Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæpiur gegn mannnkyni:

 Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum, þar sem heimild er gefin til fósturdeyðingar í átjándu viku meðgöngu, sem er nýmæli, þar sem fyrir löngu er hafinn vöxtur bæði höfuðs og útlima hins ófædda barns.  Er þessi gjörningur nefndur þungunarrof.  Eru þá bæði útlimir og höfuð barnsins sniðin af. 

 Fósturdeyðingar, eins og þær hafa verið stundaðar til þessa, eru nógu grófar deyðingar gegn hinu ófædda barni.  Hér er verið að deyða líf, sem þegar hefur kviknað.  Mannlegt líf er friðheilagt frá getnaði.  Hér hefur tímaramminn verið miðaður við tólftu viku meðgöngu; þá er ófædda barnið deytt; mannlegt líf er eytt, sem er ekkert annað en manndráp!  

 Í hinu nýja ofangreinda frumvarpi, fæst lagaleg heimild fyrir enn grófari deyðingu hins ófædda barns, sem nefnt er fósturrof, þar sem ófædda barnið er bæði afhöfðað og aflimað, sem er ekkert annað en glæpur gegn mannkyni!

 Nú skiptir öllu máli að hindra að ofangreint frumvarp  verði samþykkt á Alþingi Íslendinga, og að til verði slík ólög hér á landi, sem heimili enn grófari deyðingu hins ófædda barns, enn nokkru sinni hafi verið heimiluð hér á landi, frá kristnitökunni árið 1000.  Fáist þetta samþykkt, á sér stað algjört siðrof hér á landi, sem byggist á marxiskri guðlausri hugmyndafræði, og algjörlega siðlausri hugmyndafræði guðleysis og guðshaturs, sem vill útrýma öllu því, sem lýtur að kristinni kærleikstrú og arfleifð aldanna, hinni kristnu menningararfleifð hinna trúu formæðra- og forfeðra vorra, að fyrirmynd Heilagrar Maríu Guðs móður og hinnar Heilögu Fjölskyldu, grundvallað á Orðinu holdi klæddu, Drottni vorum Jesú Kristi.  Guð blessi Ísland.

 Með óskum um alla Guðs blessun

 Ólafur Þórisson, cand. theol.

.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband