Við skulum vinna að því að varðveita hina kristnu kærleikans trú aldanna og ávexti hennar, eins og gert hefur verið öld af öld, annars væri kirkjan ekki til í dag, og er ekki síður nauðsynlegt í dag, í skeytingarleysi nútímans. Það er einmitt hin gamla og góða kærleikstrú aldanna, grundvölluð á bjargi aldanna, koningi konunganna, konungi kærleikans, Jesú Kristi. Meðal ávaxtanna er, að sjúkir hafa notið líknar, nær sem fjær. Og hér kemur kristniboðsskipunin skýrt inn í, í beinu framhaldi, að kristna allar þjóðir og gjöra alla að lærisveinum Jesú Krists. Órofa samhengi er milli kristniboðsins, og kristilegrar hjálparstarfsemi, nær sem fjær. Vinnum að því að svo verði áfram, gegn miskunnarleysi heimsins, sem þrengir mjög að þessari kristnu kærleikstrú aldanna og þeim ávöxtum, sem af henni af leitt, og þá ekki síst þeirri líknsemi, sem varðar umönnun sjúkra og björgun mannslífa. Órofa samhengi er milli eilífrar sáluhjalpar mannsins, björgunar mannslífa og umönnunar sjúkra. Líknarþjónusta til handa þeim sjúku, er einn þessara ávaxta, en hún verður að byggjast á þeim gildum, sem mölur og ryð fær ekki eytt, þeirri kærleikstrú aldanna, er varðar umönnun sjúkra og björgun mannslífa, grundvallað á lækninum góða, Jesú Kristi, en ekki þeim gildum mammons og auðæfaoflætis, sem nú þegar hefur valdið mannfélagi okkar sem og öðrum mannfélögum, stórskaða. Vinnum að því að kristin kærleikstrú blómstri, en ekki botnlaus heimshyggja heiðindómsins og auðæfaoflætisins.
Einn af ávöxtum kristinnar kærleikstrúar er, að sjúkir og aldraðir hafa notið umönnunar og líknar, og björgunrar, nær sem fjær. Ein fegurstu dæmin sjáum við ekki síst hjá mannvininum og kristniboðslækninum Albert Schweitzer, sem reisti sjúkrahús í Mið-Afríku og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld; sama er að segja um Móður Theresu, að ógeymdu líknarstarfi Kaþólsku systranna, nær sem fjær, sem m.a. reistu hér sjúkrahús í upphafi síðusta aldar sem og Hringssytrunum, sem enn þann dag í dag vinna að varðveislu og uppbyggingu barnaspítala. Og allt það óeigingjarna og vanmetna starf, sem heilbrigðisstéttirnar vinna nú í dag, þ.m.t. störf björgunarfólks, slökkviliðs- og sjúkraflutningamannsins, lögreglumannsins, bráðaliðins, og önnur störf ummönnunar, uppeldis, og sálgæslu, starf prestsins, kristniboðans og kennarans, og svo má lengi halda áfram að telja; í raun nær sem fjær; hér er m.a. um að ræða þau gildi kristins og siðaðs mannféls, sem mölur og ryð fær ekki eytt. Nú er þessum ávöxtum sérstaklega ógnað, í afkristnun og afsiðun mannfélagsins í dag, sem veður fram með guðleysið og siðblinduna eina að vopni; ekki bara á Íslandi, heldur um víða veröld, vegna þess, að byggt hefur verið allt of mikið á sandi heimshyggjunnar, í stað hinnar kristnu kærleikstrúar aldanna. Hér má heldur ekki gleyma ómetnlegu kristniboðs- og hjálparstarfi Hjálpræðishersins, Samhjálpar o.s.frv.
Ef bágur efnashagur hefði ráðið ferðinni varðandi fyrrnefnd líknarstörf, og tíðarandinn ráðið ferðinni, - en veraldleg fátækt var þá meiri en nú, andstætt því er varðar hina andlegu fátækt, - hefði ekkert orðið af þeim; það hefði ekki svarað kostnaði, miðað við tíðarandann í dag. Grundvallarspurningin er því þessi: Ætlar mannfélagið að byggja á sandi tíðarandns og siðblindu hans, eða byggja á bjargi aldanna, með náð, líkn og miskunn Drottins að leiðarljósi, í varðveislu og uppbyggingu kristinnar kærleikstrúar aldanna, þar sem hvert mannslíf sem og eilíf sáluhjálp þess, þar sem þeim fjársjóði er safnað, sem mölur og ryð fær aldrei grandað, er tekið fram yfir forgengilegan auð, sem mölur og ryð fær eytt.
Og gleymum hér ekki hinu óeigngjarna- og vanmetna starfi sjómannssins, sem hefur ekki síst lagt björg í bú mannfélagsins. Það eru kaldar kveðjur, sem sjómenn og fjölskyldur þeirra sérstaklega fá frá stjórnvöldum, þar sem segja á upp að minnsta kosti þremur þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar, og kemur hér enn frekar í ljós skeytingarleysi tíðarandans, og þá ekki heldur síst gagnvart björgunarstörfum. Og litlu mátti muna, nú nýverið, að illa færi, þegar áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og fyrrverandi áhöfn, sem sagt hafði verið upp störfum, björguðu konu, sem var í lífshættu. Það er ekki óábyrgum stjórnvöldum landsins að þakka, að það skyldi takast að bjarga lífi konunnar; hér er því miður mannslífið einskis metið, af hálfu guðlausra og siðblindra stjórnvalda, andstætt þeim stjórnvöldum, sem af einlægni leita handleiðslu almáttugs Guðs, auk þess að biðja Íslandi og Íslenskri þjóð, Guðs blessunar, einnig á ögurstundu, og hljóta fyrir vikið, ómaklegt háð og spott guðleysingja. Guð gefi, að við taki á nýjan leik, ábyrg ríksstjórn, sem leiti áfram handleiðslu almáttugs Guðs, og þori áfram, af góðum hug, að biðja í einlægni, Íslandi og Íslenskri þjóð, blessunar Guðs, og sýni jafnframt áfram þá ábyrgð, sem krafist er af kristnum mönnum, körlum sem konum; vinni að uppbyggingu lands og þjóðar, með það að leiðarljósi, sem mölur og ryð fær aldrei grandað, grundvallað á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Hjálpi, eins og mögulegt er, þeim heimilum og fyrirtækjum, sem nú blæða, því miður ekki síst vegna óábyrgrar stjórnahátta, núverandi landsstjórnar. Standi vörð um kristileg gildi og arfleifð, og þá ekki síst varðandi eina þá dýrmætustu ávaxta kristninnar, að sjúkir njóti áfram óskertrar líknarþjónustu, og sérstaklega að börnin hljóti áfram óskertrar menntunar, með kristið siðferði að leiðarljósi, grundvallað á konungi konunganna, konungi kærleikans, Drottins Jesú Krists. Guð gefi, að sú ábyrga lýðræðisstjórn, taki skynsamlega á þeim mikla vanda, sem myndaðist við hið efnahagslega hrun sl. haust, einkum vegna þess, að byggt hafði verið alltof mikið á þeim gildum, sem mölur og ryð fær eytt, en hefur svo bitnað á þeim sem síst skyldi, sem enga sök eiga á ástandinu, og neyðast til að flýja land sitt, einkum vegna fullkomlega guðlausrar og vanhæfrar ríkisstjórnar, sem lagðist svo lágt, að vanvirða þá hefð, að setning Alþingis, hefjist með guðsþjónustu; þar afhjúpaðist guðleysið, sem er þó hér aðeins toppurinn á ísjakanum; auk þess skeytingarleysins, sem núverandi forsætisráðherra, sýnir þeim heimilum í landinu, sem blæða, og staðhæfir í skilningsleysi sínu, að allt sé í besta lagi hjá 60% heimila landsins; hin 40% heimila, sem eiga í erfiðleikum og jafnvel neyð, ,,skipta engu máli, eins og fram hefur komið í fréttum.
Guð gefi, að hin nýja lýðræðislega ríkisstjórn nái, með handleiðslu Guðs, í senn hallalausum ríkisfjármálum sem og að standa vörð um óskerta líknarþjónustu til þeirra, sem sjúkir eru sem og annarrar velferðarþjónustu til handa þeim, sem standa höllum fæti, óskertrar menntunar sem og löggæslu, og þá sérstaklega það sem lýtur að björgun mannslífa og almannavarna. M.ö.o.: Skeri ekki niður í þessum lífsnauðsynlegu málaflokkum, heldur nái að nýta hvern eyri, sem lagður er til þjónustunnar, margfallt betur, en er í dag hjá hinni marxísku ríkisstjórn, t.d. með auknum einka og/eða sjálfseignarekstri, þar sem öllum er eftir sem áður tryggð umrædd þjónusta, óháð efnahag, jafnframt að slá skjaldborg um heimilin, einkum þau, sem nú blæða, vegna skeytingarleysis núverandi ríkisstjórnar. Úr því þetta var mögulegt á sl. öld, ætti það ekki síður að vera mögulegt í dag, svo fremi, sem hver eyrir sé nýttur skynsamlega og á sem mannúðlegastan hátt, með hina kristnu kærleikstrú aldanna að leiðarljósi sem forðum, grundvallað á bjargi aldanna, Lækninum góða og Frelsaranum, Drottni Jesú Kristi. Og vissulega ber að veita nýrri lýðræðisstjórn fyllsta aðhaldi, að hún sína í raun ábyrgð, bæði varðandi líknarþjónustuna, einkum bráðaþjónustuna, ekki síst varðandi hið mikilvæga starf bráðaliðans og sjúkraflutningamannsins, og varðar björgun mannslífa sem og lækna, hjúkrunarfóls sem og annars heilbrigðisstarfsfólks; löggæsluna sem og öryggisþjónustu Landhelgisgæslunnar, sem varðar einnig björgunar mannlífa, einkum sjómanna, en einnig annarra, sem lenda í neyð og þurfa einnig á lífnauðsynlegri bráðaþjónustu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar að halda; menntuna sem og að koma heimilunum til hjálpar, með markvissum hætti, t.d. með þeirri leið, sem Framsóknarmenn hafa lagt fram til bjargar ofurskuldsettum heimilum, sem enga sök eiga á ástandinu.
Það að biðja fyrir hinum sjúka, og öðrum þeim, sem í hættu er stadddur, og að hann njóti líknar, umönnunar og björgunar, nær sem fjær, er sitt hvor greinin á sama vínviði þess alkærleika, sem Jesús Kristur er, konungi konunganna, konungi kærleikans, Drottins vors og Frelsara, sem gaf okkur öllum líf sitt, fæddist hér á jörðu niðri á hinum fyrstu jólum, frelsaði og læknaði sjúka, og dó á krossi vegna okkar synda og misgjörða, og fullnaði sigur sinn yfir dauðanum, með upprisu sinni. Myndist gjá milli greinanna, er voðinn vís, eins og komið hefur á daginn. Nákvæmlega sama gildir varðandi fangann sem og aðra þá, sem í nauðum eru staddir, á einn eða annan hátt, andlega sem efnislega.
Í ár eru liðin 110 ár frá stofnun KFUM. og KFUK. Á þeim tímamótum, langar mig ekki síst að minnast mannvinarins og æskulýðsleiðtogans Bjarna Eyjólfssonar, sem var einn af brautryðjendum þessa kristilega kærleiksstarfs hér á landi. Hann sýndi það í verki, að hann var lifandi farvegur frelsandi og líknandi náðar Guðs í Kristi Jesú, einkum ungdómnum, með bænalífið að leiðarljósi, þess lykils að óendlanlegri náð og miskunn Drottins í Kristi Jesú. Bjarni Eyjólfsson er eitt fegursta dæmi hins sanna lærisveins Drottins Jesú Krists, sem gefur Drottni Jesú alla dýrðina. Hann er fögur fyrirmynd hins einlægna, sannkristna manns, sem gaf Kristi Jesú allt sitt líf, öðrum til frelsunar og blessunar. Blessuð sé minning hans.
Opnum hjörtu vor fyrir Drottni Jesú Kristi, og meðtökum Hans Heilaga Anda. Allir eru fyrirhugaðir til eilífrar sálauhjálpar og eilífs lífs í Kristi Jesú. Þá munum við að lokum hljóta þann dýrðarsveig á himnum, sem aldrei mun dvína, og dvelja um eilífð hjá Honum, sem gaf líf sitt til lausnargjalds, og fullnaði sigur sinn yfir dauðanum með upprisu sinni, svo við öll mættum eignast eilíft líf, og lifa jóla- og páskagleði þá, sem tekur aldrei enda. Amen.
Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur hefur embættispróf í guðfræði frá HÍ., og hefur rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 04:02 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Nýjustu færslur
- Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæp...
- HUGVEKJA: KRISTIN KÆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFÐ ALDANNA:
- SAMRÆMAST FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR KRISTINNI KÆRLEIKSTRÚ ALDA...
- HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
- MANNVINURINN OG KRISTNIBOÐSLÆKNIRINN ALBERT SCHWEITZER; Í ÁR ...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel, ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að kynna öllum hvað biblían er raunverulega.... ég mun upplýsa alla um viðbjóðin í bókinni þinni :)
Sem og að amk 19 bækur biblíu eru falsaðar... en við getum samt verið vinir, er það ekki?
Peace
DoctorE (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.