GÆLUVERKEFNI STJÓRNVALDA, Á KOSTNAÐ GRUNNÞJÓNUSTU LÍKNAR, BJÖRGUNAR, OG MENNTUNAR:

Á sama tíma og ekki er hægt að sinna lágmarksvelferðarþjónustu sem og annarri öryggisþjónustu, sem ógnar í raun öryggi og lífi fjölda manns, víða á vesturlöndum, þ.m.t. hér á landi, er hægt að eyða milljörðum í ,,gæluverkefni" stjórnvalda, þrátt fyrir að ,,ríkiskassarnir séu tómir", sbr. endalausan ,,barlóm siðblindra" landsstjórna; meðan heimilin ,,blæða", og fjöldi fólks, einkum ungt fólk flýr land, sem er því miður söguleg staðreynd, og mannslíf, m.a. fárveiks fólks, er einskis metið! Hafi slík stjórnvöld skömm fyrir, annars vegar fyrir að gera ekki neytt, til að aðstoða þá, sem höllustum fæti standa í mannfélaginu! Samma er að segja varpandi uppeldis- og menntunarþjónustu, einkum varðandi börnin.

Í raun eru hinar vesælu vestrænu landsstjórnir brjóstumkennanlegar - vanhæfar og gjörsamlega siðblindar! Hafi þær skömm fyrir! Guð gefi, að óstjórnirnar falli hið fyrsta, og siðlegar landsstjórnir, t.d. faglegar og skynsamar utanþingsstjórnir taki við hið fyrsta, ef ekki á enn verr að fara. Aldrei fyrr, a.m.k. síðan um aldmótin 1900, hafa myndast hér á landi jafn fjölmennar biðraðir hjá hjálparstofnunum. Og dæmi eru um, að fárveikt fólk þurfi að bíða í heilt ár á biðlistum, eftir aðgerðum! Því miður er hér um blákaldar sögulegar staðreyndir að ræða!

Og á sama tíma og núverandi forsætisráðherra Bretlands, reynir að slá skjaldborg um hina verst stöddu landa sína, að því er virðist, hæðist einn af fyrrverandi ráðherrum Svíðþjóðar m.a. að honum, og líkir honum við skræfu, þar sem hann virðist vilja forgangsraða ríkisfjármálum á krepputímum, á þann hátt, að fyrirhugaður niðurskurður á fjárlögum, bitni alls ekki á hinum verst stöddu í mannfélaginu.

Einnig er það með ólíkindum, að ráðherrar núverandi landsstjórnar, leggist svo lágt, að ,,fagna opinberlega" fyrstu handtökunum, hjá sérstökum saksóknara, sem lýsti því sjálfur yfir, að frelsissvipting, væri ekkert gamanmál. Megi þessir svokölluðu ráðherrar skammast sín!

Einu ráðherrararnir, hér á landi, sem reyna að bjarga því sem bjargað verður, og koma mannlega fram opinberlega, að því er virðist, eru hinir tveir faglegu ráðherrar dóms- og kirkjumála, og efnahags- og viðskipta.
Hér þarf að koma til faglega utanþingsstjórn - skynsöm og mannúðleg, þar sem fyllilega kemur til greina að hinir tveir núveranfdi faglegu ráðherrar, takin þátt í.

Með vinsemd og virðingu og óskum um Guðs blessun.
Ólafur Þórisson, cand. theol.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband