GUÐFRÆÐI MANNVINARINS OG KRISTNIBOÐSLÆKNISINS, ALBERTS SCHWEITZERS, Í LJÓSI LÍFSKÖLLUNARSTARFS HANS SEM KRISTNIBOÐSLÆKNIS, Í RÚMA HÁLFA ÖLD [Vísir að drögum um þessa lífshugsjón mannvinarins Alberts Schweitzers]:

Guðfræði mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, einkum varðandi rit hans um Ævisögur Jesú, í ljósi lífsstarfs og lífsköllunar hans, sem kristniboðslæknis, sem reisti sjúkrahús í Lambarene við Ógówefljót, í Frönsku Miðbaugs-Afríku (A. E. F.), og starfaði þar sem kristniboðslæknir, í rúma hálfa öld, ásamt helstu hugsjónum hans; [með hliðsjón af siðfræði hans sem og heimspeki hans, í riti hans ,,*Kultur und Ethik – Sonduerausgabe mit Einschluss von Verfall und Wiederaufbau der Kultur, einkum I. hl.: ,,Hnignun og uppbyggingar menningarinnar“ (þýtt eftir frumtexta), og seinni hluta VI. kafla, II. hl. sama rits, v. kristna/kristilega og stóíska heimspeki. Og síðast, en ekki síst, siðfræði hans, hugtakið ,,Lotning fyrir lífinu", sem er einnig samkvæm kærleikskenningu Jesú. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 268). Heildarritið: ,,*Menning og siðfræði“ (þýtt eftir frumrexta)].

Boðskapur lífshugssjóna Alberts Schweitzers, á alltaf við, og ekki síst varðandi daginn í dag, og þá ekki síst í mjög erfiðum aðstæðum, eins og er í dag, enda hefur andlegum þættu þeirrar heimskreppu, sem sem brast hér á landi, sl. haust, og kom sérlega illa við Ísland, vegna þess, að byggt hafði verið alltof mikið á þeim fjársjóði, sem mölur og ryð fær eytt, þótt kreppan hafi bitnað harðast á þeim, sem síst skyldi, og enga sök eiga á ástandinu. Bæði guðfræði Alberts Schweitzers, og lífsstarf hans sem kristniboðslæknis eru sístæð, og skýra ekki síst, hvers vegna eigi að skrifa viðkomandi meistararitgerð. Þetta tvennt kemur m.a. kemur fram í Ævisögu hans á Íslensku, þar sem segir m.a. orðrétt: ,,Niðurstöður Schweitzers hafa lent í ýmsum deiglum, eins og gerist í vísindum, en málmur margra þeirra svo góður, að hann varð ekki gjall eitt – það er meira en gerist í lærdómssögunni. Schweitzer markaði spor, hans verður alla tíð getið í sögu guðfræðinnar og hann hafði mikil óbein áhrif á þróun hennar næstu áratugina, þótt sú þróun yrði að ýmsu leiti önnur, en hann hefði kosið.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38). Þá leggur Schweitzer þyngstu og einhliða áherslu á það, að Jeús og frumkristnin hafi búist við nálægum heimsslitum, sem er í órofa samhengi við seinni tíma gyðinglegðra/síðgyðinglegra hugmynda (kenninga) um nálæg heimsslit, og við tæki Guðleg tilvera, þar sem Jesús ríkti sem hinn fyrirheitni Messías. (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. V-VI; Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 39).
Guðfræði Alberts Schweitzers í ljósi lífsköllunar sinnar sem kristniboðslæknis í rúma hálfa öld í Afríku, er einstök, sbr. lífsköllun mannvinarins, systur Móður Theresu, sem starfaði í kristinni líknarreglu á Indlandi, meðal sinna minnstu meðbræðra og systra, og Schweitzers verður líka alla tíð getið í sögu guðfræðinnar, sem fyrr er getið. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38). Og þá ekki síst, vegna þess, hvernig guðfræði hans, einkum í riti hans um Ævisögur Jesú, sérstaklega í niðurlagsorðum ritsins, sjá hér á eftir, samræmdist lífsköllunarstarfi hans.

GRUNDVALLARATRIÐI VARÐANDI GUÐFRÆÐI ALBERTS SCHWEITSERS, EINKUM Í RITI HANS UM ÆVISÖGUR JESÚ:

Eitt aðal grundvallaratriði í guðfræði Alberts Schweitzers, í riti sínu um Ævisögur Jesú, er sú áhersla á það, að Jesús og frumkristnin hafi búist við nálægum heimsslitum. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 39; áherslubreyting: ÓÞ). Schweitzer leggur, m.ö.o., þyngstu og einhliða áherslu á það, að Jesús og frumkristnin hafi búist við nálægum heimsslitum, sem er í órofa samhengi við seinni tíma gyðinglegra/síðgyðinglegra hugmynda (kenninga) um nálæg heimsslit, og við tæki Guðleg tilvera, þar sem Jesús ríkti sem hinn fyrirheitni Messías, sem fyrr er getið hér að framan. (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. V-VI; Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 39).
Jesús ríkir samt sem hinn eini mikli og eini sanni, í heimi, sem Hann taldi vera kominn að því að líða undir lok. Schweitzer segir, að sú veröld, sem hann lifði í, var í augum Jesú, raunverulega lengur til. En orð Jesú eru einmitt eilíf, vegna þessa, og eru hafin yfir allar sögulegar og félagslegar kringumstæður (tíðarandann), og eiga því ævinlega við. Orð Jesú gera hvern þann, er tekur við þeim frjálsan hið innra, lyftir honum yfir heim sinn og tíma, og gera hann að farvegi fyrir mátt Jesú. Kjarni kristinnar trúar, er einlæg von um betri heim og bjargföst trú á komu hans, á sigur Guðs ríkis sem og hlutdeild þeirra, sem vilja tilheyra Guði, í þeim sigri. Í þessari trú er heiminum afneitað, eins og hann er; er samsvörun við afneitunina. Schweitzer segir þá eina geta skilið Jesúm, sem sjá hvert vér berumst, og láta ekki sljóvgast, heldur óttast ætíð um framtíð heimsins. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 39). ,,Þeir munu leita lausnar með honum í höfnun þess, sem er, en óbifanlegu trausti til Guðs ríkis. Þeir munu leita öryggis, frelsis og friðar í trúnni á ósigrandi mátt gæzkunnar, útbreiða þá trú og það hugarfar, sem samsvarar henni, lifa og deyja fyrir ríkið æðsta, ríki Guðs.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 39).

Í ævisögu mannvinarins og kristniboðslæknisins Alberts Schweitzers, sem kom út á Íslensku 1955, segir m.a. orðrétt:

,,Mesta verk hans (Schweitzers*) á þessum árum (upp úr aldamótunum 1900*) er bók hans um ævisögur Jesú. Þar rekur hann það, sem fræðimenn höfðu um háfrar annarrar aldar skeið ritað um lífssögu Jesú og gagnrýnir niðurstöður þeirra. Fyrir þessa bók (hún kom út í fyrstu útgáfu 1906) varð Schweitzer kunnastur sem fræðimaður. Hún flutti margar fersklegar, snjallar og tímabærar athuganir, og sem sögulegt yfirlitsverk er hún sístæð.
Schweitzer miðar við þá aðalreglu, að ummæli og framkoma Jesú verði að skoðast í ljósi kunnra, gyðinglegra meginhugmynda.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, ævisaga, bls. 35-36; áherlsubreyting, *: ÓÞ). Það kemur skýrt fram hjá Schweitzer, að meginreglan, bæði varðandi ummæli og framkomu og þar með verk Jesú, verði að skoðast í þessu ljósi kunnuglegra, gyðinglegra meginhugmynda, og þá ekki síst í samhengi seinni gyðinglegra heimsslitakenningar, og þá í trausti tilkomu konungsríkis eða konungsdóms hins fyrirheitna Messíasar. (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. V; Albert Schweitzer, 1935, My Life and Thougt, bls.51, 69 [og víðar]; Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 36; Áherslubreyting: ÓÞ).
Höfuðspurningin er þessi, þegar reynt er að brjóta guðspjöllin til mergjar: ,,Hvernig skildi Jesús sjálfan sig, persónu sína og ætlunarverk? Schweitzer segir: Frá skírnarstundu sinni er Jesús sannfærður um, að hann sé hinn fyrirheitni Messías: Guðs himneska ríki er að koma, hin jarðneska tilvera er að renna sitt skeið á enda, guðleg tilvera tekur bráðum við. Og hann er konungur þeirrar tilveru, Mannssonurinn, sem Daníel spámaður sá í sýn (Dan. 7). Þetta er leyndarmál hans með Guði. Mennirnir sjá það ekki eða skilja. Dýrð hans opinberast kærisveinum hans í svip, þegar hann ummyndast á fjallinu, Pétur játar, að hann sé Kristur, sonur hins lifanda Guðs, en Jesús bannar þeim að segja frá þessu. Það á ekki að vitnast fyrr en Guð opinberar það. Þangað til er hann í lægingarmynd meðal mannanna, þrátt fyrir þau tákn, sem hann geerir.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 36).
Schweitzer segir þetta vera lykilinn að huga og lífssögu Jesú. Þegar Jesús er sannfærður um að hann væri hinn fyrirheitni Messísas, þá verða Matteusar- og Markúsarguðspjall, elstu guðspjöllin, augljós sem og öll saga frumkristninnnar. Þegar guðspjöllin eru skoðuð í þessu ljósi, verður ályktunin sú, að þau eru mjög öruggar heimildir og nákvæm lýsing á stuttum starfstíma Jesú og dauða hans. Jesús boðar að endalok þessa heims sé framundan, og að Guðs ríki sé í nánd, með hugtökum, sem samtíð hans þekkti. Jesús boðar afgerandi og umbyltandi siðgæðislærdóm. Sá heyrir til Guði og Ríki hans, sem lýtur boðorði kærleikans. Þeir, sem eru fátækir í anda, miskunnsamir, friðflytjendur, hjatrahreinir, og hungrar og þyrstir eftir réttlæti Ríkis Guðs, ásamt þeim, er þola þjáningar og ofsóknkir, og þeir, sem vilja verða eins og börn. ... . Jesús sendir lærisveina sína til þess að boða komu Guðs ríkisins og væntir sjálfur komu þess á hverri stundu. Jesús sannfærist síðan um að Hann eigi að deyja, ,,fórna lífi sínu til friðþægingar fyrir þá, sem kallaðir voru til hins komanda ríkis.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls.36-37). Þetta samræmist við ummæli Jesaja, 53. kapítula og víðar, um þjón Guðs, sem líður fyrir syndir annarra og heimfærir Jesús þessi ummæli til sín. Hér er um að ræða spádóm um Hann, opinberun um hlutverk Hans.
Jesús trúir lærisveinum sínum einslega fyrir því, að sér beri að fara upp til Jerúsalem, til þess að líða þar og deyja. Hann fer til Jerúsalem um páskaleitið, ásamt hópi hátíðargesta. Júdas svíkur Jesú, með því að segja andlegu yfirvöldunum þar, að Jesús telji sig vera Messías. Við síðustu kvöldmáltíðina, þar sem Jesús gefur lærisveinum sínum brauð og vín, sem Hann hefur blessað, vígir Hann lærisveina sína il þess að sirja til borðs með sér í Dýrðarríkinu. Því næst fer Hann út til þess að biðjast fyrir, í Getsemanegerðinum, ásamt lærisveinum sínum. Hann vonar að Guð afstýrði hinni ægilegu raun, léti bikarinn fara fram hjá, en er samt fús til að drekka hann, ef Guð vill. Hann biður til Guðs fyrir sjálfum sér, en hugsar eingöngu um lærisveina sína og hefur aðeins áhyggjur af þeim, sem standa Honum næst, vegna þess, að Hann veit ekki , hvað Guð ætlast fyrir með þá og biður þá þess vegna að vera hjá sér. Síðan er Jesús dæmdur fyrir guðlast, því Hann sagðist vera Messías. Jesús gengur fúslega í dauðann, í þeirri fullvissu, að með því sé Hann að ryðja Guðsríkinu braut. Lærisveinar Hans eru gagnteknir af eftirvæntingu, eftir opinberun hans. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 37-38). ,,Þá efast þeir ekki um, að hann sé upphafinn til Guðs í himnunum og að hann muni innan skamms birtast sem Messías og stofnsetja ríki sitt. Lifandi eftirvænting eftir endurkomu hans mótar frumkristnina.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38).
Þessar athuganir Schweitzers, brutu í bága við ríkjandi guðfræðikenningar um aldamótin 1900, og hægt er að draga þær ályktanir, að Schweitzer hafi með þeim, haft afgerandi áhrif á nýjatestamentisfræðina, og vísað veg út úr nokkurskonar blindgötu, sem nýjatestamentisfræðin voru komin í. Óhætt er að segja, að forsendur Schweitzers hafi leyst margt, sem áður virtist illskiljanlegt, og gerðu m.a. þróun frumkristinnar skiljanlegri, og brúuðu m.a. það djúp, sem margir töldu hafa verið á milli Jesú og Páls postula. Þann þátt guðfræðinnar ræðir Schweitzer ýtarlega í guðfræðiriti sínu um Pál postula. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38).

Hin hispurlausa og raunsæja túlkun Schweitzers, og annarra, sem héldu svipuðu fram, um svipað leiti, þótti mörgum umdeild. ... . Óhætt er að segja að nýja guðfræðin hafi gert Jesú nýtískulegan og smábrotnari, en Hann er. ,,Jesús veruleikans verður aldrei eins meðfærilegur og sú guðfræði taldi. Hann er svo sérstæður, bæði hugsun hans og athafnir, að það verður alltaf eitthvað annarlegt og leyndardómsfullt við hann. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 39).].

Kristniboðið er hér grundvallaratriði (rauður þráður), bæði varðandi guðfræði Alberts Schweitzers sem og varðandi köllunarstarf hans sem kristniboðslæknis.

Og í niðurlagsorðum Alberts Schweitzers, í riti sínu um Ævisögur Jesú, segir orðrétt:
,,Hann kemur til vor eins og ókunnugur nafnlaus gestur, á sama hátt og Hann kom forðum við bakka vatnisins, Hann kom til þessarra manna, sem ekki vissu hver Hann var. Hann segir sömu orðin: ,,Fylg þú mér!“ Og Hann bendir oss á þau verkefni, sem Hann þarf að leysa á vorum tímum. Hann skipar fyrir. Og þeim, sem hlýða Honum, hvort sem þeir eru vitrir eða fávísir, mun Hann opinbera sjálfan sig í því, sem þeir fá að reyna í samfélagi Hans af erfiðleikum, átökum, og þrautum og þjáningum, og sem ósegjanlegan leyndardóm munu þeir læra og komast sjálfir að raun um Hver Hann er.“ (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. 401, áherslubreyting: ÓÞ).

Orðrétt segir síðan í Ævisögu Alberts Schweitzers, (á Íslensku):

,,Þetta eru ályktunarorð Schweitzers, þegar hann er að ljúka bók sinni um ævisögur Jesú.
Með þeirri bók hafði hann lagt drjúgan skerf til trúvísindanna og brugðið nýju ljósi yfir ýmsa þætti hinnar einsteiðu lífssögu.
En framtíðin mun fyrst og fremst minnast Alberts Schweitzers fyrir það, hvernig hann hefur sýnt, hvað það er að skilja vilja Krists og fylgja honum.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 41, áherslubreyting: ÓÞ). ... . Eitt grundvallaratriða í guðfræði Schweitzers, sem skýrt kemur fram í Ævisögum Hans um Jesú, er einmitt það, að skilja Jesú, ,,er að skilja, hvað hann vill og villja það. Hin rétta afstaða til hans er að vera höndlaður af honum. Kristin guðrækni hefur gildi að sama skapi sem hún felur í sér hollustu viljans við hans vilja.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 40, áherslubreyting: ÓÞ).
Jesús krefst þess eins af mönnum, ,,að þeir sýndu það í verki og fórn, að hann hefði umbreytt þeim, knúið þá til að verða öðruvísi en heimurinn, og að þeir hefðu þar með öðlazt hlutdeild í friði hans.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 40, áherslubreyting: ÓÞ). Þegar Jesús nefnir sig Messías, Mannssoninn, Guðs son, ,,þá er hann með því að láta í ljós, að hann lítur á sig sem valdbjóðanda og drottnara.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 41).

Þessi niðurlagsorð Alberts Schweitzers, í riti sínu um Ævisögur Jesú, og lykilorð í lokin sem og ofangreint (samantekt v. guðfræði Alberts Schweitzers), eru lykilatriði og lykilorð varðandi einstaka lífsköllun mannvinar: Guðfræði Alberts Schweitzers, einkum í riti hans um Ævisögur Jesú, í ljósi lífsköllunarstarfs hans sem kristniboðslæknis í Afríku, þar sem hann reisti sjúkrahúsið árið 1913; endurbætti það, starfaði á kristniboðsstöð Franskra Mótmæelenda, eða í nágrenni hennar; í góðu samstarfi við bæði Rómverk-Kaþólska kristniboða og Evangelíska, í rúma hálfa öld, í sjúkrahúsi, sem hann reisti sjálfur, vissulega með aðstoð góðs fólks, sérstaklega Evangelískra sem Rómverks-Kaþólskra, innlendra, vesturlandabúa sem og annarra.

Með óskum um Guðs blessun,

Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur er með embættispróf í guðfræði, frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband