Við Íslendingar kveðjum árið 2009 annað kvöld, gamlárskvöld. En kveðjum við þá einnig fullveldi lýðveldisins Íslands?

Annað kvöld, gamlárskvöld, fimmdtudagskvöldið 31. desember 2009, kveðjum við Íslendingar árið 2009. En kveðjum við einnig fullveldi lýðveldisins Íslands, í ljósi hinna sögulegu atburða á Alþingi Íslendinga, miðvikudagskvöldið 30. desember sl.? Mun þannig fimmtudagurinn 31. desember vera einstakur hátíðardagur lands vors sem ,,síðasti dagur" fullvalda lýðveldis?
Mun árið 2010 marka nýtt upphaf, eftir að við höfum kvatt árið 2009? E.t.v. er þess meiri áhersla að halda upp á ekki aðeins síðasta dag ársins 2009, heldur einnig ,,síðasta dag fullveldis lýðveldisins" Íslands? Og munum við fagna nýju ári kl. 12 á miðnætti annað kvöld, sem einhvers konar ,,nýlenda" tveggja ,,fyrrverandi" nýlenduvelda? Væri þá ekki tilvalið fyrir núverandi, eða öllu heldur ,,fyrrverandi" stjórnarflokka lands vors, að fá sérstaka ,,landsstjóra" hinna nýju herraríkja, yfir land vort, sem ,,núverandi/ fyrrverandi stjórnarflokkar" myndu síðan lúta? Þá myndi vissulega Þjóðhátíðardagur Íslendinga heyra sögunni til í núverandi mynd, en verða sérstakur minningardagur lýðveldisstofnunarinnar frá 17. júní árið 1944, til 17. júní árið 2009; minningardagur 65 ára lýðveldis í landi voru! Sama er að segja um Fullveldisdaginn 1, desember árið 1918, þar sem grundvöllurinn var lagður í senn að fullveldi og lýðveldi lands vors. Hann myndi einnig heyra sögunni til á nýverandi mynd, en verða minningardagur 91 ára fullveldis í landi voru!
Ef við virðum ekki eigið land og þjóð, hvernig eigum við þá að geta virt önnur lönd og þjóðir? Og hvernig getum við þá jafnframt vænst þess, að önnur lönd og þjóðir virði land vort og þjóð?

Með óskum um gleðilega hátíð, og Guðs blessun,

Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband