STUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ HÁTTVIRTAN ÞINGMANN, UNNI BRÁ KONRÁÐSDÓTTUR, UM AÐ ÍSLENDINGAR DRAGI TIL BAKA AÐILDARUMÓKN AÐ EVRÓPUSAMBANDINU:

  „Íslendingar færðust einu skrefi nær ESB þegar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti með því að hafnar verði aðildarviðræður við Ísland. Ísland uppfyllir öll skilyrði sem sett eru fyrir aðild en breyta þarf lögum um fiskveiðar, landbúnað, fjármál og á fleiri sviðum ef Ísland á að ganga inn í sambandið. En hverju þarf að breyta og er raunhæft að hætta við umsóknarferlið einsog sumir vilja gera? Sigmar reyndi að varpa ljósi á það með Benedikt Jóhannessyni og Unni Brá Konráðsdóttur.“ (Kastljós, miðvikudaginn 24. febrúar 2010).

 Ég vil hér með lýsa yfir fullum stuðningi við háttvirtan þingmann, Unni Brá Konráðsdóttur, sem fram kom í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld, um að Íselndingar dragi til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu (ESB). Í fyrsta laga, fer alltof mikill kostnaður til aðildarviðræðnanna, sem hægt væri að nota til að slá skjaldborg um heimilin í landinu, og þar með til hjálpar skuldsettum heimilum, og að byggja upp atvinnulífið á nýjan leik. Í öðru laga, er bæði hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegi og landbúnaði, stefnt í voða, auk fleiri atriða, varðandi fullveldisafsal. Þá er atvinnuleysi í ESB-ríkjunum viðvarandi, sem er með öllu óviðunandi.

 Árétta ég, að með hinum mikla kostnaði aðildarviðræðnanna, væri þvert á móti, hægt að slá skjaldborg um heimilin í landinu, sem verða alltaf hyrningarsteinar siðaðs mannfélags, og þar með til hjálpar skuldsettum heimilum, og byggja upp atvinnulífið á ný. Annars er enn meiri hætta á fjölda gjaldþrota og enn meiri fólksflótta, sem er þegar ærinn fyrir, einkum meðal ungs fólks. Hvers eiga heimilin og fjölskyldur landsins að gjalda, og þá ekki síst börn og unglingar?

 Þá væri einnig hægt að nota drjúgjan hluta kostnaðarins, til að slá einnig skjaldborg um líknar- og heilbrigðisþjónustuna, og annarra lífsnauðsynlegra starfa, þ.m.t. löggæslu og björgunar, sem varða almannavarnir landsins sem og annarrar grundvallarvelferðarþjónustu, auk uppeldis- og menntamála, og koma þar með í veg fyrir siðferðilegan vafasaman flatan niðurskurð til þessarrar ómetanlegu starfsemi líknar og umönnunar, björgunar mannslífa sem og önnur hyrningarstörf uppeldis- og menntunar.

 Alhliðaskerðing til heilbrigðisstarfa og þjónustu, innan sem utan sjúkrahúsa, og þar með lokun heilu deilda sjúkrahúsa landsins, t.d hjartadeilda, o.s.frv. er fordæmanleg! Sem og það, að stórauka álag og ógna atvinnuöryggi hins óeigingjarna starfs heilbrigðisstarfsfólks, lækna, hjúkrunar- og alls annars heilbrigðisstarfsfólks, þ.m.t. sjúkrahússpresta, sjúkraflutningamanna og bráðaliða, eins og nú er gert! Sama er að segja varðandi sjálfstætt starfandi lækna og alls annars heilbrigðisstarfsfólks, þ.m.t. heimilislækna. Sama er að segja varðandi löggæsluna sem og önnur störf björgunar, uppeldis og menntunar!

 Hvers eiga börn og unglingar þessa lands að gjalda? Eða eldri borgarar, einkum ellilífeyrisþegar sem og öryrkjar, og aðrir þeir, sem þurfa á lífsnauðsynlegri þjónustu að halda? Og hvers eiga þeir að gjalda, sem sinna þessum hyrningarstörfum mannúðar, líknar, björgunar, og uppeldis- og menntunar?

 Milljörðum króna er eytt í aðildarviðræður varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu, ESB, og það án nokkurrar vissu um það, hvort meiri hluti almennings velji slíkan valkost. Tímasetningin er einnig fráleit, þegar um er að ræða eina mestu heimskreppu sögunnar. Hér er bruðlað með skattfé borgaranna, sem nær er að nýta með skynsömum og mannúðlegum hætti, til að slá skjaldborg um heimilin sem og lífsnauðsynlega líknar- og heilbrigðisþjónustu sem og aðra lífsnauðsynlega þjónustu, sem varða ekki síst almannavarnir, auk annarrar velferðarþjónustu sem og menntunar.

 Talsvert hefur verið rætt um ráðherraábyrgð varðandi hið svonefnda „bankahrun“, haustið 2008. En hvar er ráðherraábyrgðin, þegar kemur að t.d. því, að lífi og heilsu fólks, er telft í tvísýnu, þ.m.t. veikra barna? Vegið er alhliða að ofangreindum hyrningarþáttum siðaðs mannfélags!  Jafnframt er vegið að störfum sjálfstætt starfandi lækna, hjúkrunar- og annars heilbrigðisstarfsfólks! Heimili og fjölskyldur landsins „blæða“, án þess að í raun nokkuð sé gert til að slá skjaldborg um heimilin, og þar með að koma til hjálpar skuldsettum heimilum, og að byggja upp atvinnulífið á nýjan leik!


Með óskum um gleðilegt ár, og Guðs blessun.
Með vinsemd og virðingu,
Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband