21.6.2010 | 18:22
VALDNÍÐSLA BRETA TAKMARKALAUS:
Í sannleika sagt, átti ég ekki von á því, en að upplifa slíkt "þjóðernis-hatur" "fyrrverandi" nýlenduþjóðar, gagnvart þjóð, sem hafði enga vitneskju um óábyrga fjármálastarfsemi "gamla" Landsbankans, annars vegar í Bretlandi, og hins vegar í Hollandi. Viðkomandi aðilar hinnar óábyrgu fjármálastarfsemi, bera hér einir ábyrgð, en ekki öll þjóðin, hvað þá börn þessa lands, um ókomna framtíð. Ég var svo grunnhygginn, er núverandi forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir, að hinum verst stöddu í eigin landi, yrði hlíft við niðurskurði, varðandi velferðarþjónustunnar á krepputímum, að hér væri um Breskan "gentleman", eða "heiðursmann" að ræða. Hvílík grunnhyggja, að ætla slíkt, og þá ekki síður gagnvart eigin þegnum. Slíkur málflutningur hefur hingað til flokkast undir lýðskrum!
Ég held, að þessi brjóstumkennanlegi "heiðursmaður", gleymi í fyrsta lagi, að fyrirrennari hans, hefur þvert á móti skapað Breska ríkinu, margra milljarða punda skaðabótaábyrgð, lagalega séð, fyrir þau meiðyrði, að koma með slíkar yflirlýsingar, um að Íslendingar væru hryðjuverkamenn! Auk þess að knýja Kaupþing banka í endanlegt þrot. Þar olli hann sjálfum sér skaða sem og gjörvallri Bresku þjóðinni, því hefði hann hagað sér á skynsaman hátt, hefðu eignir gamla Landsbankans dugað af öllum líkindum fyrir öllum Ice-save reikningunum/ innistæðunum, a.m.k. í Bretlandi, ef ekki í Hollandi einnig. Hann er hér því lagalega séð, með tvæþætt ólögmæti, gagnvart heilu þjóðríki. Hér er einnig um lýðskrum að ræða, sem hann beitti, einungis til að auka á sínar eigin vinsældir, þótt til skamms tíma væri!
Krafa núverandi forsætisráðherra Bretlands, gagnvart Íslendingum, upp á 2,3 milljarða punda, sem kom fram á vef Ríkisútvrpsins nú rétt áðan, er ekkert annað en fjárkúgun og valdníðsla, og hefur ekkert með eitthvert lágmarks skuldbindingargildi samkvæmt Ess samningunum að gera. Þá hafa fræðimenn um víða veröld, m.a. í Frakklandi, þar sem viðtal var við einn af höfundum regluverks ESB og Ess, þar að auki lýst því yfir, sem kom fram í þætti Silfri Egils, í Ríkissjónvarpinu, að lagaleg skuldbinding Íslendinga væri engin, varðandi ofangreind mál, samkvæmt Ess samningunum! Fleiri hafa haldið þessu fram, um víða veröld.
Íslendingar vakna nú af vondum draumi valdníðslu þjóðar, sem hefur þóst, og þykist vera meðal "vinaþjóða", sem sagan hefur sannað á sl. öld.
Valdníðsla Breta og annarra "stórþjóða", gagnavrt "smáþjóðum", er ekkert nýtt, nú bætist aðeins Ísland í hóp þeirra fjölmörgu "smáríkja", sem hafa mátt þola valdníðslu og fjárkúgun af hálfu Breta og annarra "stórþjóða".
Í Heilagri Ritningu, er komið inn á viðlíkla valdníðslu "stórþjóða" gagnavrt "smáþjóðum", og mætti þar telja upp fjölda ritningartexta, sem ég læt ógjört að sinni.
Upphæð breska forsætisráðherrans, hefur ekket með þá spurningu að gera,
að standa í skilum, eða standa ekki í skilum, varðandi lágmarksupphæð viðkomandi reikninga/innistæðna, séu á annað borð lagaskilyrði fyrir þannig lágmarksríkisábyrgð, skv. regluverki Ess samningsins. Hér er því um óbilgjarna valdníðslu og kúgun, langt um fram skyldu - sé hún á annað borð til staðr - gagnvart þeim, sem enga sök hefur á aðstæðum, heldur tiltöllulega fáir "óábyrgir" aðilar "gamla" Landsbankans, sem fyrst og fremst eiga að bera ábyrgð! Síðan eftirlitsaðilar viðkomandi ríkja, þ.m.t. Breta og Hollendinga, sem heimilaði hina óábyrgu starfsemi, og loks viðkomandi ríkis, þ.e. Íslands. Ég held, að enginn efist um þetta, þ.e.a.s. ef lagaleg skuldbinding, fellur m.a. á það land innan Ess svæðisins, þannig að lagaskuldbindingin félli á þrjá aðila: 1) Viðkomandi ábyrgðaraðila "gamla" Landsbankans. 2. Eftirlitsstofnunar viðkomandi ríkja, (hér Bretlands og Hollands)og loks viðkomandi ríkis, (hér Íslands, sem ofangreindir sérfræðingar efast reyndar lagalega um, skv. Ess samningnum, þ.e. varðandi lið nr. 3.
2,3 milljarðir punda, er langt yfir þeirri upphæð, sem hér um ræðir, og þá til samans í Bretlandi og Hollandi. Grunnupphæðin myndi aðeins koma til greina, þ.e. ef lagalegar skuldbibdingar skv. Ess samningnum liggja fyrir.
Hér er um hreina ólögmæta valdníðslu og fjárkúgun að ræða, ólögmæta meingerð, og þá ekki síst varðandi opna vexti, sem Bretar telja sig í skjóli valds síns, geta einir lagt fram, hvað sem öllum lögum og reglugerðum líður. Er Bretland ekki lengur réttarríki? Hefur það nokkurn tímann verið það? Það er undarlegt, ef málið má ekki fara fyrir alþjóðadómstóla, skv. alþjóðalögum?
Þá er slík yfirlýsing ofannefnds forsætisráðherra með ólíkindum, að hreykja sér af því, að setja "fótinn" fyrir fyrir aðra, til valdníðslu og kúgunar! Það er spurning, hvort hann hafi ekki skapað sér, og "stórríki" sínu skaðabótaábyrgð, bæði með því að ætla með ólögmætum hætti, að valda öðrum aðila beinum skaða, og hins vegar út frá orðanna hljóðan, þar sem hann viðurkennir í raun fjárkúgun, en telur sig getað sett hana opinberlega fram í skjóli "valds" síns sem forsætisráðherra "stórþjóðar"?
Hitt er svo ljóst, að hann athugar ekki, að hann væri að gera gagnaðila sínum mikið gagn, ef þetta verður m.a. til þess, að Íslendingar gangi ekki í ESB!
Með von um, að allir Íslendingar snúi hér bökum saman! Gleymum heldur aldrei sjálf, að taka vel á móti innflytjendum í land okkar, og líta á þá sem fullgilda Íslendinga!
Loks skulum við ekki gleyma því, að biðja fyrir óvinum okkar, nær sem fjær, jafnvel þótt það sé erfitt!
Með vinsemd og virðingu, og óskum um Guðs blessun.
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:57 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Nýjustu færslur
- Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæp...
- HUGVEKJA: KRISTIN KÆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFÐ ALDANNA:
- SAMRÆMAST FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR KRISTINNI KÆRLEIKSTRÚ ALDA...
- HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
- MANNVINURINN OG KRISTNIBOÐSLÆKNIRINN ALBERT SCHWEITZER; Í ÁR ...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.