GRUNDVALLARATRIÐI V. GUÐFRÆÐI MANNVINARINS OG KRISTNIBOÐSLÆKNISINS, ALBERTS SCHWEITSERS, EINKUM Í RITI HANS UM ÆVISÖGUR JESÚ; Í RÖKRÆNU SAMHENGI VIÐ KRISTNIBOÐIÐ:


Í ævisögu mannvinarins og kristniboðslæknisins Alberts Schweitzers, sem kom út á Íslensku árið 1955, segir m.a. orðrétt:

,,Mesta verk hans (Schweitzers*) á þessum árum (upp úr aldamótunum 1900*) er bók hans um ævisögur Jesú. Þar rekur hann það, sem fræðimenn höfðu um háfrar annarrar aldar skeið ritað um lífssögu Jesú og gagnrýnir niðurstöður þeirra. Fyrir þessa bók (hún kom út í fyrstu útgáfu 1906) varð Schweitzer kunnastur sem fræðimaður. Hún flutti margar fersklegar, snjallar og tímabærar athuganir, og sem sögulegt yfirlitsverk er hún sístæð.
Schweitzer miðar við þá aðalreglu, að ummæli og framkoma Jesú verði að skoðast í ljósi kunnra, gyðinglegra meginhugmynda.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 35-36; áherlsubreyting, *: ÓÞ). Það kemur skýrt fram hjá Schweitzer, að meginreglan, bæði varðandi ummæli og framkomu og þar með verk Jesú, verði að skoðast í þessu ljósi kunnuglegra, gyðinglegra meginhugmynda, og þá ekki síst í samhengi seinni gyðinglegra heimsslitakenningar, og þá í trausti tilkomu konungsríkis eða konungsdóms hins fyrirheitna Messíasar. (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. V, {VI}; Albert Schweitzer, 1935, My Life and Thougt, bls.51, 69 {og víðar}; Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 36. Áherslubreyting: ÓÞ).
Höfuðspurningin er þessi, þegar reynt er að brjóta guðspjöllin til mergjar: ,,Hvernig skildi Jesús sjálfan sig, persónu sína og ætlunarverk? Schweitzer segir: Frá skírnarstundu sinni er Jesús sannfærður um, að hann sé hinn fyrirheitni Messías: Guðs himneska ríki er að koma, hin jarðneska tilvera er að renna sitt skeið á enda, guðleg tilvera tekur bráðum við. Og hann er konungur þeirrar tilveru, Mannssonurinn, sem Daníel spámaður sá í sýn (Dan. 7). Þetta er leyndarmál hans með Guði. Mennirnir sjá það ekki eða skilja. Dýrð hans opinberast kærisveinum hans í svip, þegar hann ummyndast á fjallinu, Pétur játar, að hann sé Kristur, sonur hins lifanda Guðs, en Jesús bannar þeim að segja frá þessu. Það á ekki að vitnast fyrr en Guð opinberar það. Þangað til er hann í lægingarmynd meðal mannanna, þrátt fyrir þau tákn, sem hann gerir.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 36).
Schweitzer segir þetta vera lykilinn að huga og lífssögu Jesú. ... . (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 36 (37 (og áfam)).

Guðfræðilegar kenningar Schweitzers, brutu í bága við ríkjandi fræðikenningar um síðust aldamót. Og þá má álykta, að Schweitzer hafi, með kenningum sínum, vísað veg út úr nokkurs konar blindgötu, sem nýjatestamenntafæðin voru komin í. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38).
,,Schweitzer markaði spor, hans verður alla tíð getið í sögu guðfræðinnar ...." (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 38)

Ályktun:
Kristniboðið er grundvallaratriði (rauður þráður), bæði (sérstaklega) varðandi guðfræði Alberts Schweitzers sem og (sérstaklega) varðandi köllunarstarf hans sem kristniboðslæknis í Lambarene við Ógówefljót, í Frönsku Miðbaugs-Afríku (A. E. F.), þar sem hann reisti sjúkrahús árið 1913, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld, sem sagan sannar einnig, enda starfaði Schweitzer á kristniboðsstöð Franskra Mótmælenda í Lambarene, eða í nágrenni við hana, og hafði náin kynni og samvinnu við kristniboða, bæði Rómverks-Kaþólska og Evangelíska. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250).

Þannig lýsti Schweitzer kynnum sínum, af kristniboðinu, eftir þriggja ára veru í Lambarene, og fórust m.a. orð á þessa leið:

,,Ég ber einlæga lotningu fyrir því starfi, sem amerískir kristniboðar hófu hér og franskir kristniboðar hafa haldið áfram. Þeir hafa mótað hugsun innlendra manna, í mannlegum og kristilegum skilningi, á þann veg, að það myndi sannfæra jafnvel ramma andstæðinga kristniboðs um það, að kenning Jesú megnar mikið gagnvart frumstæðum mönnum.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250).

Reykjavík, 16. ágúst, 2009,

Með ósk um Guðs blessun.

Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ólafur.

Takk fyrir Pistilinn þinn.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband