Varðveisla kristinnar trúar aldanna, og ávaxta hennar; markvisst kristniboð.

Við skulum vinna að því að varðveita hina kristnu kærleikans trú aldanna og ávexti hennar, eins og gert hefur verið öld af öld, annars væri kirkjan ekki til í dag, og er ekki síður nauðsynlegt í dag, í skeytingarleysi nútímans. Það er einmitt hin gamla og góða kærleikstrú aldanna, grundvölluð á bjargi aldanna, koningi konunganna, konungi kærleikans, Jesú Kristi. Meðal ávaxtanna er, að sjúkir hafa notið líknar, nær sem fjær. Og hér kemur kristniboðsskipunin skýrt inn í, í beinu framhaldi, að kristna allar þjóðir og gjöra alla að lærisveinum Jesú Krists. Órofa samhengi er milli kristniboðsins, og kristilegrar hjálparstarfsemi, nær sem fjær. Vinnum að því að svo verði áfram, gegn miskunnarleysi heimsins, sem þrengir mjög að þessari kristnu kærleikstrú aldanna og þeim ávöxtum, sem af henni af leitt, og þá ekki síst þeirri líknsemi, sem varðar umönnun sjúkra og björgun mannslífa. Órofa samhengi er milli eilífrar sáluhjalpar mannsins, björgunar mannslífa og umönnunar sjúkra. Líknarþjónusta til handa þeim sjúku, er einn þessara ávaxta, en hún verður að byggjast á þeim gildum, sem mölur og ryð fær ekki eytt, þeirri kærleikstrú aldanna, er varðar umönnun sjúkra og björgun mannslífa, grundvallað á lækninum góða, Jesú Kristi, en ekki þeim gildum mammons og auðæfaoflætis, sem nú þegar hefur valdið mannfélagi okkar sem og öðrum mannfélögum, stórskaða. Vinnum að því að kristin kærleikstrú blómstri, en ekki botnlaus heimshyggja heiðindómsins og auðæfaoflætisins.
Einn af ávöxtum kristinnar kærleikstrúar er, að sjúkir og aldraðir hafa notið umönnunar og líknar, og björgunrar, nær sem fjær. Ein fegurstu dæmin sjáum við ekki síst hjá mannvininum og kristniboðslækninum Albert Schweitzer, sem reisti sjúkrahús í Mið-Afríku og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld; sama er að segja um Móður Theresu, að ógeymdu líknarstarfi Kaþólsku systranna, nær sem fjær, sem m.a. reistu hér sjúkrahús í upphafi síðusta aldar sem og Hringssytrunum, sem enn þann dag í dag vinna að varðveislu og uppbyggingu barnaspítala. Og allt það óeigingjarna og vanmetna starf, sem heilbrigðisstéttirnar vinna nú í dag, þ.m.t. störf björgunarfólks, slökkviliðs- og sjúkraflutningamannsins, lögreglumannsins, bráðaliðins, og önnur störf ummönnunar, uppeldis, og sálgæslu, starf prestsins, kristniboðans og kennarans, og svo má lengi halda áfram að telja; í raun nær sem fjær; hér er m.a. um að ræða þau gildi kristins og siðaðs mannféls, sem mölur og ryð fær ekki eytt. Nú er þessum ávöxtum sérstaklega ógnað, í afkristnun og afsiðun mannfélagsins í dag, sem veður fram með guðleysið og siðblinduna eina að vopni; ekki bara á Íslandi, heldur um víða veröld, vegna þess, að byggt hefur verið allt of mikið á sandi heimshyggjunnar, í stað hinnar kristnu kærleikstrúar aldanna. Hér má heldur ekki gleyma ómetnlegu kristniboðs- og hjálparstarfi Hjálpræðishersins, Samhjálpar o.s.frv.
Ef bágur efnashagur hefði ráðið ferðinni varðandi fyrrnefnd líknarstörf, og tíðarandinn ráðið ferðinni, - en veraldleg fátækt var þá meiri en nú, andstætt því er varðar hina andlegu fátækt, - hefði ekkert orðið af þeim; það hefði ekki svarað kostnaði, miðað við tíðarandann í dag. Grundvallarspurningin er því þessi: Ætlar mannfélagið að byggja á sandi tíðarandns og siðblindu hans, eða byggja á bjargi aldanna, með náð, líkn og miskunn Drottins að leiðarljósi, í varðveislu og uppbyggingu kristinnar kærleikstrúar aldanna, þar sem hvert mannslíf sem og eilíf sáluhjálp þess, þar sem þeim fjársjóði er safnað, sem mölur og ryð fær aldrei grandað, er tekið fram yfir forgengilegan auð, sem mölur og ryð fær eytt.
Og gleymum hér ekki hinu óeigngjarna- og vanmetna starfi sjómannssins, sem hefur ekki síst lagt björg í bú mannfélagsins. Það eru kaldar kveðjur, sem sjómenn og fjölskyldur þeirra sérstaklega fá frá stjórnvöldum, þar sem segja á upp að minnsta kosti þremur þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar, og kemur hér enn frekar í ljós skeytingarleysi tíðarandans, og þá ekki heldur síst gagnvart björgunarstörfum. Og litlu mátti muna, nú nýverið, að illa færi, þegar áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og fyrrverandi áhöfn, sem sagt hafði verið upp störfum, björguðu konu, sem var í lífshættu. Það er ekki óábyrgum stjórnvöldum landsins að þakka, að það skyldi takast að bjarga lífi konunnar; hér er því miður mannslífið einskis metið, af hálfu guðlausra og siðblindra stjórnvalda, andstætt þeim stjórnvöldum, sem af einlægni leita handleiðslu almáttugs Guðs, auk þess að biðja Íslandi og Íslenskri þjóð, Guðs blessunar, einnig á ögurstundu, og hljóta fyrir vikið, ómaklegt háð og spott guðleysingja. Guð gefi, að við taki á nýjan leik, ábyrg ríksstjórn, sem leiti áfram handleiðslu almáttugs Guðs, og þori áfram, af góðum hug, að biðja í einlægni, Íslandi og Íslenskri þjóð, blessunar Guðs, og sýni jafnframt áfram þá ábyrgð, sem krafist er af kristnum mönnum, körlum sem konum; vinni að uppbyggingu lands og þjóðar, með það að leiðarljósi, sem mölur og ryð fær aldrei grandað, grundvallað á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Hjálpi, eins og mögulegt er, þeim heimilum og fyrirtækjum, sem nú blæða, því miður ekki síst vegna óábyrgrar stjórnahátta, núverandi landsstjórnar. Standi vörð um kristileg gildi og arfleifð, og þá ekki síst varðandi eina þá dýrmætustu ávaxta kristninnar, að sjúkir njóti áfram óskertrar líknarþjónustu, og sérstaklega að börnin hljóti áfram óskertrar menntunar, með kristið siðferði að leiðarljósi, grundvallað á konungi konunganna, konungi kærleikans, Drottins Jesú Krists. Guð gefi, að sú ábyrga lýðræðisstjórn, taki skynsamlega á þeim mikla vanda, sem myndaðist við hið efnahagslega hrun sl. haust, einkum vegna þess, að byggt hafði verið alltof mikið á þeim gildum, sem mölur og ryð fær eytt, en hefur svo bitnað á þeim sem síst skyldi, sem enga sök eiga á ástandinu, og neyðast til að flýja land sitt, einkum vegna fullkomlega guðlausrar og vanhæfrar ríkisstjórnar, sem lagðist svo lágt, að vanvirða þá hefð, að setning Alþingis, hefjist með guðsþjónustu; þar afhjúpaðist guðleysið, sem er þó hér aðeins toppurinn á ísjakanum; auk þess skeytingarleysins, sem núverandi forsætisráðherra, sýnir þeim heimilum í landinu, sem blæða, og staðhæfir í skilningsleysi sínu, að allt sé í besta lagi hjá 60% heimila landsins; hin 40% heimila, sem eiga í erfiðleikum og jafnvel neyð, ,,skipta engu máli“, eins og fram hefur komið í fréttum.
Guð gefi, að hin nýja lýðræðislega ríkisstjórn nái, með handleiðslu Guðs, í senn hallalausum ríkisfjármálum sem og að standa vörð um óskerta líknarþjónustu til þeirra, sem sjúkir eru sem og annarrar velferðarþjónustu til handa þeim, sem standa höllum fæti, óskertrar menntunar sem og löggæslu, og þá sérstaklega það sem lýtur að björgun mannslífa og almannavarna. M.ö.o.: Skeri ekki niður í þessum lífsnauðsynlegu málaflokkum, heldur nái að nýta hvern eyri, sem lagður er til þjónustunnar, margfallt betur, en er í dag hjá hinni marxísku ríkisstjórn, t.d. með auknum einka og/eða sjálfseignarekstri, þar sem öllum er eftir sem áður tryggð umrædd þjónusta, óháð efnahag, jafnframt að slá skjaldborg um heimilin, einkum þau, sem nú blæða, vegna skeytingarleysis núverandi ríkisstjórnar. Úr því þetta var mögulegt á sl. öld, ætti það ekki síður að vera mögulegt í dag, svo fremi, sem hver eyrir sé nýttur skynsamlega og á sem mannúðlegastan hátt, með hina kristnu kærleikstrú aldanna að leiðarljósi sem forðum, grundvallað á bjargi aldanna, Lækninum góða og Frelsaranum, Drottni Jesú Kristi. Og vissulega ber að veita nýrri lýðræðisstjórn fyllsta aðhaldi, að hún sína í raun ábyrgð, bæði varðandi líknarþjónustuna, einkum bráðaþjónustuna, ekki síst varðandi hið mikilvæga starf bráðaliðans og sjúkraflutningamannsins, og varðar björgun mannslífa sem og lækna, hjúkrunarfóls sem og annars heilbrigðisstarfsfólks; löggæsluna sem og öryggisþjónustu Landhelgisgæslunnar, sem varðar einnig björgunar mannlífa, einkum sjómanna, en einnig annarra, sem lenda í neyð og þurfa einnig á lífnauðsynlegri bráðaþjónustu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar að halda; menntuna sem og að koma heimilunum til hjálpar, með markvissum hætti, t.d. með þeirri leið, sem Framsóknarmenn hafa lagt fram til bjargar ofurskuldsettum heimilum, sem enga sök eiga á ástandinu.
Það að biðja fyrir hinum sjúka, og öðrum þeim, sem í hættu er stadddur, og að hann njóti líknar, umönnunar og björgunar, nær sem fjær, er sitt hvor greinin á sama vínviði þess alkærleika, sem Jesús Kristur er, konungi konunganna, konungi kærleikans, Drottins vors og Frelsara, sem gaf okkur öllum líf sitt, fæddist hér á jörðu niðri á hinum fyrstu jólum, frelsaði og læknaði sjúka, og dó á krossi vegna okkar synda og misgjörða, og fullnaði sigur sinn yfir dauðanum, með upprisu sinni. Myndist gjá milli greinanna, er voðinn vís, eins og komið hefur á daginn. Nákvæmlega sama gildir varðandi fangann sem og aðra þá, sem í nauðum eru staddir, á einn eða annan hátt, andlega sem efnislega.
Í ár eru liðin 110 ár frá stofnun KFUM. og KFUK. Á þeim tímamótum, langar mig ekki síst að minnast mannvinarins og æskulýðsleiðtogans Bjarna Eyjólfssonar, sem var einn af brautryðjendum þessa kristilega kærleiksstarfs hér á landi. Hann sýndi það í verki, að hann var lifandi farvegur frelsandi og líknandi náðar Guðs í Kristi Jesú, einkum ungdómnum, með bænalífið að leiðarljósi, þess lykils að óendlanlegri náð og miskunn Drottins í Kristi Jesú. Bjarni Eyjólfsson er eitt fegursta dæmi hins sanna lærisveins Drottins Jesú Krists, sem gefur Drottni Jesú alla dýrðina. Hann er fögur fyrirmynd hins einlægna, sannkristna manns, sem gaf Kristi Jesú allt sitt líf, öðrum til frelsunar og blessunar. Blessuð sé minning hans.
Opnum hjörtu vor fyrir Drottni Jesú Kristi, og meðtökum Hans Heilaga Anda. Allir eru fyrirhugaðir til eilífrar sálauhjálpar og eilífs lífs í Kristi Jesú. Þá munum við að lokum hljóta þann dýrðarsveig á himnum, sem aldrei mun dvína, og dvelja um eilífð hjá Honum, sem gaf líf sitt til lausnargjalds, og fullnaði sigur sinn yfir dauðanum með upprisu sinni, svo við öll mættum eignast eilíft líf, og lifa jóla- og páskagleði þá, sem tekur aldrei enda. Amen.

Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur hefur embættispróf í guðfræði frá HÍ., og hefur rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


Er Ísland orðið að kristniboðsakri?


Inngangur
Því miður þarf ekki glöggt auga til að sjá, að land vort er orðið að kristniboðsakri, a.m.k. að verulegu leiti. Það þarf ekki glöggt auga til að sjá, að arfleifð og ávöxtum kristinnar kærleikstrúar aldanna, fer fækkandi, í mannfélagi skeytingarleysis og mannfyrirlitningar, með guðleysið að leiðarljósi. En ég er þess fullviss, að mikill meirihluti almennings, vill varðvita kristna trú og siðferði, ásamt arfleifð og ávöxtum kristninnar. Hins vegar veður guðleysið áfram, eins og eldur í sinu.

Hvað er framundan?
Vissulega bið ég nýrrar ríkisstjórnar allrar Guðs blessunar, og Guð gefi, að ráðherrar hennar leiti handleiðslu almáttugs Guðs. Hins vegar sakna ég þess, að enginn núverandi ráðamanna biðja af einlægni Íslandi og Íslenkri þjóð, Guðs blessunar, eins og fyrrverandi forsætisráðherra gerða, af fyllstu einlægni, og leitaði handleiðslu almáttugs Guðs, ekki síst á ögurstundu, og fékk bágt fyrir af hálfu guðleysingja eða hálfheiðingja. Ég tek einnig ofan fyrir fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem lagði megináherslu á kristileg gildi mannfélagsins. – fyrir utan það, að hér er um trúarmenningarsögulegan grundvöll fullvaldi ríkis að ræða, þar sem yfir 97-98% þjóðarinnar, játa kristna trú og sið. Því er ég því miður ekki viss, að allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar, leiti handleiðslu Guðs, samanber opinberun jaðarhópa guðleysingja, sem þáðu ekki, að hefja Alþingi með hefðbundinni guðsþjónustu; hér er í raun ekki um þá hópa að ræða, sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju, en eru trúaðir eigi að síður. Hér er um jaðarhóp guðleysingja, sem ógna ekki aðeins Þjóðkirkunni, heldur gjörvallri kristni í landinu, og sína bæði þjóðinni og Alþingi, og þar með fullveldi sjálfstæðrar þjóðar vanvirðingu. Svipaðir jaðarhópar hafa farið um víða veröld með sinn eyðandi mátt og myrkur guðleysins, t.d. hef ég eftir vinafólki í Bandríkjunum, að varla megi lengur óska hver öðrum gleðilegra jóla. Hér er um guðleysisfasisma að ræða, sem virðir í raun enga trúa á nein æðri máttarvöld. Sama er því miður að segja um guðlausa marxísk/femeníska jaðarhópa, sem sérstaklega ráðast gegn kristilegum gildum fjölskyldunnar og hjónabandsins; lítilsvirða hið mikilvæga hlutverk húsmóðurinnar, og ráðst gegn skikkan Skaparans og Heilags Guðs Orðs, og þá ekki síst í því að skreyta sig innihaldslausum orðum ,,jafnréttis“, þar sem sumir eru samt ,,jafnari“ en aðrir; lítilsvirða göfug hefðbundin kvennastörf, einkum uppeldis og líknar, og vanvirða þau grundvallarmannréttindi, sem varðar réttin til lífsins, hið raunverulega jafnrétti, sem ávöxt kristinnar kærleikstrúar, sem undanskilur engan, þ.m.t. hið ófædda barn, en samkvæmt og kristnum kærleiksskilningi aldanna, nær hið raunverulega jafnrétti sem ávöxtur kristninnar, einnig yfir hið ófædda barn; lífið er friðheilagt frá getnaði, samkvæmt Heilögu Guðs Orði. Einng er ráðist gegn skikkan Skaparans og hinum kristna skilning varðandi hið heilaga hjónaband og fjölskylduna, sem grundvallað er á Heilögu Guðs Orði. Það hefur ekkert með eitthvert jafnrétti að ræða, sem lýtur að skikkan Skaparans. Allir, sem játa kristna trú í sannleika, verða að standa saman gegn þessum andlega banvæna faraldri. Og í raun allir, sem játa trú á æðri máttarvöld.
Við efnahagshrunið sl. vor, sem bitnað hefur harðast á þeim, sem síst skyldi, og eiga enga sök á hruninu, sem varð vegna þess, að byggt var allt of mikið á sandi auðæfaoflætisins, í stað hinnar bjargföstu trúar aldanna, byggða á bjarginu eina sanna, Drottni Jesú Kristi, hefur komið æ betur í ljós, að Ísland er a.m.k. að færast nær því, að teljast kristniboðsakur, heldur en kristin þjóð, þrátt fyrir að kristnin lifi enn í dag, þrátt fyrir allt. E.t.v. eru einnig skilin að verða skarpari milli þeirra, er játa kristna trú, og hinna, sem afneita henni; og í raun afneita allri trú, þar sem trúað er á æðri máttarvöld. Hugsanlega kynni svo að fara, að haldi óþróunin áfram, að kristniboðarnir frá Afríku, komi þaðan frá kristnum Afríkulöndum, og fari að boða kristna trú, t.d. í afhelguðum Evrópulöndum, þ.m.t hér á Íslandi, og þurfi að byggja upp bæða upp líknarþjónustuna sem og menntunina, einkum barnanna, grundvallaða á konungi konuganna, konungi kærleikans, Drottni Jesú Kristi. Guð gefi, að bæði Íslendingar sem og aðrir, sjái að sér, og slái skjaldborg um kristna kærleikstrú aldanna, og siði hennar sem og ávexti og arfleiðfar hennar, sem einkum lýtur að líknaþjónustunni til hinna sjúku sem og menntunarinnar, einkum barnanna. Ef til vill erum vér komin aftur á byrjunarreit, og þurfum því þess heldur, að stórefla kristniboð innanlands sem utan. Í raun er órofa samhengi milli varðveislu kristninnar og kristniboðsins, sem sagan hefur í raun sannað.

Hvað er til lausnar?
Kristilegum grundvallargildum sem og arfleiðfð og ávöxtum kristninnar, hefur fækkað, eins og að hyrningarsteinn kristilegs mannfélags er hjónabandið og fjölskyldan, með hina kristnu kærleikstrú aldanna, að leiðarljósi, grundvölluðum á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Sama má segja um önnur grundvallargildi sem og ávexti og arfleifð kristninnar, eins líknarþjónustunni til handa þeim sjúku sem og annarri mannúðar- og líknarstarfsemi, auk menntunar, einkum barna, grundvallaða á Drottni Jesú Kristi, Endurlausnara vorum og Frelsara. Og eins og fyrr segir, er hér órofa samhengi milli varðveislu kristninnar sem og kristniboðsins.
Hér er brýn þörf á markvissu endurreisnarátaki, varðandi varðveislu og uppbyggingu kristninnar og kristilegs siðferðis; slá skjaldborg um kristnina sem og grundvallargildi hennar, ásamt arfleifð og ávöxtum kristinnar kærleikstrúar aldanna, samhliða markvissu kristniboði, þar sem markvisst er unnið að eilífri sáluhjálp náungans og þjóðanna, nær sem fjær: Að gera allar þjóðir, og þ.m.t. alla íbúa þeirra, að lærisveinum Drottins Jesú Krists, vitandi það, að Hann er með oss alla daga, allt til enda veraldarinnar, þegar Hann kemur aftur, og tekur sína elskuðu heim til sín, heim til Föðurins, í einingu Heilags Anda. Og allir eru fyrirhugaðir til eilífs hjálpræðis og eilífs lífs í Drottni Jesú Kristi, sem afklæddist dýrð himnanna, gjörðist maður á hinum fyrstu jólum, er hann fæddist af Heilagri Maríu mey, Guðs móður, frelsaði og læknaði sjúka, og dó á krossi, þeim dauða, sem beið vor allra, vegna synda vorra, til að vér mættum lifa að eilífu í samfélagi Hans, og fullnaði sigur sinn yfir dauðanum, með upprisu sinni, á Páskadagsmorgni, sté upp til himna, og úthellti ásamt Föðurnum, sínum Heilaga Anda yfir lærisveina sína á Hvítasunnudagi - stofndegi kirkjunnar, og gjörir enn þann dag í dag. Kirkja Krists hefur lifað af, gegnum þrengingar allra alda, í rúm 2000 ár. Og mun áfram lifa af allar þrengingar. Ábyrgð hinna kristnu og kristniboðans er mikil, að berjast trúarinnar góðu baráttu, og gefast ekki upp fyrir heiminum og vonsku hans. Alkærleikur Guðs Föður, í Syni sínum, Jesú Kristi, í kraft og vernd Heilags Anda, er óendanlegur. Drotinn Jesús Kristur frelsar enn í dag. Mannvinurinn, kristniboðinn og æskulýðsleiðtoginn, Bjarni Eyjólsson (1913-1972), ritstjóri í Reykjavík, kemst svo að orði í þessari fögru þýðingu hans á hinum fögru sálmversum Norska mannvinarins og kristniboðans, K.L.Reichelt (1877-1952), sem segir allt, sem skiptir máli varðandi það að fylgja Kristi sem einlægur lærisveinn Hans, í kærleikssamfélagi Hans:

Ó, DROTTINN, ég vil aðeins eitt:
Að efla ríki þitt.
Ó, þökk, að náð sú var mér veitt,
sem vakti hjarta mitt.
Ég verður, Jesús, ekki er
að eiga að vera´ í þínum her,
en vinarnafn þú valdir mér,
mig vafðir blítt að hjarta þér,
ó, hjálpa mér
að hlýðnast eins og ber.

Ó, lát mig fá að finna ljóst,
hve fólksins neyð er sár.
Mér gef þinn ástareld í brjóst
og einlæg hryggðartár.
Í ljósi þínu lát mig sjá
hvern lýð, sem neyð og heiðni þjá,
því neyðin hans er hróp frá þér
að hjálpa – eins og bauðstu mér -
að dauðastund
með djarfri fórnarlund.

Þá eitt ég veit: Mitt auga sér
þá undraverðu sín,
er langri ævi lokið er
og líf og kraftur dvín:
Ég sé þitt ríki sigur fær,
til sérhvers lýðs þitt frelsi nær,
og þessi mikli helgra her,
sem hjálp og lífið fann í þér,
þig, líknin blíð,
mun lofa alla tíð.

(Sálmabók 1972 Reichelt – Bjarni Eyjólsson)

Áhersla mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, á mikilvægi varðveislu kristinnar kærleikstrúar aldanna, og kristins siðar, og þar með kristinna grundvallargilda, arfleifðar og ávaxta, einkum varðandi líknarþjónustu til handa þeim sjáku, og er í órofa samhengi við kristniboðið, kemur skýrlega fram í lífsköllun hans í Lambarene, í Mið-Afríku, þar sem hann reisti sjúkrahús árið 1913, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld, sem sagan sannar einnig, enda starfaði Schweitzer á kristniboðsstöð Franskra Mótmælenda í Lambarene, eða í nágrenni við hana, og hafði náin kynni og samvinnu við kristniboða, bæði Rómverks-Kaþólska og Evangelíska. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250). Þannig lýsti Schweitzer kynnum sínum, af kristniboðinu, eftir þriggja ára veru í Lambarene, og fórust m.a. orð á þessa leið:
,,Ég ber einlæga lotningu fyrir því starfi, sem amerískir kristniboðar hófu hér og franskir kristniboðar hafa haldið áfram. Þeir hafa mótað hugsun innlendra manna, í mannlegum og kristilegum skilningi, á þann veg, að það myndi sannfæra jafnvel ramma andstæðinga kristniboðs um það, að kenning Jesú megnar mikið gagnvart frumstæðum mönnum.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250).

Schweitzer hefur lagt mikla áherslu á að minna á það, sem kristniboðið hefur gert til líknar og hjálpar Afríkumönnum. Þeir hafa bætt líkamleg mein innlendra og kennt þeim hagnýta hluti, auk þess, sem þeir hafa uppfrætt þá um Jesúm Krist. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250).

Niðurlag:
Tökum í trú á móti Drottni vorum, Endurlausnara og Frelsara, Jesú Kristi, sem kallar oss til fylgdar sem forðum, og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir oss, til þess að vér mættum að eilífu lifa með Honum í kærleikssamfélagi Hans, sem öllum er fyrirhugað. Þá fyllumst vér Heilögum Anda, sem býr í oss og vöxum í helgun; lifum í iðrun og helgun. Þá munum vér hljóta þann dyrðarsveig, sem fullnast við lok tímanna á himnum, þar sem verða endurfundir ástvina. Þá verður fögnuður vor fullkominn. Ég enda með orðum mannvinarins og kristniboðslæknisins Alberts Schweitzers:

,,Hann kemur til vor eins og ókunnugur nafnlaus gestur, á sama hátt og Hann kom forðum við bakka vatnisins, Hann kom til þessarra manna, sem ekki vissu hver Hann var. Hann segir sömu orðin: ,,Fylg þú mér!“ Og Hann bendir oss á þau verkefni, sem Hann þarf að leysa á vorum tímum. Hann skipar fyrir. (*Kristniboðsskipunin, sjá einkum Metteusarguðspjall, 28. kap., vers 18-20). Og þeim, sem hlýða Honum, hvort sem þeir eru vitrir eða fávísir, mun Hann opinbera sjálfan sig í því, sem þeir fá að reyna í samfélagi Hans af erfiðleikum, átökum, og þrautum og þjáningum, og sem ósegjanlegan leyndardóm munu þeir læra og komast sjálfir að raun um Hver Hann er.“ (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. 401. *Innskot og áherslubreyting: ÓÞ). Sá ósegjanlegi leyndardómur er, að Jesús er Kristur, Sonur hins lifanda Guðs Föður vors á himnum; hinn sanni Messías! Amen!

Reykjavík 25. maí 2009,

Með vinsemd og virðingu,

Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


GUÐFRÆÐI MANNVINARINS ALBERTS SCHWEITZERS Í LJÓSI LÍFSKÖLLUR HANS SEM KRISTNIBOÐSLÆKNIS. VARÐVEISLA KRISTNINNAR SEM OG MARKVISST KRISTNIBOÐ.

I
GUÐFRÆÐI MANNVINARINS OG KRISTNIBOÐSLÆKNISINS ALBERTS SCHWEITZERS Í LJÓSI LÍFSKÖLLUNAR HANS SEM KRISTNIBOÐSLÆKNIS Í LAMBARENE, Í MIÐ-AFRÍKU, ÞAR SEM HANN REISTI SJÚKRAHÚS ÁRIÐ 1913, OG STARFAÐI ÞAR SEM KRISTNIBOÐSLÆKNIR Í RÚMA HÁLFA ÖLD.

Guðfræði mannvinarins og kristniboðslækninn Albert Schweitzers, einkum varðandi guðfræði hans; afmarkað (sérstaklega) við efni og innihald guðfræði hans í riti hans ,,The Question of the Historical Jesus (1954)“: ,,Spurningin um hinn Sögulega Jesú“ (Ævisögur Jesú); og þá sérstaklega í ljósi/samræmi við lífsköllun hans sem kristniboðslæknis. Hægt er að rökstyðja þá fullyrðingun (ályktun) út frá niðurlagsorðum – ályktun – í riti Schweitzers, að hann viðurkenni - játi -að Jesús sé Kristur, Sonur hins lifanda Guðs Föður vors á himnum; viðurkenni (játi) þar með Jesú Krist sem sannan Messías, Son Guðs Föður; viðurkenni (játi) m.ö.o Drottin Jesú Krist sem sannan Guð og sannan mann, Endurlausnarann, sem kemur til vor eins og ókunnur nafnlaus gestur, á sama hátt og Hann kom forðum við bakka vatnsins, Hann kom til þessarra manna, sem vissu ekki hver Hann var. (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of yth Historical Jesus, bls. 401). A.m.k er ekki hægt að útiloka þessa rökstuddu fullyrðingu, sem hér er sett fram sem tilgáta/ályktun, út frá niðurlagsorðum – ályktun Alberts Schweitzers sjálfs. ,,Hann segir sömu orðin (við þig og mig): ,,Fylg þú mér!“ Og Hann bendir oss á þau verkefni, sem Hann þarf að leysa á vorum tímum. Hann skipar fyrir.“ (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of yth Historical Jesus, bls. 401). Hann bendir oss á og skipar oss fyrir þeim kærleiksverkum, sem Hann kallar oss til í víngarði sínum. ,,Og þeim, sem hlýða honum, vitrum sem fávísum, mun Hann opinbera sig í því, sem þeir fá að reyna í samfélagi Hans af erfiðleikum, átökum, og þrautum og þjáningum, og sem ósegjanlegan leyndardóm munu þeir læra og komast sjálfir að raun um Hver Hann er.“ (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. 401). Sjálfur sýndi Schweitzer þennan skilning í verki sem kristniboðslæknir í Lambarene í Mið-Afríku í rúma hálfa öld. Þannig uppljómast / lýkst upp fyrir oss í eftirfylgd við Drottin Jesú Krist, að Hann er Drottinn vor og Frelsari, í því/þeim köllunarhlutverkum, sem Hann hefur fyrirhugað oss til eflingar Ríki Hans, konungar kongunanna, konungar kærleikans, þar með þeirrar kærleiksþjónustu, að fylgja Honum, þeir er játast Honum af hjarta sem Drottni sínum og Frelsara, til starfa í víngarði Hans – að efla Ríki Hans! Kristniboðið er hér grundvallarariði (rauður þráður) bæði í guðfræði Schweitzers og lífsköllun hans sem kristniboðslæknis! Áherlsan hjá Schweitzer, að Jesús skipar fyrir, er í beinu og rökrænu samhengi við kristniboðsskipunina sjálfa, einkum í Matteusarguðspjalli, 28. Kapítula, vers 18-20.

Ályktun: Kristniboðið er hér grundvallaratriði; kristin kærleikstrú aldanna til handa öllum, nær sem fjær. Kristniboðið er hér, eins og fyrr segir, grundvallaratriði, bæði í guðfræði Alberts Schweitzers og lífsköllun hans sem kristniboðslæknis. Kristniboðsstarf Alberts Schweitzers. Hér er um ómetanlega fjársjóði að ræða, sem mölur og ryð fær aldrei grandað; væri það mjög verðugt rannsóknarverkefni, einkum innan guðfræðinnar, að rannsaka og kafa dýpra í hina djúphugsuðu guðfræði Alberts Schweitzers, og þá í órjúfanlegu samhengi/samræmi við kærleiksverks hans sem kristniboðslæknis, í Lambarene í Mið-Afríku, þar sem hann reisti sjúkrahús árið 1913, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld.

Loks er að leggja áherslu á órjúfanlegt samhengi kristniboðsins og kristilegrar líknarþjónustu (og í raun menntunar einnig), og í órofa samhengi við kristniboðið. Hægt er að rökstyðja það nánar með ályktun varðandi tilgátu (fullyrðingu) og/eða ályktun Schweitzers sjálfs, í niðurlagsorðum rits síns, um Ævisögur Jesú. Öll áherslan hér er hins vegar á lífsköllun og guðfræði mannvinarins og kristniboðslæknisins Alberts Schweitzers; kristniboðið er þar grundvallaratriði (rauður þráður), sem fyrr segir, m.ö.o. að hlýða Honum, sem kallar oss til fylgdar við sig, eins og forðum daga, og skipar oss fyrir. ,,Hann segir sömu orðin (við þig og mig): ,,Fylg þú mér!“ Og Hann bendir oss á þau verkefni, sem Hann þarf að leysa á vorum tímum. Hann skipar fyrir.“ (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of yth Historical Jesus, bls. 401). Hann bendir oss á og skipar oss fyrir þeim kærleiksverkum, sem Hann kallar oss til í víngarði sínum. ,,Og þeim, sem hlýða honum, vitrum sem fávísum, mun Hann opinbera sig í því, sem þeir fá að reyna í samfélagi Hans af erfiðleikum, átökum, og þrautum og þjáningum, og sem ósegjanlegan leyndardóm munu þeir læra og komast sjálfir að raun um Hver Hann er.“ (Albert Schweitzer, 1954, The Quest of the Historical Jesus, bls. 401). Sjálfur sýndi Schweitzer þennan skilning í verki sem kristniboðslæknir í Lambarene í Mið-Afríku í rúma hálfa öld, það sannar sagan. Áherlsan hjá Schweitzer, að Jesús skipar fyrir, er í beinu og rökrænu samhengi við kristniboðsskipunina sjálfa, einkum í Matteusarguðspjalli, 28. kapítula, vers 18-20. Þessi áhersla hjá Schweitzer kemur skýrlega fram í lífsköllun hans í Lambarene, í Mið-Afríku, þar sem hann reisti sjúkrahús árið 1913, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld, sem sagan sannar einnig: Sterkustu rök fyrrnefndrar ályktunar, og er í órofa samhengi við fyrrnefnd ályktunarorð Schweitzers sjálfs, í niðurlagi fyrrnefnds rits síns!

II
VARÐVEISLA KRISTINNAR TRÚAR OG SIÐFERÐIS SEM OG MARKVISST KRISTNIBOÐ, ER EINA LEIÐIN TIL UPPBYGGINGAR OG VARÐVEISLU KRISTILEGS MANNFÉLAGS.

Mannfélag vort hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir, bæði fyrr og nú. Ekkert hefur hjálpað sem hin bjargfasta trú aldanna, sem grundvallast á bjarginu eina sanna, Drottni Jesú Kristi. Og af hafa leitt ávextir og arfleifð þeirrar bjargföstu sáluhjálplegu trúar, ekki síst varðandi ummönnun sjúkra og þar með björgunar mannslífa, líknarþjónustunnar sem og uppeldis og menntunar barna og unglinga, sem hefur að leiðarljósi þessa bjargföstu kærleikstrú aldanna, byggða á bjargi aldanna, konungi konugnanna, konungi kærleikans, Drottni Jesú Kristi. Þá hefur fjölskyldan og hjónabandið verið hyrningarsteinn hins kristna mannfélags, með Heilaga Maríu Guðs móður og hina Heilögu fjölskyldu - hina bjargföstu kristnu kærleikstrú aldanna, að leiðarljósi, byggða á Drottni Jesú Kristi. E.t.v finnst einhverjum auðveldara að byggja líf sitt á sandi tíðarandanns einum saman, og afneita guðlegri forsjá. Sá hinn sami er á mikum villigötum; upplausn og miskunnarleysi hins guðlausa mannfélags, hefur sagan sannað, fyrr og nú. Líf í og með Drottni vorum Jesú Kristi, þarf alls ekki að vera auðvelt líf eða líferni, og krefst sjálfsafneitunar og fórna, að fljóta ekki með tíðarandunum, sem gæti virst vera auðvelt líf eða líferni, en skilar þess minna, er upp er staðið, andstætt því lífi eða líferni, sem byggt er á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Mikilvægi hlutverks húsmóðurinnar er þar ómetanlegt, enda ómetanlegt að koma ekki að tómu húsi, heima, að loknum skóladegi í barnaskóla, eins og margir geta, og hafa vitnað um. Sama má segja um mikilvægi hlutverks ömmunnar og afans. Guð gefi, að þessi kristnu lífsgildi, ásamt fleiri kristilegum lífsgildum, vaxi ásmegin í mannfélaginu á nýjan leik.
Guðleysið veður nú um mannfélag vort, eins og faraldur, með allt sitt miskunnarleysi og siðleysi, skreytt ýmsum innihaldssnauðum fallegum orðum, eins og t.d. ,,lýðræði“, eða ,,jafnrétti“, en hvernig er það ,,jafnrétti“, sem nær t.d. ekki yfir líf hins ófædda barns; grundvallarrétturinn og þar með grundvallarmannréttindi til lífsins er virt að vettugi, og syndin gerð að einhverskonar ,,mannréttindum“. Er hér e.t.v. um að ræða syndina gegn Heilögum Anda, sem aldrei verður fyrirgefin? Mannfélag vort virðist vera orðið að kristniboðsakri, hefur e.t.v. orðið það fyrr, en kemur nú e.t.v. betur í ljós eftir efnahagshrunið mikla sl. haust, sem bitnað hefur harðast á þeim, sem síst skyldi, sem varð, vegna þess að of mikið var haft að leiðarljósi sá fjársjóður, sem mölur og ryð fær grandað, í stað þess að hafa meira að leiðarljósi þann fjársjóð, sem mölur og ryð fær aldrei grandað, byggt á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Og guðlaus marxísk hugmyndafræði, er hér heldur engin lausn, sem sagan hefur einnig sannað.
Kristniboðið er hér grundvallaratriði, nær sem fjær, og er í órofa samhengi við alla kristilega uppeldis, - hjálpar,- og líknarstarfsemi. Rofni það samhengi, er voðinn vís, eins og komið hefur á daginn, jafnvel meðal kristinna einstaklinga, sem vegna tíðarandans í dag, hafa farið að greina of mikið á milli kristniboðsins og kristilegrar hjálpar- og líknarstarfsemi. Í raun sannar vitnisburður sögunnar þetta, ekki síst í kristniboði fyrri tíma og sl. aldar, og má nefna fögur dæmi þar um, eins og kristniboðsstarf mannvinarins Alberts Schweitzer, sem rætt er hér sérstaklega í I. kafla, hér að framan, sem reisti sjúkrahús í Lambarene í Mið-Afríku, árið 1913, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Krisinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga). Sama má nefna varðandi mannvininn systur Móður Theresu, sem starfaði lengst af ævi sinnar í kristinni líknarreglu meðal sinna minnstu meðbræðra og systra í Indlandi. Hér á landi má nefna kristilegt líknarstarf Kaþólsku systranna, sem reistu m.a. sjúkrahús í Reykajvík, árið 1902, sem var í órofa samhengi Kaþólska kristniboðsins. Hér á landi má einng nefna mannvininn og æskulýðsleiðtogann Bjarna Eyjólfsson, sem m.a. sat í fjóra áratugi í stjórn KFUM, og var rúma þrjá áratugi í starfi og forystu í málefnum Sambands Íslenskra kristniboðsfélaga. (Árni Sigurjónsson, 1988, Bjarni Eyjólfsson, Úr minningasafni, bls. 8). Þessa er ekki síst að minnast í tilefni af því, að í ár eru liðin 110 ár frá stofnun KFUM og KFUK á Íslandi. Og fleira mætti vissulega nefna, eins og ómetanlegt starf Hjálpræðishersins, Samhjálpar, ABC-hjálparstarfs, o.s.frv. Guði sé lof, þá eru enn þann dag í dag kristileg uppeldis, -hjálpar,- og líknarsamtök, þar sem kristniboðið er haft að leiðarljósi, þar sem órofa samhengi er á milli kristniboðsins og kristilegra kærleiksstarfa – líknarstarfa -, byggð á Drottni Jesú Kristi, Endurlausnara vorum og Frelsara. Guð blessi alla vora minnstu meðbræður og systur, nær se, fjær. Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð.

Reykjavík, 22. maí 2009,

Með vinsemd og virðingu,

Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og hefur rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


VARÐVEISLA KRISTINNAR TRÚAR OG SIÐFERÐIS SEM OG MARKVISST KRISTNIBOÐ, ER EINA LEIÐIN TIL UPPBYGGINGAR OG VARÐVEISLU KRISTILEGS MANNFÉLAGS.



       Mannfélag vort hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir, bæði fyrr og nú. Ekkert hefur hjálpað sem hin bjargfasta trú aldanna, sem grundvallast á bjarginu eina sanna, Drottni Jesú Kristi. Og af hafa leitt ávextir og arfleifð þeirrar bjargföstu sáluhjálplegu trúar, ekki síst varðandi ummönnun sjúkra og þar með björgunar mannslífa, líknarþjónustunnar sem og uppeldis og menntunar barna og unglinga, sem hefur að leiðarljósi þessa bjargföstu kærleikstrú aldanna, byggða á bjargi aldanna, konungi konugnanna, konungi kærleikans, Drottni Jesú Kristi. Þá hefur fjölskyldan og hjónabandið verið hyrningarsteinn hins kristna mannfélags, með Heilaga Maríu Guðs móður og hina Heilögu fjölskyldu - hina bjargföstu kristnu kærleikstrú aldanna, að leiðarljósi, byggða á Drottni Jesú Kristi. E.t.v finnst einhverjum auðveldara að byggja líf sitt á sandi tíðarandanns einum saman, og afneita guðlegri forsjá. Sá hinn sami er á mikum villigötum; upplausn og miskunnarleysi hins guðlausa mannfélags, hefur sagan sannað, fyrr og nú. Líf í og með Drottni vorum Jesú Kristi, þarf alls ekki að vera auðvelt líf eða líferni, og krefst sjálfsafneitunar og fórna, að fljóta ekki með tíðarandunum, sem gæti virst vera auðvelt líf eða líferni, en skilar þess minna, er upp er staðið, andstætt því lífi eða líferni, sem byggt er á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Mikilvægi hlutverks húsmóðurinnar er þar ómetanlegt, enda ómetanlegt að koma ekki að tómu húsi, heima, að loknum skóladegi í barnaskóla, eins og margir geta, og hafa vitnað um. Sama má segja um mikilvægi hlutverks ömmunnar og afans. Guð gefi, að þessi kristnu lífsgildi, ásamt fleiri kristilegum lífsgildum, vaxi ásmegin í mannfélaginu á nýjan leik. 
       Guðleysið veður nú um mannfélag vort, eins og faraldur, með allt sitt miskunnarleysi og siðleysi, skreytt ýmsum innihaldssnauðum fallegum orðum, eins og t.d. ,,lýðræði“, eða ,,jafnrétti“, en hvernig er það ,,jafnrétti“, sem nær t.d. ekki yfir líf hins ófædda barns; grundvallarrétturinn og þar með grundvallarmannréttindi til lífsins er virt að vettugi, og syndin gerð að einhverskonar ,,mannréttindum“. Er hér e.t.v. um að ræða syndina gegn Heilögum Anda, sem aldrei verður fyrirgefin? Mannfélag vort virðist vera orðið að kristniboðsakri, hefur e.t.v. orðið það fyrr, en kemur nú e.t.v. betur í ljós eftir efnahagshrunið mikla sl. haust, sem bitnað hefur harðast á þeim, sem síst skyldi, sem varð, vegna þess að of mikið var haft að leiðarljósi sá fjársjóður, sem mölur og ryð fær grandað, í stað þess að hafa meira að leiðarljósi þann fjársjóð, sem mölur og ryð fær aldrei grandað, byggt á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi. Og guðlaus marxísk hugmyndafræði, er hér heldur engin lausn, sem sagan hefur einnig sannað. 
       Kristniboðið er hér grundvallaratriði, nær sem fjær, og er í órofa samhengi við alla kristilega uppeldis, - hjálpar,- og líknarstarfsemi. Rofni það samhengi, er voðinn vís, eins og komið hefur á daginn, jafnvel meðal kristinna einstaklinga, sem vegna tíðarandans í dag, hafa farið að greina of mikið á milli kristniboðsins og kristilegrar hjálpar- og líknarstarfsemi. Í raun sannar vitnisburður sögunnar þetta, ekki síst í kristniboði fyrri tíma og sl. aldar, og má nefna fögur dæmi þar um, eins og kristniboðsstarf mannvinarins Alberts Schweitzer, sem reisti sjúkrahús í Lambarene í Mið-Afríku, árið 1913, og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Krisinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga). Sama má nefna varðandi mannvinninn systur Móður Theresu, sem starfaði lengst af ævi sinnar í kristinni líknarreglu meðal sinna minnstu meðbræðra og systra í Indlandi. Hér á landi má nefna kristilegt líknarstarf Kaþólsku systranna, sem reistu m.a. sjúkrahús í Reykajvík, árið 1902, sem var í órofa samhengi Kaþólska kristniboðsins. Hér á landi má einng nefna mannvininn og æskulýðsleiðtogann Bjarna Eyjólfsson, sem m.a. sat í fjóra áratugi í stjórn KFUM, og var rúma þrjá áratugi í starfi og forystu í málefnum Sambands Íslenskra kristniboðsfélaga. (Árni Sigurjónsson, 1988, Bjarni Eyjólfsson, Úr minningasafni, bls. 8). Þessa er ekki síst að minnast í tilefni af því, að í ár eru liðin 110 ár frá stofnun KFUM og KFUK á Íslandi. Og fleira mætti vissulega nefna, eins og ómetanlegt starf Hjálpræðishersins, Samhjálpar, ABC-hjálparstarfs, o.s.frv. Guði sé lof, þá eru enn þann dag í dag kristileg uppeldis, -hjálpar,- og líknarsamtök, þar sem kristniboðið er haft að leiðarljósi, þar sem órofa samhengi er á milli kristniboðsins og kristilegra kærleiksstarfa – líknarstarfa -, byggð á Drottni Jesú Kristi, Endurlausnara vorum og Frelsara. Guð blessi alla vora minnstu meðbræður og systur, nær sem fjær. Guð blessi Ísland, og Íslenska þjóð. 

Ólafur Þórisson, cand. theol. 

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.



« Fyrri síða

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband