25.5.2009 | 04:28
Er Ísland orðið að kristniboðsakri?
Inngangur
Því miður þarf ekki glöggt auga til að sjá, að land vort er orðið að kristniboðsakri, a.m.k. að verulegu leiti. Það þarf ekki glöggt auga til að sjá, að arfleifð og ávöxtum kristinnar kærleikstrúar aldanna, fer fækkandi, í mannfélagi skeytingarleysis og mannfyrirlitningar, með guðleysið að leiðarljósi. En ég er þess fullviss, að mikill meirihluti almennings, vill varðvita kristna trú og siðferði, ásamt arfleifð og ávöxtum kristninnar. Hins vegar veður guðleysið áfram, eins og eldur í sinu.
Hvað er framundan?
Vissulega bið ég nýrrar ríkisstjórnar allrar Guðs blessunar, og Guð gefi, að ráðherrar hennar leiti handleiðslu almáttugs Guðs. Hins vegar sakna ég þess, að enginn núverandi ráðamanna biðja af einlægni Íslandi og Íslenkri þjóð, Guðs blessunar, eins og fyrrverandi forsætisráðherra gerða, af fyllstu einlægni, og leitaði handleiðslu almáttugs Guðs, ekki síst á ögurstundu, og fékk bágt fyrir af hálfu guðleysingja eða hálfheiðingja. Ég tek einnig ofan fyrir fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem lagði megináherslu á kristileg gildi mannfélagsins. fyrir utan það, að hér er um trúarmenningarsögulegan grundvöll fullvaldi ríkis að ræða, þar sem yfir 97-98% þjóðarinnar, játa kristna trú og sið. Því er ég því miður ekki viss, að allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar, leiti handleiðslu Guðs, samanber opinberun jaðarhópa guðleysingja, sem þáðu ekki, að hefja Alþingi með hefðbundinni guðsþjónustu; hér er í raun ekki um þá hópa að ræða, sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju, en eru trúaðir eigi að síður. Hér er um jaðarhóp guðleysingja, sem ógna ekki aðeins Þjóðkirkunni, heldur gjörvallri kristni í landinu, og sína bæði þjóðinni og Alþingi, og þar með fullveldi sjálfstæðrar þjóðar vanvirðingu. Svipaðir jaðarhópar hafa farið um víða veröld með sinn eyðandi mátt og myrkur guðleysins, t.d. hef ég eftir vinafólki í Bandríkjunum, að varla megi lengur óska hver öðrum gleðilegra jóla. Hér er um guðleysisfasisma að ræða, sem virðir í raun enga trúa á nein æðri máttarvöld. Sama er því miður að segja um guðlausa marxísk/femeníska jaðarhópa, sem sérstaklega ráðast gegn kristilegum gildum fjölskyldunnar og hjónabandsins; lítilsvirða hið mikilvæga hlutverk húsmóðurinnar, og ráðst gegn skikkan Skaparans og Heilags Guðs Orðs, og þá ekki síst í því að skreyta sig innihaldslausum orðum ,,jafnréttis, þar sem sumir eru samt ,,jafnari en aðrir; lítilsvirða göfug hefðbundin kvennastörf, einkum uppeldis og líknar, og vanvirða þau grundvallarmannréttindi, sem varðar réttin til lífsins, hið raunverulega jafnrétti, sem ávöxt kristinnar kærleikstrúar, sem undanskilur engan, þ.m.t. hið ófædda barn, en samkvæmt og kristnum kærleiksskilningi aldanna, nær hið raunverulega jafnrétti sem ávöxtur kristninnar, einnig yfir hið ófædda barn; lífið er friðheilagt frá getnaði, samkvæmt Heilögu Guðs Orði. Einng er ráðist gegn skikkan Skaparans og hinum kristna skilning varðandi hið heilaga hjónaband og fjölskylduna, sem grundvallað er á Heilögu Guðs Orði. Það hefur ekkert með eitthvert jafnrétti að ræða, sem lýtur að skikkan Skaparans. Allir, sem játa kristna trú í sannleika, verða að standa saman gegn þessum andlega banvæna faraldri. Og í raun allir, sem játa trú á æðri máttarvöld.
Við efnahagshrunið sl. vor, sem bitnað hefur harðast á þeim, sem síst skyldi, og eiga enga sök á hruninu, sem varð vegna þess, að byggt var allt of mikið á sandi auðæfaoflætisins, í stað hinnar bjargföstu trúar aldanna, byggða á bjarginu eina sanna, Drottni Jesú Kristi, hefur komið æ betur í ljós, að Ísland er a.m.k. að færast nær því, að teljast kristniboðsakur, heldur en kristin þjóð, þrátt fyrir að kristnin lifi enn í dag, þrátt fyrir allt. E.t.v. eru einnig skilin að verða skarpari milli þeirra, er játa kristna trú, og hinna, sem afneita henni; og í raun afneita allri trú, þar sem trúað er á æðri máttarvöld. Hugsanlega kynni svo að fara, að haldi óþróunin áfram, að kristniboðarnir frá Afríku, komi þaðan frá kristnum Afríkulöndum, og fari að boða kristna trú, t.d. í afhelguðum Evrópulöndum, þ.m.t hér á Íslandi, og þurfi að byggja upp bæða upp líknarþjónustuna sem og menntunina, einkum barnanna, grundvallaða á konungi konuganna, konungi kærleikans, Drottni Jesú Kristi. Guð gefi, að bæði Íslendingar sem og aðrir, sjái að sér, og slái skjaldborg um kristna kærleikstrú aldanna, og siði hennar sem og ávexti og arfleiðfar hennar, sem einkum lýtur að líknaþjónustunni til hinna sjúku sem og menntunarinnar, einkum barnanna. Ef til vill erum vér komin aftur á byrjunarreit, og þurfum því þess heldur, að stórefla kristniboð innanlands sem utan. Í raun er órofa samhengi milli varðveislu kristninnar og kristniboðsins, sem sagan hefur í raun sannað.
Hvað er til lausnar?
Kristilegum grundvallargildum sem og arfleiðfð og ávöxtum kristninnar, hefur fækkað, eins og að hyrningarsteinn kristilegs mannfélags er hjónabandið og fjölskyldan, með hina kristnu kærleikstrú aldanna, að leiðarljósi, grundvölluðum á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Sama má segja um önnur grundvallargildi sem og ávexti og arfleifð kristninnar, eins líknarþjónustunni til handa þeim sjúku sem og annarri mannúðar- og líknarstarfsemi, auk menntunar, einkum barna, grundvallaða á Drottni Jesú Kristi, Endurlausnara vorum og Frelsara. Og eins og fyrr segir, er hér órofa samhengi milli varðveislu kristninnar sem og kristniboðsins.
Hér er brýn þörf á markvissu endurreisnarátaki, varðandi varðveislu og uppbyggingu kristninnar og kristilegs siðferðis; slá skjaldborg um kristnina sem og grundvallargildi hennar, ásamt arfleifð og ávöxtum kristinnar kærleikstrúar aldanna, samhliða markvissu kristniboði, þar sem markvisst er unnið að eilífri sáluhjálp náungans og þjóðanna, nær sem fjær: Að gera allar þjóðir, og þ.m.t. alla íbúa þeirra, að lærisveinum Drottins Jesú Krists, vitandi það, að Hann er með oss alla daga, allt til enda veraldarinnar, þegar Hann kemur aftur, og tekur sína elskuðu heim til sín, heim til Föðurins, í einingu Heilags Anda. Og allir eru fyrirhugaðir til eilífs hjálpræðis og eilífs lífs í Drottni Jesú Kristi, sem afklæddist dýrð himnanna, gjörðist maður á hinum fyrstu jólum, er hann fæddist af Heilagri Maríu mey, Guðs móður, frelsaði og læknaði sjúka, og dó á krossi, þeim dauða, sem beið vor allra, vegna synda vorra, til að vér mættum lifa að eilífu í samfélagi Hans, og fullnaði sigur sinn yfir dauðanum, með upprisu sinni, á Páskadagsmorgni, sté upp til himna, og úthellti ásamt Föðurnum, sínum Heilaga Anda yfir lærisveina sína á Hvítasunnudagi - stofndegi kirkjunnar, og gjörir enn þann dag í dag. Kirkja Krists hefur lifað af, gegnum þrengingar allra alda, í rúm 2000 ár. Og mun áfram lifa af allar þrengingar. Ábyrgð hinna kristnu og kristniboðans er mikil, að berjast trúarinnar góðu baráttu, og gefast ekki upp fyrir heiminum og vonsku hans. Alkærleikur Guðs Föður, í Syni sínum, Jesú Kristi, í kraft og vernd Heilags Anda, er óendanlegur. Drotinn Jesús Kristur frelsar enn í dag. Mannvinurinn, kristniboðinn og æskulýðsleiðtoginn, Bjarni Eyjólsson (1913-1972), ritstjóri í Reykjavík, kemst svo að orði í þessari fögru þýðingu hans á hinum fögru sálmversum Norska mannvinarins og kristniboðans, K.L.Reichelt (1877-1952), sem segir allt, sem skiptir máli varðandi það að fylgja Kristi sem einlægur lærisveinn Hans, í kærleikssamfélagi Hans:
Ó, DROTTINN, ég vil aðeins eitt:
Að efla ríki þitt.
Ó, þökk, að náð sú var mér veitt,
sem vakti hjarta mitt.
Ég verður, Jesús, ekki er
að eiga að vera´ í þínum her,
en vinarnafn þú valdir mér,
mig vafðir blítt að hjarta þér,
ó, hjálpa mér
að hlýðnast eins og ber.
Ó, lát mig fá að finna ljóst,
hve fólksins neyð er sár.
Mér gef þinn ástareld í brjóst
og einlæg hryggðartár.
Í ljósi þínu lát mig sjá
hvern lýð, sem neyð og heiðni þjá,
því neyðin hans er hróp frá þér
að hjálpa eins og bauðstu mér -
að dauðastund
með djarfri fórnarlund.
Þá eitt ég veit: Mitt auga sér
þá undraverðu sín,
er langri ævi lokið er
og líf og kraftur dvín:
Ég sé þitt ríki sigur fær,
til sérhvers lýðs þitt frelsi nær,
og þessi mikli helgra her,
sem hjálp og lífið fann í þér,
þig, líknin blíð,
mun lofa alla tíð.
(Sálmabók 1972 Reichelt Bjarni Eyjólsson)
Áhersla mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, á mikilvægi varðveislu kristinnar kærleikstrúar aldanna, og kristins siðar, og þar með kristinna grundvallargilda, arfleifðar og ávaxta, einkum varðandi líknarþjónustu til handa þeim sjáku, og er í órofa samhengi við kristniboðið, kemur skýrlega fram í lífsköllun hans í Lambarene, í Mið-Afríku, þar sem hann reisti sjúkrahús árið 1913, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld, sem sagan sannar einnig, enda starfaði Schweitzer á kristniboðsstöð Franskra Mótmælenda í Lambarene, eða í nágrenni við hana, og hafði náin kynni og samvinnu við kristniboða, bæði Rómverks-Kaþólska og Evangelíska. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250). Þannig lýsti Schweitzer kynnum sínum, af kristniboðinu, eftir þriggja ára veru í Lambarene, og fórust m.a. orð á þessa leið:
,,Ég ber einlæga lotningu fyrir því starfi, sem amerískir kristniboðar hófu hér og franskir kristniboðar hafa haldið áfram. Þeir hafa mótað hugsun innlendra manna, í mannlegum og kristilegum skilningi, á þann veg, að það myndi sannfæra jafnvel ramma andstæðinga kristniboðs um það, að kenning Jesú megnar mikið gagnvart frumstæðum mönnum. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250).
Schweitzer hefur lagt mikla áherslu á að minna á það, sem kristniboðið hefur gert til líknar og hjálpar Afríkumönnum. Þeir hafa bætt líkamleg mein innlendra og kennt þeim hagnýta hluti, auk þess, sem þeir hafa uppfrætt þá um Jesúm Krist. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250).
Niðurlag:
Tökum í trú á móti Drottni vorum, Endurlausnara og Frelsara, Jesú Kristi, sem kallar oss til fylgdar sem forðum, og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir oss, til þess að vér mættum að eilífu lifa með Honum í kærleikssamfélagi Hans, sem öllum er fyrirhugað. Þá fyllumst vér Heilögum Anda, sem býr í oss og vöxum í helgun; lifum í iðrun og helgun. Þá munum vér hljóta þann dyrðarsveig, sem fullnast við lok tímanna á himnum, þar sem verða endurfundir ástvina. Þá verður fögnuður vor fullkominn. Ég enda með orðum mannvinarins og kristniboðslæknisins Alberts Schweitzers:
,,Hann kemur til vor eins og ókunnugur nafnlaus gestur, á sama hátt og Hann kom forðum við bakka vatnisins, Hann kom til þessarra manna, sem ekki vissu hver Hann var. Hann segir sömu orðin: ,,Fylg þú mér! Og Hann bendir oss á þau verkefni, sem Hann þarf að leysa á vorum tímum. Hann skipar fyrir. (*Kristniboðsskipunin, sjá einkum Metteusarguðspjall, 28. kap., vers 18-20). Og þeim, sem hlýða Honum, hvort sem þeir eru vitrir eða fávísir, mun Hann opinbera sjálfan sig í því, sem þeir fá að reyna í samfélagi Hans af erfiðleikum, átökum, og þrautum og þjáningum, og sem ósegjanlegan leyndardóm munu þeir læra og komast sjálfir að raun um Hver Hann er. (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. 401. *Innskot og áherslubreyting: ÓÞ). Sá ósegjanlegi leyndardómur er, að Jesús er Kristur, Sonur hins lifanda Guðs Föður vors á himnum; hinn sanni Messías! Amen!
Reykjavík 25. maí 2009,
Með vinsemd og virðingu,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Nýjustu færslur
- Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæp...
- HUGVEKJA: KRISTIN KÆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFÐ ALDANNA:
- SAMRÆMAST FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR KRISTINNI KÆRLEIKSTRÚ ALDA...
- HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
- MANNVINURINN OG KRISTNIBOÐSLÆKNIRINN ALBERT SCHWEITZER; Í ÁR ...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jesú var ekki til.. ekki guð heldur.
You are doing it wrong, get over it.
DoctorE (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 13:46
"En ég er þess fullviss, að mikill meirihluti almennings, vill varðvita kristna trú og siðferði, ásamt arfleifð og ávöxtum kristninnar"
Ég held að þetta sé rétt hjá þér fyrir utan það sem tengist trú. Siðferði er jú það sem við viljum halda í og efla.
"...enginn núverandi ráðamanna leitaði handleiðslu almáttugs Guðs, ekki síst á ögurstundu,..."
Ég er ótrúlega feginn að lifa í samfélagi þar sem þeir sem stjórna landinu eru ekki í persónulegu sambandi við Guð á hverjum degi, sbr semi-geðsjúklinginum George Bush.
Trú getur verið stórhættuleg þegar hún er orðin sterkari heldur en common-sense hjá fólki, t.a.m. þegar fólk telur að Guð sé að segja þeim að gera ákveðna hluti í samfélaginu okkar eða að það heldur að Guð sé almáttugur og vilji hjálpa fólki. Hví erum við að reyna að sannfæra fólk að það sé til yfirnáttúruleg vera sem vilji og geti hjálpað okkur þegar það er ekki raunin. Er óskhyggjan og þörf á huggunar-tilfinningu svo mikil að við reynum að forðast að horfast í augu við raunveruleikan?
Þröstur (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.