21.5.2009 | 22:12
VARÐVEISLA KRISTINNAR TRÚAR OG SIÐFERÐIS SEM OG MARKVISST KRISTNIBOÐ, ER EINA LEIÐIN TIL UPPBYGGINGAR OG VARÐVEISLU KRISTILEGS MANNFÉLAGS.
Mannfélag vort hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir, bæði fyrr og nú. Ekkert hefur hjálpað sem hin bjargfasta trú aldanna, sem grundvallast á bjarginu eina sanna, Drottni Jesú Kristi. Og af hafa leitt ávextir og arfleifð þeirrar bjargföstu sáluhjálplegu trúar, ekki síst varðandi ummönnun sjúkra og þar með björgunar mannslífa, líknarþjónustunnar sem og uppeldis og menntunar barna og unglinga, sem hefur að leiðarljósi þessa bjargföstu kærleikstrú aldanna, byggða á bjargi aldanna, konungi konugnanna, konungi kærleikans, Drottni Jesú Kristi. Þá hefur fjölskyldan og hjónabandið verið hyrningarsteinn hins kristna mannfélags, með Heilaga Maríu Guðs móður og hina Heilögu fjölskyldu - hina bjargföstu kristnu kærleikstrú aldanna, að leiðarljósi, byggða á Drottni Jesú Kristi. E.t.v finnst einhverjum auðveldara að byggja líf sitt á sandi tíðarandanns einum saman, og afneita guðlegri forsjá. Sá hinn sami er á mikum villigötum; upplausn og miskunnarleysi hins guðlausa mannfélags, hefur sagan sannað, fyrr og nú. Líf í og með Drottni vorum Jesú Kristi, þarf alls ekki að vera auðvelt líf eða líferni, og krefst sjálfsafneitunar og fórna, að fljóta ekki með tíðarandunum, sem gæti virst vera auðvelt líf eða líferni, en skilar þess minna, er upp er staðið, andstætt því lífi eða líferni, sem byggt er á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Mikilvægi hlutverks húsmóðurinnar er þar ómetanlegt, enda ómetanlegt að koma ekki að tómu húsi, heima, að loknum skóladegi í barnaskóla, eins og margir geta, og hafa vitnað um. Sama má segja um mikilvægi hlutverks ömmunnar og afans. Guð gefi, að þessi kristnu lífsgildi, ásamt fleiri kristilegum lífsgildum, vaxi ásmegin í mannfélaginu á nýjan leik.
Guðleysið veður nú um mannfélag vort, eins og faraldur, með allt sitt miskunnarleysi og siðleysi, skreytt ýmsum innihaldssnauðum fallegum orðum, eins og t.d. ,,lýðræði, eða ,,jafnrétti, en hvernig er það ,,jafnrétti, sem nær t.d. ekki yfir líf hins ófædda barns; grundvallarrétturinn og þar með grundvallarmannréttindi til lífsins er virt að vettugi, og syndin gerð að einhverskonar ,,mannréttindum. Er hér e.t.v. um að ræða syndina gegn Heilögum Anda, sem aldrei verður fyrirgefin? Mannfélag vort virðist vera orðið að kristniboðsakri, hefur e.t.v. orðið það fyrr, en kemur nú e.t.v. betur í ljós eftir efnahagshrunið mikla sl. haust, sem bitnað hefur harðast á þeim, sem síst skyldi, sem varð, vegna þess að of mikið var haft að leiðarljósi sá fjársjóður, sem mölur og ryð fær grandað, í stað þess að hafa meira að leiðarljósi þann fjársjóð, sem mölur og ryð fær aldrei grandað, byggt á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Og guðlaus marxísk hugmyndafræði, er hér heldur engin lausn, sem sagan hefur einnig sannað.
Kristniboðið er hér grundvallaratriði, nær sem fjær, og er í órofa samhengi við alla kristilega uppeldis, - hjálpar,- og líknarstarfsemi. Rofni það samhengi, er voðinn vís, eins og komið hefur á daginn, jafnvel meðal kristinna einstaklinga, sem vegna tíðarandans í dag, hafa farið að greina of mikið á milli kristniboðsins og kristilegrar hjálpar- og líknarstarfsemi. Í raun sannar vitnisburður sögunnar þetta, ekki síst í kristniboði fyrri tíma og sl. aldar, og má nefna fögur dæmi þar um, eins og kristniboðsstarf mannvinarins Alberts Schweitzer, sem reisti sjúkrahús í Lambarene í Mið-Afríku, árið 1913, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Krisinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga). Sama má nefna varðandi mannvinninn systur Móður Theresu, sem starfaði lengst af ævi sinnar í kristinni líknarreglu meðal sinna minnstu meðbræðra og systra í Indlandi. Hér á landi má nefna kristilegt líknarstarf Kaþólsku systranna, sem reistu m.a. sjúkrahús í Reykajvík, árið 1902, sem var í órofa samhengi Kaþólska kristniboðsins. Hér á landi má einng nefna mannvininn og æskulýðsleiðtogann Bjarna Eyjólfsson, sem m.a. sat í fjóra áratugi í stjórn KFUM, og var rúma þrjá áratugi í starfi og forystu í málefnum Sambands Íslenskra kristniboðsfélaga. (Árni Sigurjónsson, 1988, Bjarni Eyjólfsson, Úr minningasafni, bls. 8). Þessa er ekki síst að minnast í tilefni af því, að í ár eru liðin 110 ár frá stofnun KFUM og KFUK á Íslandi. Og fleira mætti vissulega nefna, eins og ómetanlegt starf Hjálpræðishersins, Samhjálpar, ABC-hjálparstarfs, o.s.frv. Guði sé lof, þá eru enn þann dag í dag kristileg uppeldis, -hjálpar,- og líknarsamtök, þar sem kristniboðið er haft að leiðarljósi, þar sem órofa samhengi er á milli kristniboðsins og kristilegra kærleiksstarfa líknarstarfa -, byggð á Drottni Jesú Kristi, Endurlausnara vorum og Frelsara. Guð blessi alla vora minnstu meðbræður og systur, nær sem fjær. Guð blessi Ísland, og Íslenska þjóð.
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Nýjustu færslur
- Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæp...
- HUGVEKJA: KRISTIN KÆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFÐ ALDANNA:
- SAMRÆMAST FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR KRISTINNI KÆRLEIKSTRÚ ALDA...
- HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
- MANNVINURINN OG KRISTNIBOÐSLÆKNIRINN ALBERT SCHWEITZER; Í ÁR ...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ólafur... Hvað er Kristniboð, hvað er verið að boða, hvaða nýja eðli er það sem maður fær í Kristi?
ibbets (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 20:02
Komdu sæl Sigurbjörg.
Þakka þér bæði fyrir góða hvatningu og ábendingar, en allar slíkar ábendingar koma að góðum notum.
Með bestu kveðjum,
Ólafur Þórisson.
Ólafur Þórisson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 12:30
Komdu sæll.
Þakka þér fyrirspurnina. Það er um að gera að koma bæði með athugasemdir og spurningar.
Þetta er það helsta, sem ég hef dregið saman varðandi fyrirspurnina, og þá bæði í sögulegum skilningi sem eilífgildum:
Kristilegum grundvallargildum sem og arfleiðfð og ávöxtum kristninnar, hefur fækkað, eins og að hyrningarsteinn kristilegs mannfélags er hjónabandið og fjölskyldan, með hina kristnu kærleikstrú aldanna, að leiðarljósi, grundvölluðum á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Sama má segja um önnur grundvallargildi sem og ávexti og arfleifð kristninnar, eins líknarþjónustunni til handa þeim sjúku sem og annarri mannúðar- og líknarstarfsemi, auk menntunar, einkum barna, grundvallaða á Drottni Jesú Kristi, Endurlausnara vorum og Frelsara. Og eins og fyrr segir, er hér órofa samhengi milli varðveislu kristninnar sem og kristniboðsins.
Hér er brýn þörf á markvissu endurreisnarátaki, varðandi varðveislu og uppbyggingu kristninnar og kristilegs siðferðis; slá skjaldborg um kristnina sem og grundvallargildi hennar, ásamt arfleifð og ávöxtum kristinnar kærleikstrúar aldanna, samhliða markvissu kristniboði, þar sem markvisst er unnið að eilífri sáluhjálp náungans og þjóðanna, nær sem fjær: Að gera allar þjóðir, og þ.m.t. alla íbúa þeirra, að lærisveinum Drottins Jesú Krists, vitandi það, að Hann er með oss alla daga, allt til enda veraldarinnar, þegar Hann kemur aftur, og tekur sína elskuðu heim til sín, heim til Föðurins, í einingu Heilags Anda. Og allir eru fyrirhugaðir til eilífs hjálpræðis og eilífs lífs í Drottni Jesú Kristi, sem afklæddist dýrð himnanna, gjörðist maður á hinum fyrstu jólum, er hann fæddist af Heilagri Maríu mey, Guðs móður, frelsaði og læknaði sjúka, og dó á krossi, þeim dauða, sem beið vor allra, vegna synda vorra, til að vér mættum lifa að eilífu í samfélagi Hans, og fullnaði sigur sinn yfir dauðanum, með upprisu sinni, á Páskadagsmorgni, sté upp til himna, og úthellti ásamt Föðurnum, sínum Heilaga Anda yfir lærisveina sína á Hvítasunnudagi - stofndegi kirkjunnar, og gjörir enn þann dag í dag. Kirkja Krists hefur lifað af, gegnum þrengingar allra alda, í rúm 2000 ár. Og mun áfram lifa af allar þrengingar. Ábyrgð hinna kristnu og kristniboðans er mikil, að berjast trúarinnar góðu baráttu, og gefast ekki upp fyrir heiminum og vonsku hans. Alkærleikur Guðs Föður, í Syni sínum, Jesú Kristi, í kraft og vernd Heilags Anda, er óendanlegur. Drotinn Jesús Kristur frelsar enn í dag. Mannvinurinn, kristniboðinn og æskulýðsleiðtoginn, Bjarni Eyjólsson (1913-1972), ritstjóri í Reykjavík, kemst svo að orði í þessari fögru þýðingu hans á hinum fögru sálmversum Norska mannvinarins og kristniboðans, K.L.Reichelt (1877-1952), sem segir allt, sem skiptir máli varðandi það að fylgja Kristi sem einlægur lærisveinn Hans, í kærleikssamfélagi Hans:
Ó, DROTTINN, ég vil aðeins eitt:
Að efla ríki þitt.
Ó, þökk, að náð sú var mér veitt,
sem vakti hjarta mitt.
Ég verður, Jesús, ekki er
að eiga að vera´ í þínum her,
en vinarnafn þú valdir mér,
mig vafðir blítt að hjarta þér,
ó, hjálpa mér
að hlýðnast eins og ber.
Ó, lát mig fá að finna ljóst,
hve fólksins neyð er sár.
Mér gef þinn ástareld í brjóst
og einlæg hryggðartár.
Í ljósi þínu lát mig sjá
hvern lýð, sem neyð og heiðni þjá,
því neyðin hans er hróp frá þér
að hjálpa – eins og bauðstu mér -
að dauðastund
með djarfri fórnarlund.
Þá eitt ég veit: Mitt auga sér
þá undraverðu sín,
er langri ævi lokið er
og líf og kraftur dvín:
Ég sé þitt ríki sigur fær,
til sérhvers lýðs þitt frelsi nær,
og þessi mikli helgra her,
sem hjálp og lífið fann í þér,
þig, líknin blíð,
mun lofa alla tíð.
(Sálmabók 1972 Reichelt – Bjarni Eyjólsson)
Áhersla mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, á mikilvægi varðveislu kristinnar kærleikstrúar aldanna, og kristins siðar, og þar með kristinna grundvallargilda, arfleifðar og ávaxta, einkum varðandi líknarþjónustu til handa þeim sjáku, og er í órofa samhengi við kristniboðið, kemur skýrlega fram í lífsköllun hans í Lambarene, í Mið-Afríku, þar sem hann reisti sjúkrahús árið 1913, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld, sem sagan sannar einnig, enda starfaði Schweitzer á kristniboðsstöð Franskra Mótmælenda í Lambarene, eða í nágrenni við hana, og hafði náin kynni og samvinnu við kristniboða, bæði Rómverks-Kaþólska og Evangelíska. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250). Þannig lýsti Schweitzer kynnum sínum, af kristniboðinu, eftir þriggja ára veru í Lambarene, og fórust m.a. orð á þessa leið:
,,Ég ber einlæga lotningu fyrir því starfi, sem amerískir kristniboðar hófu hér og franskir kristniboðar hafa haldið áfram. Þeir hafa mótað hugsun innlendra manna, í mannlegum og kristilegum skilningi, á þann veg, að það myndi sannfæra jafnvel ramma andstæðinga kristniboðs um það, að kenning Jesú megnar mikið gagnvart frumstæðum mönnum.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250).
Schweitzer hefur lagt mikla áherslu á að minna á það, sem kristniboðið hefur gert til líknar og hjálpar Afríkumönnum. Þeir hafa bætt líkamleg mein innlendra og kennt þeim hagnýta hluti, auk þess, sem þeir hafa uppfrætt þá um Jesúm Krist. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250).
Tökum í trú á móti Drottni vorum, Endurlausnara og Frelsara, Jesú Kristi, sem kallar oss til fylgdar sem forðum, og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir oss, til þess að vér mættum að eilífu lifa með Honum í kærleikssamfélagi Hans, sem öllum er fyrirhugað. Þá fyllumst vér Heilögum Anda, sem býr í oss og vöxum í helgun; lifum í iðrun og helgun. Þá munum vér hljóta þann dyrðarsveig, sem fullnast við lok tímanna á himnum, þar sem verða endurfundir ástvina. Þá verður fögnuður vor fullkominn. Ég enda með orðum mannvinarins og kristniboðslæknisins Alberts Schweitzers:
,,Hann kemur til vor eins og ókunnugur nafnlaus gestur, á sama hátt og Hann kom forðum við bakka vatnisins, Hann kom til þessarra manna, sem ekki vissu hver Hann var. Hann segir sömu orðin: ,,Fylg þú mér!“ Og Hann bendir oss á þau verkefni, sem Hann þarf að leysa á vorum tímum. Hann skipar fyrir. (*Kristniboðsskipunin, sjá einkum Metteusarguðspjall, 28. kap., vers 18-20). Og þeim, sem hlýða Honum, hvort sem þeir eru vitrir eða fávísir, mun Hann opinbera sjálfan sig í því, sem þeir fá að reyna í samfélagi Hans af erfiðleikum, átökum, og þrautum og þjáningum, og sem ósegjanlegan leyndardóm munu þeir læra og komast sjálfir að raun um Hver Hann er.“ (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. 401. *Innskot og áherslubreyting: ÓÞ). Sá ósegjanlegi leyndardómur er, að Jesús er Kristur, Sonur hins lifanda Guðs Föður vors á himnum; hinn sanni Messías! Amen!
Reykjavík 25. maí 2009,
Með bestu kveðjum,
Ólafur Þórisson.
Ólafur Þórisson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.