30.12.2009 | 20:08
STUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ FORMENN SJÁLFSTÆÐISFLOKKISNS OG FRAMSÓKNARFLOKKNINS, OG ALLA ÐARA ÞÁ ÞINGMENN, SEM VILJA KANNA BETUR YFIRLÝSINGAR LÖGMANNSTOFUNNAR MISHCON DE REYA:
Ég vil sérstaklega lýsa yfir fullum stuðningi við háttvirta þingmenn, Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, Höskuld Þórhallsson, Ólöfu Nordal, og alla aðra þá háttvirtu þingmenn, sem vilja fara yfir yfirlýsingar Bresku Lögfræðistofunnar Mishcon de Reya, varðandi hið svonefnda Ice-save frumvarp ríkisstjórnarinnar - varðandi ríkisábyrgð, sem ríkisstjórnin vill leggja tafarlaust fyrir Alþingi, án þess að hinir lýðræðiskjörnu fulltrúar Alþingis, einkum stjórnarandstöðunnar, fái tækifæri til að kynna sér, áður en atkvæðagreiðslan fari fram, nefndar yfirlýsingar Bresku Lögfræðistofunnar. Hér er um einstaklega ólýðræðisleg vinnubrögð að ræða, af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Og hvað vilja stjórnarflokkarnir fela, ef allt er í eðlilegum farvegi, eins og þeir halda stöðugt fram?
Orðrétt segir í frétt Mbl.is, nú í kvöld:
,,Lögfræðistofan Mishcon de Reya segist í yfirlýsingu til fjárlaganefndar Alþingis standa við það sem kom fram í bréfi til nefndarinnar í gær. Í yfirlýsingunni segist lögfræðistofan vera tilbúin til að leggja fram eiðsvarnar yfirlýsingar ef þess er óskað." (Mbl.is, 2009).
Þá segir einnig orðrétt í frétt Mbl.is:
,,Stjórnarandstaðan krefst þess að leynd verði aflétt af tölvupóstssamskiptum milli bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya annars vegar og fjármálaráðuneytisins og Icesave-samninganefndarinnar hins vegar. Þetta mun vera meginástæðan fyrir því að þingfundum Alþingis hefur ítrekað verið frestað í morgun." (Mbl.is, 2009).
Tek ég heils hugar undir þessa lýðræðislegu kröfu stjórnarandstöðunnar.
Með óskum um gleðlega hátíð, og Guðs blessun,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:09 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Nýjustu færslur
- Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæp...
- HUGVEKJA: KRISTIN KÆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFÐ ALDANNA:
- SAMRÆMAST FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR KRISTINNI KÆRLEIKSTRÚ ALDA...
- HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
- MANNVINURINN OG KRISTNIBOÐSLÆKNIRINN ALBERT SCHWEITZER; Í ÁR ...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.