Mannvinurinn og kristniboðslæknirinn Albert Scheitzer, fylgdi efir þeirri köllun, að fylgja Jesú Kristi á þann hátt, að gefa Honum allt sitt líf. Byggist sú afstaða ekki síst á hinni kristnu kærleikstrú hans, sem kemur sérstaklega fram í niðurlagsorðum hans í guðfræðiriti sínu, um Ævisögur Jesú, þar sen kemur skýrt fram, að Jesús kallar oss enn til fylgdar við sig sem forðum daga, skipar oss fyrir, og bendir oss á þau verkefni, sem þarf að leysa á vorum tímum. Og þeir, sem hlýða Honum, mun Hann opinbera sig, og sem ósegjanlegan leyndardóm mun þeir sjálfir komast að raun um, hver Hann er. (Albert Scheitzers, 1954, The Quest of the Historikal Jesús, bls. 401; Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 41).
Grundvöllurinn er Jesús Kristur. Þessi kristna lífshugsjón Scheitzers, er í órofa samhengi, við kristniboðsskipunina sem og það, hvernig Jesús, bæði læknaði sjúka, og endurleysti til lifandi trúar á Hann sem og fyrirmælum Jesú til lærisveinanna, að lækna sjúka, og boða þeim það fagnaðarerindi, að Guðsríki er í nánd. Tengist þetta jafnframt grundvallarhugmyndum Schweitzers, að Jesús og frumkristnin, væntu komandi heimsslita, og að Guðleg tilvera tæki við, og Jesús væri hinn fyrirheitni Messías, byggðist verulega á síðari gyðinglegri/um heimsslitakenningu/m, að Guðs ríki væri í nánd, sem byggðist þar á hinum fyrirheitni Messíasi. (Albert Scheitzers, 1954, The Quest of the Historikal Jesús, bls. V (ogVI); Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, ævisaga, bls. 36-39. Þá áréttar Schweitzer enn endurkomu Krists, þar sem kemur fram skipun Jesú til lærisveina sinna, að sinna sínum minnstu meðbræðrum og systrum, þ.m.t. sjúkum, föngum o.s.frv. (Albert Scheitzers, 1954, The Quest of the Historikal Jesús, bls. VI). ,,Öll lifandi þekking á Guði er fólgin í því, að vér lifum hann sem kæleiksvilja í hjörtum vorum. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, ævisaga, bls. 270). Allt sem skiptir máli er viljinn, vonin og trúin. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, ævisaga, bls. 271).
Þá byggist, eða öllu heldur dýpkar, hin kristna kærleikshugsjón Schweitzers, einnig á kristilegu siðferðilegu áliti hans, ,,lotningu fyrir lífinu, sem kemur fram í kristilegu heimspekiriti hans, Menning og Siðfræði/Siðferði (Kultur und Ethic). ,,Hugtakið ,,lotning fyrir lífinu hefur öll skilyrði, segir Schweitzer, til að vera grundvöllur einfaldrar lífsskoðunar, sem allir geta skilið, en er um leið í samræmi við kröfur rökrænnar hugsunar og samkvæm kærleikskenningu Jesú. (Sigurbjgörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, ævisaga, bls. 268; áherslubreyting: ÓÞ).
Þessi djúpa kristilega lífshugsjón dýpkar enn dýpt þeirrar kristilegu lífshugsjónar, sem fram kemur í hinni kristnu kærleikshugsjón Alberts Schweitzer, sem kemur ekki síst fram í guðfræðikenningum hans, einkum fyrrnefndum niðurlagsorðum hans í riti sínu um Ævisögur Jesú, enda fylgdi hann kölluninni algjörlega eftir, með því að reisa sjúkrahús, í Lambarene við Ógówefljót, í Frönsku Miðbaugs-Afríku (A. E. F.), og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, ævisaga,bls. 81, 250).
Reykjavík, 10. mars 2012. Birt upphaflega: 25. mars, 2011. Birt endurbætt: 11. apríl 2012.
Með óskum um alla Guðs blessun
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og hefur lögbundinn rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál, Vefurinn | Breytt 15.8.2013 kl. 13:30 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Nýjustu færslur
- Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæp...
- HUGVEKJA: KRISTIN KÆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFÐ ALDANNA:
- SAMRÆMAST FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR KRISTINNI KÆRLEIKSTRÚ ALDA...
- HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
- MANNVINURINN OG KRISTNIBOÐSLÆKNIRINN ALBERT SCHWEITZER; Í ÁR ...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.