16.6.2009 | 17:41
Á AÐ VEÐSETJA BÖRN ÍSLANDS, UM ÓKOMNA FRAMTÍÐ?
Nú er nóg komið; mælirinn er fullur! Ég tek hins vegar ofan fyrir þingmanni Verkamannaflokks Bretlands, þar sem hann gagnrýnir harðlega valdníðslu Bresku ríkisstjórnarinnar sl haust, sem kom m.a.a fram í fréttum, með því að setja Ísland og þar með alla Íslenska þjóðina í hóp hryðjuverkamanna; þvert á móti hefðu stjórnvöld beggja ríkja, Bretlands sog Íslands, (sem og Hollands) átt að vinna saman að því, að leysa hið svonefnda Icesave-mál, þar sem eignir Landsbankans gamla - ef rétt hefði verið staðið að málum - hefðu gengið nánast að fullu upp í greiðslur, til Breksra (og jafnvel einnig Holleskra) innistæðueigenda; í stað þess að hafa eingirnar vaxtalausar, sem bitnar ekki síst á hinum nefndu innistæðueigendum; og greiða götu Íslands varðandi liðsinnis Alþjóðagjaldeirissjóðsins; Þetta hefði komið öllum málsaðilum til góðs! Í stað þessa, beita Bresk stjórnvöld hryðjuverkalögum gegn Íslandi, fullvalda þjóðríki, og eyðileggja þar ekki aðeins fyrir Íslendingum, heldur ekki síður fyrrnefndum innstæðueigendum. Hér er um mjög alvarleg meiðyrði að ræða, gegn heillri þjóð, sem á engan hátt gat eða getur borið ábyrgð á ábyrgðarleysi örfárra ,,útrásarvíkinga", sem vissulega hafa einnig valdið miklum skaða; en að kasta olíu á eld, og ,,brenna alla götuna", í stað þess að reyna ,,slökkva eldana",þannið að ,,örfá hús hefðu brunnið", í stað þess að ,,öll gatan, og meira til brann"! Hin ólögmæta meingerð Breskra stjórnvalda gegn heilu þjóðríki, varðar ekki aðeins alvarleg meiðyrði og þar með rétt til meiðyrðamáls sem og ómældrar skaðabótakröfur á hendur Breskum stjórnvöldum, lagalega séð (ekki samkvæmt ,,pólitísum" geðþótta ríkis, sem telur sig enn til heimsveldis, sem sé hafið yfir öll lög (og fyrrverandi nýlenduveldis, sem sagan sannar, sem m.a. kom fram með ólögmætum og óbilgjörnum hætti, gagnvart Íslandi og Íslenskri þjóð, þar sem herskip voru send á Íslandsmið, sem stofnuðu Íslenskum varðskipsmönnum í bráða lífshættu, í þorskastríðum sl. aldar); heldur hafa þeir með þessari ólögmætu meingerð afsalað sér að auki öllum rétti til að krefja Íslendinga um það, að standa undir Icesave-skuldbindingum. E.t.v. er hér hugsanlega um ,,hefnd" ofríkisins að ræða, þegar færi gæfist, varðandi lok þorskastríðanna. Öðru máli horfir við varðandi Hollendinga, en þar verður að nást sameinginleg sátt tveggja fullvlda ríkja, þar sem eignir gamla Landsbankans verði látnar ganga að öllu leiti, eða a.m.k. að mestu leiti upp í skuldbindingarnar. Þá er því miður ekki útilokað, að Bresk stjórnvöld hafi skaðað svo umræddar eignir gamla Landsbankans, með hinn nefndu ólögmætu meingerð, sem annars hefðu getað óskipt gengið að fullu upp í Icesave-innistæðurnar, sem gætu þá annars vega bitnað á saklausum Hollendingum sem og saklausum Íslendingum; (jafnfram saklausum Bretum)! Okurlán ofríkisþjóðar bætir viðkomandi innistæðueigendum ekkert; valda þeim jafnvel mjög miklum skaða, jafnframt því að valda Íslendingum, sem enga sök eiga á málinu, og vissu ekki einu sinni af þessu ,,ævintýri ómældum skaða, einkum ef litið er til lengri tíma, og þá ekki síst alsaklausum börnum þessa lands! Ríkisstjórn Íslands ætlar að leggja þennan ,,Verasalasamning nr 2", fyrir hæstvirt Alþingi, án þess að jafnvel háttvirtir stjórnarþingmenn sem og aðrir háttvirtir þingmenn, hafi fengið vitneskju um efni og innihald ,,leynisamningsins", við Breta og Hollendinga, eins og fram hefur komið í fréttum. Og ég tek hér sérstaklega ofan fyrir formanni Framsóknarflokkisns sem og öðum þingmönnum, sem þora að segja álit sitt á yfirvofandi gjörræði ríkisstjórnarinnar, sem greinlega er hér beitt kúgun ofríksis fyrrverandi nýlenduveldis/nýlenduvelda! Hér á að fara að skuldsetja landsmenn, og þá ekki síst börn þessa lands, jafnvel þau, sem enn eru ekki fædd, til a.m.k. margra áratuga. Allt á að vera í lagi næstu sjö árin, en hvað gerist, að sjö árum liðnum? Það væri lágmark, að upplýsa bæði Alþingi sem og alla landsmenn, um efni og innihald viðkomandi ,,samnings! Hvað er verið að fela, í þessum ,,Versalasamningi nr 2? Nú er mælirinn fullur! Hingað og ekki lengra! Guð blessi Ísland, og Íslenska þjóð! Gleymun samt ekki að biðja einnig fyrir óvinum okkar, þótt við stöndum á okkar rétti, því auðmýkt, hefur ekkert með undirlægjuhátt að gera!
Með vinsemd og virðingu,
Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur er með embættispróf í guðfræði, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:24 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Nýjustu færslur
- Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæp...
- HUGVEKJA: KRISTIN KÆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFÐ ALDANNA:
- SAMRÆMAST FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR KRISTINNI KÆRLEIKSTRÚ ALDA...
- HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
- MANNVINURINN OG KRISTNIBOÐSLÆKNIRINN ALBERT SCHWEITZER; Í ÁR ...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.