Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum, þar sem heimild er gefin til fósturdeyðingar í átjándu viku meðgöngu, sem er nýmæli, þar sem fyrir löngu er hafinn vöxtur bæði höfuðs og útlima hins ófædda barns. Er þessi gjörningur nefndur þungunarrof. Eru þá bæði útlimir og höfuð barnsins sniðin af.
Fósturdeyðingar, eins og þær hafa verið stundaðar til þessa, eru nógu grófar deyðingar gegn hinu ófædda barni. Hér er verið að deyða líf, sem þegar hefur kviknað. Mannlegt líf er friðheilagt frá getnaði. Hér hefur tímaramminn verið miðaður við tólftu viku meðgöngu; þá er ófædda barnið deytt; mannlegt líf er eytt, sem er ekkert annað en manndráp!
Í hinu nýja ofangreinda frumvarpi, fæst lagaleg heimild fyrir enn grófari deyðingu hins ófædda barns, sem nefnt er fósturrof, þar sem ófædda barnið er bæði afhöfðað og aflimað, sem er ekkert annað en glæpur gegn mannkyni!
Nú skiptir öllu máli að hindra að ofangreint frumvarp verði samþykkt á Alþingi Íslendinga, og að til verði slík ólög hér á landi, sem heimili enn grófari deyðingu hins ófædda barns, enn nokkru sinni hafi verið heimiluð hér á landi, frá kristnitökunni árið 1000. Fáist þetta samþykkt, á sér stað algjört siðrof hér á landi, sem byggist á marxiskri guðlausri hugmyndafræði, og algjörlega siðlausri hugmyndafræði guðleysis og guðshaturs, sem vill útrýma öllu því, sem lýtur að kristinni kærleikstrú og arfleifð aldanna, hinni kristnu menningararfleifð hinna trúu formæðra- og forfeðra vorra, að fyrirmynd Heilagrar Maríu Guðs móður og hinnar Heilögu Fjölskyldu, grundvallað á Orðinu holdi klæddu, Drottni vorum Jesú Kristi. Guð blessi Ísland.
Með óskum um alla Guðs blessun
Ólafur Þórisson, cand. theol.
.
i
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.9.2018 kl. 02:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hringssysturnar áttu frumkvæðið að uppbyggingu Landspítalans, í Reykjavík, á fjórða áratug 20. aldar, og það á tímum einnar mestu heimskreppu sögunnar. Kvenfélagið Hringurinn reisti sérstaklega Barnaspítala Hringsins, og vinnur enn að varðveislu og uppbyggingu barnaspítalans.
Gleymum því aldrei, að líknarþjónustan, er meðal dýrmætustu arfleifðar kristinnar kærleikstrúar aldanna, auk menntunar, sérstaklega barna. Hér skiptir í raun ekki máli, um hvað land, ríki, eða heimsálfu, er um að ræða. Þar sem þegar hefur verið byggt upp, bæði varðandi líknarþjónustuna, og þar með talið sjúkrahúsin, hvort sem m.a. er um að ræða Sjúkrahús Alberts Schweitzers, í Lambarene við Ógówefljót, í Frönsku Miðbaugs-Afríku (A. E. F.), Kaþólsk sjúkrahús, sjúkrahús í Frakklandi, eða á Íslandi, svo dæmi séu nefnd, eins og t.d. Landspítalann, verður að vinna markvisst að varðveislu og uppbyggingu þeirrar þjónustu, og þá þarf frekar að fjölga sjúkrahúsum, og auka líknarþjónustuna, en draga úr lífsnauðsynlegri þjónustu þeirra sem og líknarþjónustunnar í heild sinni, nær sem fjær. ,,En ríkisvald gerir aldrei neitt nema hugarfar almennings sé á bak við. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178),
Hér verður að koma til bæði viðkomandi ríki sem og einstaklingar og/eða félagasamtök, eins og kristin líknar og/eða kristniboðssamtök. Ríksvaldið getur aldrei eitt sér, leyst þau mannúðarhlutverk, sem varðar mannsæmandi líknarþjónustu til hins sjúka, og þá nær sem fjær. Meira verður að koma til, og er nútíminn allra síst undantekning, þrátt fyrir alla tækniþróunina. Og mitt í siðblindu tíðarandans, eru sum Evrópuríki, ekki aðeins að skera siðblint niður til sjúkrahúsa og líknarþjónustu eigin landa, heldur að loka sjúkrahúsum, og leggja af alla líknarþjónustu, sem starfrækt hefur verið, af þeirra hálfu, t.d. í Afríku, og leggja af alla líknarþjónustu. Þá er Grikkland ekki fagurt dæmi um þá sorglegu siðblindu, sem leiðir af "hinum pólitíska rétttrúnaði" miskunnarleysisins, sem ESB. og AGS. elur á og eru t.d. grískir stjórnmálamenn, eins og fjármálaráðherra Grikklands, undir "járnhæl" "hins pólitíska rétttrúnaðar" miskunnarleysisins!
Hér á landi blómstrar einnig "hinn pólitíski rétttrúnaður" miskunnarleysisins! Þá má ekki gleyma niðurskurði íslenkra stjórnvalda til þróunarmála, sem m.a. felur í sér skerta líknarþjónustu, til handa hinum sjúku. Og öll þessi óeigingjörnu störf líknar og björgunar, eru vanmetin á mjög ómaklegan hátt!
Staðreyndin er og verður alltaf sú, að meira þurfi að koma til, en ríkisvaldið eitt sér, til að leysa það mannúðarhlutverk, eins og Albert Schweitzer kemst að orði. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178; áherslubreyting: ÓÞ). En það, að meira þurfi að koma til en ríkisvaldsins eins sér, réttlætir hins vegar aldrei niðurskurð af hálfu hins opinbera til lífsnauðsynlegrar þjónustu, þvert á móti - forgangsröðunin verður alltaf að vera skýr, og þess heldur á erfiðum tímum sem nú!
Meira þarf hins vegar jafnframt að koma til! Margir hafa gert sér þetta ljóst, enda hefði öflug líknar- og heilbrigðisþjónustu tæplega vaxið og dafnað, án slíks stuðnings.
Blessaður hæstvirtur velferðarráðherra landsins tók nú nýverið þátt ásamt fleiri sjálfboðaliðum, að safna á göfugan hátt fyrir endurnýjun húsnæðis SEM. samtakanna, með frábærum árangri! Ég vil ekki trúa öðru en því, fyrr en ég tek á því, að hér sé um velviljaðan mann að ræða, sem vill í einlægni reyna allt, sem í hans valdi er, að bjarga a.m.k. því, sem bjargað verður, einkum varðandi líknar- og heilbrigðisþjónustuna!
Ætlum við bæði sem einstaklingar og þjóð, að fara að vakna af þyrnirósarsvefni sinnuleysisins, siðferðilegs dofa, og skeytingaleysisins, eða ætlum við að horfa upp á það, sem "siðmenntuð þjóð" og það jafnvel í "beinni útsendingu", þegar t.d. heilu öldrunar- og líknardeildunum, eins og fyrirhugað er að gera varðandi St.Jósefsspítala, Landakoti, verði lokað, og fárveikir meðbræður vorir og systur, sem allra veikust eru, einkum af krabbameini, hljóti ekki lengur mannúðlegrar líknarmeðferð síðustu daga lífs síns, heldur enn að arverða úthýst??? Frásögn aðstandenda mjög veiks krabbameinssjúklings, sem fram kom í seinni fréttum Rúv. í gærkvöldi (13. október 2011), sem hefur fengið ómetanlega líknar- og kærleiksþjónustu fórnfúss og óeigingjarns heilbrigðisstarfsfólks, og hlýtur að hafa snert a.m.k. innstu samvisku okkar allra, sem ábyrgra, mennskra og siðaðra einstaklinga og þjóðar! Og hér er ekki síst komið að ábyrgð og hjálpsemi þeirra, sem ættu að láta sér málið enn frekar varða, n.t.t. kirkjunnar og kirkjunnar manna, ásamt bæði kristnum líknarfélögum sem og öllum öðrum góðviljuðum einstaklingum og samtökum! Við erum hér á elleftu stundu! Guð gefi, að hér sem og annars staðar, verði forðað stórslysi, með skammsýnni/um og óskynsamlegri/um ákvörðun/unum! Slíkt verður aldrei, aldrei, metið til fjár!!
Með vinsemd og virðingu, og óskum um alla Guðs blessun!
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í Guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með lögbundinn rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lífið í og með Drottni Jesú Kristi er að lifa senn í iðrun og helgun. Vissulega er það ekki fullkomið líf af hálfu mannsins, en Drottinn, sem kemur til okkar að fyrra bragði, tekur við okkur öllum, hversu breysk og syndug við erum, þegar við leitum Hans af sannleika. Og allir, allir eru fyrirhugaðir til eilífs lífs í Drottni Jesú Kristi!
I
Séra Matthías Jochumsson, dr. theol., prestur og skáld, kemst svo að orði í einum af sínum dýrmætu sálmum:
Fyrst boðar Guð sitt blessað náðarorðið,
svo býður hann sitt ríka kærleiksborðið
og sendir einkason til að kalla
til sinnar kvöldmáltíðar alla - alla.
En fyrsti' og annar afsökunar biðja,
og eins fer líka boðsmanninum þriðja,
og það er kunngjört Herra hefðarríkum,
að heimsins börn ei sinni boðskap slíkum.
Þá spyr hann að, hvort veikir ekki vilji,
hvort volaðir og blindir ekki skilji,
þá býður hann þeim bjargarlausu' og snauðu,
þeim breysku, særðu, föllnu, týndu' og dauðu.
Hvert orð er sterkast? Orðið hans, er kallar.
Sjá, einnig dauðir ganga lífs til hallar,
þeir koma' í hópum heimurinn sem smáir,
en Herrann segir: "Þeir eru' enn of fáir".
Hann býður ennþá: "Farið, laðið, leiðið,
og leitið, kallið, biðjið, þrýstið, neyðið,
mitt kærleiks djúp á himins víðar hallir,
í húsi mínu rúmast allir - allir".
Fyrst kallar Guð, og bregðist þú því boði,
þá biður Guð, og þó að hvorugt stoði,
þá þrýstir Guð, og það er síðsta orðið,
ef því er neitað, hræðstu sálar morðið!
Ó, Drottinn, þú, sem býður, biður, neyðir,
ég blindur er, en sonur þinn mig leiðir
frá synd og hættum gegnum dauðans dalinn,
í dýrðar þinnar fagra gleðisalinn.
(Sálmabók, Reykjavík, 1972, bls. 179-180).
Í þessum fagra sálmi séra Matthíasar, er kristinni sáluhjálplegri kærleikstrú og sið aldanna og lýst á einstaklega djúpstæðan og víðsýnan hátt, sem er fyrst og fremst lifandi samfélag við hinn eina sanna Guð Föður, Drottin Jesú Krist, í einingu Heilags anda, sem leiðir m.a. af sér þá kærleiksarfleifð, að sjúkir njóti skilyrðislausrar líknar, bara svo eitt dæmi sé nefnt. Kærleikskrafa kristins siðar aldanna er algjör.
Sú óbætanlega synd, sem leiðir af miskunnarlausri og forhertri höfnun þessarrar sáluhjálplegu kærleikstrúar aldanna, og varðar eilífa sáluhjálp, leiðir af sér sálarmorð forherðingarinnar og miskunnarleysisins!
Hér á landi hefur þessi dýrmæta kærleiksarfleifð sérstaklega vaxið og dafnað, allt frá aldmótum 1900. Hinn sögulegi bakgrunnur þess er, að faðir Bernard festi kaup á jörðinni Landakoti, árið 1859, og var þar miðstöð endurreistrar Kaþólsku kirkjunnar, móðurkirkjunnar, á Íslandi, þar sem St. Jósefssystur komu árið 1896, og reistu þar Landakotsspítala árið 1902, auk þess að stofna þar barnaskóla sama ár. Mannúðar- og skólastörf einkenndu starfsemi St. Jósefssystranna, og deildu þær fátæktinni með þeim, sem þær hjálpuðu. Reistu þær einnig St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, árið 1926, auk barnaskóla. St. Fransiskusystur komu hingað til lands árið 1936, þar sem þær reistu bæði sjúkrahús og barnaskóla í Stykkishólmi. Karmelíta klaustur var reist í Hafnarfirði árið 1946. Pólskar Karmelsystur við rekstri klaustursins árið 1984. (Þórhallur Heimisson, 2005, Hin mörgu andlit trúarbragðanna, bls. 182-183; áherslubreyting: ÓÞ).
Hringssysturnar áttu frumkvæðið að uppbyggingu Landsspítalans, á fjórða áratug 20. aldar, Landspítalann, í Reykjavík, og það á tímum einnar mestu heimskreppu sögunnar. Kvenfélagið Hringurinn reistu sérstaklega Barnaspítala Hringsins, og vinnur enn að varðveislu og uppbyggingu barnaspítalans.
Gleymum því aldrei, að líknarþjónustan, er meðal dýrmætustu arfleifðar kristinnar kærleikstrúar aldanna, auk menntunar, sérstaklega barna. Hér skiptir í raun ekki máli, um hvað land, ríki, eða heimsálfu, er um að ræða. Þar sem þegar hefur verið byggt upp, bæði varðandi líknarþjónustuna, og þar með talið sjúkrahúsin, hvort sem m.a. er um að ræða Sjúkrahús Alberts Schweitzers, í Lambarene við Ógówefljót, í Frönsku Miðbaugs-Afríku (A. E. F.), Kaþólsk sjúkrahús, sjúkrahús í Frakklandi, eða á Íslandi, svo dæmi séu nefnd, eins og t.d. Landspítalann, verður að vinna markvisst að varðveislu og uppbyggingu þeirrar þjónustu, og þá þarf frekar að fjölga sjúkrahúsum, og auka líknarþjónustuna, en draga úr lífsnauðsynlegri þjónustu þeirra sem og líknarþjónustunnar í heild sinni, nær sem fjær. ,,En ríkisvald gerir aldrei neitt nema hugarfar almennings sé á bak við. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178),
Hér verður að koma til bæði viðkomandi ríki sem og einstaklingar og/eða félagasamtök, eins og kristin líknar og/eða kristniboðssamtök. Ríksvaldið getur aldrei eitt sér, leyst þau mannúðarhlutverk, sem varðar mannsæmandi líknarþjónustu til hins sjúka, og þá nær sem fjær. Meira verður að koma til, og er nútíminn allra síst undantekning, þrátt fyrir alla tækniþróunina. Og mitt í siðblindu tíðarandans, eru sum Evrópuríki, ekki aðeins að skera siðblint niður til sjúkrahúsa og líknarþjónustu eigin landa, heldur að loka sjúkrahúsum, og leggja af alla líknarþjónustu, sem starfrækt hefur verið, af þeirra hálfu, t.d. í Afríku, og leggja af alla líknarþjónustu. Þá er Grikkland ekki fagurt dæmi um þá sorglegu siðblindu, sem leiðir af "hinum pólitíska rétttrúnaði" miskunnarleysisins! Hér á landi blómstrar einnig "hinn pólitíski rétttrúnaður" miskunnarleysisins! Þá má ekki gleyma niðurskurði íslenkra stjórnvalda til þróunarmála, sem m.a. felur í sér skerta líknarþjónustu, til handa hinum sjúku. Og öll þessi óeigingjörnu störf líknar og björgunar, eru vanmetin á mjög ómaklegan hátt!
Staðreyndin er og verður alltaf sú, að meira þurfi að koma til, en ríkisvaldið eitt sér, til að leysa það mannúðarhlutverk, eins og Albert Schweitzer kemst að orði. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178; áherslubreyting: ÓÞ). Margir hafa gert sér þetta ljóst, enda hefði öflug líknar- og heilbrigðisþjónustu tæplega vaxið og dafnað, án slíks stuðnings. Blessaður hæstvirtur velferðarráðherra landsins tók nú nýverið þátt ásamt fleiri sjálfboðaliðum, að safna á göfugan hátt fyrir endurnýjun húsnæðis SEM. samtakanna, með frábærum árangri! Ég vil ekki trúa því, fyrr en ég tek á því, að hér sé um velviljaðan mann að ræða, sem vilji í einlægni reyna allt, sem í hans valdi er, að bjarga a.m.k. því, sem bjargað verður varðandi líknar- og heilbrigðisþjónustuna!
Ætlum við bæði sem einstaklingar og þjóð, að fara að vakna af þyrnirósarsvefni sinnuleysisins, siðferðilegs dofa, og skeytingaleysisins, eða ætlum við að horfa upp á það, sem "siðmenntuð þjóð" og það jafnvel í "beinni útsendingu", þegar t.d. heilu öldrunar- og líknardeildunum, eins og fyrirhugað er að gera varðandi St.Jósefsspítala, Landakoti, verði lokað, og fárveikir meðbræður vora og systur, sem verst eru farin, einkum af krabbameini, hljóti ekki mannúðlegrar líknarmeðferð síðustu daga lífs síns, heldur enn að arverða úthýst??? Frásögn aðstandenda mjög veiks krabbameinssjúkl- ings, sem fram kom í seinni fréttum Rúv. í gærkvöldi, sem hefur hlotið ómetanlega kærleiksþjónustu óeigingjarns heilbrigðisstarfsfólks, hlýtur að hafa snert a.m.k. innstu samvisku okkar allra, sem ábyrgrar, mennskrar og siðaðra einstaklinga og þjóðar! Og hér er ekki síst komið að ábyrgð og hjálpsemi þeirra, sem ættu að láta sér málið varða, n.t.t. kirkjunnar og kirkjunnar manna, ásamt bæði kristnum líknarfélögum sem og öllum öðrum góðviljuðum einstaklinngum og samtökum! Við erum hér á elleftu stundu! Guð gefi, að hér sem og annars staðar, verði forðað stórslysi, með skammsínni/um og óskynsamlegri/um ákvörðun/unum! Slíkt verður aldrei, aldrei, metið til fjár!
II
Það er dapurlegra en orð fái lýst, að fámennur óábyrgur jaðarhópur, geri nú allt til að hindra, að kristin trú og siður, hin raunverulega siðmennt, varðveitist í mannfélagi, sem síst má við því í dag, að afneita almáttugum Guði, einkum innan veggja barnaskóla/grunnskóla, og svo langt er gengið, að banna á dýrmætar og sáluhjálplegar gjafir Gídeonsfélagsins á Íslandi, til grunnskólabarna, þ.e. Nýja testamentið. Einnig á að banna "Litlu jólin" í skólunum: Fæðingarhátíð Drottins Jesú Krists, og allan sálmasöng, þ.m.t. einn dýrmætasta jólasálminn, "Heims um ból helg eru jól"! Hér er um að ræða ómetanlega ávexti kristinnar menningararfleifðar aldanna, sem eru samofnir þjóðararfinum!
Og eins og um ofangreind störf, eru þessi störf uppeldis- og menntunnar einnig mjög ómaklega vanmetin!
III
Hið heilaga hjónaband, að fyrirmynd hinnar Helgu Fjölskyldu, byggt á Heilögu Guðs Orði, og Heilagri Skikkan Skaparans, grundvallað á Orðinu holdi klæddu, Drottni Jesú Kristi, er einnig fótum troðið. Lagalega séð, hefur það nú verið aflagt af hálfu Alþingi Íslendinga, samkvæmt núgildandi hjúskaparlögum, sem jaðarhópar feminista hafa barist fyrir; fyrri gildandi hjúskaparlög voru reyndar mjög mikill "afsláttur" á Heilögu Guðs Orði!
III
Og nú ætlar hin afhelgaða landsstjórn hér á landi, fyrirvaralaust, að "viðurkenna fullvalda ríki" Palestínumanna, og taka sér í raun það ofurvald, sem stjórnin hefur alls ekki, frekar en aðrar landssjórnir, að stjórna því einhliða, hvar landmæri fullvalda ríkis Pelestínu skuli liggja, án nokkurs tillits til hins fullvalda ríkis Ísraelsmanna, og þess, að ófriður gæti magnast upp á þessu landssvæði, með ófyrirsjánlegum afleiðingu, og vanvirða um leið þá virðingarfullu ákvörðun hins fullvalda lýðveldis Íslands frá árinu 1948, að viðurkenna hið fullvalda ríki Ísraels!
Með vinsemd og virðingu og óskum um Guðs blessun,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Vinir og fjölskylda | Breytt 14.10.2011 kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2010 | 03:35
TIL HAMINGJU ALLIR ÍSLENDINGAR, MEÐ FRÁBÆRAN ÁRANGUR OG SIGUR Í AUSTURRÍKI, OG VERÐSKULDUÐ VERÐLAUN STRÁKANNA OKKAR:
Ég vil byrja á því að óska öllum strákunum okkar, HSÍ og öllu aðstoðar- og stuðningsfólki þeirra, og allri Íslensku þjóðinni, innilega til hamingju með frábæran árangur og sigur í Austurríki, og verðskulduð verðlaun medalíur. Þetta er ómetanlegur árangur og verðskuldaður sigur, og að hljóta bronsverðlaunin. Þá óska ég strákunum okkar áframhaldandi velgegni, og hvet alla Íslensku þjóðina til að standa áfram þétt að baki strákunum okkar, og þá ekki síst að ári liðnu. Heiðarleg barátta og dugnaður strákanna okkar, og þá ekki síst með dyggri og framúrskarandi forystu og leiðsögn Guðmundar Þ. Guðmundssonar, þjálfara liðsins sem og aðstoðarfólks, ásamt einlægri framkomu þeirra allra, með sínum framúrskarandi árangri og verðskulduðum verðlaunum, er svo sannarlega ómetanlegt ljós inn í erfiðar aðstæður mannfélags okkar; og sennilega gerum við okkur vart grein fyrir því í dag, hversu mikils virði dugnaður strákanna okkar, fórnfýsi og hin verðskulduðu verðlaun, eru mikils virði fyrir þjóð okkar, einkum í þeim erfiðu aðstæðum, sem steðja enn að mannfélaginu.
Framúskarandi árangur jafnframt allra leikmanna, bæði sóknar- og varnarmanna sem og beggja markmannanna, ásamt dyggri og framúrskarandi leiðsögn fyrirliðans, Ólafs Stefánssonar, og þjálfarans, Guðmundar Þ. Guðmundssonar, skilaði m.ö.o. þessum ómetalega árangri og hinum verðskulduðu verðlaunum.
Dyggur stuðingur eiginkvenna og unnusta þeirra sem og annarra fjölskyldumeðlima, má hér heldur aldrei gleymast.
Í miðri baráttu strákanna okkar, varð sorglegt slys, varðandi fjölskyldu félaga þeirra. Votta ég öllum hlutaðeigandi, mínar dýpstu samúðarkveðjur, og Guðs blessunar og huggunar. Það er drengilegt af strákunum okkar, að tileinka bæði frábæran árangur, sigur og hin verðkulduðu verðlaun, félaga sínum og fjölskyldu hans.
Guð blessi strákana okkur, fjölskyldur, og ekki síst félaga þeirra, og fjölskyldu hans. Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð, um ókomnar aldir, og þá ekki síst á þessum erfiðleikatímum. Maður gat ekki annað en orðið hrærður, að fylgjast með einlægri og drengilegri keppni strákanna okkar, og einnig, að sjá forseta okkar, herra Ólaf Ragnar Grímsson, ásamt eiginkonu sinni, veita þeim bjargtraustan stuðning, vissulega ásamt fjölda annarra, og standa traust við bakið á strákunum okkar. Guð blessi sérstaklega ykkur öll, og alla Íslenska þjóð.
Með óskum um gleðilegt ár, og Guðs blessun.
Með vinsemd og virðingu,
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Nýjustu færslur
- Nýtt frumvarp Velferðarráðuneytisins gegn ófæddum börnum glæp...
- HUGVEKJA: KRISTIN KÆRLEIKSTRÚ OG MENNINGARARFLEIFÐ ALDANNA:
- SAMRÆMAST FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR KRISTINNI KÆRLEIKSTRÚ ALDA...
- HEYRIR FLÓTTAMANNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, NÚ SÖGUNNI TIL?
- MANNVINURINN OG KRISTNIBOÐSLÆKNIRINN ALBERT SCHWEITZER; Í ÁR ...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar