NÚ ER MÆLIRINN FULLUR:

Hversu langt á svívirða stjórnvalda, fyrir kúgunarvaldi Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins (AGS) að ganga langt. Ég tek ofan fyrir háttvirtum þingmanni, Lilju Mósesdóttur, að upplýsa almenning um sannleikann varðandi ofurvald AGS. gagnavrt Íslandi, og þar með Íslendingum, í sjónvarpsfréttum sl. kvöld. Hér er mál að linni! Fjármálastofnanir, sem eru eins og hafnar yfir dóm Hæastaréttar, og þar með landslög, eiga að hljóta allt "hnossið", á meðan almenningur þessa lands, ekki síst heimilin, mega blæða! Að ekki sé talað um svívirðilegan siðlausan flatan niðurskurð til velferðarmála; t.d. frétti ég það í dag, að Háls, nef- og eyrnadeild Landspítalans í Fossvegi (Borgarspítalans) hafi verið lokað, bara svo eitt dæmi um svívirðuna sé hér nefnt!!!

Hingað og ekki lengra. Ég tek einnig ofan fyrir þeim, sem mótmæltu á friðsaman hátt við Seðlabanka Íslands í dag, og þá ekki síst Ellenu Kristjánsdóttur, söngkonu! Hvet ég til áframahaldandi friðsamlegra mómæla, eins og fyrirhugað er. Það hlýtur eitthvað mikið að vera að í mannfélaginu, þegar mjög íhaldsamur guðfræðingur, hvetur til mótmæla, - friðsamlegra að sönnu - gegn allri svívirðingunni, og þá ekki síst allri svívirðingunni gagnavart eldri borgurum og öryrkjum! Gagnvar heimilum landsins! Gagnvart veiku fólki! Gagnvart hyrningarstéttum líknar, miskunnar, löggæslu og björgunar!
Gagnavart gjörvöllum almenningi þessa lands, o.s.frv!

Hingað og ekki lengra. Stjórnvöld hafa algjörlega brugðist, og eru rúin öllu trausti! Mælirunn er fullur!! Hingað og ekki lengra!! Áfram með friðsöm mótmæli!!

Með vinsemd og virðingu, og öllum óskum um Guðs blessun og réttlæti!

Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband