erfiðleikum, átökum, og þrautum og þjáningum, og sem ósegjanlegan leyndardóm munu þeir læra og komast sjálfir að raun um Hver Hann er.“ (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. 401, áherslubreyting: ÓÞ).

Orðrétt segir síðan í Ævisögu Alberts Schweitzers, (á Íslensku):

,,Þetta eru ályktunarorð Schweitzers, þegar hann er að ljúka bók sinni um ævisögur Jesú.
Með þeirri bók hafði hann lagt drjúgan skerf til trúvísindanna og brugðið nýju ljósi yfir ýmsa þætti hinnar einsteiðu lífssögu.
En framtíðin mun fyrst og fremst minnast Alberts Schweitzers fyrir það, hvernig hann hefur sýnt, hvað það er að skilja vilja Krists og fylgja honum.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 41; áherslubreyting: ÓÞ). ... . Eitt grundvallaratriða í guðfræði Schweitzers, sem skýrt kemur fram í Ævisögum Hans um Jesú, er einmitt það, að skilja Jesú, ,,er að skilja, hvað hann vill og villja það. Hin rétta afstaða til hans er að vera höndlaður af honum. Kristin guðrækni hefur gildi að sama skapi sem hún felur í sér hollustu viljans við hans vilja.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 40, áherslubreyting: ÓÞ).
Jesús krefst þess eins af mönnum, ,,að þeir sýndu það í verki og fórn, að hann hefði umbreytt þeim, knúið þá til að verða öðruvísi en heimurinn, og að þeir hefðu þar með öðlazt hlutdeild í friði hans.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 40; áherslubreyting: ÓÞ). Þegar Jesús nefnir sig Messías, Mannssoninn, Guðs son, ,,þá er hann með því að láta í ljós, að hann lítur á sig sem valdbjóðanda og drottnara.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 41; áherslubreyting: ÓÞ).

Þessi niðurlagsorð Alberts Schweitzers, í riti sínu um Ævisögur Jesú, og lykilorð í lokin sem og ofangreint (samantekt v. guðfræði Alberts Schweitzers), eru lykilatriði og lykilorð varðandi einstaka lífsköllun mannvinar - Alberts Schweitzers, einkum í riti hans um Ævisögur Jesú, í ljósi lífsköllunarstarfs hans sem kristniboðslæknis í Afríku, í rúma hálfa öld, í sjúkrahúsi, sem hann reisti sjálfur, vissulega með aðstoð góðs fólks, ekki síst eiginkonu sinnar.

Nánari áhersla á samantekt varðandi guðfræði Alberts Schweitzers, í ljósi lífsköllunar hans sem kristniboðslæknis:

Mannvinurinn og kristniboðslæknirinn Albert Scheitzer, fylgdi efir þeirri köllun, að fylgja Jesú Kristi á þann hátt, að gefa Honum allt sitt líf, í sínu óeigingjarna lífsstarfi sem kristniboðslæknir í Afríku, í rúma hálfa öld. Byggist sú afstaða ekki síst á hinni kristnu kærleikstrú hans, sem kemur sérstaklega fram í niðurlagsorðum hnas í guðfræðiriti sínu, um Ævisögur Jesú, þar sem kemur skýrt fram, að Jesús kallar oss enn til fylgdar við sig sem forðum daga, skipar oss fyrir, og bendir oss á þau verkefni, sem þarf að leysa á vorum tímum. Og þeir, sem hlýða Honum, mun Hann opinbera sig, og sem ósegjanlegan leyndardóm mun þeir sjálfir komast að raun um, hver Hann er. (Albert Scheitzers, 1954, The Quest of the Historikal Jesús, bls. 401; Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævísaga, bls. 41). Grundvöllurinn er Jesús Kristur, sem kallar og skipar. Þessi kristna lífshugsjón Scheitzers, er að mínu mati, í órofa samhengi, við kristniboðsskipunina og þar með kristniboðið/allt kristniboð sem og það, hvernig Jesús, bæði læknaði sjúka, og endurleysti til lifandi trúar á Hann sem og fyrirmælum Jesú til lærisveinanna, að lækna sjúka, og boða þeim það fagnaðarerindi, að Guðsríki er í nánd. Tengist þetta jafnframt grundvallarhugmyndum Schweitzers, að Jesús og frumkristnin, væntu komandi heimsslita, og að Guðleg tilvera tæki við, og Jesús væri hinn fyrirheitni Messías, byggðist verulega á síðari gyðinglegri/um heimsslitakenninguu/m, að Guðs ríki væri í nánd, sem byggðist þar á hinum fyrirheitni Messíasi. (Albert Scheitzers, 1954, The Quest of the Historikal Jesús, bls. V (ogVI); Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævísaga,, bls. 36-39. Þá áréttar Schweitzer enn endurkomu Krists, þar sem kemur fram skipun Jesú til lærisveina sinna, að sinna sínum minnstu meðbræðrum og systrum, þmt. sjúkum, föngum o.s.frv. (Albert Scheitzers, 1954, The Quest of the Historikal Jesús, bls. VI). ,,Öll lifandi þekking á Guði er fólgin í því, að vér lifum hann sem kæleiksvilja í hjörtum vorum.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævísaga, bls. 270). Allt sem skiptir máli er viljinn, vonin og trúin. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævísaga, bls. 271).

Guðfræðikenningar Schweitzers, brutu í bága við ríkjandi fræðikenningar um aldamótin 1900, sem fyrr er getið. ... . Og þá má álykta, að Schweitzer hafi, með kenningum sínum, vísað veg út úr nokkurs konar blindgötu, sem nýjatestamenntafæðin voru komin í. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38; áherslubreyting: ÓÞ). [{... . (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38, og víðar; vísað einnig í fl. rit, einkum eftir Schweitzer sjálfan!}]. [{,,Schweitzer markaði spor, hans verður alla tíð getið í sögu guðfræðinnar. ... . (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38 og víðar; fleiri rit koma fastlega til greina, einkum eftir Schweitzer sjálfan}].

[Lýsa áfram, eins og þurfa þykir. ............]. (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of yth Historical Jesus, bls. V-VI, 401, og víðar, eins og við á; Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38-40,41, og víðar, eins og við á). [Fleiri rit koma vissulega til greina, og þá ekki síst rit Schweitzers sjálfs, eins og Sjálfsævisöga hans á Þýsku, þýdd á Ensku: Albert Schweitzer, 1935, My Life and Thought – An Autobiography, einkum bls. 45-75, og víðar, eins og við á; auk fleiri rita].

[Kristniboðið grundvallaratriði (rauður þráður), bæði varðandi guðfræði Alberts Schweitzers sem og (sérstaklega) varðandi köllunarstarf hans sem kristniboðslæknis! Lagt fyrir sem tilgáta, í inngangskafla, ræða og rökstyðja hér í 3. kafla, (sjá nánar hér að framan, 3-1), og ályktun/ályktanir dregnar síðan betur saman í niðurlagskafla].

[Koma með ályktanir, eftir ýtarlegar athuganir, sem verða rökræddar hér í 3. kafla, (sbr. í 3-1, hér að framan), sem dregnar verða síðan betur saman í niðurlagskafla: ............].

Kristniboðið er grundvallaratriði (rauður þráður), sem fyrr er getið, bæði varðandi guðfræði Alberts Schweitzers sem og (sérstaklega) varðandi köllunarstarf hans sem kristniboðslæknis í Lambarene við Ógówefljót, í Frönsku Miðbaugs-Afríku (A. E. F.), þar sem hann reisti sjúkrahús árið 1913, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld, sem sagan sannar einnig, enda starfaði Schweitzer á kristniboðsstöð Franskra Mótmælenda í Lambarene, eða í nágrenni við hana, og hafði náin kynni og samvinnu við kristniboða, bæði Rómverks-Kaþólska og Evangelíska. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250).
Þannig lýsti Schweitzer kynnum sínum, af kristniboðinu, eftir þriggja ára veru í Lambarene, og fórust m.a. orð á þessa leið: (sbr. einnig í 3-1)
,,Ég ber einlæga lotningu fyrir því starfi, sem amerískir kristniboðar hófu hér og franskir kristniboðar hafa haldið áfram. Þeir hafa mótað hugsun innlendra manna, í mannlegum og kristilegum skilningi, á þann veg, að það myndi sannfæra jafnvel ramma andstæðinga kristniboðs um það, að kenning Jesú megnar mikið gagnvart frumstæðum mönnum.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250).

Reykjavík, 2. október, 2009.

Með óskum um Guðs blessun,

Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu; og er að vinna að heildstæðu riti og/eða ritgerð um mannvininn og kristniboðslækninn, Albert Schweitzer, ásamt helstu hugsjónum hans.


ÁGRIP AF GUÐFRÆÐI MANNVINARINS OG KRISTNIBOÐSLÆKNISINS ALBERTS SCHWEITZERS Í FYRRNEFNDU RITI HANS UM ÆVISÖGUR JESÚ; TIL HLIÐSJÓNAR, HIN KRISTNA HEIMSPEKI HANS (SIÐFRÆÐI):

ÁGRIP AF GUÐFRÆÐI MANNVINARINS OG KRISTNIBOÐSLÆKNISINS ALBERTS SCHWEITZERS Í FYRRNEFNDU RITI HANS UM ÆVISÖGUR JESÚ; TIL HLIÐSJÓNAR, HIN KRISTNA HEIMSPEKI HANS (SIÐFRÆÐI).

Mannvinurinn og kristniboðslæknirinn Albert Scheitzer, fylgdi efir þeirri köllun, að fylgja Jesú Kristi á þann hátt, að gefa Honum allt sitt líf. Byggist sú afstaða ekki síst á hinni kristnu kæreiksstrú hans, sem kemur sérstaklega fram í niðurlagsorðum hnas í guðfræðiriti sínu, um Ævisögur Jesú, þar sen kemur skýrt fram, að Jesús kallar oss enn til fylgdar við sig sem forðum daga, skipar oss fyrir, og bendir oss á þau verkefni, sem þarf að leysa á vorum tímum. Og þeir, sem hlýða Honum, mun Hann opinbera sig, og sem ósegjanlegan leyndardóm mun þeir sjálfir komast að reyn um, hver Hann er. (Albert Scheitzers, 1954, The Quest of the Historikal Jesús, bls. 401; Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, Ævísaga, bls. 41). Grundvöllurinn er Jesús Kristur. Þessi kristna lífshugsjón Scheitzers, er í órofa samhengi, við kristniboðsskipunina sem og það, hvernig Jesús, bæði læknaði sjúka, og endurleysti til lifandi trúar á Hann sem og fyrirmælum Jesú til lærisveinanna, að lækna sjúka, og boða þeim það fagnaðarerindi, að Guðsríki er í nánd. Tengist þetta jafnframt grundvallarhugmyndum Schweitzers, að Jesús og frumkristnin, væntu komandi heimsslita, og að Guðleg tilvera tæki við, og Jesús væri hinn fyrirheitni Messías, byggðist verulega á síðari gyðinglegri/um heimsslitakenninguu/m, að Guðs ríki væri í nánd, sem byggðist þar á hinum fyrirheitni Messíasi. (Albert Scheitzers, 1954, The Quest of the Historikal Jesús, bls. V (ogVI); Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, Ævísaga,, bls. 36-39. Þá áréttar Schweitzer enn endurkomu Krists, þar sem kemur fram skipun Jesú til lærisveina sinna, að sinna sínum minnstu meðbræðrum og systrum, þmt. sjúkum, föngum o.s.frv. (Albert Scheitzers, 1954, The Quest of the Historikal Jesús, bls. VI). ,,Öll lifandi þekking á Guði er fólgin í því, að vér lifum hann sem kæleiksvilja í hjörtum vorum.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, Ævísaga, bls. 270). Allt sem skiptir máli er viljinn, vonin og trúin. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, Ævísaga, bls. 271).
Þá byggist hin kristna kærleikshugsjón Schweitzers, einnig á kristilegu siðferðilegu áliti hans, ,,lotningu fyrir lífinu“, sem kemur fram í kristilegu heimspekiriti hans, ,,Menning og Siðferði“. ,,Hugtakið ,,lotning fyrir lífinu“ hefur öll skilyrði, segir Schweitzer, til að vera grundvöllur einfaldrar lífsskoðunar, sem allir geta skilið, er er um leið í samræmi við kröfur rökrænnar hugsunar og samkvæm kærleikskenningu Jesú.“ (Sigurbjgörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, Ævísaga, bls. 268). Þessi djúpa kristilega lífshugsjón dýpkar enn dýpt þeirrar kristilegu lífshugsjónar, sem fram kemur í hinni kristnu kærleikshugsjón Alberts Schweitzer, sem kemur ekki síst fram í Guðfræði hans, einkum fyrrnefndum niðurlagsorðum hans í riti sínu um Ævisögur Jesú, enda fylgdi hann kölluninni algjörlega eftir, með því að reisa sjúkrahús, í Lambarene við Ógówefljót, í Frönsku Miðbaugs-Afríku (A. E. F.), og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld.

Með óskum um Guðs blessun,

Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


STUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ FRÁFARANDI HEILBRIGÐISRÁÐHERRA:

STUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ FRÁFARANDI HEILBRIGÐISRÁÐHERRA:

Ég vil hér með lýsa yfir fullum stuðningi við hæstvirtan fráfarandi heilbrigðisráðherra, Ögmund Jónasson, og þá ekki síst varðandi drengilegar og heiðarlegar upplýsingar, í Kastljósþætti Sjónvarps, sl. kvöld, til almennings, bæði varðandi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, og svonefndan Ice-save samning. Ég tek ofan fyrir honum, og þá ekki síst varðandi afstöðu hans til heilbrigðismála, sem hann bæði hefur viljað og vill slá skjaldborg um. Einnig tek ég ofan fyrir háttvirtum þingmönnum, Þórhalli Höskuldssyni, Vigdísi Hauksdóttur, Eygló Harðardótttur, Tryggva Þór Herbertssyni, Kristjáni Júlíussyni, og Guðlaugi Þórðarsyni, og fleiri ábyrga aðila mætti vissulega nefna. Guð gefi, að við taki ábyrg og skynsöm lýðræðisstjórn, jafnvel þjóðstjórn, sem síni í senn ábyrgð og festu, ekki síst á ögurstundu.

Með óskum um Guðs blessun.

Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


ER ENDLAUS NIÐURSKURÐUR ALLTAF ,,LAUSNIN"?

Varðandi frétt á Mbl.is, þar sem hæstvirtur forsætisráðherra segir niðurskurð óhjákvæmilegan í ríkisrekstri, auk skattahækkana, langar undirrituðum að koma eftirfarandi á framfæri: Vafalítið er niðurskurður hjá hinu opinbera óhjákvæmilegur, að einhverju leiti, vegna kreppunnar. En er ekki hægt að forgangsraða á þann hátt, að lífsnauðsynleg þjónusta, er varða almannvarnir, sé haft í forgangi, að slá skjaldborg um, einkum varðandi heilbrigðismál og löggæslu. Annað væri að stefna almenningi í bráða lífshættu. Og endalausar skattahækkanir á almenning, þar ofan á; er það vilji núverandi ríkisstjórnar, að fólksflótti, einkum meðal ungs fólks, sem þegar er hafinn, verði allsráðandi, m.a. með hömlun á atvinnuuppbyggingu í landinu sem og hugmyndar ábyrgra manna, að skattleggja inngreiðslur lífeyrisgreiðslna, (ekki afturvirkt), sem myndi skila ríkissjóði tugum milljóna á hverju ári, en yrði léttbær skattahækkun, í stað endalauss siðblinds niðurskurðar varðandi lífsnauðsynleg störf? Hver í ríkisstjórninni, myndi bera ábyrgð á þeim mannslífum, einkum sjúkra, aldraðra og barna, sem stefnt getur verið hér, í bráðan voða; auk fátæktar, sem síaukin skattpíning leiðir af sér.
Ég tók hér fram í fyrri færslu minni, að ég tæki ofan fyrir hæstvirtum fráfarndi heilbrigðisráðherra og geri það enn. Sama er að segja varðandi háttvirtan þingmann, Höskuld Þórhallsson. Þeim og öðrum góðviljuðum mönnum, konum sem körlum, óska ég sérstaklega Guðs blessunar; en einnig þeim einstaklingum, en ekki skeytingarleysi þeirra, sem á siðalusan og siðblindan hátt (hvar í flokki, sem þeir eru) munu kunna að leggja líf samborgara sinna í bráða lífshættu,ef ekki verður forgangsraðað með mannúðlegum og skynsömum hætti, sem fyrr er getið, eins og gert var á sumum af hinum Norðurlöndunum, í kreppu sl. áratugar, sem kostuðu mannslíf, bæði sjúkra, sérstaklega geðfatlaðra, og barna frá brostum heimilum, sem sagan sannar, því miður; og þær þjóðir hafa varað Íslensk stjórnvöld við því að fara þá ábyrgðarlausu vegferð! Sama er að segja varðandi þróunarhjálp til vorra allra verst settu meðbræðra og systra!
Þá er einstaklingum einnig gert erfitt fyrir að safna með frjálsum framlögum, einkum varðandi líknarþjónustuna sem og barnaskólana, með endalausum hækkunum á sköttum, sem bitnar harðast á þeim, sem síst skyldi. Guð gefi, að núverandi landsstjórn, sem á engan hátt hefur valdið hlutverki síni, fyrir utan örfáar heiðarlegar manneskjur, segi tafarlaust af sér, og við taki skynsöm, ábyrg lýðræðisstjórn, þar sem jafnvel væri hægt að kjósa til með auknu persónukjöri, hvar í flokki sem fólk væri. nOg til þeirrar skynsömu og ábyrgu lýðræðisstjórnar m- jafnvel þjóðstjórnar - yrðu gerðar fullar kröfur til ábyrgðar, einkum varðandi lífsnauðsynlega þjónustu og almannavrnir!
Miljörðum er eytt í ESB-aðildarviðræður, á sama tíma og skorið er niður m.a. til reksturs fyrrnefnra lífsnauðsynlegu málaflokka. Og á sama tíma og ekki virðist vera hægt að reka líknarþjónustu í landinu sómasamlega, eru gerðar óskynsamar, óraunhæfar áætlanir um það, að reisa nýtt ,,hátæknisjúkrahús", fyrir tug milljarða, en samt á þann hátt, að sjúkrarúmum verði fækkað; þvert á móti þarf að fjölga þeim! En til staðar eru mjög góð hátæknisjúkrahús; því ekki að efla rekstur þeirra, með enn mannúðlegri og skynsamlegum hætti, þar sem hver eyrir yrði nýttur til hins ýtrasta, eins og gert var hér á árum áður!
Hvert eiga síðan aðsandendur ,,væntanlegra fórnarlamba" ,,væntanlegs niðurskurðar", ef niðurskurðurinn leiðir til mannsláta, einkum sjúkra, eins og gerðist á sumum Norðurlandanna, sem fyrr er getið, og gerst hefur í Lettlandi, ekki síst að kröfu AGS., (sama gæti að einhverju leiti orðið hér á landi að kröfu AGS., sem sagan hefur því miður sannað), miðað við það, ef ekki verður forgangsraðað á þann hátt í ríkisfjármálunum, að lífi veiks fólks, eldri borgara sem og barnanna, verði stefnt í bráða lífshættu? Guð blessi alla vora minnstu meðbræður og systur, nær sem fjær. Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð.

Með óskum um Guðs blessun,

Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


STUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ FRÁFARANDI HEILBRIGÐISRÁÐHERRA:

STUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ FRÁFARANDI HEILBRIGÐISRÁÐHERRA:

Ég vil hér með lýsa yfir fullum stuðningi við hæstvirtan fráfarandi heilbrigðisráðherra, Ögmund Jónasson, og þá ekki síst varðandi drengilegar og heiðarlegar upplýsingar, í Kastljósþætti Sjónvarps, sl. kvöld, til almennings, bæði varðandi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, og svonefndan Ice-save samning. Ég tek ofan fyrir honum, og þá ekki síst varðandi afstöðu hans til heilbrigðismála, sem hann bæði hefur viljað og vill slá skjaldborg um.

Með óskum um Guðs blessun.

Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


Lífshugsjón mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers:

Lífshugsjón mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers:

Áhersla mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, á mikilvægi varðveislu kristinnar kærleikstrúar aldanna, og kristins siðar, og þar með kristinna grundvallargilda, arfleifðar og ávaxta, einkum varðandi líknarþjónustu til handa þeim sjúku, og er í órofa samhengi við kristniboðið, kemur skýrlega fram í lífsköllun hans í Lambarene við Ógówefljót, í Frönsku Miðbaugs-Afríku (A.E.F.), þar sem hann reisti sjúkrahús árið 1913, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld, sem fyrr segir, sem sagan sannar einnig, enda starfaði Schweitzer á kristniboðsstöð Franskra Mótmælenda í Lambarene, eða í nágrenni við hana, og hafði náin kynni og samvinnu við kristniboða, bæði Rómverks-Kaþólska og Evangelíska. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250). Þannig lýsti Schweitzer kynnum sínum, af kristniboðinu, eftir þriggja ára veru í Lambarene, og fórust m.a. orð á þessa leið:

,,Ég ber einlæga lotningu fyrir því starfi, sem amerískir kristniboðar hófu hér og franskir kristniboðar hafa haldið áfram. Þeir hafa mótað hugsun innlendra manna, í mannlegum og kristilegum skilningi, á þann veg, að það myndi sannfæra jafnvel ramma andstæðinga kristniboðs um það, að kenning Jesú megnar mikið gagnvart frumstæðum mönnum.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250).

Schweitzer hefur lagt mikla áherslu á að minna á það, sem kristniboðið hefur gert til líknar og hjálpar Afríkumönnum. Þeir hafa bætt líkamleg mein innlendra og kennt þeim hagnýta hluti, auk þess, sem þeir hafa uppfrætt þá um Jesúm Krist. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250). Lífsköllun Alberts Schweitzers sem kristniboðslæknis í rúma hálfa öld í Afríku, er einstök, sbr. lífsköllun mannvinarins, systur Móður Theresu, sem helgaði líf sitt í kristinni líknarreglu á Indlandi, meðal sinna minnstu meðbræðra og systra. Schweitzers verður líka alla tíð getið í sögu guðfræðinnar. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38). Og þá ekki síst, vegna þess, hvernig lífsköllunarstarf hans samræmdist guðfræði hans, einkum í riti hans um Ævisögur Jesú. Og í niðurlagsorðum Alberts Schweitzers, í riti sínu um Ævisögur Jesú, segir orðrétt: ,,Hann kemur til vor eins og ókunnugur nafnlaus gestur, á sama hátt og Hann kom forðum við bakka vatnisins, Hann kom til þessarra manna, sem ekki vissu hver Hann var. Hann segir sömu orðin: ,,Fylg þú mér!“ Og Hann bendir oss á þau verkefni, sem Hann þarf að leysa á vorum tímum. Hann skipar fyrir. Og þeim, sem hlýða Honum, hvort sem þeir eru vitrir eða fávísir, mun Hann opinbera sjálfan sig í því, sem þeir fá að reyna í samfélagi Hans af erfiðleikum, átökum, og þrautum og þjáningum, og sem ósegjanlegan leyndardóm munu þeir læra og komast sjálfir að raun um Hver Hann er.“ (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. 401).

Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði, frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


SIÐBLBLINDA TÍÐARANDANS, ANDSTÆTT VARÐVEISLUSTEFNU KRISTINNAR KÆRLEIKSTRÚAR ALDANNA:


SIÐBLBLINDA TÍÐARANDANS, ANDSTÆTT VARÐVEISLUSTEFNU KRISTINNAR KÆRLEIKSTRÚAR ALDANNA:

Bæði þingmenn Sjálfstæðisflokksin og Framsóknarflokksins, sem hafa framgengið af fyllstu ábyrgð, hafa gagnrýnt harðalega endalausan blóðugan niðurskurð, sérstaklega til heilbrigðis- og löggæslu annars vegar, og velferðarmála, eins og elli- og örorkuleifeyrisþega, hins vegar. Því miður liggur fyrir óhjákvæmilegur niðurskurður hjá hinu opinbera, þá þá reynir á, hvort hin kristilegu siðferðisgildi, sem hinir lýðræðislegu borgaraflokkar, hafa lagt skynsama áherslu á, verði varðveitt, auk þess að efla fresli einstaklingsins, þmt. líknarsamtaka, kristilegra félaga og líknar, eins og Bjarg Hjálpræðishersins, Samhjálp Hvítasunnumanna, og fl. og fl. Þannig væri einnig mögulegt, ekki aðeins að varðveita, heldur efla líknarþjónustuna og barnaskólakennslu, með markvissum, ábyrgum hætti, bæði á ódýrari og mannuðlegri hátt.

Vegið er að lífnauðsynlegri þjónustu, sem er upp á líf og dauða. Vegið er að lykistéttum fólks, sem bjargar mannslífum, veitir umönnun og líkn, ásamt uppfræðslu, í sínum óeigngjörnu störfum, dag frá degi, læknum, hjúkrunarfólki, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraliðum, lífeindafræðingum, félagsliðum, og fl. heilbrigðisstéttum, ásamt sjúkrahúsprestum sem og bráðaliðum og sjúkraflutningamönnum; auk lögreglumanna, slökkviðsmanna, kennara- og leikskólakennara, o.s.frv. o.s.frv.

Núverandi ríkisstjórm, ætlar í senn, að stórhækka skatta á hinn almenna borgara sem og skera blint niður, sem getur endað með skelfingu og kostað ófá mannslíf, og rústað endanlega aldauppbyggingu varðandi heilbrigðismál, löggæslu, mennta- og önnur velferðarmál. Hinn blóðugi, siðblindi og ábyrgðarlausi niðurskurður, samhliða óhóflegum skattahækkunum, mun lama mannfélagið, og jafnfram draga mjög dug landsmanna, t.d. í að efla og varðveita líknarþjónustuna, í auknum mæli, með frjálsum framlögum, og virkja þar einstaklinsgaframtakið til enn meiri ábyrgðar, vissulega á þann hátt, að allir, hefðu aðgang að líknarþjónustunni, án tillits til efnahags.

Því miður horfir illa á mannfélaginu í dag; jafnvel þjóðargjaldþrot blasir við. Enginn er hér öfundsverður, en það er hins vega mjög auðvelt að eyðileggja og rústa, skera og skera endalaust blint og blóðugt niður, og ekkert vegið og metið, t.d. með forgangsröðun, lífsnauðsynlega þjónustu, sem verður, til lengri tíma litið, mannfélaginu í senn, miklu, miklu, miklu dýrara, fyrir utan mannúðarþáttinn. Almenningur hefði þó von, sbr. átök varðandi ýmsa þætti líknarþjónustunnar, og margt smátt gerir eitt stórt. Fyrir utan, að veita einstaklingum og fyrirtækjum skattaívilnanir, eins og víða er gert erlendis, varðandi líknarmál. Það er deginum ljósara, að ríkið, eitt sér, getur með engu móti, sinnt líknarþjónustinni, svo mannsæmandi sé, fleira verður að koma til, sem núverandi stjórnvöld leggja steina í götur fyrir; hér reynir á siðferðisstyrk mannfélagsins, t.d. að endurreisa sjúkrasamlag; eitthvað verður að gera raunhæft. Þá hafa skynsamar hugmyndir, bæði þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem kom m.a. fram í kastljósi sjónvarps fyrir nokkru, þar sem háttvirtur þingmaður, Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokkins, ræddi hina skynsömu og ábyrgu hugmynd flokksins, að skattleggja inngreiðlur varðandi lífeyrissjóði (ekki afturvirkt), sem myndi skila ríkissjóði tugum milljarða, með raunhæfum og skynsömum ályktunum, sem ekki aðeins kæmu heimilum og fjölskyldum til góða, heldur ekki síst líknarþjónustinni, löggæslunni, mennta- og velferðarmálum; hér væri fyllilega mögulegt a.m.k. að hindra blóðugan niðurskurð fjármagns, til ofangreindrar þjónustu. Þessi er munurinn á siðferði stjórnarandstöðunnar, annars vegar, og núverandi stjórnvaldi hins vegar, og sagan hefur sannað, og komið hefur fram í fjölmiðlum. Og í stað óhjákvæmilegrar forgangsröðunar, sem vissulega yrði mjög erfitt verkefni, og tæki með sanni á, en er samt illskárri kostur, en að segja fólki upp, sem stundar störf, sem eru upp á líf og dauða komin, er ráðist á garðinn, þar sem hann er allra lægstur, auk skattpíninga, það er sögulega staðreynd, sem fréttir fjölmiðla hafa sannað, sem gerir almenningi með öllu ómögulegt að lifa í mannfélagi siðblindu og framtaksleysis forræðishyggjunnar, enda fer fólksflóttinn stöðugt vaxandi, einkum hjá unga fólkinu, sem hefur það eitt unnið til saka, að vinna að því að koma sér þaki yfir höfuðið og fjölskydlu sína, og brauðfæða sig og börn sín. Þetta verður Íslandi dýrt, í margþættri meiningu þess orðs. Og nú nýverið vöruðu Finnar, Íslensk stjórnvöld við því að gera sömu ,,mistök“ og þeir gerðu, í mikilli fjárhagskreppu, sem þar ríkti á síðasta áratug sl. aldar, sem kostuðu ófá mannslíf, ekki síst varðandi geðfatlaða sem og unglinga, sem fengu illa útreið, og eiturlyfjavandi þeirra margfaldaðist. Hér er því ekki haldið fram, að heimilið og fjölskyldan eigi ekki að vara hyrnginarsteinar mannfélagsins; en hér var um að ræða börn og unglinga, sem komu frá sundruðum og niðurbrotnum heimilum; hvers áttu þau að gjalda?

Núverandi landsstjórn veldur ekki hlutverki sínu. Ég skora á fleiri, að láta í sér heyra, vissulega með friðsömum hætti. Nú er mál að linni. Guð gefi, að við taki ábyrg og skynsöm lýðræðisstjórn, hið fyrsta, sem vinni á ábyrgan hátt, ásamt almenningi, að endurreisa ,,nýja“ Ísaland, sem er hið gamla og góða Ísland, hvorki auðæfaoflætisins né né nokkurrar róttækrar guðlausrar hugmyndafræði, sem ógnar; þar sem hins vegar kristin siðferðileg gildi, verði á ný, hafin upp til vegs og virðingar, vissulega á lýðræðisgrundvelli, þar sem jafnframt einstaklingurinn fær aukið frelsi, með ábyrgum og skilvísum hætti; varðveiti, m.ö.o., þau gildi, er varða trúarmenningarsögulega arfleifð fullvalda ríkis.

Gleymum því aldrei, að líknarþjónustan, er meðal dýrmætustu arfleifðar kristinnar kærleikstrúar aldanna, auk menntunar, sérstaklega barna. Hér skiptir í raun ekki máli, um hvað land, ríki, eða heimsálfu, er um að ræða. Þar sem þegar hefur verið byggt upp, bæði varðandi líknarþjónustuna, og þar með talið sjúkrahúsin, hvort sem m.a. er um að ræða Sjúkrahús Alberts Schweitzers, í Lambarene við Ógówefljót, í Frönsku Miðbaugs-Afríku (A. E. F.), Kaþólsk sjúkrahús, sjúkrahús í Frakklandi, eða á Íslandi, eins og t.d. Landsspítalann, verður að vinna markvisst að varðveislu og uppbyggingu þeirrar þjónustu, og þá þarf frekar að fjölga sjúkrahúsum, en draga úr lífsnauðsynlegri þjónustu þeirra sem og líknarþjónustunnar í heild sinni, nær sem fjær. ,,En ríkisvald gerir aldrei neitt nema hugarfar almennings sé á bak við.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178),
Hér verður að koma til bæði viðkomandi ríki sem og einstaklingar og/eða félagasamtök, eins og kristin líknar og/eða kristniboðssamtök. Ríksvaldið getur aldrei eitt sér, leyst þau mannúðarhlutverk, sem varðar mannsæmandi líknarþjónustu til hins sjúka, og þá nær sem fjær. Meira verður að koma til, og er nútíminn allra síst undantekning, þrátt fyrir alla tækniþróunina. Og mitt í siðblindu tíðarandans, eru sum Evrópuríki, ekki aðeins að skera siðblint niður til sjúkrahúsa og líknarþjónustu eigin landa, heldur að loka sjúkrahúsum, og leggja af alla líknarþjónustu, sem starfrækt hefur verið, af þeirra hálfu, t.d. í Afríku, eins og kom m.a. fram í fréttum nú nýverið, og leggja af alla líknarþjónustu. Þá má ekki gleyma niðurskurði Íslenkra stjórnvalda til þróunarmála, sem m.a. felur í sér líknarþjónustu, til handa hinum sjúku.

Staðreyndin er og verður alltaf sú, að meira þurfi að koma til, en ríkisvaldið eitt sér, til að leysa það mannúðarhlutverk, eins og Albert Schweitzer kemst einnig að orði, og vísar þá ekki síst til hins mikilvæga hlutverks og starfsemi sjálfboðaliðans/(kristniboðans). (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178).

Í Ævisögu Alberts Schweitzers, segir m.a. orðrétt (1955):

,,Nýlenduríkin verða vitanlega að senda eins marga lækna á vettvang og unnt er. En stjórnir sumra nýlendna fá ekki einu sinni lækna í þær stöður, sem til eru, þótt þær séu alltof fáar. ,,Vér verðum að ná í lækna, sem vilja gerast sjálfboðaliðar og fara til litaðra þjóða, taka að sér að lifa þar í einangrun, við erfiðleika hættulegs loftslags, fjarri heimkynni og allri siðmenningu. Ég get sagt þeim af reynslu, að þeir munu fá ríkuleg laun fyrir allt, sem þeir segja skilið við. Hið góða sem þeir fá gjört, mun reynast ærin laun.““. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178).
Þeir, sem fara til þess að vinna þetta hjálparverk, þurfa að eiga einhverja heima fyrir, sem veiti þeim nauðsynlegan styrk. Þessi skylda hvílir á öllum. Þeir, sem sjá skylduna þegar í stað og viðurkenna hana, eru þeir, sem sjálfir hafa reynt þjáningar; þeir eru venslaðir, hvar sem þeir eiga heima á jörðinni, en hafa fengið bata meina sinna. ... . (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178-79).
... .

Ég enda með orðum mannvinarins, Alberts Schweitzers:

,,,,Ég hef nú sjálfur verið tvívegis skorinn upp og fengið við það heilsuna aftur, en hún hafði verið á hverfanda hveli síðan 1918. Ég hef með orgeltónleikum og erindum aflað fjár til þess að grynna á skuldinni, sem ég varð að safna stríðsárin. Því er ég ákveðinn í því að að halda áfram starfi mínu fyrir þjáða menn í fjarlægð. Sú starfsemi, sem ég hafði byggt upp, hefur að vísu hrunið í stríðinu. Þeir vinir mínir af ýmsum þjóðum, sem höfðu bundizt samtökum um að styðja það, hafa vegna heimsviðburðanna orðið viðskila hverjir við aðra um langt skeið. Þeir, sem höfðu færi á því að hjálpa áfram, urðu margir öreigar í stríðinu. Það verður erfitt að afla fjárins. Og nú þarf miklu meira en áður, því kostnaður við starf mitt er orðinn þrefaldur, hversu mjög sem öllu er í hóf stillt.
En ég er samt hugrakkur. Eymdin, sem ég hef séð, veitir mér styrk, og traust mitt á mönnunum er mér vonarvaki. Ég vil treysta því, að ég finni nægilega marga menn, sem bjargað hefur úr líkamlegum þrautum og eru þess vegna fúsir að færa þakkarfórnir vegna þeirra, sem lifðu á líkan hátt. Ég vil vona, að bræðralag þeirra, sem þrautir reyndu, geti bráðlega sent marga marga lækna víðsvegar út um heim.““ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 180). Guð blessi alla vora meðbræður og systur. Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð.

Með óskum um Guðs blessun.

Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og hefur rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


GUÐFRÆÐI MANNVINARINS OG KRISTNIBOÐSLÆKNISINS, ALBERTS SCHWEITZERS, Í LJÓSI LÍFSKÖLLUNARSTARFS HANS SEM KRISTNIBOÐSLÆKNIS, Í RÚMA HÁLFA ÖLD [Vísir að drögum um þessa lífshugsjón mannvinarins Alberts Schweitzers]:

Guðfræði mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, einkum varðandi rit hans um Ævisögur Jesú, í ljósi lífsstarfs og lífsköllunar hans, sem kristniboðslæknis, sem reisti sjúkrahús í Lambarene við Ógówefljót, í Frönsku Miðbaugs-Afríku (A. E. F.), og starfaði þar sem kristniboðslæknir, í rúma hálfa öld, ásamt helstu hugsjónum hans; [með hliðsjón af siðfræði hans sem og heimspeki hans, í riti hans ,,*Kultur und Ethik – Sonduerausgabe mit Einschluss von Verfall und Wiederaufbau der Kultur, einkum I. hl.: ,,Hnignun og uppbyggingar menningarinnar“ (þýtt eftir frumtexta), og seinni hluta VI. kafla, II. hl. sama rits, v. kristna/kristilega og stóíska heimspeki. Og síðast, en ekki síst, siðfræði hans, hugtakið ,,Lotning fyrir lífinu", sem er einnig samkvæm kærleikskenningu Jesú. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 268). Heildarritið: ,,*Menning og siðfræði“ (þýtt eftir frumrexta)].

Boðskapur lífshugssjóna Alberts Schweitzers, á alltaf við, og ekki síst varðandi daginn í dag, og þá ekki síst í mjög erfiðum aðstæðum, eins og er í dag, enda hefur andlegum þættu þeirrar heimskreppu, sem sem brast hér á landi, sl. haust, og kom sérlega illa við Ísland, vegna þess, að byggt hafði verið alltof mikið á þeim fjársjóði, sem mölur og ryð fær eytt, þótt kreppan hafi bitnað harðast á þeim, sem síst skyldi, og enga sök eiga á ástandinu. Bæði guðfræði Alberts Schweitzers, og lífsstarf hans sem kristniboðslæknis eru sístæð, og skýra ekki síst, hvers vegna eigi að skrifa viðkomandi meistararitgerð. Þetta tvennt kemur m.a. kemur fram í Ævisögu hans á Íslensku, þar sem segir m.a. orðrétt: ,,Niðurstöður Schweitzers hafa lent í ýmsum deiglum, eins og gerist í vísindum, en málmur margra þeirra svo góður, að hann varð ekki gjall eitt – það er meira en gerist í lærdómssögunni. Schweitzer markaði spor, hans verður alla tíð getið í sögu guðfræðinnar og hann hafði mikil óbein áhrif á þróun hennar næstu áratugina, þótt sú þróun yrði að ýmsu leiti önnur, en hann hefði kosið.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38). Þá leggur Schweitzer þyngstu og einhliða áherslu á það, að Jeús og frumkristnin hafi búist við nálægum heimsslitum, sem er í órofa samhengi við seinni tíma gyðinglegðra/síðgyðinglegra hugmynda (kenninga) um nálæg heimsslit, og við tæki Guðleg tilvera, þar sem Jesús ríkti sem hinn fyrirheitni Messías. (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. V-VI; Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 39).
Guðfræði Alberts Schweitzers í ljósi lífsköllunar sinnar sem kristniboðslæknis í rúma hálfa öld í Afríku, er einstök, sbr. lífsköllun mannvinarins, systur Móður Theresu, sem starfaði í kristinni líknarreglu á Indlandi, meðal sinna minnstu meðbræðra og systra, og Schweitzers verður líka alla tíð getið í sögu guðfræðinnar, sem fyrr er getið. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38). Og þá ekki síst, vegna þess, hvernig guðfræði hans, einkum í riti hans um Ævisögur Jesú, sérstaklega í niðurlagsorðum ritsins, sjá hér á eftir, samræmdist lífsköllunarstarfi hans.

GRUNDVALLARATRIÐI VARÐANDI GUÐFRÆÐI ALBERTS SCHWEITSERS, EINKUM Í RITI HANS UM ÆVISÖGUR JESÚ:

Eitt aðal grundvallaratriði í guðfræði Alberts Schweitzers, í riti sínu um Ævisögur Jesú, er sú áhersla á það, að Jesús og frumkristnin hafi búist við nálægum heimsslitum. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 39; áherslubreyting: ÓÞ). Schweitzer leggur, m.ö.o., þyngstu og einhliða áherslu á það, að Jesús og frumkristnin hafi búist við nálægum heimsslitum, sem er í órofa samhengi við seinni tíma gyðinglegra/síðgyðinglegra hugmynda (kenninga) um nálæg heimsslit, og við tæki Guðleg tilvera, þar sem Jesús ríkti sem hinn fyrirheitni Messías, sem fyrr er getið hér að framan. (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. V-VI; Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 39).
Jesús ríkir samt sem hinn eini mikli og eini sanni, í heimi, sem Hann taldi vera kominn að því að líða undir lok. Schweitzer segir, að sú veröld, sem hann lifði í, var í augum Jesú, raunverulega lengur til. En orð Jesú eru einmitt eilíf, vegna þessa, og eru hafin yfir allar sögulegar og félagslegar kringumstæður (tíðarandann), og eiga því ævinlega við. Orð Jesú gera hvern þann, er tekur við þeim frjálsan hið innra, lyftir honum yfir heim sinn og tíma, og gera hann að farvegi fyrir mátt Jesú. Kjarni kristinnar trúar, er einlæg von um betri heim og bjargföst trú á komu hans, á sigur Guðs ríkis sem og hlutdeild þeirra, sem vilja tilheyra Guði, í þeim sigri. Í þessari trú er heiminum afneitað, eins og hann er; er samsvörun við afneitunina. Schweitzer segir þá eina geta skilið Jesúm, sem sjá hvert vér berumst, og láta ekki sljóvgast, heldur óttast ætíð um framtíð heimsins. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 39). ,,Þeir munu leita lausnar með honum í höfnun þess, sem er, en óbifanlegu trausti til Guðs ríkis. Þeir munu leita öryggis, frelsis og friðar í trúnni á ósigrandi mátt gæzkunnar, útbreiða þá trú og það hugarfar, sem samsvarar henni, lifa og deyja fyrir ríkið æðsta, ríki Guðs.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 39).

Í ævisögu mannvinarins og kristniboðslæknisins Alberts Schweitzers, sem kom út á Íslensku 1955, segir m.a. orðrétt:

,,Mesta verk hans (Schweitzers*) á þessum árum (upp úr aldamótunum 1900*) er bók hans um ævisögur Jesú. Þar rekur hann það, sem fræðimenn höfðu um háfrar annarrar aldar skeið ritað um lífssögu Jesú og gagnrýnir niðurstöður þeirra. Fyrir þessa bók (hún kom út í fyrstu útgáfu 1906) varð Schweitzer kunnastur sem fræðimaður. Hún flutti margar fersklegar, snjallar og tímabærar athuganir, og sem sögulegt yfirlitsverk er hún sístæð.
Schweitzer miðar við þá aðalreglu, að ummæli og framkoma Jesú verði að skoðast í ljósi kunnra, gyðinglegra meginhugmynda.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, ævisaga, bls. 35-36; áherlsubreyting, *: ÓÞ). Það kemur skýrt fram hjá Schweitzer, að meginreglan, bæði varðandi ummæli og framkomu og þar með verk Jesú, verði að skoðast í þessu ljósi kunnuglegra, gyðinglegra meginhugmynda, og þá ekki síst í samhengi seinni gyðinglegra heimsslitakenningar, og þá í trausti tilkomu konungsríkis eða konungsdóms hins fyrirheitna Messíasar. (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. V; Albert Schweitzer, 1935, My Life and Thougt, bls.51, 69 [og víðar]; Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 36; Áherslubreyting: ÓÞ).
Höfuðspurningin er þessi, þegar reynt er að brjóta guðspjöllin til mergjar: ,,Hvernig skildi Jesús sjálfan sig, persónu sína og ætlunarverk? Schweitzer segir: Frá skírnarstundu sinni er Jesús sannfærður um, að hann sé hinn fyrirheitni Messías: Guðs himneska ríki er að koma, hin jarðneska tilvera er að renna sitt skeið á enda, guðleg tilvera tekur bráðum við. Og hann er konungur þeirrar tilveru, Mannssonurinn, sem Daníel spámaður sá í sýn (Dan. 7). Þetta er leyndarmál hans með Guði. Mennirnir sjá það ekki eða skilja. Dýrð hans opinberast kærisveinum hans í svip, þegar hann ummyndast á fjallinu, Pétur játar, að hann sé Kristur, sonur hins lifanda Guðs, en Jesús bannar þeim að segja frá þessu. Það á ekki að vitnast fyrr en Guð opinberar það. Þangað til er hann í lægingarmynd meðal mannanna, þrátt fyrir þau tákn, sem hann geerir.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 36).
Schweitzer segir þetta vera lykilinn að huga og lífssögu Jesú. Þegar Jesús er sannfærður um að hann væri hinn fyrirheitni Messísas, þá verða Matteusar- og Markúsarguðspjall, elstu guðspjöllin, augljós sem og öll saga frumkristninnnar. Þegar guðspjöllin eru skoðuð í þessu ljósi, verður ályktunin sú, að þau eru mjög öruggar heimildir og nákvæm lýsing á stuttum starfstíma Jesú og dauða hans. Jesús boðar að endalok þessa heims sé framundan, og að Guðs ríki sé í nánd, með hugtökum, sem samtíð hans þekkti. Jesús boðar afgerandi og umbyltandi siðgæðislærdóm. Sá heyrir til Guði og Ríki hans, sem lýtur boðorði kærleikans. Þeir, sem eru fátækir í anda, miskunnsamir, friðflytjendur, hjatrahreinir, og hungrar og þyrstir eftir réttlæti Ríkis Guðs, ásamt þeim, er þola þjáningar og ofsóknkir, og þeir, sem vilja verða eins og börn. ... . Jesús sendir lærisveina sína til þess að boða komu Guðs ríkisins og væntir sjálfur komu þess á hverri stundu. Jesús sannfærist síðan um að Hann eigi að deyja, ,,fórna lífi sínu til friðþægingar fyrir þá, sem kallaðir voru til hins komanda ríkis.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls.36-37). Þetta samræmist við ummæli Jesaja, 53. kapítula og víðar, um þjón Guðs, sem líður fyrir syndir annarra og heimfærir Jesús þessi ummæli til sín. Hér er um að ræða spádóm um Hann, opinberun um hlutverk Hans.
Jesús trúir lærisveinum sínum einslega fyrir því, að sér beri að fara upp til Jerúsalem, til þess að líða þar og deyja. Hann fer til Jerúsalem um páskaleitið, ásamt hópi hátíðargesta. Júdas svíkur Jesú, með því að segja andlegu yfirvöldunum þar, að Jesús telji sig vera Messías. Við síðustu kvöldmáltíðina, þar sem Jesús gefur lærisveinum sínum brauð og vín, sem Hann hefur blessað, vígir Hann lærisveina sína il þess að sirja til borðs með sér í Dýrðarríkinu. Því næst fer Hann út til þess að biðjast fyrir, í Getsemanegerðinum, ásamt lærisveinum sínum. Hann vonar að Guð afstýrði hinni ægilegu raun, léti bikarinn fara fram hjá, en er samt fús til að drekka hann, ef Guð vill. Hann biður til Guðs fyrir sjálfum sér, en hugsar eingöngu um lærisveina sína og hefur aðeins áhyggjur af þeim, sem standa Honum næst, vegna þess, að Hann veit ekki , hvað Guð ætlast fyrir með þá og biður þá þess vegna að vera hjá sér. Síðan er Jesús dæmdur fyrir guðlast, því Hann sagðist vera Messías. Jesús gengur fúslega í dauðann, í þeirri fullvissu, að með því sé Hann að ryðja Guðsríkinu braut. Lærisveinar Hans eru gagnteknir af eftirvæntingu, eftir opinberun hans. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 37-38). ,,Þá efast þeir ekki um, að hann sé upphafinn til Guðs í himnunum og að hann muni innan skamms birtast sem Messías og stofnsetja ríki sitt. Lifandi eftirvænting eftir endurkomu hans mótar frumkristnina.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38).
Þessar athuganir Schweitzers, brutu í bága við ríkjandi guðfræðikenningar um aldamótin 1900, og hægt er að draga þær ályktanir, að Schweitzer hafi með þeim, haft afgerandi áhrif á nýjatestamentisfræðina, og vísað veg út úr nokkurskonar blindgötu, sem nýjatestamentisfræðin voru komin í. Óhætt er að segja, að forsendur Schweitzers hafi leyst margt, sem áður virtist illskiljanlegt, og gerðu m.a. þróun frumkristinnar skiljanlegri, og brúuðu m.a. það djúp, sem margir töldu hafa verið á milli Jesú og Páls postula. Þann þátt guðfræðinnar ræðir Schweitzer ýtarlega í guðfræðiriti sínu um Pál postula. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38).

Hin hispurlausa og raunsæja túlkun Schweitzers, og annarra, sem héldu svipuðu fram, um svipað leiti, þótti mörgum umdeild. ... . Óhætt er að segja að nýja guðfræðin hafi gert Jesú nýtískulegan og smábrotnari, en Hann er. ,,Jesús veruleikans verður aldrei eins meðfærilegur og sú guðfræði taldi. Hann er svo sérstæður, bæði hugsun hans og athafnir, að það verður alltaf eitthvað annarlegt og leyndardómsfullt við hann. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 39).].

Kristniboðið er hér grundvallaratriði (rauður þráður), bæði varðandi guðfræði Alberts Schweitzers sem og varðandi köllunarstarf hans sem kristniboðslæknis.

Og í niðurlagsorðum Alberts Schweitzers, í riti sínu um Ævisögur Jesú, segir orðrétt:
,,Hann kemur til vor eins og ókunnugur nafnlaus gestur, á sama hátt og Hann kom forðum við bakka vatnisins, Hann kom til þessarra manna, sem ekki vissu hver Hann var. Hann segir sömu orðin: ,,Fylg þú mér!“ Og Hann bendir oss á þau verkefni, sem Hann þarf að leysa á vorum tímum. Hann skipar fyrir. Og þeim, sem hlýða Honum, hvort sem þeir eru vitrir eða fávísir, mun Hann opinbera sjálfan sig í því, sem þeir fá að reyna í samfélagi Hans af erfiðleikum, átökum, og þrautum og þjáningum, og sem ósegjanlegan leyndardóm munu þeir læra og komast sjálfir að raun um Hver Hann er.“ (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. 401, áherslubreyting: ÓÞ).

Orðrétt segir síðan í Ævisögu Alberts Schweitzers, (á Íslensku):

,,Þetta eru ályktunarorð Schweitzers, þegar hann er að ljúka bók sinni um ævisögur Jesú.
Með þeirri bók hafði hann lagt drjúgan skerf til trúvísindanna og brugðið nýju ljósi yfir ýmsa þætti hinnar einsteiðu lífssögu.
En framtíðin mun fyrst og fremst minnast Alberts Schweitzers fyrir það, hvernig hann hefur sýnt, hvað það er að skilja vilja Krists og fylgja honum.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 41, áherslubreyting: ÓÞ). ... . Eitt grundvallaratriða í guðfræði Schweitzers, sem skýrt kemur fram í Ævisögum Hans um Jesú, er einmitt það, að skilja Jesú, ,,er að skilja, hvað hann vill og villja það. Hin rétta afstaða til hans er að vera höndlaður af honum. Kristin guðrækni hefur gildi að sama skapi sem hún felur í sér hollustu viljans við hans vilja.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 40, áherslubreyting: ÓÞ).
Jesús krefst þess eins af mönnum, ,,að þeir sýndu það í verki og fórn, að hann hefði umbreytt þeim, knúið þá til að verða öðruvísi en heimurinn, og að þeir hefðu þar með öðlazt hlutdeild í friði hans.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 40, áherslubreyting: ÓÞ). Þegar Jesús nefnir sig Messías, Mannssoninn, Guðs son, ,,þá er hann með því að láta í ljós, að hann lítur á sig sem valdbjóðanda og drottnara.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 41).

Þessi niðurlagsorð Alberts Schweitzers, í riti sínu um Ævisögur Jesú, og lykilorð í lokin sem og ofangreint (samantekt v. guðfræði Alberts Schweitzers), eru lykilatriði og lykilorð varðandi einstaka lífsköllun mannvinar: Guðfræði Alberts Schweitzers, einkum í riti hans um Ævisögur Jesú, í ljósi lífsköllunarstarfs hans sem kristniboðslæknis í Afríku, þar sem hann reisti sjúkrahúsið árið 1913; endurbætti það, starfaði á kristniboðsstöð Franskra Mótmæelenda, eða í nágrenni hennar; í góðu samstarfi við bæði Rómverk-Kaþólska kristniboða og Evangelíska, í rúma hálfa öld, í sjúkrahúsi, sem hann reisti sjálfur, vissulega með aðstoð góðs fólks, sérstaklega Evangelískra sem Rómverks-Kaþólskra, innlendra, vesturlandabúa sem og annarra.

Með óskum um Guðs blessun,

Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur er með embættispróf í guðfræði, frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


SUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ FORMANN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS:

Ég vil lýsa yfir fullum stuðningi, við formann Sjálfstæðisflikksins, Bjarna Benediktsson, þingmann, að núverandi ríkisstjórn Íslands, segji tafarlaust af sér, samþykki Bretar og Hollendingar ekki fyrirvara varðandi ríkisábyrgð á svonefndum Icesave-samningum, ekki síst í ljósi þess, hversu Íslenska samninganefndin samdi af sér, sem jafngildir að skrifa undir óáfylltan tékka eða víxil, sem enginn skyldi gera, sem hefði skuldbundið komandi kynslóðir um ókomna framtíð. Kúgun fyrrverandi nýlenduvelda er ekki hægt að líða, þótt alls ekki sé verið að halda því fram, að Íslendingar sem og aðrir, eigi ekki að standa við raunverulegar lagalegar skuldbindingar sínar. Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð.

Með vinsemd og virðingu,

Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband