2.10.2009 | 05:03
Kristilegar grundvallarlífshugsjónir, mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, heimfærðar til mannfélagsins:
Kristilegar grundvallarlífshugsjónir, mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, heimfærðar til mannfélagsins. [Endurbætt drög að hluta ritgerðar og/eða rits, varðandi mannvininn og kristniboðslækninn, Albert Schweitzers, ásamt helstu hugsjónum hans]:
Kristilegar mannúðarhugsjónir mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, heimfærðar til mannfélagsins, þ.m.t. til nútímans og framtíðar, - einkum í ljósi mannúðar sjálfboðaliðans/kristniboðans kristniboðsins:
Vissulega ber siðferðilega ábyrgðarfullum stjórnvöldum, að mannsæmandi grunnþjónusta verði veitt þegnum þeirra, bæði þegnum eigin lands, hér á landi sem annarsstaðar. Þeim ber að senda eins marga lækna á vettvang og unnt er til (fyrrverandi) nýlendna sinna, eins og mannvinurinn Albert Schweitzer, kemst m.a. að orði. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178).
Orðrétt segir í Ævisögu Schweitzers:
,,Þær þjóðir sem eiga nýlendur, verða að láta sér skiljast, að þær bera sína sérstöku ábyrgð. Ríkin verða að hjálpa til þess að bæta fyrir syndir fyrri tíma. En ríkisvald gerir aldrei neitt nema hugarfar almennings sé á bak við. Og ríkin leysa aldrei það mannúðarhlutverk, sem hér kallar að. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178). Þetta eru orð að sönnu; ríksvaldið getur aldrei eitt sér, leyst þau mannúðarhlutverk, sem varðar mannsæmandi líknarþjónustu til hins sjúka, og þá nær sem fjær. Meira verður að koma til, og er nútíminn allra síst undantekning, þrátt fyrir alla tækniþróunina.
...
Staðreyndin er og verður alltaf sú, að meira þurfi að koma til, en ríkisvaldið eitt sér, til að leysa það mannúðarhlutverk, eins og Albert Schweitzer kemst einnig að orði, og vísar þá ekki síst til hins mikilvæga hlutverks og starfsemi sjálfboðaliðans(kristniboðans):
,,Nýlenduríkin verða vitanlega að senda eins marga lækna á vettvang og unnt er. En stjórnir sumra nýlendna fá ekki einu sinni lækna í þær stöður, sem til eru, þótt þær séu alltof fáar. ,,Vér verðum að ná í lækna, sem vilja gerast sjálfboðaliðar og fara til litaðra þjóða, taka að sér að lifa þar í einangrun, við erfiðleika hættulegs loftslags, fjarri heimkynni og allri siðmenningu. Ég get sagt þeim af reynslu, að þeir munu fá ríkuleg laun fyrir allt, sem þeir segja skilið við. Hið góða sem þeir fá gjört, mun reynast ærin laun.. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178).
Þeir, sem fara til þess að vinna þetta hjálparverk, þurfa að eiga einhverja heima fyrir, sem veiti þeim nauðsynlegan styrk. Þessi skylda hvílir á öllum. Þeir, sem sjá skylduna þegar í stað og viðurkenna hana, eru þeir, sem sjálfir hafa reynt þjáningar; þeir eru venslaðir, hvar sem þeir eiga heima á jörðinni, en hafa fengið bata meina sinna. ... . (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178-79). ... .
,,,,Ég hef nú sjálfur verið tvívegis skorinn upp og fengið við það heilsuna aftur, en hún hafði verið á hverfanda hveli síðan 1918. Ég hef með orgeltónleikum og erindum aflað fjár til þess að grynna á skuldinni, sem ég varð að safna stríðsárin. Því er ég ákveðinn í því að að halda áfram starfi mínu fyrir þjáða menn í fjarlægð. Sú starfsemi, sem ég hafði byggt upp, hefur að vísu hrunið í stríðinu. Þeir vinir mínir af ýmsum þjóðum, sem höfðu bundizt samtökum um að styðja það, hafa vegna heimsviðburðanna orðið viðskila hverjir við aðra um langt skeið. Þeir, sem höfðu færi á því að hjálpa áfram, urðu margir öreigar í stríðinu. Það verður erfitt að afla fjárins. Og nú þarf miklu meira en áður, því kostnaður við starf mitt er orðinn þrefaldur, hversu mjög sem öllu er í hóf stillt.
En ég er samt hugrakkur. Eymdin, sem ég hef séð, veitir mér styrk, og traust mitt á mönnunum er mér vonarvaki. Ég vil treysta því, að ég finni nægilega marga menn, sem bjargað hefur úr líkamlegum þrautum og eru þess vegna fúsir að færa þakkarfórnir vegna þeirra, sem lifðu á líkan hátt. Ég vil vona, að bræðralag þeirra, sem þrautir reyndu, geti bráðlega sent marga marga lækna víðsvegar út um heim. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 180).
... .
Vissulega þarf vart að taka það fram, að Schweitzer á hér við hvern einstakan einstakling, óháð kyni eða kynþætti, enda sannaði hann það sjálfur í sínu einstaka lífsköllunarstarfi mannúðar kristniboðslæknisins. Þetta er sérstaklega tekið fram, af því gefna tilefni, að fréttaskýrendur sjónvarpsþáttar um Albert Schweitzer, af hálfu Bresku fréttastofunnar BBC., fyrir örfáum árum, komu með órökstuddar dylgjur og fyllstu ósannindi, sem gengu út á þann rógburð um hina göfugu starfsemi Alberts Schweitzers, að Schweitzer og samstarfsfólk hans, hefði ástundað svokallaðan kynþáttaaðskilnað, sem mér finnst mjög ómaklegt; í raun myndi slíkt lagalega séð, bæði í Bretlandi og á Íslandi, teljast til saknæmra meiðyrða, gagnvart látnum manni. Öll uppbygging sjúkrahúss Schweitzers, sem fylgdu fleiri byggingar, var allt saman skipulagt á sem kristilegastan, mannúðlegan og skynsaman hátt! Rétt er að taka það fram, að í Ævisögu Alberts Schweitzers, er á fyrstu bls. að finna uppdrátt af húsaskipan Alberts Schweitzers. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 8).
Aðkoman í Lambarene, var slík, eftir fyrri heimsstyrjöldina, að Albert Schweitzer og samstarfsfólk hans, þurfti að byggja allt upp, nánast frá grunni,, þ.e.a.s. sjúkrahússbyggingarnar. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls.185-188). Aðkoman var með sanni margfallt verri, en allar heimskreppur, alla sl. öld, og allt til til heimskreppunnar, sem skall á sl haust, varðandi það, að slá skjaldborg um þennanan einn af dýrstu ávöxtum kristinnar kærleikstrúar aldanna, líknarþjónustuna, þar sem bæði þarf að koma til uppbygging og varðveisla ríkisvaldsins þar sem hann starfaði sem kristniboði/kristniboðslæknir, í rúma hálfa öld, a.m.k. varðandi grunnþjónustu líknarþjónustunnar, en meira þarf til, nær sem fjær, einstaklinga, sem hafa álíka hugsjónir og eilífðarlífssýn þeirrar kristnu kærleikstrúar aldanna, sem fylgja skilyrðislaust eftir kalli Jesú Krists, til kærleiksþjónustu í Víngarði Drottins. (Albert Schweitzer, 1954, The Quest og the Historical Jesus, bls. 401), og er í órofa samhengi við kristniboðsskipunina, t.d. í Matteusarguðspjalli, 28. kapítula, vers 18-20.
Albert Schweitzer reisti og stofnaði sjúkrahús í Lambarene, í Mið-Afríku, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld, {sem fyrr er getið, hér að ofan/framan}. [(Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga; {sem og fleiri rit, t.d. eftir Schweitzer sjálfan}], og þar sem kristniboðslækisstarf Schweitzers sannar hið órofa samhengi köllunar Jesú Krists og kristniboðsskipunarinnar, varðandi nefnt lífsköllunarstarf hans; jafnvel þótt það yrði síðan í smækkaðri mynd, fyrirmynd, mannvina og kristniboða/kristniboðslækna! Þá koma hér ekki síður til greina líknarfélög, ekki síst kristileg líknarfélög, kristileg samfélög, eins og Hjálpræðisherinn, og Samhjálp Hvítasunnumanna, kristniboðssamtök sem og kristnir söfnuðir, sem öll/allir hafa unnið ómetanleg kærleiksstörf í mannfélaginu/Víngarð Drottins. Og hin kristilega fyrirmynd er einkum þessi:
Vissulega er hjónabandið, fjölsyldan og heimilið hyrningarsteinn kristins mannfélags, en að auki koma síðan kirkja, skóli/barnaskóli og sjúkrahús, hlið við hlið. Þegar hallar undan þessari kristilegu fyrirmynd mannfélagsins, er ekki von á góðu.
Samkvæmt ofangreindu, var ekki til neytt slíkt, eða neytt, sem gæti vísað hið minnsta í þá átt, hjá Albert Schweitzer og aðstoðarfólki hans, - slíkt orð og inntak þess var ekki til í ,,orðabók þeirra - hversu erfiðlega, sem áraði, þótt hann nýtti sem allra best hvern eyri til líknarstarfsins, með skynsömum sparnaði, sem bitnaði aldrei á líknarþjónustunni, [(Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, {auk fl. rita/heimilda})], sem hinsvegar í afkristnun, afhelgun og afsiðun nútímans, er nefnt ,,endalaus niðurskurður til líknarþjónustunnar, og þá ekki bara hér á landi, heldur víða um hinn vestræna heim, og ,,fyrirmyndin ekki síst sótt til afhelgunar sumra ,,félagshyggjulanda Skandinavíu, sem byggt hefur verið að verulegu leiti á marxísk/bolsévískri hugmyndafræði, sem er því miður söguleg staðreynd, sem bitnað hefur miskunnarlaust einkum á hinum sjúku, og þá sérstaklega bitnað á geðfötluðum, og því miður virðast núverandi stjórnvöld hér á landi, horfa mjög í þess átt, sérstaklega varðandi ,,uppbyggingu velferðar- og líknarþjónustunnar; þótt m.a. ríki í Afríku, fari margfallt ver út úr þessum miskunnarlausa ,,niðurskurði til líknarþjónustunnar; einum af ávöxtum hins siðblinda tíðaranda, og skeytingarleysis hans; auk Lettlands, sem nýverið var sýnt í fréttaauka Sjónvarps.
Schweitzer fjallar um nútímamannfélagið, þar sem hann kemur m.a. inn á sinnuleysi og miskunnarleysi mannfélags nútímans, en vísar hins vegar jafnframt til grundvallargilda kristinnar kærleikstrúar og siðar, þar sem vér megum heldur ekki gleyma að líta oss næst, sem byggist á Jesú Kristi, og kærleika hans, og fylgja honum, gegn skeytingarleysi og miskunnarleysi heimsins.- [(Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. {266-275}; {auk fleiri rita/heimilda, m.a. guðfræðirit Schweitzers, um Ævisögur Jesú sem og Sjálfsævisaga Schweitzers sem og fl. rit, eins og við á})]. -Hér er heldur ekki síst hægt að nefna ,,niðurskurð til þróunaraðstoðar, til handa vorum minnstu meðbræðrum og systrum!
Á sama tíma fara kristniboðar, m.a. héðan frá Íslandi, sem sjálfboðaliðar í líknar, uppelsis- og menntunarstörf, til Afríku, m.a. Keníu og Eþíópíu.
Kristniboðarnir(sjálfboðaliðarnir) hafa séð þessa skyldu sína, [{ekki síst varðandi líknarþjónustuna og menntunina, og þá ekki síst menntun barna}] á öllum öldum, nær sem fjær, og gera enn, og unnuð ómetanleg kristileg kærleiksverk, á þessum vettvangi, líknað hinum sjúku og uppfrætt þá um Jesú Krists, eins og mannvinurinn og kristniboðslæknirinn Albert Schweitzer, gerði, þar sem hann reisti sjúkrahús árið 1913 í Lambarene, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld, sem sagan sannar einnig, enda starfaði Schweitzer á kristniboðsstöð Franskra Mótmælenda í Lambarene, eða í nágrenni við hana, og hafði náin kynni og samvinnu við kristniboða, bæði Rómverks-Kaþólska og Evangelíska,sem fyrr er getið. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250). ... .
Schweitzer hefur lagt mikla áherslu á að minna á það, sem kristniboðið hefur gert til líknar og hjálpar Afríkumönnum. Þeir hafa bætt líkamleg mein innlendra og kennt þeim hagnýta hluti, auk þess, sem þeir hafa uppfrætt þá um Jesúm Krist. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250). [(Rætt nánar sem og fyrirkomulag í khl. 3-3-1, hér að ofan/framan). (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250 og áfram, og bls. 261 og áfram))]. [{(Koma einnig með úr fleiri ritum um og/eða eftir Schweitzer sjálfan, eins og við á, (sem fyrr er (verður) getið hér að ofan/framan (3-1 (3-3-1)))}]. Þetta sannreyndi Albert Schweitzer í lífsköllunarstarfi sínu sem kristniboðslæknir, auk þess að prédika á hverjum sunnudegi. [(Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga; Albert Schweitzer, 1935, My Life and Thought)].
,,,,Hver, sem kynnist hugarheimi frumstæðra manna, skrifar Schweitzer, ,,og þekkir óttann, hræðsluátandið, sem þeir eru í ... getur aldrei framar efast um, að oss beri að gera allt, sem unnt er, til þess að losa þá við þessi hindurvitni. Og enn segir Schweitzer: ,,Evrópumenn munu aldrei geta skilið til fulls, hversu skelfileg tilveran er þessum vesalings mönnum... Þeir menn einir, sem hafa séð þessar hörmungar í nærsýn, skilja, að það er skylda vor að flytja frumstæðum nýja lífsskoðun, er losi þá við þá hugaróra, sem gera þeim lífið svo kvalafullt. Í þessu tilliti myndu jafnvel stækustu efasemdamenn verða vinir kristniboðsins, ef þeir kynntust málavöxtum.
,,Kristindómurinn leysir þessa menn úr viðjum óttans. ,,Þeir vita síðan, að örlög vor allra eru á hendi sama, kærleiksríka föður. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 129). ... .
Með óskum um Guðs blessun,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., er er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu; og er nú að vinna að drögum ritgerðar og/eða rits um mannvininn og kristniboðslækninn Albert Schweitzer, ásamt helstu hugsjónum hans.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Nýjustu færslur
- Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæp...
- HUGVEKJA: KRISTIN KÆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFÐ ALDANNA:
- SAMRÆMAST FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR KRISTINNI KÆRLEIKSTRÚ ALDA...
- HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
- MANNVINURINN OG KRISTNIBOÐSLÆKNIRINN ALBERT SCHWEITZER; Í ÁR ...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.