NÆR JAFNRÉTTIÐ TIL ALLRA EINSTAKLINGA, HVERS EINSTAKS MANNSLÍFS, MANNFÉLAGSIN?

Það er gott og gilt hjá hæstvirtum forsætisráðherra, í hátíðarræðu sinni, í tilefni Þjóðhátðardags Íslendinga, 17. júni árið 2009, að leggja m.a. áherlsu á jafnrétti, enda raunverulegt jafnrétti eitt af mörgum ávöxtum og arfleifð kristinnar kærleikstrúar aldanna. Það er aðeins eitt, sem ég vildi fá að vita, og legg þá fyrirspurn í fyllstu vinsemd og virðingu, fyrir hæstvirtan forsætisráðherra, hvort umrætt jafnrétti, sem hún kom m.a. inn á í fyrrnefndri hátíðaræðu sinni, nái einnig til hins ófædda barns, einkum varðandi grundvallarrétt allra til lífsins, og þar með grundvallar-mannréttindi hvers einstaks mannslífs, og þá ekki síst í ljósi siðfræði mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, um ,,lotningu fyrir lífinu“ – grundvallarrétt allra til lífsins, þar sem hið ófædda barn er alls ekki undanskilið, en hann reisti sjúkrahús í Lambarene í Mið-Afríku, árið 1913, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld, í góðu samstarfi bæði við Evangelíska og Rómversk-Kaþólska kristniboða sem og mannvinarins systur Móður Theresu, sem starfaði lengst af ævi sinnar í kristinni líknarreglu meðal sinna minnstu meðbræðra og systra í Indlandi, og var einnig óhrædd að standa vörð um grundvallarrétt allra til lífsins, þar sem hið ófædda barn er alls ekki undanskilið!?

Með vinsemd og virðingu,

Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband