VÖKNUM AF ÞYRNIRÓSARSVEFNI SINNULEYSIS OG MISKUNNARLEYSIS:

Óhætt er að segja, að andlegur þáttur heimskreppunnar, hafi verið vanmetinn af hálfu landsstjórna, t.d. víða í Evrópu, og þar með talið á Norðurlöndunum, þar sem mannslífið hefur einskis verið metið; það sannar sagan varðandi blindan niðurskurð til lífsnauðsynlegra málaflokka, sem var í senn miklu dýrara, til lengri tíma litið, fyrir utan allt mannúðarleysið. Einn ónefnur prestur, sagði við mig, fyrir allmörgum árum; ,,Kommúnisminn er mesti óvinur kristinnar kærleikstrúar aldanna." Og ég vil bæta við: Kommúnisminn er mesti óvinur allrar sannrar mennsku, umhyggju, og siðferðis, og þá ekki síst kristilegs siðferðis. Þetta eru orð að sönnu, og hafa bæði ábyrgir Framsóknarþingmenn, sem bera af varðandi ábyrgð og skynsemi, í afar erfiðum aðstæðum mannfélagsins í dag, gagnrýnt harðlega endalausan niðurskurð til velferðarmála, sem bitnar harðast á þeim, sem síst skyldi, og þá sérstaklega veiku fólki, þmt. veikum börnum, öryrkjum og eldri borgurum mannfélagsins. Sjálfstæðismenn hafa komið með tillögur um að skera hlutfalsslega allra minnst niður í heilbrigðis- og læggæslunni, og af tvennu illu, frekar þar, sem lífi fóls er ekki stefnt í bráða lífshættu. Þetta varðar almannahgsmuni, þmt. almannavarnir, þar sem lífi borgara mannfélagsins, er stefnt í bráða lífshættu. Og Þjóðverjar lærðu, vægt til orða tekið, á fjórða og fimmta áratug sll aldar, á átakanlegan hátt, hvílíkur hryllingur leiddi af því, að aðskilja með öllu, kristna trú og sið, annars vegar, og stjórnmál hins vegar.
Núverandi stjórnvöld mannfélagsins hér á landi, stórhækka skatta samhliða blóðugum niðurskurði, til lífsnauðsynlegra málaflokka, sem gerir fólki enn erfiðara fyrir að safna með frjálsum framlögum, einkum til heilbrigðismála. Löggæslunni er einnig stefnt í voða, og er sannað, að lögreglumenn, eru einnig settir í bráða lífshættu, eins og komið hefur sannanlega fram í fréttum. Þá er lagt slíkt álag á heilbrigðisstéttirnir, samhliða því að lækka laun, einkum hinna lægstlaunuðu. Þessi fyrrnefndu óeigingjörnu störf, hafa löngum verið vanmetin sem og störf bráðaliða og sjúkraflutningamanna, en nú keyrir fram úr öllu hófi. Einstaka þingmenn stjórnarflokkanna hugnast þetta ekki, frekar en núverandi heilbrigðisráðherra, að því er virðist, sem að mínu mati hefur verið meðal hinna heiðarlegustu þingmanna Alþingis, allavega til þessa.
Vissulega er óhjákvæmilegt að ,,skera niður" verulega í opinberum málaflokkum, vegna mikils halla í ríkisrekstri. En allra síst, skyldi ,,skera niður" varðandi almannavarnir og önnur þau störf, sem varðar beint björgun mannslífa, þ.m.t. löggæslu og líknarþjónustu, til handa hinum sjúku, auk menntunar, sérstaklega barna sem og annarra nauðsynlegra velferðarmála, svo ekki komi til slíkrar fátæktar, sem nú hefur komið fram. Þá verður einnig að slá skjaldborg um heimilin í landinu sem og fyrirtækin, sem afla tekna til ríksisjóðs. Þá kom fram mjög skynsamleg og ábyrg tillaga frá Sjálfstæðismönnum, sem kom m.a. fram í Kastljósi hjá Tryggva Þór Herberssyni,þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði (alls ekki afturvirkt), sem myndi skila i ríkissjóð tugum milljarða, sem hægt væri að nota til hjálpar heimilum og fyrfirtækjum, sem leiddi af sér miklu minna atvinnuleysi, auk þess, sem það kæmi í senn líknarþjónustunni, löggæslunni, menntamálum, og öðrum velferðarmálum, mjög vel, þannig að ekki þyrti að skera blint niður, einkum til lífsnauðsynlegra starfa; eða er á bætandi að segja upp fjölda fólks, sem vinnur þessi hyrningarstörf, og stefna jafnframt hinum almenna borgara, í bráða lífshættu; slíkt hefði talist ekki aðeins siðlaust og ólögmætt, heldur jafnvel refsivert, hér áður fyrr, og voru efnahagslegar horfur ekki alltaf upp á sitt besta, en þá var miklu meira greint á milli lífsnauðsynlegra ábyrgðarstarfa, andstætt hinum siðblinda tíðaranda í dag. Sinnuleysi og siðblinda tíðarandans í dag, er óhugnanlega mikil, en er því miður ekki að byrja í dag, heldur hefur grafið um sig í guðlausu miskunnarleysi, sinnileysi og siðblindu hins grimma tíðaranda, sem eyrir engu. Vissulega er auðæfaoflætið heldur engin lausn. Eina lausnin er aftirhvarf til þeirra siðfrðilegu gilda, sem þóttu nánanst sjálfsögð hér áður fyrr. Og hin siðferðilegu gidi eru í órofa samhengi við kristinn trúarmenningarsögulega arfleifð fyrri kynslóða, sem hefur þó varðveist, allt til dagsins í dag, sem byggist á hinu eina sanna bjargi aldanna, konungi kærleikans, konungi konunganna, Drottni Jesú Kristi. Kristin trú og siðferði, verður, samt á lýðræðislegan hátt, að tengjast stjórnmálunum, með skynsömum hætti. Aðskilnaður þarna á milli hefur valdið hinni mestu ógæfu, t.d. í Þriðja ríki Hitlers nasismans, sem fyrr er getið. Hinar öfgarnar eiga heldur engan rétt á sér, t.d. þegar einstök orð Biblíunnar voru slitin úr samhengi, og notuð á grimmilegan hátt sem réttarheimild, t.d. hér á landi á 16. öld, til þess að brenna á báli svokallaða ,,galdramenn og nornir". Hér sannast aftur og aftur, að fara verður skynsaman milliveg í þessum málum.
En samt er ég bjartsýnn, því ég trúi ekki öðru, en fólk sameinist í að varðveita lífsnauðsynlega grunnþjónustu. Hins vegar dugar það ekki eitt sér. Það verður að virkja þá ábyrgð bæði einstaklinga og líknarfélaga, ekki síst kristinna, að taka að einhverju leiti meiri þátt í líknarþjónustinni, og menntamálum, ekki sést varðandi leik- og barnaskóla. Kristniboðar og kristniboðslæknar hafa sannað gildi þessa, ekki síst í Afríku og Asíu, og má þar nefna mannvinninn og kristniboðslækninn, Albert Schweitzer, sem reisti sjúkkrahús í Mið-Afríku, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld. Sammt áréttaði hann, að aldrei mætti heldur gleyma að lýta sér næst. Sama er að segja varðandi mannvininn systur Móður Theresu, sem helgaði nær allt sitt líf, í kristinni líknarreglu, sýnum minnsta meðbróður og systur.
Einnig er skelfilegt að hugsa til þess, hvernig fer fyrir líknarstarfi í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku, ef vestræn stjórnvöld, eru svo siðblind, að skerða lífsnauðsynlega grunnþjónustu í eigin löndum.
Varðveisla kristinnar kærleikstrúar og siðar aldanna, er lífsnauðsynleg, ásamt markvissu kristniboði, sem sagan hefur sannað, aftur og aftur. Gleymum hvorki að líta okkur nær sem fjær. Guð blessi alla vora minnstu meðbræðður og systur. Vort eiginlegt föðurland er á himnum, þar sem engin landmæri eru til staðar, heima hjá Guði, þar sem Drottinn Jesús Kristur ríkir sem hinn sanni Messías, og tekur okkur öll heim til vors eiginlega föðurlands á himnum, aðeins ef við tökum á móti Honum inn í hjarta okkar og allt okkar líf. Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð. Guð blessi hvert mannsbarn á þessari jörðu sem og allt, sem andardrátt hefur.

Með óskum um Guðs blessun.

Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband