HUGVEKJA: KRISTIN KĆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFĐ ALDANNA:

Kristin kćrleikstrú og menningararfleifđ aldanna I:           



I-1         
Í grein mannvinarins og kristnibođans, Jóhanns Hannessonar, segir orđrétt:          

            Ţegar kristindómurinn kom til sögunnar, ţá kenndi hann mönnum ekki 
            ađ rćkta jörđina, brćđa málma, fćra bćkur í letur, smíđa skip, gera
            vegi og byggja borgir. Allt ţetta hafđi ţá stađiđ um margar aldir.
            Kristindómurinn kom blátt áfram međ fagnađarerindiđ og nýja, áđur
            ókunna ţjónustu gagnvart bágstöddum, fátćkum og sjúkum.
Hann
            stofnar nýtt samfélag, hina kristnu kirkju, brćđrasamfélag manna,
            sem tóku kristna trú, en ţetta samfélag var ólíkt öllu öđru, sem

            veröldin hafđi áđur séđ. Ţađ var ekki grundvallađ á mćtti né valdi né
            vizku manna, heldur á Guđi, Guđs syni, sem kominn var til ađ frelsa
            mennina, og Heilögum Anda, sem úthellt var til ţess, ađ Guđ vćri alltaf
            nálćgur og starfandi mitt á međal ţeirra.[1]  
           

            Hér kemur skýrt fram, ađ međ kristindómnum, kemur fram áđur ókunn ţjónusta.   Nýtt samfélag           verđur til.  Hér er um ađ rćđa samfélag miskunnar og líknar, sem hvergi hefur náđ eins langt, en á áhrifasvćđi kristninnar.  Guđ skapađi manninn í sinni mynd, og allt annađ líf.  Frelsun syndugs manns er hér mikilvćgust, enda eru allir fyrirhugađir til eilífs lífs í Kristi Jesú, Drottni vorum og Frelsara, í Heilögum Anda.  Hjálprćđi Guđs í Kristi Jesú, sem fćddist á hinum fyrstu Jólum, frelsađi, líknađi og lćknađi alla menn.  Hann dó á krossi, fyrir alla synduga menn, á Föstudaginn langa, og sigrađi dauđann međ upprisu sinni, og fullnađi ţar hjálprćđisverk sitt, á hinum fyrstu Páskum, og úthellti, ásamt Föđurnum, hinum Heilaga Anda yfir lćrisveina sína, á Hvítasunnudag, stofndegi kirkjunnar.  Hann varđ uppnuminn til himins, á Uppstigningardag, og kemur aftur í krafti og dýrđ og tekur alla sína elskuđu heim í himinn sinn.  Drottinn frelsar enn synduga menn, og helgar ţá Heilögum Anda, anda huggunar, líknar og helgunar.  Og allir, allir, eru fyrirhugađir til eilífs lífs í Drottni Jesú Kristi.       

            Međ afkristnun og afsiđun seinni ára, hlýtur ađ koma fram ţađ andlega hrun, ţar sem kristilegum grundvallargildum er kastađ á glć, eins og t.d. líknar- og heilbrigđisţjónustan, sem viđ sjáum nú sem óhugnanlegt dćmi endauss niđurskurđur, ţar sem lítiđ er eftir ađ ţeirri miskunn og líkn, sem ţjónustan hefur einkum veriđ hinum sjúku.  Hvíldardagurinn varđ mannsins vegna, en ekki mađurinn hvíldardagsins vegna, ţótt heilagur er!  Hvađ ţá varđandi ţann fjársjóđ, sem mölur og ryđ fćr grandađ, og ţar er hluti hins „pólitíska rétttrúnađs“, „hallalaus fjárlög“, ţví miđur alls ekkert undanskilin, í mannfélagi, ţar sem auđćfaoflćtiđ er dýrkađ!  Er ekki ţvert á móti sá fjársjóđur, sem mölur og ryđ fćr ekki grandađ, mikilvćgari, ţar sem einn dýrsti ávöxtur kristninnar, björgun, umönnun og líkn, einkum til handa ţeim sjúku,  er ţvert á móti alls ekki undarskilinn!  Hvergi er mannslífiđ - sem og annađ líf - metiđ jafn mikils, en innan kristindómsins, ţar sem líf hins ófćdda barns, er alls ekki undanskiliđ. Mannslífiđ er friđheilagt frá getnađi, og ţess beđiđ sérstaklega á Kristsdegi, sem var haldinn í Hörpunni nú í haust, ađ viđhorfsbreyting verđi í ţjóđfélaginu, og líf hins ófćdda barns metiđ jafnt sem allt annađ mannslíf!


I-2
         Í seinni hluta greinar Jóhanns, segir ennfremur orđrétt:       
           
 
           Ég nefndi hér ađ framan, ađ kristindómurinn hafi ekki kennt
            Rómverjum og Grikkjum verklega menningu í fornöld. Ţetta á ţó ekki
            viđ um ţađ, sem síđar gerđist í Vestur-Evrópu. Ţar rćktuđu kirkjunnar
            menn land í stórum stíl, ruddu skóga, byggđu sćluhús og gistihús ogg
            grundvölluđu klaustur, borgir, skóla og háskóla. Í mörgum löndum
            hefur engin rćkt veriđ lögđ viđ ţjóđleg frćđi, fyrr en kristnin hefur
            kennt a.m.k. nokkrum mönnum ađ lesa og skrifa. Skólinn, sjúkrahúsiđ
            og kirkjan eru stofnanir, sem kristindómurinn hefur upphaflega
            skapađ í mörgum löndum. Međal allmargra frumstćđra ţjóđa hefur

            kristindómurinn reist mikinn hluta menningarlífsins frá grunni, fćrt
            mál ţeirra í letur í fyrsta sinn, skapađ hinar fyrstu bókmenntir, kennt
            ţeim margs konar iđnađ og jarđrćkt, auk ţess sem ţađ hefur hjálpađ

            ţeim til ađ byggja ofangreindar ţjóđfélagsstofnanir og hćli fyrir börn
            og holdsveika og hjálpađ ţeim á margvíslegan hátt í tímanlegri og
            andlegri neyđ.[2]        





Kristin kćrleikstrú og menningararfleifđ aldanna II:        


II-1      Mannvinurinn og kristnibođslćknirinn, Albert Schweitzer, reisti sjúkrahús áriđ 1913, í Lambarene viđ Ógówefljót, í Gabúnhérađi, í frönsku Miđbaugs-Afríku,
[3] og starfađi ţar sem kristnibođslćknir í rúma hálfa öld, vissulega međ ađstođ góđs fólks, ekki síst eiginkonu sinnar; enda starfađi Schweitzer á kristnibođsstöđ franskra mótmćlenda í Lambarene, eđa í nágrenni viđ hana, og hafđi náin kynni og samvinnu viđ kristnibođa, bćđi rómverks-kaţólska og evangelíska.[4]  Ţannig lýsti Schweitzer kynnum sínum, af kristnibođinu, eftir ţriggja ára veru í Lambarene, og fórust m.a. orđ á ţessa leiđ:

            Ég ber einlćga lotningu fyrir ţví starfi, sem amerískir kristnibođar hófu               hér og franskir kristnibođar hafa haldiđ áfram. Ţeir hafa mótađ hugsun    
            innlendra manna, í mannlegum og kristilegum skilningi, á ţann veg, ađ ţađ
            myndi sannfćra jafnvel ramma andstćđinga kristnibođs um ţađ, ađ kenning
            Jesú megnar mikiđ gagnvart frumstćđum mönnum."
[5]       

            Schweitzer hefur lagt mikla áherslu á ađ minna á ţađ, sem kristnibođiđ hefur gert til líknar og hjálpar Afríkumönnum. Ţeir hafa bćtt líkamleg mein innlendra og kennt ţeim hagnýta hluti, ,,auk ţess sem ţeir hafa frćtt ţá um Jesúm Krist."
[6]  



II-2
     Schweitzer leggur einnig mikla áherslu á ţađ, ađ gleyma aldrei ađ líta sér nćst.[7] Líknarţjónustan, og önnur ómetanleg störf mannúđar, björgunar og uppfrćđslu, og ţar međ ómetanleg og óeigingjörn störf heilbrigđisstarfsfólks og annarra, sem varđveitt hefur veriđ hér á landi, í rúma öld sem arfleifđ og ávöxt kristinnar kćrleikstrúar aldanna, verđur ađ varđveita.

          Stjórnvöld hafa ţví miđur ađ miklu leiti sagt skiliđ viđ kristileg grundvallaratriđi björgunar, mannúđar og líknar, međ óábyrgri afstöđu til heilbrigđismála, sem veldur andlegum og efnislegum óstöđugleika – spara eyrinn, en henda krónunni, sem byggist á siđferđilegu agaleysi núverandi stjórnvalda, sem kemur ţví miđur skýrt fram í fyrirhuguđum fjárlögum fyrir nćsta ár, ţar sem naumt er skammtađ fjárframlögum til heilbrigđismála, en ekki síđur fyrirhuguđum fjáraukalögum, ţar sem LSH. er ekki er veitt viđbótarfé í fjáraukalögunum til ađ sinna  bráđaţjónustu,sbr. viđtal viđ Pál Mattthíasson, forstjóra LSH. í seinni fréttum Rúv. miđvikudagskvöldiđ 12. nóvember sl. og á vef Rúv.  Tilgangur fjáraukalaga er ađ mćta óvćntum útgjöldum ríkissjóđs.  Landspítalinn er kominn meira en einn milljarđ fram úr fjárheimildum á ţessu ári.  Páll undrast ţađ sem hann nefnir sérkennilega forgangsröđum og er undirritađur innilegaa sammála honum!  Ţađ ţarf ekki glöggt auga til ađ sjá, ađ bráđaţjónustan, sem er upp á líf og dauđa komin, er ógnađ međ óhóflegu vanmmati og agaleysi af hálfu stjórnvalda!  Páll segir hins vegar mestu máli skipta ađ spítalinn fái aukiđ fé á nćsta ári.  Undirritađur tekur vissulega undir ţađ, en varar um leiđ viđ ţví hversu naumt sé skammtađ féi til heilbrigđisţjónustunnar, og ţa einkum til LSH. Fyrrverandi hćstvirtir heilbrigđis- og velferđarráđherra, hefur varađ alvarlega viđ ţessu sem og forstjóri LSH., og ţá einkum varđandi fjársvelti í fjáraukalögum! Í ţessu ástandi er álag allt of mikiđ hjá stafsfólki, sem getur endađ međ ófyrirsjáanlegum atburđum! Útilokađ er í ţessu ástandi, ađ heilbrigđisstarfsfólk geti í senn sinnt lögbundnum skyldum innan heilbrigđisţjónustunnar, og veriđ um leiđ innan heimilda fjárlaga eđa fjáraukalaga!  Miđađ viđ alvarleika ţessa ástands, kemst ndirritađur ekki hjá ţví, allravirđingarfyllst, spyrja hćstvirta ráđherra núverandi ríksistjórnar, til ađ svara eftirfarandi spurningu:[8]  Í ljósi ofangreindra fjárlaga og fjáraukalaga, hvort má ţá yfirstjórn og heilbrigđisstarfsfólk LSH. búast viđ ákćru ríkissaksóknara, sbr. mál frá árinu 2012, sem er ekkert annađ en dapurleg harmsaga, ţar sem LSH. og hjúkrunarfrćđingur eru ákćrđ, fyrir ađ sinni ekki - ekki getađ sinnt í ljósi óhóflegs vinnuálags, sem einnig er ólögmćtt - lögbundinni ţjónustu spítalans, eđa umkvörtun ríkisendurskođunar, fyrir ađ fara fram úr fjárlögum og/eđa fjáraukalögum, ef ekki verđur unnt ađ sinna lögbundinni ţjónustu, og ţá einkum varđandi bráđaţjónustu, nema ađ fara fram úr fjárheimildum tilvonandi fjárlaga og/eđa fjáraukalaga, sem leiđa til hallareksturs LSH., einkum varđandi bráđaţjónustu, sem sérstaklega varđar almannavarnir og almannaheill?  Hvađ međ ţá túlkun á fjáraukalögum, ađ tilgangur ţeirra sé ađ mćta óvćntum útgjöldum ríkissjóđs, sem kemur skýrt fram í  41. gr. stjórnarskrárinnar nr 33, 17 júní 1944, og kemur einnig skýrt fram í túlkun í lögfrćđiriti Sigurđar Líndals, lagaprófessors, í  bókinni "Um lög og lögfrćđi", ţar sem orđrétt segir:

            Í 41 gr. stjórnarskrarinnar er gert ráđ fyrir fjáraukalögum.  Vandi er ađ               sjá nákvćmlega fyrir alla fjárţörf og óvćnt útgjöld verđa iđulega.  Er ţá               kostur á ađ afla heimilda til greiđslna úr ríkissjóđi umfram ţađ sem mćlt 
            er í fjárlögum. Fjáraukalög eru lögđ fram ásamt fjárlögum nćsta árs, ţannig
            ađ ţar eru fjáraukalög yfirstandandi árs leiđrétt ađ fenginni reynslu og
            heimild ađ nokkru leyti veitt eftir ađ greiđslur hafa fariđ fram, en ađ
            öđru leyti til ađ greiđa fyrirsjáanleg útgjöld.[9]
            
               
        
            Hér kemur skýrt fram, ađ tilgangur fjáraukalaga sé ađ mćta óvćntum útgjöldum ríkissjóđs!  Samkvćmt orđanna hljóđan getur hér veriđ átt viđ hverskyns útgjöld ríkissjóđs, almennt séđ, ţannig ađ alls ekki er hćgt ađ útiloka neinn ţátt ţeirra útgjaldaliđa ríkissjóđs, sem til stađar eru og varđa lögbundna ţjónustu.  Ţess heldur er međ ólíkindum, hvernig forgangsröđun ríkisfjármála er ákveđin, einkum varđandi ţá ţjónustu og ţau störf, sem varđa almannavarnir og almannaheill, og ţar er lögbundin heilbrigđisţjónusta alls ekki undanskilin, ađ ekki sé minnst á bráđaţjónustuna, sem sérstaklega varđa svo sannarlega almannavarnir og almannaheill!!
          
            Guđ gefi, ađ stjórnvöldum beri gćfu til ađ taka ekki ţá skammsýnu og óskynsamlegu ákvörđun, ađ grípa til siđferđilega vafasams niđurskurđar, eins og blikur eru á lofti um varđandi fyrirhuguđ fjárlög og fjáraukalög til heilbrigđismála, sem kunna ađ leiđa til fjöldauppsagna heilbrigđisstarfsfólks, og annarra ţeirra, sem ađ öryggis-, björgunar- og mannúđarstörfum vinna - afleiđingarnar verđa aldrei metnar til fjár!  Einn dýrmćtasti ávöxtur ţess
fjársjóđar, sem mölur og ryđ fćr aldrei grandađ, er einn dýrsti ávöxtur kristninnar, björgun, umönnun og líkn, einkum til handa ţeim sjúku!

Friđur Guđs, sem er ćđri öllum skilningi, varđveiti hjörtu vor og hugsanir, í Drottni Jesú Kristi.  Amen.     




Reykjavík, 15. nóvember 2014.        

Međ vinsemd og virđingu og óskum um alla Guđs blessun.   
Ólafur Ţórisson, cand. theol.
           

 

 

[1] Jóhann Hannesson:  Myndar kristindómurinn menningu? í Kristilegu stúdentablađi 1953.
  Fyrri hluti.  Áherslubreyting:  ÓŢ.

[2] Jóhann Hannesson:  Myndar kristindómurinn menningu? í Kristilegu stúdentablađi 1953.
  Seinni hluti.  Áherslubreyting:  ÓŢ.

[3] Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, ćvisaga, bls. 81

[4] Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, ćvisaga, bls. 250.

[5] Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristensson, 1955, Albert Schweitzer, ćvisaga, bls. 250.

[6] Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristensson, 1955, Albert Schweitzer, ćvisaga, bls. 250.  
 Áherslubreyting:  ÓŢ.

[7] Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ćvisaga, bls.
272-275.

[8] Undirritađur áskilur sér allravirđingarfyllst rétt, til ađ senda formlegt bréf til 
 hćstvirtra ráđherra forsćtis,- heilbrigđis- og fjármála og efnahagsmála, skv.
 upplýsingalögum nr. 50/1996, einkum 3. grein.

[9]
 Sigurđur Líndal, 2002, Um lög og lögfrćđi, bls. 105.  Áherslubreyting:  ÓŢ.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er međ embćttispróf í guđfrćđi frá HÍ., og er međ rétt til embćttisgengis til prestsţjónustu
Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband