BÁKNIÐ EYKST Á KOSNTAÐ HEIMILA, OG LÁGMARKSGRUNNÞJÓNUSTU VELFERÐAR:

     Báknið eykst hjá ríkisstjórninni, á kosntnað heimila, atvinnu og lífnauðsynlegrar grunnþjónustu heilbrigðis- og líknar, löggæslu og björgunar, uppeldis- og menntunnar og annarrar grundvallarvelferðarþjónustu, eins og því miður hefur skýrt komið fram á fjölmiðlum.  Svo langt er gengið í siðblindunni, að vegið er að öryggi bráðaþjónustu, gagnvart þeim, sem veikastir eru, þ.m.t. veikum börnum.
 
  Og oflátingar siðblindunnar boða hér enn meiri niðurskurð til þessarrar lífsnauðsynlegu þjónustu, (sem einnig hefur komið fram í fjölmiðlum), - sem er upp á líf og dauða mennskra manneskja komin, mennskra manneskja, en ekki dauðara hluta eða talna og pappír, eins og siðblindan og skeytingarleysi hins miskunnarlausa tíðaranda, lítur á mennska manneskju, sem sagan hefur því miður sannað, og gerir enn í dag. Miskunnarleysi guðlausrar og siðlausrar forræðishyggju, hvort sem er hér á landi, eða annars staðar, á sér engin takmörk, andstætt takmarkalausri miskunnsemd Guðs.

     Allt siðað fólk, hlýtur nú - og verður - að vakna hér af Þyrnirósarsvefni sinnuleysisins, miskunnarleysins, og siðblindunnar, gagnvart náunga vorum, nær sem fjær.  Og hvert mannslíf skiptir hér máli, og er óafturkræft.  Er það þetta, sem þjóðin virkilega vill?  Ég vil ekki trúa því að svo sé, en mikil afkristnun og afsiðun, sem er ekki að byrja í dag, hlýtur hér því miður að hafa mikil áhrif varðandi það, að grafa undan því, að hyrningarsteinar siðaðs mannfélags, sé heimilið og fjölskyldan, og að mannslífið, hvað þá eilíf sáluhjálp þess, sé metið, í guðlausu mannfélagi miskunnarleysins.
 
     Miskunnsemd Guðs í Kristi Jesú, er hins vegar óendanleg, og varðar í senn eilífa sáluhjálp allra sem og miskunn og líkn, einkum til handa þeim, sem veikir eru, eða þjást á einn eða annan hátt.  Grundvallarstörf hyrningarstétta heimilis annars vegar, og miskunnar, líknar, björgunar, uppeldis og fræðslu hins vegar, verður að hefja á nýjan leik, upp til vegs og virðingar.  Bæn góðviljaðra manneskja, skipta hér öllu, að opna fyrir frelsandi og líknandi náð og miskunn Drottins, í Kristi Jesú, inn í líf hvers og eins, og stuðla jafnframt að því, að vor minnsti meðbróðir og systir, nær sem fær, njóti sem allra bestrar líknar- og mannúðarþjónustu, sem raunverulega er möguleg - án þess að telja endalaust eftir tilkostnað þeirrar þjónustu, þótt vissulega beri að nýta sem best hvern eyri til þjónustunnar, án nokkurrar skerðingar, sem verður aldrei metið til fjár.
 
 
Reykjavík, 27. mars 2010.
Með óskum um Guðs blessun.
Ólafur Þórisson, cand. theol.
 
Höfundur er með embættispróf í guðfræði, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband