ER ENDLAUS NIÐURSKURÐUR ALLTAF ,,LAUSNIN"?

Varðandi frétt á Mbl.is, þar sem hæstvirtur forsætisráðherra segir niðurskurð óhjákvæmilegan í ríkisrekstri, auk skattahækkana, langar undirrituðum að koma eftirfarandi á framfæri: Vafalítið er niðurskurður hjá hinu opinbera óhjákvæmilegur, að einhverju leiti, vegna kreppunnar. En er ekki hægt að forgangsraða á þann hátt, að lífsnauðsynleg þjónusta, er varða almannvarnir, sé haft í forgangi, að slá skjaldborg um, einkum varðandi heilbrigðismál og löggæslu. Annað væri að stefna almenningi í bráða lífshættu. Og endalausar skattahækkanir á almenning, þar ofan á; er það vilji núverandi ríkisstjórnar, að fólksflótti, einkum meðal ungs fólks, sem þegar er hafinn, verði allsráðandi, m.a. með hömlun á atvinnuuppbyggingu í landinu sem og hugmyndar ábyrgra manna, að skattleggja inngreiðslur lífeyrisgreiðslna, (ekki afturvirkt), sem myndi skila ríkissjóði tugum milljóna á hverju ári, en yrði léttbær skattahækkun, í stað endalauss siðblinds niðurskurðar varðandi lífsnauðsynleg störf? Hver í ríkisstjórninni, myndi bera ábyrgð á þeim mannslífum, einkum sjúkra, aldraðra og barna, sem stefnt getur verið hér, í bráðan voða; auk fátæktar, sem síaukin skattpíning leiðir af sér.
Ég tók hér fram í fyrri færslu minni, að ég tæki ofan fyrir hæstvirtum fráfarndi heilbrigðisráðherra og geri það enn. Sama er að segja varðandi háttvirtan þingmann, Höskuld Þórhallsson. Þeim og öðrum góðviljuðum mönnum, konum sem körlum, óska ég sérstaklega Guðs blessunar; en einnig þeim einstaklingum, en ekki skeytingarleysi þeirra, sem á siðalusan og siðblindan hátt (hvar í flokki, sem þeir eru) munu kunna að leggja líf samborgara sinna í bráða lífshættu,ef ekki verður forgangsraðað með mannúðlegum og skynsömum hætti, sem fyrr er getið, eins og gert var á sumum af hinum Norðurlöndunum, í kreppu sl. áratugar, sem kostuðu mannslíf, bæði sjúkra, sérstaklega geðfatlaðra, og barna frá brostum heimilum, sem sagan sannar, því miður; og þær þjóðir hafa varað Íslensk stjórnvöld við því að fara þá ábyrgðarlausu vegferð! Sama er að segja varðandi þróunarhjálp til vorra allra verst settu meðbræðra og systra!
Þá er einstaklingum einnig gert erfitt fyrir að safna með frjálsum framlögum, einkum varðandi líknarþjónustuna sem og barnaskólana, með endalausum hækkunum á sköttum, sem bitnar harðast á þeim, sem síst skyldi. Guð gefi, að núverandi landsstjórn, sem á engan hátt hefur valdið hlutverki síni, fyrir utan örfáar heiðarlegar manneskjur, segi tafarlaust af sér, og við taki skynsöm, ábyrg lýðræðisstjórn, þar sem jafnvel væri hægt að kjósa til með auknu persónukjöri, hvar í flokki sem fólk væri. nOg til þeirrar skynsömu og ábyrgu lýðræðisstjórnar m- jafnvel þjóðstjórnar - yrðu gerðar fullar kröfur til ábyrgðar, einkum varðandi lífsnauðsynlega þjónustu og almannavrnir!
Miljörðum er eytt í ESB-aðildarviðræður, á sama tíma og skorið er niður m.a. til reksturs fyrrnefnra lífsnauðsynlegu málaflokka. Og á sama tíma og ekki virðist vera hægt að reka líknarþjónustu í landinu sómasamlega, eru gerðar óskynsamar, óraunhæfar áætlanir um það, að reisa nýtt ,,hátæknisjúkrahús", fyrir tug milljarða, en samt á þann hátt, að sjúkrarúmum verði fækkað; þvert á móti þarf að fjölga þeim! En til staðar eru mjög góð hátæknisjúkrahús; því ekki að efla rekstur þeirra, með enn mannúðlegri og skynsamlegum hætti, þar sem hver eyrir yrði nýttur til hins ýtrasta, eins og gert var hér á árum áður!
Hvert eiga síðan aðsandendur ,,væntanlegra fórnarlamba" ,,væntanlegs niðurskurðar", ef niðurskurðurinn leiðir til mannsláta, einkum sjúkra, eins og gerðist á sumum Norðurlandanna, sem fyrr er getið, og gerst hefur í Lettlandi, ekki síst að kröfu AGS., (sama gæti að einhverju leiti orðið hér á landi að kröfu AGS., sem sagan hefur því miður sannað), miðað við það, ef ekki verður forgangsraðað á þann hátt í ríkisfjármálunum, að lífi veiks fólks, eldri borgara sem og barnanna, verði stefnt í bráða lífshættu? Guð blessi alla vora minnstu meðbræður og systur, nær sem fjær. Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð.

Með óskum um Guðs blessun,

Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband