4.8.2011 | 17:45
ER LÍF HINS ÓFÆDDA BARNS EINSKIS METIÐ?:
Líf hins ófædda barns virðist ekki hátt metið, sbr. í frétt á vefnum Mbl.is frá 2. ágúst sl., þar sem tilvitnunarmerki, eða gæsalappir, eru sett utan um orðið lík, þegar um er að ræða lík af hinu ófædda barni. Þá er hatursáróðri einkum beint gegn kristnum félögum, sem séu andsnúin fóstureyðingum, eða m.ö.o eru á móti manndrápi ófæddra barna; í raun morðum á ófæddum börnum!
Samkvæmt kristinni kærleikstrú og sið aldanna, sem byggð er á Heilögu Guðs Orði, grundvallað á Orðinu holdi klæddu, Drottni Jesú Kristi, er líf hins ófædda barns metið jafnhátt, og líf allra annarra einstaklinga. Með afkristnun og afsiðun seinni tíma, hefur einkum þessum kristna kærleiksskylningi aldanna, hnignað mjög mikið.
Hér þarf heldur betur að snúa vörn í sókn og vinna að varðveislu hinnar kristnu arfleifðar sem og markvissu kristniboði, nær sem fjær. Hinn kristni kærleiksboðskapur aldanna, mismunar engum. Allt mannslíf er óendanlega mikilvægt. Þar er líf hins ófædda barns metið eins og líf allra manna.
Mannlífið er friðheilagt frá getnaði, og áréttast ekki síst í enn dýpri kærleiksskylningi, í hinni kristnu siðfræði mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers: ,,Lotning fyrir lífinu, sem er samkvæm kærleikskenningu Jesú; (Sigurbjörn Einarsson/ArnbjörnKristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 144, 268; áherslubreyting ÓÞ); grundvallað á konungi kærleikans, Jesú Kristi, sem kallar oss til fylgdar við sig, (Albert Schweitzer, 1954, The Quest ofthe Historical Jesus, bls. 401; Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson,1955,Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 40-41, 180; áherslubreyting: ÓÞ)., og á svo sannarlega við friðhelgi hins ófædda barns, frá getnaði sem og allrar líknarþjónustu, nær sem fjær!
Samkvæmt kristinni kærleikstrú og sið aldanna, sem byggð er á Heilögu Guðs Orði, grundvallað á Orðinu holdi klæddu, Drottni Jesú Kristi, er líf hins ófædda barns metið jafnhátt, og líf allra annarra einstaklinga. Með afkristnun og afsiðun seinni tíma, hefur einkum þessum kristna kærleiksskylningi aldanna, hnignað mjög mikið.
Hér þarf heldur betur að snúa vörn í sókn og vinna að varðveislu hinnar kristnu arfleifðar sem og markvissu kristniboði, nær sem fjær. Hinn kristni kærleiksboðskapur aldanna, mismunar engum. Allt mannslíf er óendanlega mikilvægt. Þar er líf hins ófædda barns metið eins og líf allra manna.
Mannlífið er friðheilagt frá getnaði, og áréttast ekki síst í enn dýpri kærleiksskylningi, í hinni kristnu siðfræði mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers: ,,Lotning fyrir lífinu, sem er samkvæm kærleikskenningu Jesú; (Sigurbjörn Einarsson/ArnbjörnKristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 144, 268; áherslubreyting ÓÞ); grundvallað á konungi kærleikans, Jesú Kristi, sem kallar oss til fylgdar við sig, (Albert Schweitzer, 1954, The Quest ofthe Historical Jesus, bls. 401; Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson,1955,Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 40-41, 180; áherslubreyting: ÓÞ)., og á svo sannarlega við friðhelgi hins ófædda barns, frá getnaði sem og allrar líknarþjónustu, nær sem fjær!
Kristin kærleikstrú aldanna varðar allt líf mannsins, og í raun allt annað líf að auki. Kristin kærleikstrú aldanna, er trú vonar og kærleika, líknar og huggunar, sem grundvallast á konungi konunganna, konungi kærleikans, Drottins Jesú Krists.
Með óskum um Guðs blessun.
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:05 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Nýjustu færslur
- Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæp...
- HUGVEKJA: KRISTIN KÆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFÐ ALDANNA:
- SAMRÆMAST FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR KRISTINNI KÆRLEIKSTRÚ ALDA...
- HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
- MANNVINURINN OG KRISTNIBOÐSLÆKNIRINN ALBERT SCHWEITZER; Í ÁR ...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.